Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975
Tel mig sjálfstæðismann
enn í dag—án gæsalappa
Á morgun, 18. ágúst,
verður Guðmundur Finn-
bogason járnsmiður sjötiu
og fimm ára. Flestir þeir,
sem starfað hafa í sósíal-
iskum samtökum í Reykja-
vík munu þekkja hann vel,
því að á þeim vettvangi
hef ur hann ekki legið á iiði
sínu, heldur lagt af
mörkum eftir getu ,,og
stundum meira en það,"
eins og einn kunnugur
komst að orði. Jafnvel enn
fleiri munu hafa kynnst
Guðmundi gegnum atvinnu
hans, en hann hefur rekið
járnsmíðastofu í Reykja-
vík síðan 1927. Enn aðrir
þekkja hann sem skemmti-
legan ferðafélaga um
byggðir og hálendi
landsins.
Þjóðviljinn hitti Guðmund að
máli á Grettisgötu 20B, þar sem
hann hefur búið i áratugi og haft
járnsmiðjuna i kjallaranum.
Guðmundur var að vinna við
aflinn, þegar okkur bar að garði,
að smiða múrhaka fyrir blikk-
smiði. Það annað, sem mest fer
fyrir i járnsmiöjunni, er fork-
unnar mikill rennibekkur, fram-
leiddur i Tékkóslóvakiu. —
Héðinn flutti hann inn, sagði Guð-
mundur. — Það var einhverntima
kringum 1960. Þeir voru mikið
með tékkneskar vélar i Héðni.
Mig langaöi ekkert sérstaklega i
tékkneskan bekk, þótt ég sé talinn
róttækur. En þetta eru ágætir
bekkir og miklu ódýrari en
Köping.sem mig minnir þeir
heita.sænsku bekkirnir. Og þetta
kostaði ekki nema 85.000 krónur
þá, ef það næðist inn áður en við-
reisnarstjórnin kæmi á með eina
gengislækkunina. Við, sem fylgd-
umst með, vissum að það var von
á henni. En ég þurfti að borga
bekkinn út: það var skilyrði hjá
Sveini i Héðni sem ég kynntist nú
litillega þegar ég var eitt ár i
Héðni 1926, þegar ég flutti i bæ-
inn. Þá var hann þar efnilegur
-nemi i rennismiði. Ég hafði ekki
peninga handbæra, en Sveinn var
þar nokkuð framarlega, gott ef
hann var ekki formaður banka-
ráðs, svo ég hélt nú að þetta væri
nokkuð öruggt. Bankastjórinn
var Guðmundur Ólafs, og ég lýsti
þessu fyrir honum, en það var
ekki nokkur leið að fá lán. Það
var eins og oft er sagt hjá banka-
stjórum: peningar ekki til.
Ég skal lána
þér 30.000
En nokkuð var það, þegar ég
kem heim niðurbrotinn, þá kemur
til min góður kunningi minn,
frændi Ásgeirs Ásgeirssonar for-
seta. Hann var hér heimagangur
og ágætur vinur og ég á enn
könnu, sem ég alltaf drekk úr til
minningar um hann. Hann sagði,
þegar hann sá hvað ég var miður
min: Ég skal lána þér 30.000. Þá
lifnaði ég allur við, og annar
kunningi.sem ég leitaði til, visaði
mér á bróður sinn, sem spurði
bara: Hvað viltu mikið? Þaö fór
þvi svo aö ég gat borgað renni-
bekkinn út, og það var mikil
gæfa, þvi að allir vita hvað þessi
viðreisnarstjórn gerði úr
peningum manna. Og þessi
bekkur hefur reynst mér vei. Ég
hafði aldrei áður eignast virki-
lega góðan bekk, og mig langaði
til að eiga slikan i ellinni, þetta
var orðinn gamall draumur. Við
ætluðum að ná okkur i rennibekk i
Danmörku um það leyti sem
striðið skall á. Þá var Einar
Malmberg þar úti og sendi okkur
skeyti um að við yrðum að ákveða
okkur fljótt — ég var þá i félagi
við ágætan ihaldsmann — þvi að
húast mætti við striði hvern dag.
Enda kom striðið, og við fengum
ekki bekkinn.
Smali á
Harrastööum
— Hvaðan ert þú upprunninn,
Guðmundur?
Guðmundur I stofunni heima hjá
— Ég er fæddur og uppalinn á
Harrastöðum i Dalasýslu, þar
sem gengu naut Ólafs Pá. Þar
var ég smali meðfram Hauka
dalsá og Miðá, það er tveggja
tima gangur, niður með annarri
og upp með hinni. Þarna ólst ég
upp hjá þeim ágætu hjónum,
Hildiþór Hjálmtýssyni og Krist-
inu Baldvinsdóttur. Ég var ekki
hjónabandsbarn. Móðir min var
þar vinnukona, ættuð innan úr
Laxárdal, frá Svarfhóli, af þeirri
ætt. Ég er svolitið montinn af þvi
að geta talið mig til ættar við Jó-
hannes skáld úr Kötlum. Pabbi
var þarna vinnumaður, rúmlega
tvitugur, og það var eins og gekk
og gerðist, þar sem baðstofur
voru litlar og samgangur þægi-
legur. Ég er mjög lukkulegur yfir
þvi og hef oft látið i ijós i hópi
kunningja minna og bræðra, að
það hafi verið mikil gæfa, þvi að
ég get ekki annað sagt en að ég
hafi haft mikla ánægju af lifinu.
