Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. ágúst 1975 WÓÐVILJINN — SIÐA 3 V antar gey mslur fyrir súrheyið ,, Bændur hér á Ströndum hafa alltaf verkað mikið í súrhey. Heyskapurinn hef- ur verið þannig mörg und- anfarin ár, og fer enn vax- andi. Verulegur hluti af heyfeng manna hér er vot- hey, viða i kringum 75%", sagði Pálmi Sigurðsson í Klúku í Bjarnafirði, en Þjóðviljinn hafði tal af Hey verða víða minni og lélegri eftir sumarið þremur bændum í gærdag og spurðist fyrir um hey- fenginn í sumar og hvort súrheysmagnið væri meira í slíkri vætutíð en ella. Pálmi sagði að það væri varla mikill munur á að gefa sauðfé súrhey eða þurrkað hey. Sjálfur sagði hann reyndar að þeir i Klúku þurrkuðu um helming hey- fengs sins, en hefðu um árabil gefið mikið súrhey. „Sumir bændur hafa vantrú á súrheyi, eða er af einhverjum ástæðum illa við að verka það”, sagði Pálmi. ,,Ég reikna með að það stafi m.a. af þvi, að þegar byrjað er að gefa kindum súrhey, vill það brenna við að þær veikist, Fyrsta sýningin verður á „Skjaldhömrum99 Jónasar STARFIÐ í IÐNÓ HÓFST í GÆR i gær hófst leikárið hjá Leik- félagi Keykjavikur. Byrjað var þá að nýju á þvi sem frá var horfið sí. vor, t.d. æfingum á leikriti Jónasar Árnasonar, Skjaldhömrum. Æfingar voru langt komnar er frá var horfið •fyrir nokkrum mánuðum og er fyrirhugað að hefja sýningar á verkinu um miðjan september. Jón Sigurbjörnsson leikstjóri sagði að ekki þyrfti að gera mikið meira en að rifja það upp sem ,,lak úr mönnum i sumar” til að hefja sýningar. Með aðal- hlutverk fara þau Helga Bach- mann og Þorsteinn Gunnarsson. Auk þeirra eru þeir Kjartan Ragnarsson, Karl Guðmunds- son og Hjalti Rögnvaldsson i hlutverkum. f sjötta hlutverk leikritsins hefur enn ekki verið fenginn maður. Vigdis Finnbogadóttir leik- hússtjóri sagði að Leikfélags- fólk hæfi þetta starfsár i miklu hátiðaskapi. Búið væri að skýra frá byggingu nýs borgarleik- húss og þótt enn væri sennilega langt i að starfsemin myndi flytjast þangað upp eftir, væri þetta a.m.k. byrjunin. — En ég er þó viss um að gamla Iðnó glatar ekki sinu hlutverki. Það verður vonandi áfram notað til sins gamla brúks þótt við flytjum „Iðnó- sjarmann” og allt okkar hafur- takk þegar að þvi kemur. Vigdis sagðist ekki geta tjáð sig alveg strax um vetrardag- skrána i heild en sagði að vist væri að leikrit Jónasar yrði fyrsta verkið sem sýnt yrði. Einnig verður „Fjölskyldan” tekin upp að nýju og sýnd áfram. Vigdis gat ekki að öðru leyti sagt okkur um næstu verkefni en bætti þvi við að enginn yrði það verða stundum afföll. Það var þannig i byrjun hér, en nú verður þeim bara gott af þessu. svikinn af þvi að sjá Skjald- hamra Jónasar; verkið væri bráðsmellið eins og flest það sem Jónas hefði látið frá sér fara á liðnum árum. —gsp Svo er sumum illa við lyktina af súrheyinu, en öðrum ekki”. Pálmi sagði að sumarið á Ströndum hefði ekki verið vætu- samt en þurrkar hefðu verið litlir. „Það var góður dagur á miðviku- daginn og fimmtudaginn, en i dag, föstudag, er súld og ég er að vinna i votheyinu. Ég tel að efna- tap fóðursins sé minna, þegar hægt er að taka það i vothey á réttum tima, það verður meiri næring i hverjum rúmmetra, heldur en ef heyið hrekst og ekki erhægt að þurrka fyrr en seint og ' um siðir”. - Einar Ólafsson á Lambeyrum i Laxárdall sagði að heyskapurinn þar um slóðir hefði gengið voða- lega hægt. „Ég verka ekkert vot- hey og það er ekki gert ýkja mikið af þvi hér i kring. Ég hef litlar sem engar geymslur fyrir það,- hús hér eru gömul, og þyrfti að byggja hér allt upp, ef ég ætlaði að verka mikið i vothey. Ég hef enga