Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1975 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ALÞYÐUBANDALAGIÐ - FORYSTUAFL YINSTRI MANNA Að undanförnu hafa ýmis blöð verið með alls kyns vangaveltur um framtið Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Þau skrif hafa öll einkennst af hugleiðing- um framsóknarmanna og krata um fram- boðsmál, og afhjúpa skrifin vel það viðhorf höfundanna að stjórnmál snúist ekki um baráttu fyrir málefnum og hug- sjónum, heldur séu stjórnmálin eins konar hrossamarkaður um þingsæti. Virðast þessir menn óttar;t að til samstarfs komi með Samtökunum og Alþýðubandalaginu. Það undrar ekki vinstri menn, að kratar óttist slikt samstarf, þvi erfitt hefur verið fyrir þá að telja fólki trú um, að Alþýðu- flokkurinn, sem i rúman áratug lyfti flokki auðhyggju og atvinnurekenda til æðstu áhrifa og valda i þjóðfélaginu og studdi Sjálfstæðisflokksmenn til áhrifa i verka- lýðshreyfingunni, sé einhver vinstri flokk- ur. Og framsóknarmenn virðast einnig vera farnir að velta þvi fyrir sér, hvernig hægt sé að reyna að lita út sem „hófsamur vinstri flokkur” eða „umbótasinnaður miðflokkur” á sama tima og flokkurinn veitir Sjálfstæðisflokknum stjórnarfor- ystu og leggur samvinnusamtökin undir ok atvinnurekenda. Bæði kratar og framsóknarmenn sem við hátiðleg tæki- færi reyna að vera vinstri menn i orði, en hafa stutt ihaldsöflin á borði, óttast allt tal um vinstra samstarf. Báðir þessir flokk- ar, Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, sem upphaflega voru stofnaðir til að berjast fyrir réttindum og hagsmun- um vinnandi stétta til sjávar og sveita hafa fjarlægst upphaf sitt og svikið þá alþýðu sem þeim var ætlað að vernda. Það þýðir litið fyrir stjórnmálaritstjóra Timans að skrifa forystugrein eins og i gær og segja að „innst inni fylgi flokkarnir meira og minna hinni upphaflegu stefnu sinni, þótt þeir segi annað i orði”. Með þessum orðum er ritstjóri Timans i raun að viðurkenna og réttlæta fráhvarf flokks- ins frá hugsjónum og stefnu samvinnu og jafnaðar. Hann virðist ekki sjá neitt athugavert við að aðskilja stefnumál flokksins og dagleg skrif um stjórnmál, þar sé leyfilegt að segja annað i orði, jafn- vel ljúga! Tviskinnungur framsóknar- manna i islenskum stjórnmálum hefur firrt þá trausti vinstri manna, og siðustu tólf mánuði hafa vinstri menn innan Framsóknarflokksins verið að átta sig á svikum forystunnar við vinstri stefnu. Þess vegna óttast framsóknarforystan allt tal um vinstra samstarf. Alþýðubandalagið hefur með stefnu og starfi verið að sanna það á undanförnum árum, að það er eina stjórnmálaaflið sem getur tryggt vinstri mönnum árangur. Draumurinn um sameiningu vinstri manna er nú orðið einvörðungu tengdur við Alþýðubandalagið. Sá draumur hefur verið að rætast, það sýnir best vaxandi fylgi Alþýðubandalagsins i siðustu kosn- ingum. Það er hið ótviræða forystuafl vinstri manna. I starfi og framkvæmd hefur flokkurinn fylgt fram afdráttar- lausri vinstri stefnu. í umræðum um vinstra samstarf á und- anförnum árum hefur afstaða Alþýðu- bandalagsins verið skýr og afdráttarlaus. Alþýðubandalagið lætur málefnin ráða af- stöðu sinni, en hefur ekki verið reiðubúið til að taka þátt i þeim skollaleik að makka um pólitiska framtið einstaklinga eða flokka. Sameining vinstri manna er ekki fólgin i samningabraski sjálfskipaðra forystumanna, heldur með samstöðu fólksins sjálfs um vinstri málefni. Alþýðu- bandalagið var stofnað til þess að standa vörð um hag og réttindi verkalýðsstéttar- innar og er sósialiskur verkalýðsflokkur,' opinn þeim sem af einlægni vilja berjast fyrir sósialisma og þeirri félagshyggju og jöfnuði, sem hann er samnefnari fyrir. —óre. KLIPPT... Diplomatía gœslunnar Fyrir okkur islendinga er það mjög mikilvægt að við sýnum umheiminum fram á að við kunnum að hlita settum veiði- reglum, nú þegar við ætlum að takmarka aðgang eriendra veiðiþjóða að íslandsmiðum. Það er mikils um vert að islenskir skipstjdrnarmenn virði bæði reglur um veiðisvæði, veiðarfæri og fiskistærðir. Margir sækja sjóinn fast og fregnir berast stundum um landhelgisbrot, ólögleg veiðar- færi og smáfiskadráp, þaðan sem þær ættu sist að koma. Landhelgisgæslan hefur aö undanförnu gengið hart fram I að framfylgja settum reglum varðandi veiðar báta á Breiða- firði og úti fyrir suðurströnd- inni. Um þetta er ekki nema gott eitt að segja. Landhelgisgæslan er löggæsla innan fiskveiði- markanna og sem löggæslu- mönnum er varðskipsmönnum ætlað að framfylgja islenskum lögum og reglugerðum. Það hefur hinsvegar farið fyrirbrjóstið á mörgum islensk- um sjómanninum, að gagnvart útlendingum kemur landhelgis- gæslan ekki alltaf fram sem