Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 < Frásögn Jans Stage9 fréttamanns danska blaðsins Information, af andkommúniskum óspektum í Braga í Norður-Portúgal BRAGA 11. ágúst. — ,,Viö berjumst fyrir friði og sam- ræmi,” stendur á borða, sem mannfjöldinn ber ásamt portúgölskum fánum cftir götum Braga á leiðinni tii þess að hylla erkibiskupinn. Þetta er siðdegis á sunnudegi, o.g þessi norður- portúgalska borg, scm litið er á sem eitt af höfuðvígjum kaþólsk- unnar, bergmálar af sálmasöng og inn á milli af hrópum. Meðal annars cr kallað: „Sameinuð kirkja er ósigrandi.” Einnig heyrist hrópað: „Við segjum nei við kommúnisman- um.” Og þegar á að giska um 25.000 manns safnast saman fyrir framan dómkirkjuna, bergmálar i klukkuturnunum hrópið: „Fólk- ið er með biskupunum!” Erki- biskuðinn, Don Antonio Monteiro de Castro Zavier, gengur hæ- verskt fram og lætur kyssa á hönd sér. Svo hverfur hann aftur inn i skuggasæl inni kirkjunnar. Hún átti viö kommúnista Mannfjöldinn hrópar sig hásan: „Lifi Portúgal!” Dona Maria Isabel Gentil talar af hálfu kristi- legra kvenna, og karlmaður i 1 Famalicao I Norður-Portúgal hafa óeirðir blossað upp öðru hvoru og eina vikuna var efnt til aðgerða gegn kommúnistum á hverju kvöldi. Hér sést þegar kommúnistamótmælendur velta bll, fyrir utan aðalstöðvar kommúnista I bænum, og gera árás á þær. „...ekki fyrr en síðasti komm- únistinn hefur verið drepinn” svartri skyrtu stjórnar talkórn- um. Dona Gentil leggur áherslu á að þeir, sem hvorki hugsa eða starfa sem portúgalar, geti naumast gert kröfu til að kallast portúgalar. Velklædd hjón snúa sér að blaðamönnunum og upplýsa þá um, að hér sé auðvitað átt við kommúnistana, sem séu nú staddir i aðalbækistöðvum sin- um á Campo da Vinha-torgi, en þangað er aðeins fárra minútna gangur frá dómkirkjunni. Ræðurnar fyrir . framan dómkirkjuna virðast engan enda ætla að taka, en fyrir framan flokkshús kommúnista er kyrrt. Þetta er tveggja hæða hús með löngum, mjóum svölum, og þar blakta portúgalski fáninn og rauði flokksfáninn hlið við við hlið. „Phrtido Comunista Portugues” stendur með gulum bókstöfum á skilti, sem hangir á svalagrindinni. Hamarinn og sigðin eru þar lika. Aðaldyrnar eru lokaðar, en háu gluggarnir á neðri hæðinni standa opnir, og á svölunum standa nokkrir ungir menn, sem reykja sigarettur, taka myndir og heilsa öðru hvoru með krepptum hnefa. Svo koma strætisvagnarnir frá miðborginni. Mótmælafundinum er lokið. Borðinn með letrinu um „frið og samræmi” hefur verið vafinn saman. A torginu fyrir framan flokkshúsið hafa rúmlega hundrað manns safnast saman. „Það ætti að drepa þá”, segir miðaldra maður likt og prófandi við þá, sem standa kringum hann, og bendir upp á svalirnar. Og allt i einu flýgur fyrsti steinninn i átt- ina að gluggunum, en erfitt er að sjá hvaðan hann kemur. Komm- únistarnir hverfa af svölunum, og grjóthriðin bylur á skiltinu með flokksheitinu. Gler heyrist brotna, og það hljóð verkar hvetj- andi á náunga með ökuhjálm, sem tekur sig nú út úr hópnum. Hann æðir að aðaldyrunum og reynir að sparka þeim opnum. Annar fylgir honum fast eftir og hefur að vopni umferðarskilti, sem hann vegur með eins og stórri öxi að gluggunum á neðri hæðinni. Manndráps- stemmning Eftir tiu minútur er þar engin rúða óbrotin, en nú hefur múgur- inn komið auga á þrjár eða fjórar