Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975. Ef þér eigið leið til höfuðborgarinnar, i verslunarerindum, í leit að hvíid eða tilbreytingu, þá býður Hótel Esja gott tækifæri til þessara hluta. Gisting á Hótel Esju er ekki munaður, heldur miklu fremur sjálfsögð ráðstöfun, Hótel Esja er I allra leið. Strætisvagnaferðir I miðbæinn á 10 mlnútna fresti, svo að segja frá hóteldyrunum. Opinberar stofnanir, sundlaugarnar og fþróttahöllin I Laugardal, skemmtistaðir og verslanir eru I nágrenninu, og síðast en ekki síst: Við bjóðum vildarkjör að vetri tij. Velkomin á Hótel Esju n Suðurlandsbraut 2, Sími 82200. Þröstur Magnússon Nei, þetta er nú íþaðgrófasta..! Golf garn er ný tegund garns frá Gefjun, grófari en aðrar geróir handprjóna- garns, sem framleiddar hafa verið. Golf garn er vinsæit efni í jakkapeysur, hekluð teppi og mottur. Mjúkt og þægilegt viðkomu og sérlega fljótlegt aö prjóna úr því. Úrval lita. Golf garn, það grófasta frá Gefjun. AKUREYRI » 1 áðt' I ’• i I »• ; ''Afe? „ Afsakið kæru hjón, hafið þið séð grimmt Ijón fara fram hjá. ESBBBIO HHH I ALFNAÐ ER VERK ÞÁ HAFIÐ ER K SAMVINNUBANKINN Frá búnaðarþingi. „Ekki geta konur verið svo lengi að heim an”! Að loknum Stéttarsambandsfundi: Konur inn í bændastétt Nú hefur bændastéttin loksins sýnt konum virð- ingarvott í verki. Auðvitað hafa bændakonur sem aðr- ar konur fengið að heyra um ágæti sitt í ræðum í stílnum móðir-kona- meyja, en þær hafa ekki haft aðgang að stéttarfé- lagi sem gætti hagsmuna þeirra. Á fundi Stéttarsambands bænda, sem haldinn var ekki alls fyrir löngu, var samþykkt að makar bænda fengju kosninga - rétt og kjörgengi til Stéttarsam- bandsfunda. Til þess að geta not- að þennan rétt verða bændakonur að vera i búnaðarfélögum. Næsta skrefið er þvi, að Búnaðarþing á- kveði, að bændakonur fái aðild og full réttindi innan búnaðarfélaga. t dag geta konur gengið i búnað- arfélög, en ef þær eru giftar bændum hafa þær ekki kosn- ingarrétt, með undantekningum þó, þvi að það ku finnast félög, sem leyfa bændakonum að greiða Agústa. Ekki var það tal beinlinis málefnalegt. atkvæði, ef sannað er að bændur þeirra séu fjarverandi. Ég tel að töluvert vinnist með þessari samþykkt, ýtt verður á Búnaðarþing og einnig munu um- ræður vakna i sveitum um málið. bóttist ég heyra það á Laugar- vatni á Stéttarsambandsfundin- um, að fjöldi fólks i sveitum hefði aldrei hugsað um stöðu bænda- kvenna i nútimalandbúnaði. Ekki þóttu mér allar þessar umræður málefnalegar — til gamans læt ég fylgja nokkrar setningar.gripnar upp í einkasamtölum og á fundin- um: Framhald 'á 22. ORÐ í BELG Ihohlspiegeu Ein Gcricht im US-Bundesstaat Massa-I chusctts sprach cincn dcr Prostitutionl angcklagtcn Masscur mit der Begriin-' dung frcí: „Ein Mann kann wegen Pro- y stitution nicht vcrurteilt wcrdcn, wcil J das rcinc Fraucnarbcit ist.“ Orðabelgi hafa borist tvö bréf frá Rauðsokkum. Hið fyrra er á þessa leið: „HREINT KVENNA- STARF" Þýska ritið Spiegel birtir i hverju hefti á sérstökum stað, sérkennilegar eða fyndnar auglýsingar, fréttir og þvi um likt, nokkurskonar „Klippt og skorið” þeirra Spigelmanna. 1 heftinu frá 28. júli 1975 var stórkostleg frétt. Sagt varfrá þvi, að dómstóll einn i Massachusetts, Banda- rikjunum, hafi sýknað karl- mann nokkurn, sem var nudd- ari að atvinnu, af þvi að stunda vændi. Röksemdin fyrir sýknuninni var sú, að það væri ekki hægt að dæma karlmann fyrir að stunda vændi, þar eð vændi væri kvennastarf (weil das reine Frauenarbeit ist). Já, það virðist sv > sannarlega vera erfittá ölluö vigstöðvum að hrófla við hugmyndum um hvað séu kvennastörf og hvað karlastörf! „GULLFALLEGAR NEGRASTÚLKUR" Þann 28. ágúst sl. hljómaði þessi eftirtektarverða auglýs- ing i útvarpi: „Tvær gullfallegar negra- stúlkur i Festi”. Hvaða stúlkur voru þetta? Hvað skyldu þær heita? Hvað voru þær að gera i Festi? Hvaða starf skyldu þær stunda? í auglýsingunni koma fram þessar upplýsingar: 1. Hér er um kvenkynsverur að ræða 2. Þær eru svartar 3. Þær eru gullfallegar. Að vera gullfallegur er i okkar samfélagi. metið fyrst og fremst sem kvenlegur eig- inleiki. Enda rökrétt að karl- mannasjónhorn riki I karl- mannaveldi. Ég held að auglýsing sem þessi gæti aldrei hljómað i út- varpinu: „Tveir gullfallegir negra- strákar i Festi, Grindavik”. Enn óliklegri virðist mér auglýsingin svona: „Tveir gullfallegir hvitir strákar i Festi, Grindavik”. En stenst auglýsingin svona? „Tvær gullfallegar hvítar stelpur i Festi, Grindavik” Þetta minnir mig nú bara á hvita þrælasölu. Og skyldi svona auglýsing geta hljómað i útvarpinu? Ég veit ekki. Mundi hvitum stelpum vera boðið upp á svona nokkuð? Astæðan fyrir þvi, að þessar stúlkur eru auglýstar á svo niðurlægjandi hátt sem starfs- lausar, nafnlausar kynverur tel ég vera þessar: 1. Þær eru þeldökkar 2. Þær eru kvenmenn. Ég ætla að láta lesendur hornsins um frekari hugleið- ingar og niðurstöður af orðum minum. En vil segja I lokin: Það er rikisútvarpinu til skammar að láta auglýsingu sem þessa fara i gegn. En i rauninni undrar mig það ekki svo mjög, að hún skuli hafa heyrst úr útvarpi. Hún skaðar engan peningalega séð, hún er hinsvegar skaðvaldur á manneskjum. TILBRIGÐI VIÐ ÞRÓUNARKENN- INGUNA Og áður en við setjum botn i orðabelg að þessu sinni skul- um við vitna i ummæli ein- hvers spakvitrings i danska blaðinu Berlingske Tidende: „Ég held að mörg vandamál hafi orðið til vegna þess, að konurnar risu upp á afturfæt- urnar”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.