Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 5
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 5
Sjá Ifst jórna rsósía I ism i
kostir hans og gallar
1 fyrri grein um Júgóslaviu
var sagt frá þeirri þróun „sjálf-
stjórnarsósialisma” sem nú hefur
náð nýjum áfanga. Þýðing hans á
að vera sú, að tryggja sem mest
raunveruleg völd verkamanna-
ráðum, án þess að hleypa lausu
valdi og auðsöfnun forstjóra og
sérfræðinga, og án þess að sleppa
lausum skriffinnum rikisvalds-
ins.
Við höldum áfram að greina frá
athugun Gerts Petersens, for-
manns Sósialiska alþýðuflokksins
danska á þessum málum.
Samtök á
vinnustað
Kjarni hinna nýju umbóta, sem
Tito og hans menn hafa gengist
fyrir er tengdur starfi og réttind-
um „grunnsamtaka sameinaðra
verkamanna.” t hverju meiri-
háttar fyrirtæki erunokkur
„grunnsamtök” með oft 400—500
meðlimum. Vettvangur hverrar
grunneiningar er tiltekin verk-
smiðjudeild, eða söludeildin
osfrv.
Hver grunneining hefur sitt eig-
ið bókhald. Þær semja hver við
aðra um samstarf, og hvert fyrir-
tæki starfar á grundvelli þessa
samstarfs. 1 sameiningu reka þær
og launa samstjórn fyrirtækisins,
en hún hefur ekki réttindi grunn-
samtáka.
Hver grunnsamtök kjósa
verkamannaráð og einn forstjóra,
ásamt fulltrúum i miöverka-
mannaráð fyrirtækisins, sem út-
nefnir aðalforstjóra og nokkra
aðra aðalstjórnendur.
Almennur fundur verkamanna
fer með æðsta vald i grunn-
einingu. Enginn samningur um
kjör eða samstarf við aðrar
grunneiningar er gildur nema 2/3
meðlima undirriti hann.
Grunneiningin ræður sjálf yfir
tekjum sinum og skiptingu
þeirra. En hún verður að standa
sig efnahagslega og er þvi ekki
„frjáls sem fuglinn”.
Skipting arðsins
Brúttótekjurnar skiptast á
þessa leið (skv. athugun Gerts
Petersens i fjórum fyrirtækjum).
Fyrst eru dregin frá 4% i verð-
jöfnunarsjóð og júgóslavneskan
þróunarsjóð — þetta er skylda.
(Skattheimtan er annars að
mestu byggð á persónusköttum).
Afgangi brúttótekna er skipt i
þrjá hluta a) i laun, hráefni og af-
skriftir. b) i fjárfestingu. c) til al-
mennra sameiginlegra verkefna
— ibúða, fræðslumála, mennta-
mála, orlofsmála osfrv.
. Skipting milli þessara liða fer
fram á almennum verkamanna-
fundi eftir tillögum verkamanna-
ráðs og forstjóra. Aður hefur ver-
ið rætt við miðverkamannaráðið
og borgar- eða bæjarstjórn.
Bæjarstjórn er með i myndinni
vegna þess að hún fer með hluta
af sameiginlegum verkefnum.
T.d. hafa öll fyrirtæki i Króatiu
gert samning við bæjarfélögin um
1,5% framlag af brúttótekjum i
fræðslumálasjóð og 1% i hús-
næðissjóð og um mismunandi
fúlgur i viðlagasjóði.
Eftir getu og vilja leggja
grunneiningarnar og fram upp-
hæðir, oft allmiklar, til félags-
legra verkefna fyrir fyrirtækið
sjálft (orlofsheimili, ibúðir
osfrv). Talið er að hin almennu
sameiginlegu verkefni taki 4—8 %
af brúttótekjum.
Þá eru eftir um 90% af brúttó-
tekjunum; sem verkamanna-
fundurinn skiptir i laun, fjár-
festingu, kaup á hráefnum osfrv.
Fundurinn er þó bundinn af
ákvæðum laga. um orlof,
uppsagnir, lágmarkslaun osfrv.
En mismunurinn á útkomunni frá
einu fyrirtæki til annars bendir til
þess að ramminn sem verka-
mannaráðin hafa sé furðu viður.
Sendinefndakerfi
Pólitiskt hlutverk grunnsam-
takanna kemur fram i svonefndu
sendinefndakerfi sem kveðið er á
um i hinni nýju stjórnarskrá
Júgóslaviu. .
Hver grunnsamtök kjósa i
leynilegum kosningum fasta-
sendinefnd. 1 vefnaðarverk-
smiðjunni BEKO i Belgrad voru
10 menn i sendinefnd hverrar
grunneiningar og 140 i sendi-
nefnd alls fyrirtækisins. Þessar
„sendinefndir” velja úr sinum
hópi fulltrúa i bæjarstjórn og i ráð
(þing) hvers lýðveldis. BEKO átti
t.d. 6 fulltrúa i hverfastjórnum og
einn i borgarstjórn Stór-Belgrad.