Óeirðaseggir reyna aö brjóta upp dyrnar á flokkshúsi Kommúnistafloks Portúgals i Braga. MeÐal þeirra sést maö- urinn meö hvita hjálminn, sem talað eru um I frásögninni. manneskjur á torginu, og eru þær greinilega taldar vera kommún- istar. bær eru hraktar upp að múrvegg hinumegin torgsins. Rykmökkur stigur upp þar sem átökin eru. bað liggur mann- drápsstemmning i loftinu. Steinar og hnefar bylja á andlitum fórn- arlambanna. Þau eru hrædd, og blóðið rennur niður kinnar þeirra. Gráklæddur lögregluþjónn reynir að kalla á liðsauka. Hann kallar inn i labb-rabb-tækið sitt, en úr þvi heyrist aðeins óskiljanlegt svar. brir aðrir lögregluþjónar — þeir eru aðeins fjórir alls á torg- inu — koma illa leiknum komm- únistunum inn i sjúkrabil, og þá snýr mannfjöldinn aftur reiði sinni að húsinu. Hurðin i aðaldyr- unum er brotin inn með sparki, og gluggakarmarnir eru einnig brotnir inn. Innan við brotnar rúðurnar á neðri hæð er kallað i hátalara: „bið lofuðuð að þetta yröi friðsamlegur mótmælafund- ur. Látið ekki fáeina fasista espa ykkur upp”. ,,Þetta er sjúkt fólk" En mannfjöldinn hefur engan áhuga á rökræðum, hann vill sjá blóð. A öllu Campo da Vinha eru ekki yfir þrjú eða fjögur þúsund manhs. Af þeim eru það aðeins um tvö hundruð, sem hamast að húsinu rheð stokkum og steinum. Um fimmtiu ameriskir og evrópskir blaðamenn fylgjast með hverju smáatriði i gerðum þeirra. Um tvö hundruð metra spöl frá standa tveir læknar og virða fyrir sér athafnir óeirða- seggjanna. ,,t dag fréttir allur heimurinn þessa svivirðu”, segir annar þeirra beisklega. „Þetta er sjúkt fólk, sem ekki hefur neina eirð i sinum beinum fyrr en sið- asti kommúnistinn hefur verið drepinn”, bætir hinn við. Hinumegin við torgið er aðal- stöð lögregluhermannanna i borginni. Þaðan fylgjast lög- regluhermennirnir af stökustu ró með eyðileggingarstarfinu. Það eru alltaf sömu tiu til fimmtSn mennirnir, sem reyna að brjótast inn á neöri hæðina. Tveir reyna stöðugt að klifrast upp á svalirnar og hjálpast að við það. Arásar- takmark þeirra er greinilega rauði fáninn þar uppi. Að lokum tekst það. Það er klappað og hrópað til heiðurs þessum tveim- ur hetjum, en aðeins annar þeirra er heppinn — sá sem nær i rauða fánann. Hinn verður að láta sér nægja portúgalska fánann. Mannfjöldinn mótmælir: Portúgalska fánann má hann ekki rifa niður. Maðurinn verður greinilega fyrir vonbrigðum, eftir alla fyrirhöfnina við að komast upp á svalirnar, en hann verður að gera sig ánægðan með að horfa á, þegar félagi hans rifur rauða fánann i tætlur. Hermenn á vettvang Fréttamennirnir eru önnum kafnir við að ljósmynda þennan þátt úr sögu Portúgals og taka hann upp á segulbönd. NBC- mennirnir eru i sjöunda himni, áf þvi að ABC-hópurinn er farinn frá Braga fyrir mörgum klukku- stundum og BBC hefur lika misst afþéssu. „Við fáum myndirnar”, segir NBC-ljósmyndarinn sigri hrósandi. Fjórir lögregluhermenn hafa nú tekið sér stöðu i dyrunum, en þeir gera ekkert að ráði til að hindra athafnamennina i þvi að brjótast inn á neðri hæðina. Einn sérstaklega einbeittur baráttu- maður kastar af sér vatni inni i forstofunni, kemur siðan aftur út og lætur bera mikið á þegar hann hneppir buxnaklaufinni. Fáum minútum siðar er skoti hleypt af inni i húsinu. Maður er borinn burt og það blæðir úr hon- um. Út um glugga á hliðarbygg- ingu er veiðibyssu