Þjóðviljinn - 17.08.1975, Page 3

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Page 3
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINNj— SIÐA 3 A fæöingarganginum eru sérstök „hriöaherbergi”, þar sem konur geta veriö fyrir fæöingu, en á þessari mynd sjáum viö nokkur af hinum nýju fæöingarrúmum. Þessi rúm eru mjög fullkomin, hægt aö snúa þeim og hreyfa á ýmsa lund, en talin mjög þægiieg fyrir konuna. Þess má geta aö á deildinni veröur einnig herbergi þar sem feöur geta beöiö. Fullkomnar skuröstofur ieysa gömlu skuröstofuna af hölmi og eru þær á sér gangi, þar sem enginn fer inn aö öþörfu. Viö sjáum ljöstækin i loft inu á þessari mynd, sem eru mjög stör og nýtískuleg. Hér er gjorgæsla fyrir nýbura, þ.e. börn sem þurfa á sérstakri umönn- un aö halda, en mjög þýöingarmikiö er aö geta haft þau aöskiiin frá heilbrigöum mörnum. í tengslum við þessa deild er einnig aögeröar- stofa fyrir ungabörn. Þetta tæki gaf Kvenfélagasamband tslands Fæöingardeiidinni, en þaö nefnist Diasonograph og er ultra- hljööbylgjutæki sem gerir kleift aö fylgjast meö t.d. hjartslætti fösturs þegar I 8.-9. viku meögöngu, mæla stærö fösturs o.fl. Fleiri þýöingar. mikil tæki hafa verið gefin deildinni af ýmsum samtökum. Myndir: gsp Loksins nýFæöingar- deild og góö aðstaða Ástand gömlu Fæðingar- deildarinnar var mjög til umræðu hér f yrir nokkrum árum. Var þá dregin fram i dagsljósið sú ömurlega aðstaða, sem sjúklingum, sængurkonum og starfs- fólki var boðið upp á. Árangur þessara umræðna var ákvörðun um byggingu mikillar viðbyggingar við deildina, eða í raun nýrrar Fæðingardeildar. Nú fer senn að rætast sá draumur að þessi nýja deild verði tekin í notkun, en samkvæmt upphaflegum áætlunum átti það að vera gert nú þegar. Göngudeild hefur að vísu starfað á neðstu hæð nýbyggingar- innar í rúmt ár, en þar hef- ur verið tekið á móti van- færum konum til skoðunar, einkum þeim sem eru með einhverja sjúkdóma, eða ástæða er til að ætla að séu i meiri hættu en aðrar í sambandi við meðgöngu eða fæðingu. Þar eru einn- ig gerðar eftirlitsskoðanir, ráðleggingar veittary framkvæmd skoðun sjúklinga á öðrum deildum spítalans, sem þarfnast skoðunar á þessu sviði. Fyrir vorið er áætlað að búið verði að taka allar deildir nýju Fæðingar- deildarinnar í notkun, en næsti áfangi er kvensjúk- dómadeild, sem verður opnuð um næstu mánaða- mót. Sigurður S. Magnússon, prófessor sagði er blaðamaður skoðaði deildina, að miklar breytingar yrðu á þjónustu við sjúklinga með tilkomu nýju Fæðingardeildarinnar, en þær verða aðallega á fimm sviðum. 1. Aðstaða fyrir starfsfólk verður mjög bætt, en hún hefur verið fyrir neðan allar hellur og sagði Sigurður að lofsvert væri hve góð þjónusta hefði verið veitt miðað við aðstæður. 2. Með tilkomu nýju deildarinnar skapast betri möguleikar til þess að safna saman á einn stað sjúklingum með alvarlega sjúk- dóma, en til þessa hefur Fæðingardeildin (frá 1969) fengið að láni 6 rúm á handlæknisdeild Landspitalans, og verða sjúkling- ar þaðan nú fluttir á nýju deild- ina. 3. Með tilkomu nýju Fæðingar- deildarinnar skapast vonandi með timanum aðstaða til þess að taka við öllum konum með bráða- sjúkdóma i kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á Reykjavikur- svæðinu. Er hér átt við konum með bráðasjúkdóma i móðurlifi, o.fl. Tekur Fæðingardeildin nú við öllum bráðum tilfellum i sam- bandi við seinni hluta meðgöngu- timans og við fæðingu og væntan- lega einnig á sviði kvensjúkdóma, með tilkomu nýju deildarinnar. 