Gengu þau á hamar þann
er Höfði heitir
— Varstu á Harrastöðum til
fullorðinsára?
— Ekki alveg. Fimmtán ára að '
aldri eða svo fór ég innyfir
Haukadalsá, inn að Lækjarskógi,
þar sem er höfði, sem nú heitir
Gálghamar. Gengu þau fftiamar
þann er Höfði heitir og mátti
þaðan vítt sjá til mannaferða um
héraðið, segir i Laxdæla sögu um
Guðrúnu ósvifursdóttur og
Snorra goða. Ég var þar hjá
Sigurdór bónda, sem var þá
gamall maður, orðinn ekkju-
maður, og bjó á hálflendunni:
uppeldisdóttir hans, Jensina stóð
fyrir búi. Á hinni hálflendunni
bjuggu systir Jensinu, Arndis, og
hennar maður, Magnús frá
Gunnarsstöðum. Hann dó úr tær-
ingu, minnir mig, og þá tók jörð-
ina Guðbrandur frændi minn
Guðmundsson. En það var i milli-
tiðinni sem Jón Laxdal tók jörð-
ina á leigu og fékk hálfsystur sina
Lilju Magnúsdóttur fyrir ráðs-
sér.
konu, hún varð seinna min elsku-
leg kona. Við bjuggum saman i
tæp fimmtiu ár og eignuðumst
sex elskuleg börn, fimm dætur og
einn son, sem öll eru nú gift og
barnabörnin orðin tuttugu og
þrjú.
I læri á
Hvammstanga
— Hvenær fórstu að stunda
smiðar?
— Mig langaði snemma til að
læra smiðar. Hildiþór var ágætur
smiður bæði á tré og járn og ég
hafði blásið frá barnæsku undir
skeifum hans og var sjálfur
farinn að smiða skeifur þegar ég
fór frá Harrastöðum, fimmtán
ára. Það var smiðja lika i
Lækjarskógi, þvi að hann var
þjóðhagi, gamli maðurinn, Sigur-
dór, en það var á öðru sviði. En
svo gerðist það að Lilja fór norður
á Hvammstanga til þeirra ágætu
læknishjóna Ólafs Gunnarssonar
og Rögnu Gunnarsdóttur. Þar var
hún stofustúlka. Þá vorum við
farin að draga okkur saman, þar
við bættist að ég frétti af ágætum
smið norður á Hvammstanga.
Hann hét Guðmundur og var
alltaf kallaður smiður, og ég var
alltaf kallaður Guðmundur
smiður lika. Hann smiðaði
skeifur, sykurtangir og fleira, og
hjá honum lærði ég. Það var
dásamlegur timi.
Næsta vetur fór ég aftur að læra
til Guðmundar, en þá dó hann
skyndilega, var brjóstveikur eins
og margir voru i þá daga. Og ég
suöur og ætlaði að halda áfram
námi, þá vorum við opinberlega
trúlofuð. Þegarég kom suður, gat
ég fengið tuttugu og fimm aura
um timann, og það var mér nú
ekki nóg, þvi að ég var algerlega
félaus maður. Þetta hefur liklega
verið 1920-21. Ég lenti upp að
Alafossi sem hálfgildings smiður,
til Sigurjóns Péturssonar, sem þá
var i Hafnarstrætinu. Hann var
þá mikið nafn. Einar bróðir hans
var lika frægur maður, fyrir
uppsteyt sinn gegn þeim dönsku,
með bláhvita fánann. Ég var
varaður við Sigurjóni og mér ráð-
lagt að gera við hann skriffegan
samning.
Ef mér likar ekki viö þig,
læt ég þig fara
— Hvernig fóru leikar með
ykkur?
— Ég lýsti högum minum og
hann réði mig fyrir hundrað og
fimmtiu krónur á mánuði og fritt
fæði og húsnæði. Það voru
tveggja manna herbergi i skála,
sem enn stendur. Þegar þetta var
klappað og klárt, fór ég að ympra
á þvi að gera við hann skriflegan
samning. Hann var áður búinn að
auglýsa eftir mönnum og enginn
vildi fara til hans upp á þessi kjör,
menn úr Hamri og með ágæta
vinnu, ég held að það hafi þá
verið 1,70 krónur um timann hjá
járniðnaðarmönnum, sem er
áreiðanlega betra kaup en þeir
hafa nú. Þú getur gert skriflegan
samning, segir Sigurjón, en hann
gildir ekki hjá mér. Ef mér likar
ekki við þig, læt ég þig fara, og ef
þér likar ekki við mig, geturðu
farið.
