Þjóðviljinn - 17.08.1975, Síða 17
Sunnudagur 17. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Hún sat i litilli stofunni og
mændi út i loftið. Það brakaði i
stólnum við minnstu hreyfingu.
Ósköp venjulegum körfustól, sem
þau höfðu keypt vegna þess hve
ódýr hann var. Það eru svgleiðis
stólar i öðru hverju húsi.
„Hvað mundir þú gera ef ég
færi i burtu einn góðan veðurdag?
Ef ég bara hyrfi og færi eitthvað
út i lönd, — ein og skildi þig og
Siggu liglu eftir?”
Hann leit upp úr blaðinu sem
hann hafði verið niðursokkinn i.
Svo hló hann litillega. „Ja, ég veit
það ekki. Ertu að hugsa um
það?” Hann beið ekki eftir svari.
Hann var með hugann við það
sem stóð I blaðinu.
„Nei, nei, ekki þannig. Það gæti
samt verið að ég kysi að lifa ein-
hvern veginn öðru visi. Ef til vill
er eitthvað á öðrum stað, eitthvað
sem mér finnst biða eftir mér,
eitthviaðtakmark þú veist. Það er
ekkert sérlega merkilegt sem ég
er að gera núna.”
„Nei, finnst þér það ekki?”
Hann leit aðeins upp, en það sem
stóð i blaðinu heillaði hann meira.
Hún hélt áfram að mæna á ein-
hvern punkt i loftinu. Henni
fannst næstum þvi að ef hún héldi
áfram að tala svona og tala, þá
gæti hún talað sig út úr tilgangs-
leysinu.
„Þó ég færi þá væri það ekki
vegna þess að ég elskaði ekki þig
og Siggu litlu lengur. Auðvitað
mundi ég lika koma til með að
sakna ykkar. En kannski væri ég
tilbúin til þess að fórna ykkur
fyrir þetta markmið, eða þetta
eitthvað, — ég veit ekki hvað ég á
að kalla það, — en þú skilur hvað
ég á við er það ekki...?”
Hann leit aftur upp og nú geisp-
aði hann. „Hvað er klukkan eigin-
lega orðin? Cff ég þarf að vakna
snemma i fyrramálið.” Hann stóð
upp og teygði úr sér. „Komdu, við
skulum fara að lúlla”, sagði hann
i gælutón. Hann rétti henni hönd-
ina og hún stóð upp eins og hlýðið
barn. „Punkturinn” var horfinn,
gufaður upp, og tómleysið skein
úr svip hennar. Blaðið datt i gólf-
ið.
Hún hélt áfram að hugsa um
þennan möguleika að fara i burtu.
Með sjálfri sér kallaði hún það
flótta. Það var bara ekki alltaf
timi til þess að ihuga flóttann.
Klukkan hringdi á slaginu hálf
sjö. Þá staulaðist hún fram úr
rúminu og slökkti á klukkunni.
Sigga litla var oftast vöknuð. Hún
þurfti lýsið sitt og mjólk. Hún gaf
henni hvorttveggja. Siðan klæddi
hún sjálfa sig, fór fram i eldhús
og setti pott með vatni i á eldavél-
ina. Þau höfðu enn ekki haft efni á
að fá sér hraðsuðuketil. A meðan
hún beið eftir þvi að vatnið syði
klæddi hún Siggu. Hún hló og
hjalaði og hún reyndi árangurs-
laust að fá hana til þess að segja
mamma og stundum pabbi.
Svo bullsauð vatnið i eldhúsinu.
Hún hentist fram og bjó sér til
kaffi i glas. A meðan byrjaði hún
að kalla á hann. Hann svaf ennþá
og það tók hana að minnsta kosti
kortér að fá hann til þess að
vakna. Hún gerði það á meðan
hún maulaði kringlu og sötraði
kaffið.
Loksins komst hann fram úr
rúminu og paufaðist i fötin. Hann
var geðvondur á morgnana.
Henni leiddust þessar stundir.
Var eiginlega fegnust þvi þegar
hún var loks sest við ritvélina á
vinnustaðnum. Hann ók henni
þangað og fór svo með Siggu litlu
i gæsluna. Hún sat eftir við ritvél-
ina. Þessi ritvél var hennar
vinna, og henni fannst allur lifs-
kraftur og lifslöngum siast smátt
og smátt úr sér út i ritvélina. Við
það blómstraði ritvélin og henni
fannst hún verða stærri og stærri
dag frá degi. Hún 'nataði þessa
fjárans ritvél.
