Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1975 Alþingishúsið tjargað Helgi Hóseasson, trésniiður, heldur áfram einkastriði sinu gegn rikisvaldi og þjóðkirkju. Það hefur tekið á sig ýmsar myndir. Hann hefur stundað mót- mælastööur við hæstarétt, slett skyri á alþingismenn og málað stein i Alþingishúsinu. Snemma i gærmorgun tjargaði Helgi tvo múrsteina i forhlið Al- þingishússins i mótmælaskyni og var það ærið vandasamt verkefni fyrir Hreinsunardeild Reykja- vikurborgar að bæta úr. Helgi var að vanda settur i fangageymslur lögreglunnar við Hverfisgötu, en hingað til hefur enginn opinber Alþýðubandalagið: Alþýðubandalagið Vestfjörðum Ragnar Kjartan Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Vestf jarðakjördæmi verður haldinn I félagsheimilinu Suður- eyri Súgandafirði dagana 6. og 7. september n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, koma á fundinn. Dagskrá nánar auglýst siðar. Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Vestjörðum. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldiði Hafralækjarskóla i Aðaldal þann 30. og 31. ágúst n.k. Þingið hefst laugardaginn 30. águst kl. 2 siðdegis, Alþýðubandalags- félögin eru hvött til að tilkynna þátttöku sina til skrifstofu Alþýðubandalagsins á Akureyri — simi 21875 eða til Helga Guðmunds- sonar, Akureyri. simi 22509. Sj ómannaf élag Reykjavíkur Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur verður haldinn sunnudaginn 24. ágúst i Lindarbæ og hefst kl. 14. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál Félagar f jölmennið á fundinn. Utboð Tilboð óskast i að steypa sökkla og botn- plötu undir um 440 ferm. barnaskólahús i Bessastaðahreppi á Álftanesi, og einnig i byggingu rotþróar við skólann. Otboðs- gögn verða afhent i verkfræðistofu vorri gegn 3 þúsund króna skilatryggingu og verða tilboðin opnuð á sama stað þriðju- daginn 9. september kl. 9 f.h. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚU 4 REYKJAVÍK SlMI 84499 Blaðberar í vetur Um næstu mánaðamót, ágúst/september, verða laus nokkur blaðburðarhverfi hjá Þjóð- viljanum. Það tekur hálfan til einn klukkutima að bera út i hvert hverfi, svo að þessi vinna hentar td. skólafólki ágætlega. Þessi hverfi eru laus eða verða laus um mánaðamótin: Breiðholt — Hólahverfi Nökkvavogur Drápuhlið Seltjarnarnes, vesturhiuti. Laugavegur, neðri hluti Hverfisgata, neðri hluti. Þórsgata Þingholtin Háaleitisbraut (oddatölur) Skipasund Tómasarhagi Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans sem fyrst, simi 17500. Starfsmaður Hreinsunardeildarinnar að verki. aðili treyst sér til þess að hefja málsókn gegn þessum sérkenni- lega andófsmanni. Svo þreyttur er Helgi orðinn á viðskiptum sin- um við yfirvöld, að hann vill nú minna eftirminnilega á vandamál sin. Mótmæli Helga Hóseassonar eru að jafnaði friðsamleg, og hann pr maður dagfarsprúður og vinnusamur, þótt hann taki upp á aðgerðum sem falla ekki I geð yfirvalda. Spurningin er hvort ekki finnst einhver lausn á vanda þessa einfara. Olíulekinn í Hvalfirði: Það verður kíkt oní tankinn eftir helgi Kannski ekki alveg fullkominn samstarfsvilji hjá yfirmönnum hersins - segir Steýan Bjarnason Enn hefur mönnum ekki tekist að finna hvar lekinn er, sem vart varð við I oliutönkum hersins i Hvalfirði. Sagði Stefán Bjarnason hjá Siglingamálastofnun ríkisins, sem unniö hefur að rannsókn málsins, að vonast væri til þess, að unnt yrði að kikja innan i tankinn i byrjun næstu viku. — Ef lekinn finnst ekki