Þessir fulltrúar eru skuldbundnir
til að hafa reglulega samráð við
sinar fastasendinefndir og fasta-
nefndirnar geta skipt um fulltrúa
hvenær sem þeim best sýnist. Það
skal tekið fram, að stjórnendur og
sérfræðingar fyrirtækisins hafa
JÚGÓSLAVÍA
SÍÐARI
GREIN
hvorki kosningarétt né kjörgengi
til þessara fastasendinefnda (ein
af ráðstöfunum til að skera niður
vald forstjóra og teknókrata).
Sendinefndirnar kjósa fuiltrúa i
sérstakar deildir bæjarstjórna og
þinga lýðvelda, og heita þær
„deild sameinaðra verka-
manna”. (Aðrar tvær deildir eru
kosnar af almenningi og
almannasamtökum). Þessi deild
hefur sérstakt neitunarvald (sem
aðrar deildir hafa ekki) um allar
útgjaldatillögur og úrslitavald i
deilum um samninga milli fyrir-
tækja og annarra aðila (t.d.
borgastjórna).
Hagsmunaráö
Sérstöku hlutverki i þessu kerfi
hafa svokallaðir pólitiskir hags-
munafundir að gegna. Dæmi:
bæjarstjórn (sem er i þrem deild-
um sem fyrr segir) ákveður þá
fyrst útgjöld ársins til fræðslu-
mála þegar hún hefur ráðgast við
Hagsmunafund um fræðslumál.
Þegar upphæðin hefur verið
ákveðin, er sv.o þessi „hags
munafundur” látinn skipta henni.
Sama gildir um félags-
heilbrigðis- og menningarmál.
Annað dæmi: i Zagreb sendir
Hagsmunahópur um menningar-
mál (skipaður fulltrúum fvrir-
tækja, listamanna, leikhúsa öfl.á
jafnréttisgrundvelli neytenda og
„framkvæmenda” þ.e. lista-
manna) frá sér langan óskalista
um menningarmál. Hann (288 bls
bók) liggur fyrst frammi til opin-
berrar umræðu. Tveim mánuðum
siðar gerir hagsmunahópurinn
upp sina afstöðu og tekur upp
samninga við borgarstjórn.
Þegar fjárveiting hefur verið
ákveðin tekur hagsmunahópur.
inn svo að sér skiptingu fjárins.
Allt ber þetta að sama brunni.
Það átti að vinna gegn þvi, sem
reynslan hafði sýnt, að þeir sem
eru i stjórnunarstöðu hafa ávallt
bestu möguleika á að sölsa undir
sig áhrifavald og ákveða sjálfir
hvað þeir bera úr býtum. Það er
ekki nóg að breyta ákvæðum um
Götumynd frá Makedóniu; aukin framlög til fátækari héraða og lýð-
velda.
Leyniiegar kosningar til verkamannaráöa — myndin er frá verksmiöj-
unni ZMAJ I Zamun, sem framleiöir landbúnaðarvélar.
eignarrétt til að breyta þessu.
Þess vegna er haldið áfram að
gera tilraunir með sjálfstjórnar-
sósialismann. Og i sömu átt
ganga röksemdirnar fyrir
„sendinefndakerfinu”. Þaö á að
fela það i sér, segja júgóslavar,
að fulltrúi fólksins sé ekki tengd-
ur „afstrakt” kjósendamassa,
heldur ákveðnum hópi manna,
sem tengdur er framleiðslunni,
hópi sem menn i stjórnarstöðum
eru þar að auki útilokaðir frá.
Ágóðasjónarmið
En að sjálfsögðu er þetta kerfi
ekki einfalt i framkvæmd og
margur vandi sem upp kemur.
Eins og sagt var frá i fyrri grein
gerðist i Júgóslaviu á siðasta ára-
tug ör þróun i átt til markaðs-
búskapar, og hafa ýmsir
sósialistar haft áhyggjur af.
Vegna þess, að þar með varð það
sterk freisting einstökum fyrir-
tækjum að nota vélvæðingu og
hagræðingu til að auðga sjálft sig
og starfsmenn um leið og heildin
var látin lönd og leið og eldri
starfsmenn og lakari starfs-
kraftur sömuleiðis. Fyrirtæki
sem stóðu i upphafi þessarar þró-
unar illa að vigi dróust aftur úr.
Þá hófst samkeppni milli fyrir-
tækja um „hæfa stjórnendur”
sem hleypti launum sérfræðinga
himinhátt. Allt þetta jók á efna-
hagslegt misrétti i landinu, enda
þótt það tryggði einnig aukna
framleiðslu. Einnig leiddi það til
uppsagna, atvinnuleysis og land-
flótta — hundruð þúsunda leituðu
sér vinnu i Vestur-Evrópu. Það
voru þessar hliðar þróunarinnar
sem Tito forseti réðist einkum
gegn i ræðum sinum og greinum
urh og eftir 1970.