En stundum gleymdi hún sér
við ritvélina. Hún gleymdi lika
skýrslunum sem hún átti að
vélrita allan daginn. Hún horfði
út um gluggann og hún hugsaði.
Hún sá sjálfa sig á fjarlægum
stöðum. Þar voru engar ritvélar,
þar voru engar blautar bleyjur,
engin súr mjólk i pela, engin ljót
orð og enginn körfustóll:
— í raun og veru þá langaði
hana ekkert i hús. Hana langaði
heldur ekkert i bil. Hana langaði
ekki að vinna og vinna hvern
einasta dag, og hún var hætt að
skilja hvers vegna hún var að þvi.
Henni leiddist að koma heim til
þess eins að kafa ofan i óhreint
tau, pissublautar bleyjur og
gúmmibuxur. Leirtauið beið
óhreint, og hún sá það i liki púka
sem sat á borðinu og hló að henni.
Þegar hún ætlaði að reyna að ná
honum til þess að fleygja honum i
burtu tókst henni það ekki. Hann
hélt bara áfram að sitja á borðinu
og hlæja að henni. —
— Hún var orðin hundleið á þvi
að sjóða egg, stappa það saman
við barnamjöl og búa til graut
handa Siggu litlu. Loks þurfti hún
að baða hana og hátta hana en svo
var hún lika sofnuð. Þá var
klukkan orðin of margt og hún
orðin of þreytt til þess aö hafa
löngun til að gera eitthvað. I
mesta lagi þvoði hún hár sitt og
fór i bað. Þegar hann kom heim
fengu þau sér kaffisopa saman og
sögðu eitthvað sem virtist engu
máli skipta. Stundum var eins og
allt umræðuefni væri uppurið.
Samt höfðu þau aðeins búið sam-
an i tvö ár. —
Glugginn skelltist aftur. Það
var farið að hvessa. Yfirmaður-
inn gekk framhjá og leit til henn-
ar. Hún varð hrædd. Hún hafði
verið að svikjast um. Fingurnir
tókust á loft og ærandi glamrið
lék um skrifstofuna á nýjan leik.
Hún danglaði með teskeiðinni
utan i kaffiglasið sitt. Hún drakk
alltaf kaffi úr sama glasinu þegar
hún var heima. Hann var að lesa
nýtt blað sem hann hafði fengið i
póstkassann i dag og hann tók
ekki augun af þvi þó hann fengi
sér sopa úr bollanum. Hann
drakk kaffið úr bolla og hann átti
sér engan uppáhaldsbolla.
„Við ætlum kannski að halda
partý i vinnunni á laugardaginn”,
sagði hún. „Þú verður heima er
það ekki? Einhver verður að
passa Siggu litlu.”
„Jú, ég verð heima”, sagði
hann og hélt áfram að lesa. Hon-
um fannst hann ekki þurfa að
bæta neinu við þetta svar. Þetta
var nóg.
Allt i einu fylltist hún reiði. Hún
var sár og reið. Honum var and-
skotans sama hvað hún gerði,
hvar hvar hún var eða hvert hún
fór. Hann sýndi henni aldrei neinn
áhuga i raun og veru. Hann vildi
bara hugsa um sitt og það var
honum nóg. Hún fann hjá sér
löngun til þess að rifast og hún lét
það eftir sér. Hún byrjaði hægt og
hægt. „Æi, farðu nú ekki að byrja
á þessu nöldri”, sagði hann i
kvörtunartón. Það nægði til þess
að hann lokaði blaðinu, og hann
leit á hana. En hann horfði
uppgefinn á hana með vonleysi i
svipnum.
Svo stóð hann upp, fór fram úr
eldhúsinu og gekk inn i herbergið
þar sem skrifborðið stóð. Þar
settisthann niður, opnaði blaðið á
nýjan leik og fór að lesa.
Hún fann hvernig tárin reyndu
að brjótast fram. Henni varð
þungt um mál og hún var með
grátstafinn i kverkunum þegar
hún æpti. „Þú ert andlaus asni.
Þú hugsar ekki um neitt nema
sjálfan þig. Annað skiptir þig ekki
máli, ekki einu sinni lifið, lifið
sjálft! Þú veist ekki hvað það
er! ”
Hún stóð upp, hljóp inn i svefn-
herbergið og kastaði sér á rúmið.
