Þjóðviljinn - 10.08.1975, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
Ragnar
Framhald af bls. 7.
Herskylda eða
friðlýst land
t 75. gr. stjórnarskrárinnar frá
1874 er sérhver vopnfær maður
skyldaður að taka sjálfur þátt i
vörn landsins. Þessi grein var ein
af mörgum, sem Jón Sigurðsson
forseti gagnrýndi og óttaðist að
yrði notuð til að draga islendinga
utan til landvarna i Noregi og
Danmörku. tslendingar voru frá
öndverðu andvigir herskylduhug-
myndum, og er þetta ákvæði aö-
skotahlutur i stjórnarskránni,
sem á að hverfa, enda skoplegt að
skipta islendingum i vopnfæra og
óvopnfæra menn.
Seinasta greinin i frumvarpi
okkar Einars Olgeirssonar hljóð-
aði svo: „lsland er friðlýst land.
Herskyldu má aldreí i lög leiða”.
Úr þvi að islendingar báru gæfu
til þess að lögbjóða aldrei her-
skyldu i landinu, meðan stríð
voru háð með hersveitum upp á
gamla móðinn, ættu þeir að geta
afsalað sér herkvaðningu úr þvi
sem komið er, enda aldrei íráleit-
ara en nú, þegar engar varnir eru
til gegn nútimavopnum.
Friðlýsing tslands væri sið-
ferðilegur stuðningur við friðar-
öflin i heiminum. Staðreyndin er
sú, að viða um heim er eigin her
þjóðanna mesta hætta lýðræðis-
ins; sbr. ótal dæmi, m.a. frá
Grikklandi, Chile og ttaliu. Her-
inn breytist i lögreglu landvörnin
i fasisma.
I Portúgal er atburðarrásin
önnur. Þó sé ég ekki betur en of-
trú hins staliniska kommúnista-
flokks Portúgals á leiðsögn hers-
höfðingja, sem fyrir nokkrum ár-
um tóku fullan þátt i viðbjóðslegu
nýlendustriði i Afriku, sé á góðri
leið með að kalla fasismann aftur
yfir þessa hrjáðu þjóð.
En það er önnur saga. Við eig-
um að afneita herskylduog veita
með þvi öðrum þjóðum hollt for-
dæmi. Og við eigum að afneita
hvers konar hernaðarundirbún-
ingi á íslandi i eitt skipti fyrir öll
með yfirlýsingu um friðlýst Is-
land.
m
Júgóslavía
Framhald af 5. slðu.
Verkalýðsstéttin er enn á ný
gerð ómyndug.
Aðalmarkmið umbótanna er
þvi það, að tryggja, að sjálfstjórn
verkafólks geti þróast i alvöru
óhindruð bæði af rikisskriffinnum
og forstjóraveldi (teknókrötum).
Aðalmarkmiðið með að herða á
flokksaganum, eins og Tito boð-
aði, er þá að tryggja að til sé
þroskaður hópur sem sé skuld-
bundinn að vinna gegn sundrung
samfélagsins, sérgæsku ákveð-
inna hópa, gegn miðstjórnarofriki
leiðtoga einnig — gegn öllu þvi,
sem getur tafið þróun sjálf-
stjórnar verkamanna.
Þvi var um leið (með löggjöf og
kjarasamningum) reynt að auka
hlut áætlanagerðar innan
markaðskerfisins, skerða sjálf-
stæði peningastofnana, koma i
veg fyrir að upp hlaðist auður
sem ekki er ávöxtur af eigin starfi ‘
og minnka tekjumun.
í seinni grein um þessi mál,
sem birtist á sunnudaginn kemur
verður reynt að gera grein fyrir
þvi, hvernig þetta virkar i reynd.
(ÁB. endursagöi).
Van Lundbye
Framhald af bls 8.
Danmerkúr i Efnahagsbanda-
lagið, „2. október 1972” gefur
skýra hugmynd um þýðingu þjóð-
legrar og alþýðlegrar hefðar fyrir
Vagn Lundbye. í bók þessari
finna menn lýsingu á þjóðarat-
kvæðagreiðslunni og atvikum
kvöldsins annars október eins og
þau komu fram i sjónvarpi, og
eru bókmenntatilvitnanir flétt-
aðar inn i textann, og sumpart
gamlar myndir frá Rudköbing,
þar sem Vagn Lundbye býr.
Myndirnar eru lagðar yfir texta
bókarinnar svo að það er ekki
hægt að lesa hann: fólkið og
barátta þess þröngvar sér með.
áþreifanlegum hætti inn yfir
veruleika samtiðarinnar. Og
enda þótt þetta virðist við fyrstu
sýn heldur ruglingslegt allt
saman, þá er þetta samt túlkun á
von, von um að hægt sé að hafa
það gamla með i för i pólitiskri
baráttu samtiðarinnar.
(áb þýddi)
SENDIBÍíASrÖm Hf
TfTTTTfTTTITTTFTTTTTtTTTTTTTTTTT
HÓTEL HOF ^^ffffjl^Rauðarárstía 18
Nýtthótel sími
í Reykjavík 2-88-66
llillllllllllllllllAllllllllllll
PPHAF AUÐS
CUDO-I
IGLERHF.
”VIÐERUM .
REYNSLUNNIRIKARI ”
Skúlagötu 26 Sími 26866
í þessu liggur
munurínn
Þess vegna borgardu heldur meira fyrir
Cudogler — þú ert aó fjárfesta tilframbúðar.
AÐRIR
Yfirleitt mun minna af þéttiefni, vegna rúm-
frekari ramma úr þynnra áli. Aðeins 2 hliðar
rammans fylltar með einni gerð rakavamar-
efnis. Minni viðloðun þéttiefnis, sem þarf að
verja sérstaklega gegn utanaðkomandi efna-
fræðilegum áhrifum.
Við trúum því, að verðmæti húseignar
aukist með tvöföldu Cudogleri. Hvort sem
þú byggir fyrir sjálfan þig, aðra eða byggir til
að selja, þá hækkar verðgildi byggingarinnar
við ísetningu glers frá framleiðanda, sem
aðeins notar Terostat þéttiefni, sparar
hvergi til við samsetningu glersins, og gefur
10 ára ábyrgð á framleiðslunni.
CUDO
Mun meira af þéttiefni — þrælsterku
Terostat, sem ekki þarf að verja sérstaklega.
T erostaí hefur, skv. prófunum, mestu
viðloðun og togkraft, sem þekkist. Álramminn
er efnismeiri og geró hans hindrar að ryk úr
rakavamarefnum falli inn á milli glerja.
Álrammamir ero fylltir rakavarnarefnum allan
hringinn — bæði fljótvirkandi rakavamarefni
fyrir samsetningu og langvarandi, sem dregur
í sig raka, sem getur myndast við hitabreytingar.