Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1975 Lýöur, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur UPPHAF BARÁTTU VEST- URÍSLENSKRA VERKA- MANNA OG SÓSÍALISTA Stephan G. Stephansson. Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikið verið rætt og ritað um landnám islendinga i Vestur- heimi enda ekki af ástæöulausu, þegar vestur-islendingar halda hátiðlegt aldarafmæli islenska landnámsins i Kanada á þessu sumri. Það sem hefur verið hvað mest áberandi i ölium þessum umræðum og skrifum, er hversu vel islensk tunga og menningar- arfleifð hefur varðveist meðal vestur-islendinga og hversu vel þeir hafa komið sér áfram i nýja heiminum með dugnaði sinum og ósérplægni. Minna hefur verið gert af þvi að rekja eða ræða um þá reyr.slu og viðbrögð þeirra, sem tóku sig upp héðan af fslandi og fluttu vestur við þvi þjóðfélagi, sem þeir kynntust né heldur hvernig þeir brugöust við og reiddi af i hinum nýju heimkynn- um. — Ameríska auövaldiö — Það má segja að um 1/5 is- lensku þjóðarinnar hafi tekið sig upp og flúið vestur um haf frá eymd og hallærum þeim sem gengu hér yfir siðari hluta 19. ald- ar og er þvi óhætt að segja, aö þarna hafi verið um þjóðflutninga að ræða, þótt i smáum stil væri. Islenska bændafólkið sem flutt-i vestur var fljótt að reka sig á allt annað þjóðskipulag en það hafði búið við og fékk um leið að kynn- ast annarri tegund af kúgun en þeirri, sem það hafði fengið að kynnast af biturri reynslu i fyrri heimkynnum sinum. Á þessum tima var þjóðfélag ameriska auð- valdsins að brjóta undir sig það þjóðfélag sem bændur og borgar- ar Ameriku höfðu byggt upp, sem hið fyrirheitna land frelsisins, fyrir þá sem flúið höfðu kúgun og undirokun afturhaldsins i Evrópu. Inn i þennan heim kom islenska bændafólkið, sem var aö leita að hinu „vesturheimska frelsi”. Auðmannastéttin i Ameriku var i krafti fjármagns- ins að koma á stóriöju, sem kippti fótunum undan tilveru hand- verkamanna og annarra úr milli- stéttunum. Hún var einnig á góðri leið með að sölsa undir sig jarðir bænda og notaði til þess allt sem henni var fært. Inn i þetta þjóðfé- lag komu vesturfararnir hvort sem þeir settust að i sveitum við búrekstur eða i borgum sem dag- launamenn. Eða eins og Einar Olgeirsson segir' i grein sinni „Einvigi islensks anda við ameriskt dollaravald” i Rétti 1952: „Auðmenn Ameriku mút- uðu ráðherrum og forsetum, keyptu upp kirkjur og skóla, út- rýmdu frjálsri blaðamennsku Ameriku og settu i staðinn gula vændispressu. Dómstólarnir urðu ofsóknartæki i höndum þeirra, og önnuöust dómsmorðin, þegar leigumorðingjum auðmannanna tókst ekki að vinna sitt verk. Góð- gerðastarfsemin varð blekkinga- starf til að sefa rændan lýö. Ein- okun og hverskonar sérleyfi öðl- uðust auðmennirnir i krafti póli- tiskrar spillingar. Með „lýðræði” á vörunum stal auðvald Ameriku lýðræði Jeffersons og Lincolns og setti i staðinn umskipting sinn: einræði iskalds peningavalds i- klætt i gervi lýðræðisins, alræði Mammonsdýrkenda, skrýtt i kápu Krists”. Hvernig var svo þetta alþýðu- fólk undir það búið að lifa af i þessu spillta og miskunnarlausa umhverfi? Þetta fólk hafði af eig- in raun fengið að kynnast arðráni og kúgun heima fyrir og var eðli- lega markað af henni. Frelsisbar- átta islendinga hafði staðið lengi undir forystu Jóns Sigurðssonar og fylgismanna hans og þvi var þetta fólk að nokkru undirbúið undir að takast á við þau vanda- mál sem biðu. En það óttaðist kúgun, hataði valdið og var þvi á verði. Brautryöjandinn Stephan G. Stephansson Bóndinn og skáldið Stephan G. Stephansson er einn þeirra fyrstu sem áttar sig á auðvaldsskipulag- inu og varar isiendinga við þvi. Með ljóðum sinum og öðrum rit- smiðum hefur hann baráttu við þetta vald. Hann vegsamar hina frjálsu viðáttu og varar bændur við þéttbýlinu. Þetta kemur sér- staklega fram i kvæði hans „Sumarkvöld i Alberta”, sem er eins konar ástarjátning til ó- byggðanna i Alberta: „Ég ann þér vestræn óbyggð, láðið lifs og bjargar! Með landrýmið þitt stóra sem rúmar vonir margar, þvl án þin móti þrældóm væri hvergi vigi og vesturhcimska frclsið ævintýr og lygi”. Einar Olgeirsson segir i grein sinni „fsland og Amerika” i Rétti 1947: „Stephan G. orti „Sumar- kvöld i Alberta” árið 1894. Ein- mitt um það leyti þrýtur hið frjálsa