4. Með stækkun deildarinnar og mjög svo auknum tækjakosti skapast betri aðstaða til kennslu og starfsþjálfunar heilbrigðis- stétta. Sagði Sigurður að honum fyndist stundum talsvert skorta á að bæði stjornmálamenn og al- menningur gerði sér grein fyrir þýðingu þess að auka og bæta menntun þessara stétta, þar sem framtið heilbrigðisþjónustunnar i landinu er að verulegu leyti undir þvi komin, hvernig tekst að mennta þetta fólk. „Það er skilj- a'nlegt að konur, sem koma inn á þessa deild eigi erfitt með að sætta sig við þann fjölda nem enda sem oft eru viðstaddir fæð - ingar eða aðrar aðgerðir, en það er alveg óhjákvæmilegt, ef við ætlum að mennta þetta fólk að veita nemendum aðgang að sjúklingum. Mér finnst flestar konur sætta sig furðanlega við það ónæði og þá truflun, sem nær- vera nemenda hlýtur óhjákvæmi- lega oft á tiðum að hafa. Rétt er að benda á að með þvi að sætta sig við þetta, eru sjúklingarnir að stuðla að betri þjónustu við þá sjálfa og aðrar konur i framtið- inni. Hins vegar vil ég taka það fram að það er okkar stefna að reyna að taka fullt tillit til óska sjúklinga, að svo mikly leyti sem hægt er,” sagði Sigurður. 5. Deildin hefur nú þegar, vegna nýbyggingarinnar, fengið og tek- ið i notkun ýmis tæki.sem skapa möguleika til þess að fylgjast með ástandi fósturs i fæðingu og á meðgöngutimanum, og þannig aukið öryggi fyrir konuna og fóstrið. „Sem dæmi um þetta vil ég minnast sérstaklega á mjög dýrt tæki, sem gefið var af Kven- félagasambandi lslands og nefn- ist Diasonograph og var tekið i notkun fyrir nokkrum mánuðum. Hér er um að ræða ultra-hljóð- bylgjutæki, seiji gefur okkur möguleika á að skrá hjartslátt fósturs i 8.-9. viku meðgöngu, mæla nákvæmlega stærð fósturs og þá .um leið lengd meðgöngu- tima, staðsetja fylgjuna og fleira” sagði Sigurður ennfrem- ur. Jón Hannesson sérfræðingur við Fæðingardeildina hefur kynnt sér notkun þessa tækis og unnið mjög ötullega aö notkun þess. Meðal þeirra nýmæla, sem ef tii vill vekja mesta athygli, þegar gengið er um hina nýju Fæðingar deild er t.d. gerbreytt aðstaða fyrir starfsfólk. Geymslurými er fyrir löngu orðið of litið, en nú verða tekin i notkun mjög full- komin sótthreinsunartæki, geymsluherbergi og öll aðstaða fyrir starfsfólk batnar. Það sem að sjúklingunum snýr og sængur- konum eru t.d. miklar framfarir frá gömlu leguherbergjunum á sviði hreinlætisaðstöðu. Einnig er þarna svokallað „rooming-in” kerfi sem mjög hefur rutt sér til rúms erlendis, en það gerir kon- um kleift að hafa börnin hjá sér eftir vild á daginn, læra að meðhöndla þau og kynnast þeim. sem er mjög þýðingarmikið, ekki sist fyrir frumbyrjur. öli aðstaða fyrir lækna er að sjálfsögðu gerbreytt, ekki sist með tilkomu hinna fullkomnuskurðstofa. Mjög mikið hefur verið gefið af tækjum til Fæðingardeildarinnar af ýms- um samtökum. Það sem þó er þýðingarmest i dag, eigi að ljúka við Nýju Fæðingardeildina, er að fjárveitingavaldið veiti það fé, sem nauðsynlegt er til þess að ljúka öllum framkvæmdum á áformuöum tima og til að ráða starfsfólk á hinar ýmsu deildir. þs Þetta herbergi er með sérstakri einangrun i veggjum, en það er ætlað fyrir konur i geislameðferð. Upptökutæki fyrir ofan rúmið er i tengslum við sjónvarp hjá hjúkrunarkonu, sem þannig getur fyigst meö sjúklingnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.