Þjóðviljinn - 17.08.1975, Side 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. ágúst 1975
ERTU MEÐ
ÞRIFNAÐARÆÐI?
Við teljum vist flest að
þrifnaður sé hinn mesti kostur,
enda hefur a.m.k. kvenfólk lengi
verið metið eftir þvi hvort það er
„myndalegt”, „húslegt”, eða
„snyrtilegt”, og hvort heimili
þess sé ryklaust og hvitskúrað.
En þrifnaður er ekki alltaf dyggð,
heldur getur hann verið einkenni
mjög. alvarlegrar tauga-
veiklunar, sem á sér orsakir ein-
hvers staðar annars staðar, og
brýst fram i ódrepandi þrifnaðar-
æði. Það er sænski sálfræðingur-
inn Eva Káre sem heldur þessu
fram, en hún hefur kynnst mörg-
um slikum tilfellum i starfi sinu.
„Þrifnaðaræði hefur alltaf
verið til, en þjóðfélagið hefur
ákveðið á hverjum tima hvað er
eðlilegt og hvað ekki i þvi sam-
bandi. Það er þó óhætt að segja,
að til þess að fólk geti gert sér
grein fyrir hvort það sé haldið
þessari tegund taugaveiklunar,
eða hvort einhver andleg veikindi
þess brjótist fram á þennan hátt,
þurfi það fyrst og fremst að
spyrja sjálft sig, hvort þrifnaður
þess valdi þvi sjálfu eða einhverj-
um öðrum óþægðindum. Ef
maður sjálfur eða aðrir
liða beinlinis fyrir þrifnaðinn,
t.d. börnin eða makinn, þá er
vissara að fara að athuga
sinn gang. Þess eru dæmi að
konur hafi sópað mönnunum I
bókstaflegri merkingu út úr
hjónabandinu og hvitþvegið sjálf-
stæði og athafnaþrá gersamlega
af börnunum,” segir Eva og bætir
við: „Auðvitað er þetta ekki
kynbundið vandamál að öðru
leyti en þvi, að það er algengara
ennþá að konur sjái um heimilin
og að heimilið sé þeirra
„stöðutákn”. Konur, sem eru
ósjálfstæðar og óánægðar með
sjálfar sig, fá þvi oft mikla útrás i
þvi að finna sig ómissandi i
baráttunni við rykkornin og það
getur á endanum orðið mjög
sjúklegt. Það er hins vegar
algengara að karlmenn fái útrás i
að pússa bilinn sinn. Það er hreint
ekki óalgengt að menn sýni bilun-
Gættu þín, því
þrifnaður er
ekki alltaf sú
sanna dyggð
sem við höldum
að hann sé
heldur kannski
einkenni
alvarlegrar
taugaveiklunar
um sinum meiri umhyggju en
börnunum.”
Mörgum finnst mjög leiðinlegt
að taka til og nota það sem eins
konar refsingu á sjálfa sig, þegar
þeir hafa samviskubit, t.d. vegna
heimilisins. Tiltektir eru kannski
svona leiðinlegar vegna þess
hversu tilgangslausar þær
virðast. Það kemur jú alltaf nýtt
og nýtt ryk og Eva segir að þetta
starf sé þess vegna illa til þess
fallið að byggja upp sjálfsvitund
fólks. Þar að auki eru heimilis-
störf ólaunuð og starfið litils
metið á vinnumarkaðinum, þótt
það sé launað (hreingerningar
hjá fyrirtækjum o.s. frv.)
En enginn kemst þó hjá þvi að
taka til eða á fólk bara að láta allt
drabbast upp i skit og volæði?
„Nei,” segir Eva. „Það sem
skiptir mestu máli er að fólk læri
að lita á þetta sem nauðsynlegt
starf sem þarf að vinna. Ekki
vegna þess að starfið eigi að sýna
einhverjum dulda hæfileika
manns eða að maður standi
jafnfætis nágrannanum og ekki
heldur til þess að fá útrás fyrir
andlega ófullnægingu. Hana-
verður að takast á við á öðrum
vettvangi. Þess vegna á þetta
ekki að vera starf einnar mann-
eskju á heimilum, heldur allra,
barnanna lika. Þau hafa ekki
betra af að lita á móður sina sem
þjónustu, en maðurinn á eigin-
konuna. Ef allir skipta þessu með
sér, verður verkið mun léttara og
óliklegra að það valdi þeim erfið-
leikum, sem þaö getur valdið
einni manneskju.”