jarðnæði i Bandarikjunum og viðhorfið þar tekur stakka- skiptum. Það vigi, sem óbyggðin var gegn þrældómi hringavalds- ins, fellur, en barátta verkalýðs- ins harðnar, þvi verkalýðshreyf- ingin tekur i staðinn að vaxa og verður brjóstvörn hins kúgaða manns. Hún á um þessar mundir erfitt uppdráttar, en heyr þó fyrstu voldugu verkföll sin, svo sem Pullman-verkfallið, hið harðvituga verkfall járnbrautar- verkamanna, undir forustu Eug- ene Debs 1894. Og amerisk verka- lýðshreyfing gefur alþjóðahreyf- ingu alþýðunnar baráttudaginn 1. mai, er hún hafði áður ein helgað baráttunni fyrir styttingu vinnu- dagsins”. En Stephan G. hefur ekki ein- ungis baráttu bændastéttarinnar við auðvaldið i huga heldur tekur hann lika fyrir vandamál verka- manna i borgunum. Honum hryll- ir við aðbúnaði þeirra og sjálfur veit hann hvað þaö er að vera verkamaður. Hann hafði unnið við skógahögg á vetrum og önnur sveitastörf á sumrum, betlandi um vinnu hvar sem hana var að fá, fyrir smánarlaun og langan vinnudag. En samt sem áður hvetur hann verkalýðinn ekki til að leggja ár- ar i bát heldur þvert á móti hvet- ur alþýðuna til að berjast gegn auðvaldinu, það þýðir ekkert að biða eftir lausnaranum, lýðurinn verði að leysa sig sjálfur. Hann er heldur ekkert að fela það með hvaða hætti hann telur að alþýðan eigi að taka völdin. 1 „Úrlausn. Drög til ævisögu”. (Bréf og rit- gerðir III-IV: bls. 85—86): segir hann: „Hitt hygg ég, að iðn- bræðralag —„classpolitik”, „bolshevisme” — verði næsta stig, helst um allan heim, og að það, með vaxandi skilningi, leiði til samvinnu frá samkeppni manna milli, þvi sérhver „stétt” finnur sjálf best, hvar sinn skór kreppir að, og getur valið vegi til úrbóta, án þess réttur hluti hinna „stéttanna” sé fyrir borð borinn, sé vilji og skynsemi látin ráða, en ekki atkvæðamagn, þó sumar „stéttir” þurfi alveg að afnema, t.d. hermannanna. „Lýðræði”, sem er hreint og beint, hefir þann kost yfir annað fyrirkomulag, að það er eins konar „alþýðuskóli” mannanna i að búa saman sem sanngjarnast og hagfelldast”. Hann er ekkert að fara i laun- kofa með það heldur hvað alþýð- an eigi að gera við auðvaldið sem hann kenndi um heimsstyrjöldina fyrri. 1 bréfi til vinar sins, Jóns frá Sleðbrjót þann 28. nóv. 1918 (Bréf og ritgerðir I-II. bls. 173) skrifarhann: „En hitt er vist, risi ekki almenningur upp i löndum sigurvegaranna og afstýri þvi, sem verða vill, endar þetta strið, eins og önnur hafa gert, með tapi alþýðu á unnu frelsi sinu, i þeim rikjum, sem ofan á urðu, en gróða fyrir sanna menningu og betra innbyrðis fyrirkomulag fyrir yfir- unnu þjóðirnar heldur en hitt, sem þær áttu áður við að búa, hversu svo sem yfirboðin kunna að láta lita út. Kló hins hroka- heimska hervalds kreppir sig um sina eigin þjóð, þó það dragi hrammana inn af útlendum vig- velli. Ég á von alþýðu afturfarar Bandamanna-megin eftir striðið, nema hún hafi vit á að kippa völd- um úr ræningjahöndum, allra þeirra, sem að striði þessu stóðu, vægðarlaust”. Stephan G. lét sitt heldur ekki eftir liggja, þegar hann svaraði, bæði i kvæðum og öðrum skrifum, þeim hatrömmu árásum og of- sóknum sem verkalýðshreyfingin varð fyrir i Bandarikjunum og viðar eftir heimsstyrjöldina fyrri. I bréfi til Jóns frá Sleðbrjót, 14. mars 1920 segir hann (Bréf og rit- gerðir I II. bls. 212—213): ,, — og ég næ I ýmislegt, sem næst er sanni, af þvi sem nú er til i blöð- um, ég þekki það orðið úr af langri kynningu við flokksblöðin, sem alltaf ha.fa logið, en aldrei háskalegar en siðan striðið skall á, þvi þar er varla „hugsun rétt, heldur en gras á brúnaklett”, eins og Jón gamli Thoroddsen kvað um kveðskap leirskáldsins. Og nú eru þau að byrja að ljúga sig með lagi út úr sinni eigin lygi um „bolshevismann” i Rússlandi, þegar engin brögð ætla að duga lengur til að skera hann niður, þvi hann sigrar heim allan á endan- um, af þvi hann er sanngjarnast- ur, og eina hjálpin út úr þeim hreinsunareldi, sem mannheimur er staddur i, hann— eður menn- irnir i dýpra viti, að eilifu, það er ég viss um. Deiluefnið er ekki lengur, hvort ,,soviet”-fyrir- komulagið eigi að komast á, held- ur! verður það fáanlegt með góðu, eða aðeins með illu. Nú geng ég vist alveg fram af þér i „landráðunum”, sem einu sinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.