Þjóðviljinn - 17.08.1975, Side 2

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 Lmsjón:Vilborg Haröardóttir. Hugmynd um slika aðgerð á þessu ári, Kvennaári Sþ, hefur þegar verið rædd og hlotið undir- tektir meðal islenskra kvenna, bæði i smáhópum og á fjölmenn- um ráðstefnum. Skilyrði fyrir þvi, að hrinda megi henni i fram- kvæmd er þó sennilega, að hún hljóti stuðning verklýðssamtak- anna i landinu eöa a.m.k. þeirra félaga launþega sem konur eiga aðild að. 1 næsta mánuði halda HVAÐ GERIST DAGINN ÞANN? Hugmyndin um að konur leggi niður vinnu einn dag á árinu hefur fengið góðar undirtektir Hvað gerðist ef allar konur legðu einn góðan veðurdag frá sér vinnu sína# heimafyrir og á vinnustöðunum, og gengju út? Jafnvei einn til tveir tímar myndu nægja til að lama mestallt athafnalíf á fslandi og kannski nægja til að sýna þjóðinni — bæði körlum og konum sjálfum — fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna, sýna að vinna þeirra, jaf nt launað starf sem ólaunuð vinna inni á heim- ilunum,er þjóðfélaginu jafn nauðsynleg og dýrmæt og vinna karlanna, þótt langt sé frá að hún sé metin til jafns. ASl og BSRB sameiginlega ráð- stefnu sina i tilefni kvennaársins og er þess þá að vænta, að þessi hugmynd verði rædd og ráðstefn- an taki afstöðu til hennar. En jafnvel þótt hugmyndin um að leggja niður vinnu fengi ekki op- inberan stuðning verklýðshreyf- ingarinnar gætu konur innan hennar auðvitað sameinast um að leggja niður vinnu einn dag eða hluta úr degi. Þessi hugmynd var fyrst rædd á ráðstefnunni um kjör láglauna- kvenna, sem nokkur verklýðsfé- lög héldu ásamt Rauðsokkahreyf- ingunni i janúar i vetur, og lýsti ráðstefnan yfir stuðningi við hana. Ráöstefna um kjör kvenna til sjávar og sveita, sem haldin var i Neskaupstað i lok april mælti einnig með þessari aðgerð og nú siðast var samþykkt álykt- un um þetta efni á Kvennaársráð- stefnunni sem haldin var að Hótel Loftleiðum i júni, svo greinilegt er, að áhugi á þessu máli er nokk- uð viðtækur. Stungið hefur verið upp á á- kveðnum degi i þessu sambandi, þ.e. degi Sameinuðu þjóðanna 24. Framhald á 22. vikulega í sumar Húsnæði rauðsokka og skrif- stofa að Skólavörðustig 12 hefur i sumar aðeins verið opin vikulega i stað daglega i vetur og vor og verður svo áfram fram i septem- ber, að þvi er miðstöð rauðsokka sagði blaðinu. Er nú ,,opið hús” i Sokkholti á fimmtudögum kl. 6—10 sd. Eru þá allir velkomnir að lita inn og fá upplýsingar, kaffibolla, lesa blöð eða rabba saman. A ársfjóröungsfundi hreyf- ingarinnar i sumar var að venju skipt um einn i miðstöð og tók þá Þuriður Magnúsdóttir við af Ernu Egilsdóttur. Auk Þuriðar eru nú i miðstöð Rauðsokkahreyfingar- innar Elisabet Gunnarsdóttir, Helga Steinunn Guðmundsdóttir og Ingibjörg Rán Guðmundsdótt- ir. ORÐ Móttökunefndir karla Eftirfarandi bréf barst blað- inu meðan jafnréttissiðan lá niðri á sumarleyfistimanum og er þvi nokkuð umliðið siðan atburður sá er „sveitakona” gerir þarna að umtalsefni skeði. Én opinberar heim- sóknir koma jú alltaf fyrir öðru hverju og er vissulega réttmæt