Samt vilja júgóslavar ekki gefa
markaðskerfið upp á bátinn eins
og ýmsir vinstrisinnar
(Praxishópurinn) hafa lagt til,
þvi forystan segist þá óttast að
niðurstaðan verði ný ofstjórn
rikisvaldsins. Hins vegar vilja
þeir temja markaðslöginálin.
Það á að gera með auknum um-
svifum flokksins, með starfi
grunneininganna og „sendi-
nefnda sameinaðra verka-
manna”. Gróðasjónarmiðið er
látið hopa á hæli fyrir nauðsyn
samstöðu, fyrir félagslegri
sjónarmiðum Sumpart með lög-
gjöf, sumpart eru tekin upp ný
ákvæði i samningum verklýðs-
félaga.
Þessi viðleitni skal nú rakin að
nokkru.
Félagsleg sjónarmið
1 fyrsta lagi hefur það verið
bannað með lögum að segja
mönnum upp vinnunema að hægt
sé að útvega viðkomandi annað
starf með hliðstæðum launum.
Þetta á að skapa samábyrgð gegn
atvinnuleysi og stuðla að þvi, að
fleiri farandverkamenn snúi
heim.
t öðru lagi ber að fá verka-
mönnum, sem ekki geta lengur
skilað fullum afköstum vegna
aldurs eða heilsubrests, léttari
störf (og fylgir stundum styttri
vinnutimi), en fyrir þau störf eiga
þeir að fá sömu laun og þeir höfðu
áður. Fyrirtækið (m.ö.o. félagar
þeirra i sameiningu) greiða mis-
muninn. 1 fyrirtækinu NIK i
Zagreb höfðu t.d. verið stofnuð
sérstök grunnsamtök fyrir þessa
menn (150 af 2000 starfsmönn-
um), til að þeir gætu beint annast
hagsmuni sina sjálfir. Þessi
grunnsamtök „stóðust ekki” fjár-
hagslega og hlutu styrk frá öðrum
grunnsamtökum verksmiðjunn-
ar.
(Það skal tekið fram að þessar
ráðstafanir koma ekki i staðinn
fyrir eftirlaun eða . sjúkra-
tryggingar, en eftirlaunaaldur er
60 ár fyrir karla og 55 ár fyrir
konur ef vill)
I þriðja lagi hafa fyrirtækin
farið að tilmælum Titos og sam-
þykkt að veita ákveðnum
hundraðshluta af tekjum sinum
til ibúðaby gginga á vegum
sveitafélaga. Sem fyrr eru það
mest fyrirtækin sjálf sem reisa
ibúðir fyrir starfsfólk sitt, en
þessi sameiginlegi bygginga-
sjóður á að draga úr mismun á
húsnæðiskjörum.
Aðstoð við fyrirtæki
1 fjórða lagi hafa menn eflt
þann sjóð sem aðstoðar fyrirtæki
sem illa vegnar. Hér þarf vist
nokkurrar skýringar við.
Sjálfsstjórn fyrirtækja þýðir,
að menn verða að basla upp á eig
in spýtur. Menn hafa ekki kapital
ista til að varpa sökinni á ef illa
gengur, menn geta heldur ekki
sótt að einhverju stóru ópersónu-
legu. kerfi sem dragi óþekktar
upphæðir út úr fyrirtækinu. I
prentsmiðju i Zagreb var á hverj-
um mánuði gefið út fréttabréf
með upplýsingum um það, hvað
hver einstakur, sópari sem for-
stjóri, hafði fengið útborgað i
mánuðinum. Útborgunin er i
reynd fyrirframgreiðsla. Við ára-
mót er endanlega gert upp. Ef til
vill var of litið borgað út, þá fá
menn uppbót. Ef til vill of mikið
— þá verður að draga nokkuð af
mönnum næstu mánuði.
En það getur verið svo litið til
skiptanna, að það verði að kalla á
lögin um lágmarkstekjur starfs-
fólki til bjargar. Þá launajöfnun
kosta önnur fyrirtæki i borg og
lýðveldi. Á móti kemur að fyrir
tækið verður að sætta sig við að
rekstur þess sé tekinn til ná-
kvæms eftirlits og þvi jafnvel
skipuð stjórn að utan.
t fimmta og sjötta lið koma ráð-
stafanir sem lúta að þvi að draga
úr óstjórn samkeppninnar. Fyrir-
tæki eru skylduð til að gera lang-
timasamninga við önnur fyrir-
tæki og staðaryfirvöld, sem i
heild verða einskonar áætlunar-
rammi. Aætianagerð er þar með
efld. Þá erog skert að mun sjálf-
ræði peningastofnana með það
fyrir augum að þær breytist ekki i
sérstakt skriffinskuvald.
Launamunur og
vinnuálag
I sjöunda lagi er rekin sú
stefna, andstæð gróðasjónar-
miðum, að draga úr launamis-
mun. Eru enn uppi miklar deilur
um, hvort hann sé of mikill eða of
litill. t þeim fyrirtækjum fjórum
sem Gert Petersen heimsótti
Framhald á 22. siðu.