Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 23. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 - Israelskir hermenn I Golan-hæðum — geta þeir einbeitt sér að sýrlendingum i næsta striði? Ný viðhorf fyrir Miðjarðarhafsbotni: Sitja egyptarhjá í næsta stríði? Þegar þetta er ritað eru nokkrar horfur á þvi að nýtt bráða- birgðasamkomuiag takist milli Egyptalands og tsraeis um skiptingu Sinaí-skaga. Ef af þvi verður, afhenda israelar egypt- úm talsvarða spildu ásamt með Rúdeis-oliulindunum og fjalla- skörðunum Gidi og Milta, sem hafa verulega hernaðarlega þýðingu. Enn er ekki með öllu ljóst hverju egyptar lofa tsraei I staðinn, en breska blaðið Observer heldur þvi fram aö þeir muni heita þvi skriflega að taka ekki þátt i striði gegn israel næstu þrjú árin, og að þeim árum liðnum verði hægt að framlengja þann vopnahlés- samning um ár i senn. Bandaríkin, sem leggja mikla áherslu á að hafa vináttu bæði ísraels og þeirra rikja arabiskra, sem hafa tiltölulega hægrisinnað stjórnarfar, róa öllum árum að þvi að þetta samkomulag verði að veruleika og á það lagið ganga israels- menn. Að launum fyrir undan- látssemina við egypta mælast israelsmenn nú til stóraukinnar hernaðarlegrar og efnahags- legrar aöstoðar frá Bandarikj- unum næstu árin. Sagt er að ísrael fari nú fram á þrjá miljarða dollara næsta árið, og er sú upphæð hvorki meira né minna en fimm sinnum hærri en ísrael fær i ár frá Bandarikjun- um. Langstærsti hluti þeirrar , upphæðar fer til vopnakaupa, samkvæmt Reuter-frétt. En það verður ekki tsrael eitt, sem hagnast á þeirri hjálp: hún ger- ir að verkum að það verður ennþá háðara Bandarikjunum en verið hefur til þessa. Báðir sjá sér hag I að semja Bæði Egyptaland og Israel sjá sér mikinn hag i þvi að Sinai-samningurinn nýi verði að veruleika. Honum fylgir að visu að vigstaða tsraels gagnvart Egyptalandi versnar, en á móti gæti ísrael fengið þvi framgengt að Egyptaland, hernaöarlega sterkasti andstæðingur þess, stæði fyrir utan hugsanleg framtiðarstrið tsraels og araba. Egyptar hafa fyrir sitt leyti sára þörf fyrir frið um langa framtið. Efnahagur þeirra er mjög bágur, að ekki sé meira sagt, og veldur þvi meðal ann- ars ör fólksfjölgun á litlu land- rými og skortur á arðbærum auðlindum. Egypska stjórnin bindur nú vonir við að gera Súes-skurð að nýju að arðbærri umferðaræð og hafa stofnað til mikilla framkvæmda á skurð- svæðinu i þvi sambandi. Það er nokkurn veginn öruggt að það fyrsta, sem israelar myndu gera I næsta striði við egypta, væri að sprengja i mél og mask allt það, sem egyptar hafa byggt upp með súrum sveita og gifurlegum tilkostnaði á skurð svæðinu siðan októberstriðinu lauk, og á það sinn þátt I linari afstöðu egypta gagnvart Israel. Auk þess gerir egypska stjórnin sér vonir um að fá rif- lega efnahagsaðstoð frá Banda- rikjunum og oliuauðugum Arabarikjum, einkum Saudi-Arabiu, og ljóst er að Bandarikin yrðu miklu greiðari i samningum á þeim vettvangi ef egyptar drægju úr hörkunni gagnvart ísrael. Og riki eins og Saudi-Arabia yrðu varla mjög fús á að f járfesta I framkvæmd- um I Egyptalandi, ef likur væru til þess að þær framkvæmdir yrðu eyðileggingunni að bráð I striði, sem gæti skollið á áöur en varði. Egyptar eiga sitthvað á hættu. En egyptar eiga einnig ýmis- legt á hættu viðvikjandi nýja Sínai-samningnum. Fram að þessu hefur þeim tekist að halda einskonar pólitisku forustuhlut- verki I arabiska heiminum, og hefur sú aðstaða byggst á mannfjölda þeirra, styrk egypska hersins og jafnframt þvi að pólitiskt séð hefur egypska stjórnin löngum