Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1975 Breiðablik í 1. deild Þróttur átti aldrei möguleika Breiðabhik tryggöi sér fyrstu deildar sæti á næsta ári með glæsilegum sigri í óbeinum úrslitaleik við Þrótt í gærkvöldi. Þessi tvö lið áttu ein möguleika á sigri fyrir leikinn og var þetta þvr endanlegt uppgjör. — Það er greinilega betra liðið sem er að sigra i þessum leik — sagði Sölvi Óskarsson þjálfari Þróttara þegar staöan var orðin 4:0 i lok siðari hálfleiksins. — Fyrstu deildar draumurinn hjá okkur er þó alls ekki búinn, ennþá eigum við möguleika á sigri gegn neðsta fyrstu deildar liðinu. Við erum búnir að berjast við að vinna fyrstu deildar sæti i niu ár og við gefumst þvi ekki upp fyrr en i fulla hnefana—. Breiðavlik lék af mikilli skyn- semi i erfiðu leikveðri i gær- kvöldi. Nýi grasvöllurinn var rennandi blautur og hávaðarok gerði leikmönnum enn erfiðara fyrir. Hinrik Þórhallsson skoraði fyrsta mark leiksins snemma i fyrri hálfleik og skömmu siðar lék hann laglega upp vinstri kant- inn, og sendi siðan á Þór Hreiðarsson i dauðafæri. Þór þakkaði fyrir sig með góðu skoti sem endaði i marki Þróttara. Þannig var staðan i leikhléi, 2:0. 1 siðari hálfleik, léku Blikarnir frekarundan vindinum og var þá um nær látlausa pressu að marki Þróttara að ræða. Heiðar Breiðfjörð skoraði þriðja markið eftir laglegt samspil i gegnum vörn Þróttara og ólafur Friðriks- son gulltryggði sigurinn er 15 minútur voru til leiksloka með fjórða marki Breiðabliks. A siðustu sekúndum leiksins skoraði Sverrir Brynjólfsson fyrir Þrótt og flautaði ágætur dómari leiksins, Guðmundur Haraldsson leikinn af áður en Blikarnir höfðu stillt sér upp á miðjuna. Eins og áðúr segir voru yfir- burðir Breiðabliks töluverðir. Trúlega efast enginn um að þeir eru vel að sigrinum komnir. Liðið hefur farið af öryggi gegnum Is- landsmótið og þeir fjölmörgu Kópavogsbúar sem mættir voru til að hvetja sina menn tóku þátt i innilegri gleði þeirra að leik loknum. ~8SP uppskárulaunerfiðisinsmeð íslandsmeistaratitli Þessi mynd var tekin i fyrrakvöld af Isiandsmeisturum Þróttar i 5. flokki. Strákarnir hafa æft saman núna i 5 ár, þeir byrjuðu saman i 6. fiokki og nú uppskáru þeir laun eriðisins. Það gekk þó ekki átaka- laust, leiknir úr Breiðholti náði að sigra þá i sumar i riðiakeppninni og þurfti þvi aukaleik milli liðanna um rétt til þátttöku i úrslitunum. Þar sigraði Þróttur og skeiðaði siðan i gegnum úrslitin þar til bikarinn var I höfn. 1 hreinum úrslitaleik mættu þeir Val og sigruöu með þremur mörkum gegn tveimur. Fyririiði er Sigurður Helgi Hallvarðsson og þjálfari Tryggvi Geirsson. Ljósmynd: Einar. —gsp Þeir hafa æft saman í 5 ár „Eg er þrumu lostinn yfir þessum fréttum” — Nei það er litið nýtt sem ég get sagt þér í bili — sagði Tony Knapp lands- liðsþjálfari er við hringdum í hann í gær til þess að afla nánari frétta af þeim orðrómi að KR- ingar hyggist meina honum að fara með lands- liðinu i haust. Þjóðviljinn greip þessa f rétt nokkuð úr lausu lofti í fyrradag og birti i blaðinu i gær en nú virðist það nokkurn veginn staðfest að hún eigi við haldgóð rök að styðjast. — Ég hef ekki enn náð sam- bandi við stjórnarmenn i KR en þessu heyrist hvislað af æ meiri ákafa svo að ég hef vart ástæðu til annars en að leggja trúnað á það að orðrómurinn sé réttur. Þetta virðist vera rétt en þó á ég ein- hvern veginn