Þjóðviljinn - 17.08.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: BYGGÐASTEFNAN Eitt af þvi sem núverandi rikis- stjórn reyndi að skreyta sig meö, þegar hún birti stjórnaryfirlýs- ingu sina við myndun stjómar- innar var hin svonefnda Byggða- stefna. Rikisstjórnin hét þvi, að lögö skyldi sérstök áhersla á byggða- stefnu og i þeim efnum var á- kveðið, að Byggðasjóður skyldi fá i árlegar tekjur sem næmi 2% af útgjöldum fjárlaga. Byggðastefnan, þ.e.a.s. sér- stakur stuðningur við lands- byggðina, átti að bæta nokkuð upp þá harkalegu stefnu, sem stjórnin annars boðaöi, einkum i launamálum og i framkvæmda- málum. Loforð núverandi stjórnar- flokka um aukið fjárframlag til Byggðasjóðs og um áherslu á byggðastefnu, minnir vissulega á gamalt st jórnmálabragð Framsóknarflokksins frá þvi fyrir allmörgum árum er Framsókn réði hér öllu I skatta- og tollamálum. Þá var það eitt sinn að Framsókn stóð að mikilli skatta- og tollahækkun, sem að sjálfsögðu kom fram i mjög hækkandi verðlagi á nær öllum sviðum. Þegar Framsóknarfor- ingjarnir komu þá út i sveitir og urðu þar að standa fyrir máli sinu oggefa skýringará öllum þessum miklu álögum, þá var þeim ærinn vandi á höndum og urðu að gripa til sinna snjöllustu útskýringa- ráða. Skýringar þeirra voru einfaldar og ljósar. Þeir játuðu að nýju álögurnar væru að visu miklar og þungbærar,en sögðu.aðhafa yrði það þó i huga, að þeir Fram- sóknarmenn hefðu komið þvi til leiðar, að bæði lampaglös og hóf- fjaðrir væru undanþegnar hinum nýíu gjöldum og mættu bændur sannarlega taka það með i reikn- inginn. Siðan snerist öll umræðan um þetta „afrek” Framsóknar- flokksins, að koma fram þessum stórmerkilegu undanþágum frá nýju skattaálögunum. Á sama hátt er þessu i dag var- ið með Byggðasjóð og byggða- stefnuna mitt i öllum þeim ráð- stöfunum, sem gerðar eru gegn byggöastefnu, og gegn því fólki, sem úti á landsbyggðinni býr. Það vantar að visu ekki, að nokkru fleiri krónur eigi að renna I Byggðasjóð nú en áður og að nú sé allmikill buslugangur I kring- um allt, sem tengt er við þann sjóð og ýmis byggðamál. En krónurnar, sem nú renna i Byggðasjóð eru minni krónur en áður runnu þangað og endast verr til allra verka. Þaðer m.a. afleið- ing af stefnu rikisstjórnarinnar, sem hefur á einu ári tvilækkað gengi krónunnar og stórhækkað skatta. Byggðasjóður mun hafa tekjur á þessu ári, sem nema um 1000—1100 milljónum króna. Til samanburðar má benda á, að út- lán Byggðasjóðs voru þessi und- anfarin ár: Ariðl971 kr. 234 miljónir Ariö 1972 . kr. 394 miljónir Ariö 1973 kr. 500 miljónir Ariö 1974 kr. 710 miljónir Þó að heildarútlán Byggðasjóös verði 1000—1100 miljónir króna á árinu 1975 jafngildir það ekki raunverulegri hækkun á framkvæmdafé, þar sem framkvæmdakostnaður mun vera um 60% hærri á þessu ári, en árið áður. Byggðamálin ráðast af stefnunni í atvinnu- °g byggðamálum Stefnan i byggðamálum ræðst ekki af fjárveitingum Byggða- sjóðs eingöngu. Hún ræöst fyrst og fremst af þvi, hver stefnan er almennt i atvinnu- og efnahags- málum i landinu. 