reynt að fara bil beggja. arabiskra rikja með tiltölulega róttækt stjórnarfar eins og Sýrlands, Iraks og Libiu og hinsvegar Ihaldssamra einvelda eins og Saudi-Arabiu og Jórdaniu. Ef Sinai-samningurinn nýi þýddi i raun að Egyptar drægju sig út úr öllum þeim hernaðarátökum við Israel, sem kynnu að brjótast út næstu árin, er hætt við að það hefði I för með sér að önnur grannriki Israels — og þó enn frekar palestinumenn — litu svo á að egyptar hefðu brugðist sameiginlegum málstaö araba I deilunni við tsrael. Þetta myndi að likindum hafa þær afleið- ingar aö Egyptaland einangrað- ist að meira eða minna leyti inn- an arabiska heimsins og glataði þar fyrrnefndu forustuhlutverki sinu. Sýrlendingar og jórdanir áhyggjufullir Egyptar hafa reynt að sjá við þessu með þvi að fá þvl framgengt i yfirstandandi samningaumleitunum að Israelsmenn skuldbindi sig til að gera hliðstæðan samning við Sýrland um Golan-hæðir, en svo er að heyra á fréttum að ekkert verði úr þvi, enda ljóst að Israelsmönnum er miklu óljúfara að sleppa einhverju af Golanhæðum sem eru á næstu grösum við Israelskar byggðir, en spildu af Sinai-eyðimörk. Það þarf þvi varla aö taka fram að Sýrland litur yfirstand- andi samningaumleitanir Israela og egypta illu auga og sama er ekki einungis að segja um baráttusamtök palestinu- manna, heldur og Jórdaniu, sem þó hefur yfirleitt verið til- tölulega hægfara gagnvart ísrael og vinsamleg Bandarikj- unum. Hússein konungur þar á nýlega að hafa látið i ljós að hann óttist, að Sadat hyggist nú draga Egyptaland út úr sameig- inlegri fyllingu Arabarlkjanna gegn Israel og láta Sýrland — og ef til vill Jórdaniu — ein um það að heyja næsta strlð við ísrael. En fleiri og fleiri gerast nú til að spá því, að enh eitt striðið fyrir Miðjarðarhafsbotni sé óhjá- kvæmilegt. Kveikjan að þvi gæti sem best orðið Golanhæðir, sem sýrlendingar eðlilega vilja fá aftur sem hluta af sinu landi, en Israelsmenn telja sig ekki mega missa vegna þess að þær komi að gagni sem hllfðarsvæði fyrir byggðir þeirra I Galileu. Enn óvist hvort samið verður. Fái israelsmenn þvi framgengt að egyptar skuld- bindi sig til að hafast ekki að I hernaði gegn þeim næstu árin, ættu þeir hinsvegar að standa vel að vigi i næsta striði, ef af þvi verður. Miðað við reynslu undanfarinna stríða myndu sameinaðir herir sýrlendinga og jórdana varla standast Israels- mönnum snúning, og ólíklegt væri að stuðningur frá írak — ef hann fengist að einhverju marki — myndi breyta miklu þar um. Ennþá er þó engan veginn vlst að af Sinai-samningnum nýja verði. Það eru ekki einungis sýrlendingar, jórdanir og palestinumenn, sem hafa illan bifur á honum, heldur og sterk öfl bæði I Egyptalandi og ísrael. I egypska hernum er öfl, sem eru á móti frekari samningum við ísrael nema aö á móti fáist full trygging fyrir þvl að öllu þvi svæði, sem Israel tók af egypt- um 1967, verði skilað, og hægri- öflin i Israel telja að samning- urinn þýði alltof mikla eftirgjöf við egypta og láta það nú I ljós með háværum og ekki ofbeldis- lausum mótmælum. dþ. Túrisminn gengið von- um framar Nú fer að siga á seinni hlutann af ferðamannatimabilinu og þvi fannst okkur tilvalið að hlera ofan i þá sem mest afskipti hafa af þvi að laða erlenda ferðamenn til landsins og beina þeim i réttan farveg um byggðir og óbyggðir landsins. Fyrst höfðum við tal af Birni Vilmundarsyni forstjóra Ferða- skrifstofu rikisins og spurðum hann hvernig vertiðin hefði geng- ið. — Hún hefur verið töluvert betri en i fyrra. Við sjáum á töl- um um fjölda þeirra útlendinga sem koma til landsins að þeim hafði fjölgað um örfá prósent i júlilok og liklega verður ágúst- mánuður betri. Ég verð þó að viðurkenna að við bjuggumst við meiri aukningu þvi i fyrra varð mikill samdráttur vegna kreppu- ástandsins. — Þið skipuleggið margar ferðir útlendinga um landið. — Já, við vorum með 24 hring- ferðir um landið, við höfum nefnt þær Grand Tour around Iceland i auglýsingum erlendis. 