bágt með að trúa þvi að jafn mikið félag og KR er og hefur verið, leggi sig niður við hluti eins og þennan . — Mér skilst á öllu að það sé aðeins leikur KR við næstefsta lið i 2. deild sem ég mundi missa af ef ég færi út og ef KR endaði á botninum i 1. deild. Ef hægt er að fresta þeim leik þar til ég kem aftur get ég ekki séð nokkra ástæðu fyrir KR að banna mér að fara. Ég eyði aldrei meiru en i mesta lagi fjórum dögum i undir- búning fyrir hvern leik svo að verði leikurinn settur á meira en fjórum dögum eftir að ég kem heim ætti ekki að vera neitt þvi til fyrirstöðu að ég fari i landsliðs- ferðina. — Vissulega var viðbúið að þetta vandamál kæmi upp en ég á ekki von á öðru en að sameiginleg lausn finnist sem báðir aðilar geti sætt sig við, þ.e. KSÍ og KR. I landsliðsferðinni nær tveggja ára starf mitt fyrir KSl hámarki og það verður ekki átakalaust að þurfa e.t.v að sitja heima. — Ég er ekki i vafa um að hægt verði að ná samkomulagi ef báðir segir Tony Knapp og á bágt með að trúa því að KR hyggist kyrrsetja sig aðilar hafa áhuga fyrir þvi. Fólk sem virðir knattspyrnuiþróttina og er í forystuhlutverkum ætti ekki að láta svona lagað koma upp, þetta á að leysast i krafti samstarfsvilja og gagnkvæmd skilnings á þörfum hvors annars. Ég er hræddur um að landsliðið geti ekki misst mig i þessum leikjum, það er ekki hlaupið i það hlutverk að stjórna liðinu og undirbúa fyrir þrjá erfiða leiki. — Ég er steini lostinn yfir þvl sem ég er að heyra um þessar mundir. Ég hélt að ef þetta vandamál kæmi upp yröi það leyst átakalltið I snarheitum. Ég hef verið með landsliðið I tvö ár og neita þvi ekki að ég er stoltur af árangri mínum. Ég held lika að öll islenska þjóðin sé stolt af landsliöi sinu og þvi sem viö höfum gert. Maður hefði þvi átt von á þvi að öllu yröi fórnað til þess að gera landsliðið eins sterkt og frekast er unnt. — En eins og ég segi, — enginn hefur haft samband við mig enn. Ég hef heyrt þessu fleygt viöa að og hef þvi ekki ástæðu til annars en að trúa þessu. En mér finnst þó aö ég hefði átt að vera fyrsti mað- urinn sem fengi að heyra þetta, — það er litið gaman að fá ekkert að vita nema I gegnum blaðamenn og fólk úti á götu sem stendur þessu máli fjær en ég sjálfur. Víkingur ísl.meistari Vikingur tryggði sér I fyrrakvöld nafnbótina „Islandsmeistari utanhúss” með þvi að sigra Fram i útslitaleiknum með 17-14. Lengi vel leit þó ekki gæfulega út hjá Vfkingum því í byrjun siðari hálfleiks höfðu Framarar hvorki meira né minna en fimm marka forystu, 12-7. Þá kom hins vegar dauður kafii hjá Fram, Vikingur skoraði 7 mörk og komst 114-12 forystu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Víkingur vinnur utanhússmótið. Um þriðja til fjórða sætið léku Valur og Haukar og sigruöu þeir fyrrnefndu með miklum mun, 21-13. —gsp Tvö ný heimsmet Tvö ný heimsmet hafa litið dagsins ljós. Sovéska frjáls- Iþróttakonan Faina Melnik rauf 70 metra múrinn I kringlukasti i Sviss fyrir skömmu og bætti eigið met verulega er hún kastaði 70.20 metra. Langþráöur draumur hafði þar með ræst — aö þessu hafði hún stefnt I allt sumar. Þá kom einnig gott heimsmet I sundi hjá Tim Shaw. Hann synti 400 m skriðsund á 3.53.32 og bætti eigið heimsmet um nokkur sekúndubrot. Shaw er aðeins 17 ára gamall og þykir að sjálfsögðu geysilega lofandi sundmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.