1 tið vinstri stjórnar var sú stefna rikjandi, aö leggja höfuö- áherslu á uppbyggingu atvinnu- lifsins um allt land. Þá voru keypt til landsins 50 nýtisku fiskiskip, og þau staðsett i útgerðarbæjum i öllum lands- fjórðungum. Það þurfti ákveðna stefnu i atvinnumálum til þess að nýir skuttogarar yrðu keyptir til smærri byggðarlaga á Vestfjörð- um, Norðurlandi og Austfjörðum. fyrir slíkri stefnu beitti vinstri stjórnin sér, öfugt við það, sem viðreisnarstjórnin hafði gert, þegar hún ráöstafaöi nýjum tog- urum eingöngu til stærstu bæjanna i landinu. I tið vinstri stjórnarinnar var einnig gerð sérstök framkvæmdaáætlun um endur- byggingu hraðfrystihúsanna i landinu og stóreflingu annars fiskiðnaðar. Samkvæmt þeirri áætlun var ráðist i byggingu margra nýrra frystihúsa i stað gjörsamlegra úreltra húsa, en önnur hús tekin til endurbygg- inga. Til þessara framkvæmda var varið miklu fjármagni á okk- ar mælikvarða. Þessar fram- kvæmdir hleyptu nýju lifi i mörg byggðarlög I öllum landshlutum og þær juku á bjartsýni og framkvæmdahug á öörum svið- um. Hér var lika um ákveðna stefnu að ræða I atvinnumálum landsbyggðarinnar, — stefnu, sem kallaði á að fjármagni banka og stofnlánasjóða væri beint að þessu uppbyggingarverkefni. Miklar framkvæmdir á lands- byggðinni i tið vinstri stjórnar- innar voru ekki eingöngu á sviði sjávarútvegsmála. Þær voru lika I iðnaði, landbúnaði, raforkumál- um, heilsugæslumálum, hafnar- málum, skólamálum og vega- og samgöngumálum. Hér eru nokkr- ar tölur, sem sýna þróun útlána fjárfestingarláhasjóða á þessum árum I miljónum króna: Stofnlánadeild landbún. Fiskveiöasjóöur Iönaöa rsjóöir Byggingarsjóöur rfkisins og verkamannabústaöir Þessar tölur sýna, að stöðugt var unnið að auknum framkvæmdum á þessum tima, einmitt á sviði þeirra mála, sem mesta þýðingu hafa fyrir lands- byggðina. f tið núverandi 'rikisstjómar ræður hinsvegar allt önnur stefna.Nú er boðaður samdráttur framkvæmda, sem mest mun bitna á landsbyggðinni. Nú eru framkvæmdir við mörg nýju frystihúsin, sem i byggingu voru þvi sem næst stöðvaðar. Skipa- kaup stöðvuð að mestu, og stór- lega dregið úr fjárframlögum til annarra framkvæmda úti á landi. Lánveitingar til leiguíbúða úti á landi, sem ákveðnar höföu verið og fjármagn tryggt til hafa verið skomar niður. Nokkrum krónum hærri fjárveiting til Byggðasjóðs breytir engu um meginstefnuna i þessum efnum. Byggðasjóður getur aðeins veitt nokkurn við- bótarstuðning, þegar um er að ræða stærri framkvæmdir, — lán hans og styrkir geta aldrei ráðið stefnunni sjálfri. Samdráttar- og niöurskuröar- stefnan og áhrifin á landsbyggðina Stefna núverandi rikisstjórnar i efnahagsmálum hefur einkennst af þvi að knýja fram lækkun á launum verkafólks, bænda og sjó- manna, og auk þess af þvi að draga úr þeim verklegu framkvæmdum, sem vinstri stjórnin hafði hafist handa um. Ráö núverandi rikisstjórnar gegn þeim vanda, sem við hefur verið að glima i efnahagsmálum hafa öll beinst að þvi að draga saman, að skera niður og að lækkun launa. Samdrátturinn og niðurskurðurinn hefur þó ein- göngu bitnað á verklegum framkvæmdum og félagslegum 1971 1972 1973 1974 255 371 509 1054 866 1253 1434 1994 353 367 499 780 985 1140 1546 2345 oe menninearlegum málefnum. Samdráttur hefur hins vegar ekki átt sér stað i milliliðakerfinu, né i hinu almenna rekstrarkerfi. Bönkum og bankaútibúum hef- ur ekki fækkað. Heildsölum og kaupahéðnum hefur ekki fækkað. Oliufélögin eru jafn mörg og áður og vátryggingafélögin sömuleið- is. Þannig hefur sá hluti