þs
Montserrat Caballé; óperustjórarnir munu alltaf láta undan
Stórstjörnurnar
syngja ekki nema
fyrir miljón króna
Fyrir nokkru komu
óperuforstjórar frá ýms-
um þjóðlöndum saman í
Flórens. Á fundi þeirra
var grátur og gnístran
tanna. Þeir kvörtuðu sáran
yfir því, að mafía heims-
frægra söngvara væri al-
veg að leggja þá í gröfina
með miklum kaupkröfum.
Tölur þær sem nefndar eru i
þessu sambandi eru reyndar
mjög háar. Sópransöngkonurnar
Birgit Nilsson og Joan Sutherland
vilja fá sem svarar 20 þúsund
þýskum mörkum fyrir eitt ein-
asta kvöld. Miðað við núverandi
gengi eru þetta 1,3 miljónir
króna. Það ætti að nægja fyrir
salti i grautinn.
A lista yfir hæstlaunaða söng-
vara eru sópransöngkonur i sex
efstu sætum — m.a. Leontyne
Price, (18 þúsund mörk á
kvöldi) og Montserrat Caballé.
(18 þúsund). I 16—18 þúsund
marka flokki eru tenórarnir
Placido Doming og Nicolai
Gedda og bassinn Ghaiurov er
metinn á 15—17 þúsundir marka.
óperustjórarnir samþykktu að
koma á hámarksverðskrá, en
fróðir menn telja, að hún muni að
engu höfð þegar til kastanna
kemur. Það er mikil eftirspurn
eftir stórstjörnum söngsins og
þær geta ráðið kjörum sinum.
Stærsta sjúkrahúsið
fyrir krabbameins-
sjúklinga í Moskvu
Moskvu (APN) Byggingu
stærsta sjúkrahúss i heimi fyrir
krabbameinssjúklinga er nú svo
langt komið i Moskvu, að það
mun taka á móti fyrstu sjúkling-
unum á þessu ári. Á sjúkrahúsinu
verða yfir 1000 sjúkrarúm, og þar
verður einnig hægt að taka á móti
þúsundum sjúklinga til skoðunar
og daggöngumeðferðar. Stofnun-
in verður búin öllum nauðsynleg-
um rannsóknarstofum til
þjónustu við sjúklinga og til rann-
sóknarstarfa.
Starfslið stofnunarinnar mun
leggja höfuðáherslu á fyrirbyggj-
andi aðgerðir og timanlega
greiningu sjúkdómsins. Meira en
hálf miljón manna i Sovétrikjun-
um hefur fengið meðferð við
krabbameini með jákvæðum
árangri, en það eru þvi miður enn
margir, sem þá fyrst leita læknis-
hjálpar, er þróun sjúkdómsins er
komin á of hátt stig.
Bygging nýja sjúkrahússins er
fjármögnuð með tekjum af eins
dags frjálsu vinnuframlagi alls
þorra allra vinnufærra manna i
landinu.
Krabbameinsmiðstöðin mun fá
senda sjúkl. til meðferðar frá
alls um 300 krabbameinseftirlits-
stöðvum, dreifðum um öll Sovét-
rikin. Rannsóknarstarfsemi sem
fram fer á vegum Meinafræði-
stofnunarinnar. Snar þáttur i
þessari starfsemi verða rann-
sóknir á lyfjum tii notkunar gegn
krabbameini.
A rannsóknarstofum stofnunar-
innar mun starfa alls um 700
manns að þvi að framleiða og
gera tilraunir með mótefni gegn
krabbameini, á fyrsta stigi með
frumu- og vefjaræktun, á næsta
stigi með tilraunasýrum og á
lokastigi með tilraunum á mönn-
um.