Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. ágúst 1975 ÞJÚÐVILJINN — SIÐA 7 ,,0g svona gekk höföinginn breið-slétta braut af borginni, er logandi glóði. Og múgurinn allur með lotningu laut á leið hans — og bölvaði I hljóöi”. (Or Kolbeinsiagi eftir Stephan G. Stephansson) ,,Ið enska gull skal fúna fyr En frelsisþrá sé börð á dyr”. Hús skáldsins á Markerville. Tcikning eftir Arna Elfar FYRRI HLUTI: þýddi svipað og „pólitik” nú, en ég var ögn búinn að hugsa þetta, og kominn eitthvað i áttina, áður en sovietta-sagan hófst, þvi undirstöðu-atriði hennar voru orðin upphugsuð fyrir löngu, sem sé, engin stétt nema ein: iðju- mennirnir. Þeireinir setja reglur um verk og viðurgerning, sem verkið vinna og kunna. 011 störf unnin einstaklingum og þjóðum til ágætis, en engum sérstakling til auðlegðar”. Það er þvi óhætt að segja að með list sinni og lifi hafi Stephan verið andlegur brautryðjandi bænda og verka- manna i þvi að móta baráttuna við auðvaldsskipulagið sem vest- ur-islendingar kynntust i nýju heimkynnunum og ekki siður til- búinn að benda á leiðir til að sigr- ast á þvi skipulagi. Einar Olgeirsson getur vart dulið hrifningu sina á skáldinu, þegar hann ritar: ,,Það er aðdá- unarvert hvernig þessi afskekkti bóndi hefur fylgst með hreyfingu verkalýðsins, lifað með honum vonir hans og vonbrigði, þjáðst með honum andlega, þegar svikin dundu yfir, og glaðst i huga, er hann tók að rétta við aftur. Aldrei týndi hann trúnni á stefnuna og sigur hennar. Aldrei missti hann traustið á lýðnum sjálfum, — „fjöldanum”, sem „mennta- mönnunum” hættir svo við að fyrirlita ósjálfrátt. Þvert á móti varar hann lýðinn við þvi, að láta ihaldssemi foringja, sem aftur úr hafa dregist, verða sér að hlekkj- um — og eru þau orð i tima töluð til verkalýðs heima og erlendis” (Árgalarnir áminna: Réttur 1928. bls. 225). En það eru fleiri en Kletta- fjallaskáldið sem láta til sin heyra um þessa baráttu verka- lýðsins við auðvaldið. A árunum eftir 1890 fóru margir af kunnustu mönnum islenskum i heimsóknir vestur um haf i lengri eða skemmri tima og allir láta þeir til sin heyra á likan hátt og Stephan G. bæði þar og hér heima. Má þar nefna menn eins og Þorstein Erlingsson, Jón Ólafsson, Einar Kvaran, Matthias Jochumsson, Gest Pálsson o.fl., en um þeirra verk verður ekki fjölyrt hér að sinni. Heldur skal snúið að þeim fjölmörgu vestur-islendingum, sem lögðu sitt að mörkum i bar- áttu landans á frumbýlisárunum i Kanada. Islenska verkamanna- félagið í Winnipeg Ekki hafa það verið fjölbreyti- leg störf eða margir atvinnuveg- ir, sem stóðu opnir fyrir islend- ingum fyrstu árin eftir að þeir komu vestur. 1 borgunum eins og t.d. Winnipeg var það helst erfið- isvinna, sem kom til greina s.s. skurðgröftur, ræsagerð, stein- og kalkburður við stórhýsabygging- ar o.s.frv. Á árunum 1879—1882 virðist nóg vinna hafa verið fyrir islendin'gana, sem ilentust i Winnipeg og kaupið all þolanlegt. En, er nær dró aldamótunum fór heldur betur aö draga úr atvinnu og versnaði þá kaupið að sama skapi, voru þvi menn fegnir að taka þvi sem bauðst. Það virðist þvi snemma hafa heyrst raddir um það meðal is- lendinga að þeir ættu að mynda samtök til að geta betur staðið að bættum hag islenskra verka- manna. 