vantrú á súrheyinu, siður en svo, en menn verða bara að byggja upp, ef þeir ætla að sinna þvi að marki." Einar sagði að nú rigndi i Dölunum, þurrkur var tvo daga i vikunni. „Þurrkarnir hafa verið afar stuttir i sumar. Ég er samt búinn að slá allt hér, en á eftir að ná talsverðu inn sem er i sæti. Það er mikið af heyi úti hér i kring, og sumir eiga talsvert mik- ið eftir að slá. Ég held það sé óhætt að fullyrða að hey verði al- mennt minni og lakari i vetur en oft áður. Samt hafa ekki verið miklar rigningar hér, en veðrið hefur oft verið aðgerðarlitið. Sumarið 1969 var mjög úr- fellingasamt, allt varð að svaði, en nú er þetta ekki þannig. Tún þorna t.d. strax og glaðnar til”. Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum i Lundareykjadal sagði að þeir Skálpstaðabændur hirtu um 25% i súrhey. Heyskapur væri nú langt kominn hjá þeim, enda hefðu þeir Ketað byrjað nokkuð fyrr en flestir nágrannar þeirra. Við spurðum hvort illgerlegt væri fyrir bændur að verka meira i súrhey i rigningartið. „Það er aðeins á stöku stað. Menn hafa ekki geymslur nema fyrir takmarkað magn af súrheyi. Sumir geta drifið upp geymslur á tiltölulega skömmum tima, en þeir eru reyndar fáir, Við erum að keyra inn hev núna i rigningunni, og eigum ekki eftir að slá nema svona átta hektara kúahaga hérna.” - —GG Bœjarstjórn Sauðárkróks: Tók iðnaðarráðherra alvarlega Bæjarstjórn Sauðárkróks hefur gert samþykkt, þar sem mælt er cindregið með að ráðist verði i Blönduvirkjun. Þessi afstaða bæjarstjórnarinnar er í andstöðu við samþykkt sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, sem á dögun- um lagðist gegn virkjun Blöndu vegna fy rirsjáanlegra lands- skemmda og mælti með þvi að jökulárnar, «em falla i Iléraðs- vötn yrðu virkjaðar i bennar stað. Jafnframt lýsti sýslunefndin and- stöðu við öll áform um virkjun fallvatna i þágu erlendrar stór- iðju. Samþykkt bæjarstjórnar Sauð- árkróks er svohljóðandi: „Bæjarstjórn Sauðárkróks lýs- ir yfir, að hún tók alvarlega og fagnaði yfirlýsingu iðnaðarráð- herra á s.l. vetri um byggingu raforkuvers á Norðurlandi vestra, og skildi það svo að næsta veruleg vatnsafisvirkjun lands- manna yrði i kjördæminu. Bæjarstjórn beinir til iðnnðar- ráðherra, að láta ekki skoðana- mismun heima fyrir og yfir- lýsingar minnihlutahópa i kjör- dæminu verða til þess að seinka ákvörðunartöku i jafn mikils- verðu máli fyrir landshlutann. Bæjarstjórn treystir þvi, að staðarval orkuvera verðiáfagleg- um hagkvæmisgrundvelli og leggur fyrst og fremst áherslu á að hönnun og fjármagnsútvegun verði hraöað, svo að byggingar- framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Jafnframt minnir bæjarstjórn á, að undanfarna áratugi hefur atvinnulif á Norðurlandi vestra verið veikast á landinu, meðal- tekjur hinar lægstu og tima- bundið eða viðvarandi atvinnu- leysi i þéttbýlisstöðunum og al- varleg búseturöskun. Sérstök byggðaáætlun fyrir Norðurland vestra i tengslum við svokallaða Norðurlandsáætlun hefur fram að þessu aðeins verið orðagjálfur og þvi fyllilega timabært að fram- tiðar atvinnuuppbygging komist á fastan grundvöll. Ætti nú að vera kostur á, aö jafnframt bygg- ingu stórra raforkuvera verði ^ Vill að hann standi við loforð um að Blanda verði virkjuð nœst. gerð áætlun um stofnun og starf- rækslu traustra iðnfyrirtækja, er nýti orkuna i landshlutanum sjálfum og treysti til frambúðar grundvöll atvinnulifs og byggðar. Bæjarstjórn hefur lýst fylgi við athugun á stofnun Norðurlands- virkjunar og fylgist með störfum nefndar sem að þvi verkefni vinnur."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.