Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 16

Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975 JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF Nú um skeið hafa þessir þætt- ir fallið niður vegna sjúklegrar byggingaráráttu höfundar, sem raunar er ekki gengin yfir, að- eins stund milli striða. Nú kynni einhver að spyrja: Hvers vegna er maðurinn að kreista úr sér þessa þætti um útilif, ef hann hefur svona litinn tima til að sinna þessum áhugamálum sinum? Við þessu á ég raunaríá svör; get aðeins brugðið fyrir mig þeirri fullyrðingu að ekki jarðir á fögrum stöðum viða um land, en stefnan er reikul. Verkalýðsfélögin hvert fyrir sig hafa yfirleitt ekki fastmótaða stefnu um það hvort þau byggja þessi svæði upp markvisst á félagslegum grunni eða láta einstaklingshyggju og einka- eignaréttarsjónarmið ráða ferðinni. Árangur þessa stefnu- leysis er að þessir staðir hafa ekki alltaf orðið þeir unaðsreitirl sem efni stóðu til. ORLOFS- BÚÐIRNAR mrmrtm ■ iimiiiiiiniiinnii r UM« miiini!!!!!!!!!!!!!!!!!!"!""" . 9 « » P ■ » » * * * * ' M " IJ » i„ÍJ* umst i og er eign verkalýös- félags, sem á stórt bókasafn, sem, ækkert er notað. Þegar ég kom aftur til Illuga- staða i sumar varö ég fyrir dá- litlum vonbrigðum. Ekkert hafði breyst nema gosbrunnur- inn, sem var bilaður. Hið sameiginlega hús var þó fok- helt, en okkur var tjáð að illa liti út með fjármagnsútvegun til þess. Seinna komst ég að þvi að ósamkomulag milli ASN og ein- stakra verkalýðsfélaga stendur frekari fjármögnun fyrir þrif- um. ASN vill semsé eiga húsið, en njóta styrks og fjárframlaga frá félögunum, sem mér finnst reyndar ekki nema maklegt þegar höfð er i huga hin ágæta aðstaða sem staðurinn býður uppá og/eða gæti boðið uppá, og félögin njóta aö fullu með eignaraðild að orlofshúsunum sjálfum. Ekki er óeðlilegt að ASN vilji halda vissum hlutum undir eigin stjórn á sinu eigin landi. Að Illugastööum er svipfritt land lyngbrekkur og hólar, en ekki skógur. Hrisskógur er þó talsverður i næsta nágrenni, og eru sérstaklega skemmtileg skógardrög handan Fnjóskár. Brú er á ánni einmitt neðan or- lofshverfisins, og er sjálfsagt fyrir dvalargesti að taka sér t.d. kvöldgöngu austan ár. Fyrir þá sem iðka fjallgöngur er Sel- landafjall austan og ofan orlofs- hverfisins athyglisvert fyrir sérkennilegar bergmyndanir, og af Háafelli austan ár er óskap- lega fagurt útsýni m.a. til Snæ- fells og Vatnajökuls og hinir hrikafögru tindar Eyjafjarðar- fjalla blasa við. Einnig er verðug dagleið að fara gömlu leiðina til Akuréyrar, yfir Bildárskarð og til baka aftur. -tx Þegar við kvöddum staðinn i þetta sinn minntumst við ekki á bækur i gestabókinni, en ykkur að segja; Þær voru ekki komn- ar. OKKAR þurfi ætið að fara langt til að sjá mikið, þótt ég setji mig ekki i spor skáldanna sem sitja kyrr á sama stað en ferðast samt. 1 þessum þætti ætla ég að fjalla litillega um orlofsheimili. Hið islenska prentarafélag var að ég hygg fyrst verkalýðs- félaga til þess að reisa orlofs- heimili, sem voru til fyrir- myndar á sinni tið, en eru nú tekin að úreldast. Þetta ágæta stéttarfélag eignaðist fyrir ára- tugum einhverja fegurstu jörð á suðurlandi, Miðdal i Laugardal. Félagið tók fljótlega þá stefnu að gefa félögum sinum kost á lóðum undir sumarhús, fyrir ekkert eða litið gjald. Seinna kom svo fram hugmynd- in um orlofshús, að likindum fengin að láni frá Norðurlönd- um, en fram borin af félagslega hugsandi mönnum. Þessi hug- mynd fékk góðan byr i félaginu, var framkvæmd af ágætum mönnum. Reist voru fjögur samtengd hús eða ibúðir af timbri, litil en ljómandi vistleg. Siðan þetta gerðist er komið hátt á annan áratug, og algjör stöðnun hefur orðið. Kraftar félagsins hafa skipst á milli ein- staklingsframtaksins og hins félagslega. Fleiri og fleiri lóðum hefur verið úthlutað til einstak- linga, en hinar félagslegu þarfir orðið hornrekur. Slikar sögur væri hægt að segja fleiri. Mörg verkalýðsfélög hafa fetað slóð HIP, ekki sist vegna hinnar ágætu reynslu af orlofsheimili félagsins. Þessi félög hafa keypt Verkalýðshreyfingin, eða samtök verkalýðsfélaganna hafa þó tekið skýrari stefnu i þessum málum sbr. BSRB, ASÍ og ASN. Árið 1969 held ég frekar en 1970 var tekið i notkun orlofs- húsasvæði Alþýðusambands Norðurlands að Illugastöðum i Fnjóskadal. Ýmis verkalýðs- félög norðanlands og sunnan fengu að reisa þarna hús sem þau eiga sjálf, en mynda með sér félag um reksturinn. Ég dvaldi þarna með fjölskylduna haustið 1971. Við vorum heppin með veður, sólin skein dag hvern og þegar frávik urðu i sól baðinu tindum við bláber i fjallahliðunum Þótt svæðið væri nýlega tekið i notkun árið 1971, var frágangur furöu snyrtilegur, ræktarlegur gras- flötur milli húsanna, göngustíg- ar og gosbrunnur, sem var mik- ið notaður i hitanum af öldnum og sér i lagi ungum og gegndi hlutverki kaldrar sturtu. Þaö sem við söknuðum helst þá, var sameiginleg félagsleg aðstaða. Maðurinn er félagsvera, en ein vika er stuttur timi til að kynn- ast. Fyrstu dagana býður fólk hvert öðru gjarnan góðan dag með bros á vör, en gengur á svig. Um miðja viku býður það hvert öðru góðan dag, staldrar við, talar um veðrið, og i viku- lokin býður það hvert öðru i kaffi, en daginn eftir fyllast hús- in aftur af nýjum andlitum. Það vantaði semsé hús þar sem fólk- ið gat komið saman, spilað og teflt, sungið og jafnvel dansað. Og þetta hús var á stefnu- skránni. Ég man lika aö við skrifuðum i gestabókina að ein hilla af bókum mætti gjarnan koma i húsið, sem viö dvöld-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.