1 islenska blaðinu Leifur (nefnt eftir Leifi heppna og var fyrsta islenska blaðið sem gefið var út i Winnipeg: hóf göngu sina 5. mai 1883, og var Helgi Jónsson frá Sandfelli i Skriðdal ritstjóri), er að finna grein eftir ónefndan islending árið 1884, þar sem kvartað er yfir ástandi meðal is- lensku verkamannanna i borginni og hvort ekki sé hægt að lagfæra þar eitthvað. Greininni lýkur á þessa leið: „Vér efumst ekki, að verkamenn hér i Winnipeg séu sannfærðir um að til þess að koma nokkru i verk þurfa þeir að hafa almenn samtök, að þeir ættu að hafa hér iðnaðarmannafélag, sem hefði sér fyrir aðalstefnu, að efla velmegun félagsmanna, að félagsmenn greiddu mánaðarlegt tillag sem gengi til að stofna iðn- aðarmannasjóð, að atvinnuum- boð væri stofnað i sambandi við umboð bæjarins til að útvega góða atvinnu, að menn væru kosnir til aö hjálpa ungmennum til að komast i góða stöðu. Vér ef- umst ekki að verkamenn i Winni- peg haldi fjölmennan fund til að ræða um mál þetta og gjöra nauð- synlegar kosningar við fyrsta tækifæri”. Ekkert virðist þó hafa verið gert i málinu að sinni, en þó er málinu haldið vakandi m.a. i Heimskringlu (kom fyrst út 1886, sama árið og Leifur lognaðist út af) á árunum 1887—1890 og var það sérstaklega ritstjóri blaðsins Eggert Jóhannsson sem átti þar mestan þáttinn. I blabinu þann 20. mars 1890 birtist svo ritstjórnar- grein undir fyrirsögninni „Fé- lágsskapur verkamanna” um nauðsyn þess að mynda samtök meðal islenskra verkamanna og þegar eigendaskipti verða svo er tilkynnt i stefnuskrá blaðsins 25. sept. 1890, að það vilji m.a. „halda fram rétti verkamanna allra gagnvart ásælni og yfir- gangi auðmanna og þeirra fylgi- fiska. Gestur Pálsson var þá ný- lega orðinn ritstjóri blaðsins og studdi hann drengilega verka- menn i þessari baráttu meðan hans naut við blaðið. En litum ögn til baka, þann 3. april 1890 boða 12 menn til al- menns fundar þar sem verka- mannafélagið er stofnað og munu um 60 manns hafa sótt þennan stofnfund. t stjórn voru kosnir: Eirikur Sumarliðason, forseti: Sigurður Árnason, skrifari: Böðvar Gislason, féhirðir. Félag- ið stóð i sambandi við Hið sam- einaða ráð iðnaðar- og hand- verksmanna i Winnipeg (Trades and Labour Council of Winnipeg), og var Jón Július Jónsson (bróðir KÁins), kosinn fulltrúi i það ráð. t þetta félag fengu aðeins is- lendingar inngöngu, sem unnu daglaunavinnu, þ.e. voru erfiðis- verkamenn. Meðlimagjaldið var 10 cent á mánuði fyrir hvern fé- lagsmann og skyldi halda fundi i félaginu aðra hverja viku. t nóvember þetta sama ár beitti fé- lagið sér fyrir fundi um þátttöku i bæjarstjórnarkosningum i Winni- peg, en úr framboði varð þó ekki. Gestur Pálsson ritstjóri Heims- kringlu skrifar þá um haustið rit- stjórnargrein i blaðið undir nafn- inu „tslendingar og kosningarnar i Winnipeg” og segir þar m.a.: „Það er hinn fyrsti félagsskapur, sem islenskir verkamenn hafa stofnað frá þvi að islenska þjóðin varð til, og það er meira en litið undir þvi komið bæði fyrirverka- menn islenska hér og landa vora heima á tslandi, að sá félags- skapur fari sem best úr hendi og geti sem mestu góðu til vegar komið”. Þá er ekki siður ánægju- hljóð i Stephan G. Stephanssyni i bréfi til Sveins Björnssonar þann 9. jan. 1891 (Bréf og ritgerðir I-II. bls. 25): „t islensku blöðunum hérna hafa komið fram veðra- brigði ekki litil, og það er eitthvað vorlegra i veröldinni siðan. Guð minn góður: Ég er svo kátur yfir þvi, að ég ræð mér varla. Hvað það er þreytandi að berjast allan daginn úti við erfiði og illviðri og hvila sig inni á kvöldin við að lesa blaðasneypur, sem að lýja menn og „útsvina” andlega, eins