1 þeim er gist á Edduhótelum, Hótel Húsa- vlk og Hótel Höfn. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar og þátt- taka i þeim góð. Auk þess skipu- leggjum við ferðir um Suðurland, hálendið og önnumst hópferðir fyrir erlendar ferðaskrifstofur þannig að alls hafa ferðirnar ver- ið um 100 i sumar. Þetta er svip- aður fjöldi og i fyrra en fjöldinn i þeim hefur verið töluvert meiri. Einnig má nefna að við höfum skipulagt tvær stórar ráðstefnur hér á landi, ráðstefnu norrænna búvisindamanna sem um 800 manns sóttu og nú stendur yfir ráðstefna norrænna lögfræðinga sem telur um 1.100 þátttakendur. Ég gæti trúað að þessar ráðstefn- ur skiluðu um 100 miljónum króna inn i landið I erlendum gjaldeyri. — Nú, svo fórum við út i að auglýsa vikuferðir um landið fyrir islendinga þar sem gist er á Edduhótelunum. Islendingar hafa verið fremur tregir við að gista á hótelunum en þessar ferð- ir gáfust mjög vel, það hafa á þriðja hundrað fjölskyldna not- fært sér þessa þjónustu en hún gerir ráð fyrir að menn fari á eig- in bilum. Einnig gerðum við til- raun með að skipuleggja 8 daga hringferð um landið fyrir islend- inga þar sem ferðast var með rút- um og gist á Edduhótelum. Voru farnar tvær slikar ferðir og full- bókað i báðar. Er ætlunin að fjölga þessum ferðum næsta sumar. — Hvernig hefur útkoman á Edduhótelunum verið? — Hún var mjög góð i júli en ágúst var siðri. Þar hafði lokunin á Múlakvisl þó nokkuð að segja en svo hefur veðrið ekki verið sem best. En um heildarútkomuna á skrifstofuna er litið hægt að segja fyrr en upp er staðið. Það veldur okkur töluverðum erfiðleikum að þurfa að segja til um verðlag i september fyrir næsta ár, við verðum að skipuleggja starfsem- ina fyrir næsta sumar núna en hver getur sagt fyrir um hvernig verðlagið verður þá? Það þýðir samt ekki annað en að vera bjart- sýnn og vona að næsta vertið Rœtt við Björn Vilmundarson hjá Fe rðas k rifs tofu ríkisins og Geir Zoega verði ekki siðri en þessi. Núna um áramótin munum við opna landkynningarskrifstofu i Banda- rikjunum. Við höfum samstarf við hin Norðurlöndin um slika skrifstofu þar til i fyrra þegar samdrátturinn fór að segja til sin. Nú höfum við gert nýjan samning og betri og höfum fengið leyfi til að taka upp samstarf á nýjan leik. Við munum þvi hafa okkar fulltrúa úti i Bandarikjunum frá næstu áramótum, sagði Björn að lokum. Ferðaskrifstofa Geirs Zoé'ga hefur skipulagt ferðir útlendinga hingað til lands rúmlega eina öld og er reyndar umboðsaðili hinnar þekktu ferðaskrifstofu Cook en Thomas Cook hefur verið nefndur faðir þess túrisma sem nú tröll- rlður heimsbyggðinni. Við spurð- um G°ir hvernig sumarið hefði borið sig. — Það hefur gengið vonum framar. Við höfum ekki skipulagt fleiri ferðir en vanalega en þátt- taka i þeim hefur verið mun betri. Þá komu hingað mun fleiri skemmtiferðaskip en i fyrra. — Og hvernig er útlitið fyrir næsta sumar? — Það er gott ef ekki verður allt vitlaust i verðlagsmálum. Við eigum von á mun fleiri skemmti- ferðaskipum en I sumar en ferðir þeirra eru oft skipulagðar mörg ár fram i timann. —ÞH sunnudagur — smáauglýsingar: lægsta verð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.