af þjóðarkökunni, sem rennur til þessara aðila og annarra milliliða fremur farið vaxandi en hitt. Kaupmenn og heildsalar hafa t.d. fengið að hækka álagningu sina á sama tima og laun hinna lægst launuðu hafa lækkað. Samdráttarstefnan hefur kom- iö fram i þvi, að Fiskveiðasjóöur fær minna fjármagn en áður, miöað við raungildi, að aðrir stofnlánasjóðir, sem stofnlán veita til framkvæmda úti á landi, fá minna starfsfé en áður. Og niðurskurðurinn á fjárlögum, sem nú er ákveðinn, og nema á 2000 miljónum króna á þessu ári, á allur að koma niður á lækkun útgjalda til mikilvægra verklegra Framkvæmda, þ.e.: Skólamála sjúkrahúsmála hafnarmála flugvallamála og vegamála. Samkvæmt hinu nýja niður- skurðarsamkomulagi stjórnar- flokkanna á að lækka útgjöld fjár- laga um 276 miljónir króna til skólamála, 336 miljónir til heilsu- gæslumála og um 100 miljónir kr. til hafnarmála og samgöngu- mála. Auk þess á svo að stöðva framkvæmdir I ár i þessum sömu greinum, sem nemur um 500 miljónum króna með þvi að veita ekki leyfi til framkvæmdanna. Hin nýja byggðastefna á nú að koma fram I þvi, að lækka áður samþykktar fjárveitingar til staða eins og: Djúpavogs Borgarfjarðar eystri Skagastrandar Siglufjarðar Bildudals Vopnafjarðar Þingeyrar Patreksf jarðar Egilsstaða og Raufarhafnar — svo nokkur dæmi séu tekin. Hin nýja stefna I byggðamálum er sem sagt sú, að fjárveitingar til slíkra staða hafa verið of mikl- ar og <að þær verði að lækka til þess að unnt sé að bjarga við f jár- hag rikissjóðs. Stóriðjustefnan Og til viðbótar við launalækkun verkafólks, sjómanna og bænda, og niðurskurð verklegra framkvæmda, bætist svo stór- iðjustefna stjórnarinnar. Nú eru boðaðar framkvæmdir á Keflavikurflugvelli, sem nema 7—8 miljörðum króna. Járn- blendiverksm iðjan i Hvalfirði mun kosta um 10 miljarða og höfn og vegir, sem henni heyra til um 7—800 miljónir kr. Nýtt orkuver við Hrauneyjarfoss, sem ákveðið er að ráðast I, vegna raforkusöl- unnar til járnblendiverksmiðj- unnar mun kosta um 15 miljarða króna. Þessar framkvæmdir eiga að hafa forgang, að dómi stjórnarinnar og til þeirra er sagt auövelt að útvega lán. En hins vegar á að draga stórlega úr framkvæmdum við uppbyggingu fiskiðnaðarins, „vegna fjár- skorts”, og skera niður hafnar- framkvæmdir annars staðar en i Hvalfirði, og spara verður i skólamálum, samgöngumálum og i byggingu heilsugæslustöðva úti á landi. Stóriöjustefna rikisstjórnarinn- ar er andstæð byggðastefnu. Stór- iðjufyrirtæki i samvinnu við út- lendinga verða aldrei nema i fá- um stöðum, og eflaust verða þau nær öll á suðvesturhorni landsins. ★ Byggöastefna rikisstjórnarinn- ar — sú stefna, að leggja fram nokkrar léttvægar gengisfellinga krónui- i Byggðasjóð — jafnhliða stdriðjustefnunni og jafnhliða samdráttar- og niðurskurðar- stefnunni, er af sama toga og undanþágurnar á sinum tima hjá Framsókn á lampaglösum og hóf- fjöðrum frá nýjum drepþungum skattaálögum. Nokkrar viðbótarkrónur i Byggðasjóð eru til að sýnast — til að leiða athyglina frá þvi sem er að gerast i þróun atvinnu- og byggðamála I landinu. A árum vinstristjórnarinnar átti sér staft mikil uppbygging i hraftfrystiiftnaftinum um allt land. Myndin er úr vinnslusal frystihússins f Nes- kaupstaft.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.