og lik- amlegu störfin á daginn, með þeim eina mismun, að fyrir allar sletturnar á daginn fær maður kannske tvo dollara, en fyrir að fá að ösla forina i blöðunum á kvöld- in fær maður kannske að borga einn eða tvo dollara. En svona eru blöðin okkar, allt þangað til ný- lega, með fáum undantekningum. Tollamálið i „Lögb”. og verka- mannamálið i „Hkr”. eru mitt uppáhald”. Fljótlega fékk nýja félagið að reyna sig eða árið 1891, en þá unnu flestir meðlimanna hjá fé- lagi er hét Thos. Kelly and Sons við gerð lokræsa i borginni. Var óánægja með kaupið og varð af þessu deila milli verkamannanna og vinnuveitendanna, sem lauk með þvi, að Verkalýðsfélagið boðaði verkfall 21. júli 1891 og var Jóni Júliusi, en hann var þá for- maður félagsins, falið að semja við vinnuveitendur. Eftir þrjá daga var kauphækkun lofað, is- lendingarnir höfðu unnið sinn fyrsta sigur. Á meðan á verkfall- inu stóð hafði félagið greitt hverj- um félagsmanni sem tók þátt i verkfallinu 5 dollara, en um þetta leyti er talið að um 150 manns hafi verið i félaginu. Um þetta verkfall segir i Heimskringlu: „Þetta er i fyrsta skipti, er segja má, að islending- ar hafi runnið og sigrað i broddi fylkingar hér vestra og haft þá ánægju að sjá enska lýðinn fýlgja sér dyggilega”. Ari siðar segir svo Þjóðólfur hér heima frá þessu verkfalli og bætir við i fréttina: „Enn fremur er sagt, að sam- heldni og hugrekki meðal landa vorra fari vaxandi með degi hverjum. islendingar eru þvi farnir að fylgjast með timanum i þessu eins og stórþjóðirnar”. Arið 1893 urðu þrir félagsmenn verka- lýðsfélagsins fyrir slysi við skurðgröft. Mennirnir voru að grafa skurð 20 feta djúpan frá hveitimyllu niður til Rauðár. Skurðbakkinn féll saman og urðu mennirnir undir honum. Þeir voru strax grafnir upp, en þá var einn islendinganna látinn Benjamin Jónsson, Helgi Eggertsson, 17 ára piltur, lést tveim dögum siðar á sjúkrahúsi.. Hinir sem slösuðust voru Arni Þórðarson og Ölafur Hannesson, en hann var ekki félagsmaður. Urðu mikil læti út af þessum at- burði og var skipuð rannsóknar- nefnd af hálfu borgaryfirvalda. en hún sá sér ekki fært að sakfella verkstjórann Lee að nafni. Félag- ið kallaði saman fund til að ráð- gera hvað skyldi aðhafst. Var stofnað til samskota fyrir ekkju Benjamins og hinna tveggja er slösuðust, þá var einnig rætt um hvort reynt yrði að lögsækja Lee. en úr þeirri lögsókn varð þó aldrei, aftur á móti safnaðist mikið samskotafé handa ekkjunni og mönnunum tveim. Upp úr 1893 fór að draga úr starfi félagsins, en það starfaði samfleitt i átta ár, en er það var lagLniður voru félagsmenn i þvi aðeins 6 talsins. Séra Rögnvaldur Pétursson sagði þetta um starf félagsins: „En þó félagið stæði eigi lengur en þetta, — um átta ár, — vann það stórmikið gagn og átti eigi minnsta þáttinn i þvi, að bæta kjör og breyta hag islenskra verkamanna. Það aflaði þeim á- lits og virðingar i augum hinnar innlendu þjóðar. Sýnt var og sannað, að eigi þyrfti að bjóða is- lendingum allt, þó framandi væru og fákunnandi, og annar vegur mundi vænni til samkomu- lags við þá en ætla að þröngva þeim til kosta. Það þroskaði hjá þeim sjálfstæði og vakti hjá þeim virðingu fyrir sjálfum sér. svo að þeir urðu ógjarnari á að smjaðra fyrir verkstjórunum eða færast i vinnudýrahaminn, sem fela virð- ist all-viða mannsmyndina hjá verkalýð stórborganna”. ( I I i 1 i I I I i I i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.