stungið út um glugga og visar hlaupið upp. Tveimur skotum i viðbót er hleypt af og verða þau til þess að mannfjöldinn hörfar undan um fimmtiu metra. Kommúnistarnir hafa búist til varnar á neðri hæð- inni. „Þeir eru þrettán inni”, hrópar einn úr hópnum, sem sæk- ir að húsinu. „Hengið þá”, kallar annar. Arásarmennirnir virðast i þann veginn að hverfa frá, þegar allt i einu koma á vettvang nokkrir tugir ungra hermanna frá her- búðum stórskotaliðsins fyrir utan Braga. Þá er áftur farið að kasta gj-jóti. „Morðingi”, hrópar sá með hvita ökuhjálminn, hann er greinilega yfirmáta mikill at- hafnamaður. Hermennirnir virð- ast ekki vita, hvað þeir eigi af sér að gera. „Hversvegna komuð þið ekki fyrr en nú?” spyr breskur blaðamaður þann, sem virðist vera fyrirliöinn. „Hvaðan úr fjandanum hefðum við átt að frétta þetta”, hrópar liðsforing- inn reiður og beiskur. „Svona er það alltaf. Þetta er þeim i Lissa- bon að kenna. Við þessar kring- umstæður verðum við að búa. Hvað ætti ég að geta gert?” COPCON kemur Svo steypist ungur hermaður um koll, götusteinn hefur hæft hann. Vopn hans fellur i götuna glamrandi. Fyrst i stað kemur enginn honum til aðstoðar. og þegar þrir blaðamenn og tveir drengir bera hann loksins á brott, grætur hann og starir undrandi á blóðugar hendur sinar. Nú er orðið dimmt. V itaskuld er reynt að kveikja i þvi af húsinu utanverðu, sem er úr tré. Mót- mælamennirnir fara allra sinna ferða fyrir hermönnunum. Eftir fjórar klukkustundir koma firnmtiu landgönguliðar úr COPCON. öryggisliði stjórnar- innar, inn á Campa da Vinha. Gelt i vélskammbyssum berst að- varandi gegnum næturloftið. Landgönguliðarnir eru með þrjá brynvagna með sér, og á aðeins einni minútu reka þeir bæði mót- mælamenn og áhorfendur burt af torginu. Kona reynir grátandi að fá mann sinn til að koma nú heim. Hópur sjónvarpsmanna er enn á torginu og hús kommúnistanna er baðað i ljósunum frá þeim. Og ennþá er á svölunum skiltið með „Partido Comunista Portugues”. Á gangstéttinni fyrir framan húsið er ruðningur af götustein- um og brotnum spýtum. »/Þar fór fólkið" „Herinn getur ekki haft mikinn áhuga á að sýna samúð sina með kommúnistum”, segir blaðamað- ur nokkur skömmu seinna inni á 'bar. „1 gær gerðist þetta i Fama- licao, i dag i Braga. og hver veit hvar það verður á morgun. 1 hverri einustu borg og hverjum einasta bæ hér norður frá eru flokkshús kommúnista og komm- únistar i þeim — eða nornir. gæti maður lika sagt. Og hvað gera menn viö nornir?” spyr hann og biður ekki svars. Mótmælamaðurinn með hvita ökuhjálminn kemur inn og tekúr sér stöðu við barborðið. Hann fær öl og veitingamaðurinn lætur i ljós aðdáun sina á honum meb þvi að klappa honum á öxiina. Litlu siðar setur hann ölflöskuna frá sér tóma og gengur út, ánægður og öruggur með sig. Það glampar sem snöggvast á hvita hjálminn hans i myrkrinu úti á torginu. Svo er hann horfinn. ..Þar fór fólkið”, segir ljös- mvndari nokkur þreytulega og tekur saman græjur sinar. A mánudagsmorguninn er eng- inn á verði við flokkshúsið. Um miðdegisbilið leggja um tvö hundruð mótmælamenn eld i það. Klukkustund siöar springa þar inni vopn og skotfæri, sem aldrei munu koma kommúnistunum að notum. Þakið hrynur. Reykurinn grúfist yfir Campo da Vinha. Hef- ur fólkið látið i ljós vilja sinn?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.