spurningin, hvort það sé einhver goðgá að áliti ráða- manna, að konur skipi mót- tökunefndir rétt einsog karlar. En hér er bréfið: ,,Nú rétt i þessu var ég að horfa á sjónvarpsfréttirnar og þar með á móttökuathöfnina er sviakonungur kom til landsins. Forsetinn heilsaði honum fyrst, siðan forsetafrú- in, litil stúlka hneigði sig og rétti konungi blómvönd, þjóð- lög landanna voru leikin og siðan þurfti veslings konung- urinn að heilsa hverjum karl- hróknum af öðrum misjafn- lega valdsmannslegum á svip- inn — svei mér þá, ég hélt að strollan tæki aldrei enda. Jú, allt i einu birtist brosandi gestrisnislegt konuandlit og þá hélt ég að komið væri að konunum i móttökunefndinni, en nei, það komu æ fleiri karl- ar og restina rak svo ein kona og þar með var upptalið. Siðan var gengið að nýja forsetabilnum og tekið fram, að hann hafi komið til landsins fyrir örfáum dögum. Konung- ur og forseti stungu sér inn i hann, en hvað varð um for- setafrúna okkar? Mér fannst seinna sem ég sæi hana á planinu langt fyrir aftan fina, nýja forsetabilinn, — þurfti hún ef til vill að panta 25050 sem flytur allt.eða álika? Þótt ég þykist vita, að i bila hafi verið raðað eftir einhverri hefð þarna sem endranær, finnst mér, að i þessu tilfelli hefðu sáttir mátt sitja þröngt og forsetinn geta boðið konu sinni sæti meðal þeirra höfð- ingjanna, þar sem konungur- inn á ekki konu einsog vitað er. En forsetabillinn er ef til vill ekki gerður fyrir þrjá aft- ur i einsog flestir venjulegir bilar, — eða eru islensku lögin virkilega svo ströng og hefðin svo órjúfanleg i lýðveldinu Is- landi að jafnvel á ári konunn- ar geti forsetafrúin gleymst vegna þess að gesturinn átti ekki konu? Að siðustu: Var verið að samhryggjast konunginum með þvi að stilla upp við mót- tökuna öllum þessum körlum án kvenna — eiginkvenna sinna eða annarra, — þar sem hann á sér enga frú, eða erum við konurnar óþarfar með öllu nema til að fullkomna innrétt- inguna i eldhúsinu og fylla upp i hjónarúmið? Einhvernveg- inn finnst mér, að á kvennaár- inu margumtalaða eigi is- lenskar konur ekki eftir að rétta hlut sinn að ráði þegar jafn litið tillit er tekið m.a.s. til okkar myndarlegu og elskulegu forsetafrúar. Ég vonast svo til, að enginn misvirði þessar linur minar. Virðingarfyllst Sveitakona”. Til sveitastjórna pótentáta Þá er hér stutt „orðsending til Páls Lindals og annarra sveitastjórnapótentáta” i til- efni skrifa Páls i belginn fyrir nokkrum vikum (15. júni), þar sem hann segir fæð kvenna i sveitastjórnum m.a. stafa af takmörkuðum áhuga þeirra á almennum sveitastjórnamál- um þrátt fyrir tilraunir stjórn- málaflokka til að fá konur i „örugg sæti” á framboðslist- um- (sic'), en af þessu leiði aftur, að nauðafáar konur séu kjörgengar til setu á lands- fundum, i fulltrúaráði og i stjórn Sambands isl. sveitafé- laga og þykist Páll þar með gera hreint fyrir sinum dyr- um, segir bréfritarinn, sem kallar sig „Siggu”. Orðsend- ing hennar er svohljóðandi: „Aðeins stutt ábending til Páls Lindals og annarra sveitastjórnarpótentáta með- an ég bið eftir