vörður laganna, heldur sem dipiómat. Löggæslumennirnir sjálfir á varðskipunum eru ekki aíltof ánægðir með að þurfa að gegna þessu diplómatiska hlut- verki. Það skal að visu viður- kennt að erfitt er að halda uppi löggæslu innan 50 milna marka og erfiðara verður það innan 200 milna, sérstaklega ef samið verður um flókið undanþágu-og hólfafyrirkomulag. Samt sem áður gæti landhelgisgæslan, með þeim búnaði sem hún hefur nú, gengið vasklegar fram gegn erlendum landhelgisbrjótum en hún gerir nú. Það eru fyrirmæli frá dómsmálaráðuneytinu og æðstu stjórn gæslunnar, sem eru þess valdandi, að einungis er stuggað við v-þýskum land- helgisbrjótum. Og allir vita að þessi aðferð er ekki sériega árangursrík. Vestur-þjóðverjar bera amk ekki óttablandna virðingu fyrir henni og halda áfram upptekn- um hætti. Allir eru farnir að sofa lijá Viðmælendur Páls Heiðars Jónssonar i laugardagsþætti hans ættu ekki að vera I vand- Að þjóna tveimur herrum 1 forustugrein Þjóðviljans i gær er bent á þá stáðreynd að i jarðhitalöndum eins og á ttaliu og á Nýja Sjálandi teljist land- eigendur ekki eigendur jarðhita er sækja verður i jörð niður. Einnig er minnt á að i hinum borgaralegu byltingum 18. og 19. aldar hafi tekist að svipta aðalinn eignarhaldi á ám, vötn- um, veiðilendum og námum jafnframt þvi sem friðhelgi fíetty Ford: Sefur hjá eiginmanninum eim oft og mögulegt er” New York21. ág. AP FORSETAFRÚ Bandaríkjanna, Betty Ford, itrekar þá skoðun sína í septemberhefti timarits- ins McCalls, að hún sé hlynnl þvi að hjón sofi í sama herbergi og kveðst hún njóta manns sins að næturlagi „eins oft og mögu- legt er." t viðtalinu segir hún að brcf hafi henni borizt hvaðanæva að eftir að hún lýsti þeirri skoðun sinni að hún væri á móti þvi að hjón hefðu sitt hvort svefnherbergið. Segir hún: „Margir bréfritara virtust telja það siðiaust í meira iagi fyrir okkur hjónin að sofa í sama herbergi." Siðan sagði frúin að ýmsir Bandarikja- manna virtust halda það að maður sem yrði forseti B >ndn ríkjanna „hlyti að vcra náttúrulaus geldingur." Betty Ford hefur nokkrum sinnum áður vakið undrun og nokkra hneykslun landa sinna með hreinskiinum og hispur- lausum yfirlýsingum af siíku tagi. lögur um þjóðnýtingu háhita- svæðanna á Islandi. Þar hefur þjóðarheill ekki ráðið og sést það best á þvi, að ibúar Suðurnesja hafa nú orðið ræki- lega fyrir barðinu á landeigend- um i sambandi við sin hitaveitu- mál. 40 landeigendur sem ekki nytja viðkomandi háhitasvæði á neinn hátt,hafa bundist sam- tökum um að græða stórfé til frambúðar á landsréttindum. Ósvifni þeirra i fjárkröfum héf- ur tafið framkvæmdir og aukið kostnað Hitaveitu Suðurnesja. Reynslan, sem fengist hefur i þessu máli, ætti að tryggja frumvarpi um þjóðnýtingu há- hitasvæða framgang á næsta þingi. Að öðrum kosti er allt tal þingmanna um að þeir vinni fyrir þjóðarheill tómur hégómi. Það er svo kaldhæðni ör- laganna að grindvikingar og keflvikingar hafa valið til for- ystu i bæjarmálum sinum menn sem nú eru að reyna að auðgast á helsta hagsmunamáli suðurnesjamanna. Tómas Tómasson, Sjálfstæðismaður, og forseti bæjarstjórnar i Kefla- vik, og Svavar Arnason, Alþýðuflokksmaður, og forseti bæjarstjórnar i Grindavik, eru báðir i hópi landeigenda i Svartsengi. Þeir sitja beggja vegna borðsins og annar þeirra tilheyrir flokki, sem vill þjóð- nýta allt land. Meðal siðmenntaðra þjóða hefðu þess- ir menn verið knúnir til þess að segja af sér trúnaðarstöðum fyrir löngu. Hér hafa menn islenskt Watergate fyrir augum. —ekh ræðum með að velja frétt vik- unnar i dag. Klippt og skorið hefur fyrir sitt leyti valið frétt sem birtist á forsiðu Morgun- blaðsins i gær. Morgunblaðið segir að visu frá þvl Iika að Liz Taylor og Burton séu farin að vera saman aftur, en samt finnst okkur fréttin af ástalifi bandarisku forsetahjónanna skemmtilegri. Það er mikið þjóðþrifaverk, hvað Isiensk blöð, með undantekningum þó, eru áhugasöm að flytja almenn- ingi fréttir af einkamálum frægs fólks. En hvenær ætla Mogginn og Timinn að koma þvi I verk að segja okkur frá ástalifi ráðherranna i islensku rikis- stjórninni? eignarréttarins var tryggð. t sjálfu aðalveldi kapitalismans eru ár og vötn þjóðareign. Bjarni Benediktsson flutti árið 1945 frumvarp sem miðaði að þvi að rikið slægi eign sinni á verðmæti i jörðu niðri, og taldi að iöggjafarvaldinu væri heimilt að setja slika takmörk- un á eignarréttinn, án þess að það bryti i bága við friðhelgis - ákvæði stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur fulltrúum eignamanna á Alþingi tekist að svæfa allar til- Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar i Keflavik. ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.