Hún grét ofan i rúmteppið þangað
til hún varð bólgin og rauð og ljót i
framan. Hún beið og vonaðist eft-
ir þvi að hann kæmi og stryki um
höfuð hennar. Hann gerði það
ekki.
Það var komið kvöld aftur og
hann var að koma heim. Það var
hljótt i ibúðinni. Svo heyrði hann
barn skrikja og hjala við sjálft
sig. Það var Sigga litla. Hún sat i
rúminu sinu og lék sér að lvklum
móður sinnar. Hún lánaði henni
þá stundum þegar hún var óvær.
En móðirin var hvergi. Hann var
undrandi. Hún var vön þvi að
vera heima, hún var það alltaf.
Hún skildi heldur ekki Siggu litlu
eftir eina. Hann fór fram i eldhús.
A borðinu var kaffiglasið hennar.
Það var kaffi i þvi sem enn var
heitt. Við vaskinn stóð óhreint
leirtauið.
Inniskórnir hennar stóðu
snyrtilega hlið við hlið i fataheng-
inu. Kápan hennar var horfin.
skórnir og taskan. A skrifborðinu
fann hann loks miða: „Ég sagði
þér að ég elskaði ykkur ennþá þó
ég færi”. Ekkert meira. Hún
hafði þá lagt á flótta. Hún hafði þá
verið að hugsa um það i alvöru
sem hann hafði stundum heyrt
hana rausa eitthvað um.
Hann hringdi I móður hennar.
Honum fannst það eina ráðið.
Einhver varð að hugsa um Siggu
litlu. Á meðan hún æpti upp yfir
sig af undrun i gegnum svart sim-
tólið, talaði um lögreglu og leit og
eitthvað þvi um likt, dró hann upp
nýtt blað sém hann hafði keypt
fyrr um daginn, og byrjaði að
fletta þvi.
Skýrsla um kynóra kvenna:
MEÐ TARSAN
í RÚMINU
- Gott og vel. Úrleppunum ineð þig, Naflajón.
Hinn þekkti bandariski rithöf-
undur, sjálfur mjög kynósa,
Henry Miller, segir að sig hafi
alltaf grunað, að konur hefðu enn
sterkara og æsilegra hugarflug
um kynferðismál en karlar. Hann
lét svo um mælt þegar út komu
bækur sem Nancy Friday, blaða-
kona, hefur tekið saman og heita
„My Secret Garden” (Minn
leyndi garður) og „Forbidden
Flowers” (Forboðin blóm). t bók-
um þessum hefur Nancy Friday
skráð játningar 266 kvenna um
það, hvernig þær láta hugann
reika sér til eflingar i samförum.
Sú elsta er 75 ára og sú yngsta 14
ára og þær eru úr öllum þjóðfé-
lagshópum.
Dæmi. Þritug eiginkona segir:
Meðan við maðurinn minn erum
að gera hitt imynda ég mér að
aðrir menn og konur horfi á okkur
og verði svo æst, að þau frói sjálf-
um sér. Margar konur imynda
sér, að maðurinn sem þær eru
með i rúmi sé Tarsan, Hinrik átt-
undi, James Bond eða Frank Sin-
atra. Lesbur hugsa gott til Elke
Sommer
Margar játninganna eru mjög
ýtarlegar 26 ára gömul eiginkona
lýsir þvi, hvernig hún magnar
samfarir við mann sinn með leið-
angri til fortiðarinnar: „Þetta er
um 1800 og ég er ung, falleg og fá-
tæk stúlka um borð i skipi á leið til
Ameriku. Ég er eina konan um
borð. meðal grófra og lostafullra
karla. En skipstjórinn vill hafa
mig fyrir sjálfan sig einan. Af þvi
hann veit að ég er hrein mey bið-
ur hann mig bara um að ég setjist
hjá honum, svo hann geti farið
höndum um siðan kjól minn og
spilað á mig með fingrunum.
meðan hann stýrir skipinu með
hinni hendinni".
Viðbrögð við þessari bók eru
misjöfn. Sum blöð telja að hér sé
um ..sérlega lystilega innpakkað
klám” að ræða. Nancy Friday
telur sig hinsvegar vera að vinna
endurleysandi fræðastörf.