að einhver taki sig til og svari grein Páls svo sem verðugt er: Hafið þið nokkurntima reynt að skyggnast undir yfirborðið og reynt að gera ykkur grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir þátttökuleysi kvenna i stjórnmálum? Reynið þið nokkurntima að gera ykkur grein fyrir áhrifum uppeldis og umhverfis, þar á meðal frá mönnum eins og ykkur? Hafið þið heyrt um tvöfalt vinnuálag kvenna? Hafið þið heyrt um lægri laun kvenna? Hafið þið litast um á venjulegu islensku heimili og athugað hver það er sem þar vinnur verkin að meirihluta? Eð hvor aðili hjónabandsins sem sjálfsagt þykir að sitji heima yfir börn- um á kvöldin meðan hinn fer á fundi — kannski i stjórnmála- flokknum sinum eða karla- klúbbnum? Hver er verka- skiptingin heima hjá ykkur sjálfum? Auðvitað er ástandið ekki alhlitt sem betur fer. En of al- gengt. Og reyndar getið þið gert ykkar til að bæta úr — ef þið .viljið. Hvernig væri að leggja sitt af mörkum til kvennaársins (þrátt fyrir andúð ykkar) og koma t.d. upp kvennaársnefndum i sveitafé- lögunum, nefndum sem reyndu að gera sér grein fyrir jafnréttisstöðu kynjanna á hverjum stað og gerðu siðan tillögur til úrbóta. Þetta hafa norðmenn gert, að þvi er Eva Kolstad sagði frá á kvenna- ársfundinum i Háskólabiói i júni, og kvennaársráðstefnan sem haldin var i Reykjavik stuttu siðar stakk lika uppá, að kosnar yrðu jafnréttis- nefndir i öllum bæjar- og sveitaféiögum. Ég hef ekki heyrt neitt frá ykkur sveita- stjórnamönnum siðan. Sigga”. Lát heyra Fleira kemst ekki i belginn i dag, en látið endilega frá ykk- ur heyra þegar þið reynið, heyrið, sjáið eða dettur eitt- hvað i hug, sem varðar jafn- réttismálin. Að gefnu tilefni eru bæði bréfritarar og þeir sem hringja (simi umsjónar- manns: 20482) beðnir að láta uppi fullt nafn sitt, annars get- um við ekki birt efnið. Auðvit- að ræður svo fólk sjálft hvort nafnið birtist eða aðeins fangamark eða dulnefni. —vh Þróuö lönd og vanþróuð SAMAN BURÐUR Á ALÞJÓÐLEGU KVENNA- ÁRI Þróuð Þróunar kvenna Hlutfall kvenna við nám: Grunnskólastig Miðskölastig Háskólastig. Hlutfall kvenna iatvinnu svæði Evrópa N.:Amerika 4,7% 1,9% svæði Afrika 83,7% Asia 56,7% Róm.Amerika 27,3% Afkonum iatvinnulifi vinna Ilandbúnaði Evrópa N.-Amerika 23,0% 2,5% Afrfka 49,0% Asia 52,0% Róm.Amerika 12,0% Evrópa 87,8% Afrika 32,9% Hlutfall kvenna á aidrinum Evrópa 6,7% Afrika 40,7% N.-Amerika 88,2% Asia 45,2% 15—19ára sem eru giftar, N.-Amerika 9,9% Asia 27,9% Róm.Amerika 66,3% fráskildar eða ekkjur Róm. Amerika 15,2% Evrópa 32,4% Afrika 19,0% Meðal barna Evrópa 2-4 Afrika N.-Amerika 61,5% Asia 27,9% N.-Amerika Asia 5—7 Róm.Amerika 25,6% Róm. Amerika Evrópa 5,0% Afrika 2,0% Meðalaldur Evrópa 74 ára Afrika N.-Amerika 8,0% Asia 3,3% N.-Amerika Asia 55ára Róm.Amerika 4,5% Róm. Amerika Evrópa 29,4% Afrika 26,3% Hlutfall kvenna á þingi Danmörk 17,0% Egyptaland 2,0% N.-Amerika 25,0% Asia 21,5% — nokkur dæmi: Finnland 21,5% Trinidad og Itóm.Amerika 17,1% Sovétrikin 38,0% Tobago 7,0% Island 5,0% Indland 2,3%

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.