Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
KROSSGÁTAN
iKÝRINGAR
.árétt: 1. vængsmár fugl
em lifir á suðurhveli
arðar 6. stallur, eins
;onar stokkur sem fénaði
tr gef ið hey í inni í húsi 7.
ivítir fuglar í snjó 9.
rauðleitur málmur, notað-
ur mikið til smíða 10.
þvottur 11. kind (þolfall,
það finnst með því að
setja smáorðið um fyrir
framan fallorðið).
Lóðrétt: 1 boltinn í netinu
2. fugl af orraætt 3.
uppglenntur munnur 4.
hæfurtil neyslu 5. Rússa-
keisari 8. nafn á manni
sem guð lagði miklar
plágur á (úr biblíu-
sögunum)
Sendið Kompunni sögur
og myndir.
Utanáskrift er;
Kompan, Þjóðviljanum,
Skólavörðustíg 19 Reykjavík
T&JJLuuf
b.~r%úx_
Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir
Depil litla
Það var einu sinni
stelpa sem hét Helga Rós.
Hún var á gangi úti í haga
að leita að blómum. Hún
var búin að tína stóran
vönd af sóleyjum og
fíflum, þá kom hún að
grjótvegg nokkuð
löngum. Hún sá fugl
f Ijúga út úr honum og fór
að gá hvort þar væri
hreiður. En þegar hún
var búin að leita drjúga
stund fann hún hreiður í
veggnum. Það v var
máríátluhreiður.
Hún fór með þriggja
daga millibili að gá hvort
væru komnir ungar.
Loksins voru komnir
ungar. Henni fannst þeir
Ijótir af því þeir voru
ófiðraðir. En smátt og
smátt f ór að koma f iður á
þá, og þeir urðu fallegir á
litinn að henni fannst.
Helga Rós spurði
mömmu sína hvort hún
mætti taka einn ungann
heim og ala hann, en
mamma hennar hélt að
hann mundi deyja.
,,Þú mátt reyna," sagði
mamma.
Helga Rós var ekki sein
á sér að hlaupa upp að
veggnum og taka ungann.
Hann dafnaði furðu vel.
Þegar hann var búinn að
lifa hjá Helgu Rós í þrjá
mánuði hugsaði hún með
sér að nú mundi hann
lifa, fyrst hann var
orðinn svona stór. Hún
ákvað að skíra hann
DEPIL þegar hann var
orðinn nokkuð gamall.
Eitt sinn bar það við að
Depill var einn úti, þá
datt honum í hug að
strjúka, þvi hann var
orðinn leiður á að vera
alltaf hja Helgu Rós.
Helga Rós sá Depil vin
sinn aldrei aftur. Hún
saknaði hans mikið fyrst
eftir hvarfið og aldrei
gleymdi hún Depli sínum.
Hrafnhildur Ósk
Sigurðardóttir, 13 , ára,
Kambsseli, Álftafirði.
QLÓf ( nfL&iáiLls._____________________v'£.sl.u...R..k^-fca-il3g-
.
PENNAVINIR
Ég óska eftir penna-
vinum, strákum og
stelpum á aldrinum 12 —
13 ára. Sjálf er ég 12 ára.
Ég hef áhuga á hestum,
poppi, iþróttum, bréfa-
skriftum og frímerkjum.
Óska eftir að mynd fylgi
fyrsta bréfi
Utanáskriftin er:
Eydís Katla Guðmunds-
dóttir
Austurvegi 60
Selfossi
Árnessýslu
Ég óska eftir penna-
vinum strákum og
stelpum á aldrinum 12 —
13 ára. Sjálf er ég 12 ára.
Æskilegt væri að mynd
fylgdi fyrsta bréfi. Ég
hef áhuga á hestum, frí-
merkjum, bréfaskriftum
og sundi. