Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Laugardagur 23. ágúst 1975 — 40. árg. —189. tbl. LIÚ vítir ríkisstjórnina Stöðvar hún allan flotann? Mjöll Snæsdóttir dustar moldarmylsnu ofan af kvarnarsteininum, sem sennilega er frá landnámsöld. (Myndir-. Haukur Már) Kvarnarsteinn Ingólfs fundinn? Grafið í neðsta manna- vistarlagið í Suðurgötu 5 Stjórnin samþykk- ir að rœða við vestur- þjóðverja 1 gær afhenti Ólafur Egils- son, staðgengill ráðuneytis- st.ióra i utanrikisráðuneytinu, sendiherra Sambandslýð veldisins býskalands i Reykjavik svar við ósk Bonn- stjórnarinnar um viðræður vegna fyrirhugaðrar stækk- unar fiskveiðilögsögunnar við Island i 200 milur. 1 svarinu kemur fram að islenska rikis- stjórnin kveður sig fúsa til við- ræðna við vestur-þjóðverja. Ekki hefur verið ákveðið enn hvenær þessar viðræður fara fram. Stjórnin rœðir við breta 11. september Rikisstjórnir Bretlands og Islands hafa komið sér saman um að efna til viðræðna um stækkun landhelginnar i 200 milur fimmtudaginn 11. september. Viðræðurnar fara fram i Reykjavik. Roy Hattersley, aðstoðarutan- rikisráðherra breta, verður formaður bresku sendi- nefndarinnar, en ekki hefur verið ákveðið hverjir taka þátt i viðræðunum af hálfu islensku rikisstjórnarinnar. Kínverski sendiherran n Vísiterar V estfirði Kinverski sendiherrann á ls- landi er nú á ferðalagi — nokkurs konar yfirreið — um Vestfirði. 1 fyrradag heimsótti hann Patreks- fjörð og i gærinorgun kom hann tii isafjarðar. Á lsafirði heimsótti hann bæjarskrifstofurnar, skoðaði byggðasafnið og fleiri staði. Siðan snæddi hann hádegisverð með bæjarstjórninni og fræddist af henni um bæjarlifið. Eftir hádegi fór hann svo til Bolungarvikur og Framhald á bls. 10 Á fundi stjórnar Sildarverk- smiðja rikisins í dag var cftirfar- andi tillaga samykkt: Stjórn Sildarverksmiðja rikis ins beinir þeirri áskorun til Skyldi Hallveig Fróðadóttir hafa haft þessa perlu i hálsfesti? Sænsk-islenski forn- fræðingahópurinn, sem i sumar eins og undanfar- in sumur grefur i forn bæjarstæði i Suðurgötu 5, er nýbúinn að finna sjávarútvegsráðuneytisins, að það hlutist til um við Hafrann- sóknarstofnunina að annað skipa hennar Arni Friðriksson eða Bjarni Sæmundsson, verði látið kvarnarstein, þann fjórða eða fimmta i röð- inni. Nýfundni steinninn er að þvi leyli sérstakur að hann er eldri en hinir, og skýrðu þær Else Nordahl, fornfræðingur, sem stjórnar uppgreftrinum, og Mjöll Snæsdóttir, ein af islendingum i hópnum, Þjóðviljanum svo fra áð þessi steinn hlyti að vera frá elstu byggð á staðnum, e^ til vill frá niundu eða tiundu öld eða hugsan- lega eldri. Er þvi vissulega ekki stunda tilrauna-veiðar á loðnu með flotvörpu fyrir norðurlandi siðari hluta þessa mánaðar og i september-mánuði n.k. Einnig verði leigt eitt skip eða fleiri i sama skyni, en verði undir stjórn stofnunarinnar. Greinargerð: Á fundi, sem verksmiðjustjórnin hélt i dag, mætti dr. Jakob Jakobsson. Lét hann i ljósi þá skoðun, að með útilokað að Ingólfur bóndi Arnar- son hafi sjálfur látið mala korn i kvörn þeirri, sem steinninn er úr. Hópurinn vinnur nú að þvi að grafa i neðsta lagið, sem inni- heldur leifar frá mannavist, og sagði Else Nordahl að þau mvndu halda þvi áfram þangað til lagið hefði verið fullkannað. Væri lik- legt að það verk tæki einar tvær vikur i viðbót. Af öðru, sem þarna hefur fundist nýlega, má nefna glerperlu örsmáa, sem væntan- lega hefur verið á hálskeðju eða öðrum álika skartgrip. þessu móti mætti ganga úr skugga um, hvort um væri að ræða fyrir norðurlandi loðnu- göngur, 2ja til 4 ára loðnu, er hentaði til vinnslu. Þykir verksmiðjustjórninni nauðsynlegt að fá úr þessu skorið. S.R. hafa alltaf verið reiðubún- ar til að taka við þeirri loðnu, sem Hafrannsóknarstofnunin hefur lagt til að tekið yrði á móti. Stjórn Landssambands islenskra útvegsmanna hefur samþykkt harðorðar vitur á rikis- stjórnina vegna stórversnandi lánakjara útgerðarinnar i stjórnartið Framsóknar og ihaldsins. Samþykktin var gerð á stjórnarfundi i Liú á miðviku- daginn, og hljóðar svo: „Stjórn L.Í.Ú. mótmælir harð- lega þeirri ákvörðun rikisstjórn- arinnar, að tvöfalda véxti fisk- veiðastjóðs á einu ári, jafnframt þvi, sem lánstimi er styttur, lán- tökugjöld margfölduð og gengis- og verðtryggingar stórauknar. Stjórn L.i.ú. lýsir furðu sinni á þvi, að rikisstjórnin, með ákvörð- un sinni lætur eins og hún viti ekki, að stór hluti fiskiskipa- flotans liggur nú bundinn við bryggju vegna rekstrarerfiðleika og annar hluti hans berst i bökk- um. Þessir aðilar eru þvi sist af öllu færir um það nú, að taka á sig stóraukin útgjöld, nema það sé vilji rikisstjórnarinnar, að fiski- skipaflotinn stöðvist allur. Stjðrn L.i.Ú. varar ríkisstjórn- ina við, að stofna nú til átaka við útvegsmenn, þegar mest riður á að halda fiskiskipaflotanum i Framhald á bls. 10 Flugvélakaup Landhelgis- gæslunnar: Yfirlýsingar Péturs fá lítinn hljómgrunn Yfirlýsingar Pcturs Sigurðssonar, forstjóra Land- hclgisgæslunnar i fjölmiðlum siðustu daga fá dræmar undir- tekir meðal flugmanna sem Þjóðviljinn ræddi við i gær. Sem kunnugt er hcfur Land- helgisgæslan verið gagnrýnd fyrir þá ákvörðun sina að festa kaup á rúml. 400 miljón króna Fokkervél þvert ofan i tillögur ncfndar sem lagði til kaup á minni og mun ódýrari vélum. Pétur Sigurðsson hefur rétt- lætt ákvörðun Landhelgis- gæslunnar með þvi að ekki Sé unnt að bjóða flugmönnum upp á þá aðstöðu og flugmögu- leika sem minni vélarnar hafa til að bera. Nauðsynlegt sé að fljúga stöðugt ósjálfvirkt lág- flug á minni vélunum og slikt sé afar erfitt til lengdar. Af þessu tilefni hringdi Þjóðviljinn i nokkra flugmenn og spurði þá álits. Voru þeir sammála Pétri um það að vissulega væri erfitt að fljiiga litlum vélum i löngu lágflugi en hins vegar hefði, að þeirra skilningi, ekki verið lagt tii af hálfu nefndarinnar að keyptar yrðu svo litlar vélar að til trafala yrði. Nefndartillagan gerði að visu ráð fyrir minni vélum en þeirri sem keypt var en þó fyrst og fremst mun ódýrari. Björn Jónsson flugum- ferðarstjóri var einn þeirra sem við ræddum við. Hann sagði það rétt að ummæli Péturs hefðu komið sumum flugmönnum spánskt fyrir sjónir.Lágflug væri jú erfitt en hér i kringum landið væri það sjaldan langt og erfiðleikarnir mestir á minnstu vélunum. — Ég sé nú engan mun á þvi fyrir flugmennina hvort þeir fljúga i Fokker eða einhverri vél á borð við þær sem nefndin mun hafa gert tillögur um, sagði Björn. —gsp dþ. Stjórn síldarverksmiðjanna Yill tilraunaveiðar á loðnu með flotvörpu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.