að innan- verðu er ljóst að til þess að finna skemmdina þarf að grafa tankinn upp. Slikt er óhemjumikið fyrir- tæki og dýrt eftir þvi, þannig að menn vonast til að lekinn finnist áður en til þess kemur, sagði Stefán. — Vist er að lekinn er ekki ileiðslum út frá tankinum og Kvartað yfir lokun vegar á Barðaströnd Kristján Pétursson, Skriðna- felli Barðaströnd hringdi til okkar og kvaðst vilja koma á framfæri kvörtun til Vegagerðar rikisins. Málvextir eru þeir, að brú ein á veginum rétt fyrir innan bæinn Holt á Barðaströnd hefur verið I mjög slæmu ástandi undanfarið ár, án þess að neitt væri gert til lagfæringar. Nú i vikunni var veginum svo algerlega lokað við þessa brú fyrir alla þyngri bila og segir Kristján bændur mjög ugg- andi þar sem vegaverkstjóri hafi LIIJ Framhald af 1 gangi til öflunar gjaldeyristekna og til að tryggja fulla atvinnu, og væntir þess, að ákvörðun þessi verði endurskoðuð.” Til skýringar skal það tekið fram, að vaxtagreiðslur munu nema vegna nys skips, eftir hina nýju ákvörðun rikisstjórnarinn- ar, kr. 13.00 til 15.00 á hvert kiló fisks, sem aflað er. Verð á karfa er nú kr. 19.00, ufsa af millistærð kr. 20.60 og á þorski af milli stærð kr. 35.80. Af þvi verði fær skipshöfnin um 45%. Hlutur útgerðarinnar til að standa undif vaxtagreiðslum, af- borgunum og öllum rekslrar- kostnaði er af verðmæti hvers kilós af karfa kr. 10.50, ufsa kr. 11.30 og þorski kr. 19.70. tilkynnt þeim, að ekki sé þess að vænta að brúin verði opnuð aftur fyrr en einhvern tima i haust. Þetta veldur þvi m.a. að bænd- ur á nokkrum bæjum koma ekki frá sér m jólk með eðlilegum hætti og allir flutningar stöðvast i sam- bandi við fiskverkunarhús, sem þarna er. i smíðum svo og aðrir þungaflutningar. Kristján Pétursson kvaðst viija koma þeim eindregnu tilmælum á framfæri við yfirvöld vegamála að þau tryggi, að vegurinn verði opnaður á ný fyrir alla umferð hið bráðasta. Kínverjar Framhald af bls. 1. dvaldi þar nokkra stund en sneri svo aftur til ísafjarðar þar sem hann drakk kaffi á heimili forseta bæjarstjórnar, Jóns Baldvins Hannibalssonar skólameistara. t för með sendiherranum voru sendiráðsritari, kinverskur stúdent við Háskóla tslands sem túlkaði yfir á islensku og svo bil- stjóri. Þetta mun vera i fyrsta sinn sem erlendur sendiherra fer i „opinbera heimsókn” til Vest- fjarða. Mætti það verða öðrum til fyrirmyndar að sinna lands- byggðinni meira en hingað til. —ÞII þvi margt sem bendir til þess að hann sé að finna einhvers staðar inni i honum — eða á tankinum utanverðum og þá þarf að grafa hann upp. Aðspurður sagði Stefán, að samstarfið við þá yfirmenn og starfsmenn hersins sem með málið hefðu að gera hefði verið „svona sæmileg”. Sagðist Stefán yfirleitt fá þær upplýsingar sem hann bæði um að einhverju leyti, en þó sjaldan allt og aldrei of mikið! Mátti skilja á honum að samvinnan væri heldur treg. Fyrirhelgina var sjó dælt undir oliuna i tönkunum og hún fjar- lægð. Siðan þarf að dæla sjón- um út aftur og þar næst að hreinsa með loftsprautum þau eiturefni, semsitja eftir sem uppgufun frá oliunni. Að þyf loknu verður hægt að skoða tankinn að inna. —gsp. GEYMSLU HÓLF GIYMSIUHOIF l ÞRI MUH STÆHOUM NY ÞJONUSfA VID VlDSKiPTAViNI I NYBVCiGlNGUNNI BANKASTATI 7 Saiminnuhiinkiiid Blaðberar Þjóðviljinn óskar eftir blaðberum i eft- irtalin hverfi: Langholtsvegur ( Af leysing vegna sumarleyfa). Skipasund ( Af leysing vegna sumarleyfa). Þjóðviljinn Sími 17500 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.