Nú, ég fór vestur i Dali þegar
timi var til kominn og gifti mig
minni ágætu konu. Sá sem gaf
okkur saman var séra Jón
Guðnason, sem nú er nýlátinn,
prestur þá á Kvennabrekku.
Brúðarbekkurinn var heldur
stuttur, en ég vildi vera til-
hliðrunarsamur i hjónabandinu
frá upphafi og sat ekki á nema
hálfum bakhlutanum svo að
brúðurin gæti setið þægilega. En
það dugði ákaflega vel, þetta
hjónaband, sem hófst þarna i eld-
húsinu á Kvennabrekku.
Nú líkar mér ekki við þig
Lilja fór svo að vinna i
verksmiðjunni á Álafossi, fékk
þar vinnu við lóskurðarvélina.
Við bjuggum fyrst i einu herbergi
aðeins, en þegar okkur fæddist
fyrsta barnið, að tiu mánuðum
liðnum, var svo komið að ég gat
ekki lengur lifað á þessu kaupi
hjá honum Sigurjóni minum, þvi
að nú var ég farinn að fæða mig
sjálfur. Og um áramótin 1924-25
segi ég honum að nú ætli ég að
fara. Þú getur það ekki, þú ert
ráðinn til vors, segir hann. Þá
minnti ég hann á hvað hann hefði
sagt, þegar ég kom til hans fyrst,
og nú likar mér ekki við þig, segi
ég. Þá brosti hann svo gleitt að ég
hélt að það ætlaði að rifna út úr
munnvikjunum á honum. En
þetta var afbragösmaður, hann
kenndi okkur iþróttir og skaffaði
okkur tæki. Ég var hjá honum
sem staðarins smiður, bæði á tré
og járn. Það var talsvert að gera
við viðhald á vélum og öðru á Ála-
fossr, þetta voru gamlar vélar.
Smiöaði 400 ganga
— Hvert lá svo leiðin frá Ála-
fossi?
— Svo kemst maður til Reykja-
vikur og var ráðinn hjá Héðni,
sem þá var þar sem Morgun-
blaðshöllin stendur nú. Þar var
þá mikið að gera. Þá voru Hala
veðrin miklu ég vann við að
spengja mastrið á Hilmi. Þá var
rafsuðan fyrst að koma til
landins, danskur maður,
Andersen, kom með hana. En svo
varð ég atvinnulaus og það endaði
með þvi að ég gerðist sjálfstæður
atvinnurekandi. Eftir að hafa
fengist við sitt af hverju um skeið
frétti ég, að það væri borguð
króna á ganginn fyrir að smiða
skeifur fyrir landssjóð. Þeir
sköffuðu járn og kol. En þá var að
kaupa sér steðja og lausasmiðju.
Þetta gat ég ekki nema að fá lán
og leitaði til dalamanns, sem var
sterkefnaður. og hann vildi
ekkert hjálpa mér. Þá datt mér i
hug fátæk saumakona, sem var
mikil kunningjakona konunnar
minnar frá æsku hennar, og hún
lánaði mér fjögur hundruð krón-
ur. Þetta dugði til þess að ég gat
keypt átta linu lampa og fékk svo
skúr leigðan upp á Bergþórugötu.
Þar sté ég smiðjuna af hörku og
smiðaði fjögur hundruð ganga.
Þá var komið upp i lánið. Siðan
hef ég verið sjálfs min, vann
aðeins eitt ár i millitiðinni hjá
öðrum og leigði verkfærin, en
kunni ekki við það, var orðinn svo
vanur hinu.
— Hverskonar verkefni
hefurðu Helst verið með?
— Ég lifði mest af bilavið-
gerðum og bilabreytingum, þegar
menn voru að gera við sina gömlu
bila. Mér kom það þvi ákaflega
spánskt fyrir sjónir um daginn,
þegar menn fengu ekki skoðaða
millibilsstöng, sem ég hafði soðið
saman, en þetta er ég búinn að
gera i áratugi. Ég hringdi i eftir-
litið og þeir sögðu mér að reglu-
gerðin bannaði að sjóða nokkuð
saman i stýri. Guð hjálpi þá öllum
þeim, sem hafa verið með stýri
soðin saman eftir mig i öll þessi
ár, sagði ég.
Hef verið pólitiskur alla
ævi
— Þú hefur lengi verið áhuga-
maður um stjórnmál.
— 1 æsku var ég eldheitur sjálf-
stæðismaður, og þá er það að
sjálfsögðu Sjálfstæðisflokkurinn
gamli, sem ég á við. Ég hef ekki
vitaö glæsilegri foringja en
Bjarna Jónsson frá Vogi. Og ég
tel mig sjálfstæðismann enn i dag
— án gæsalappa. Konan min var
ákaflega reið út i Sigurð Eggerz
fyrir að hann skyldi skaffa
Rætt við Guðmund Finnbogason járnsmið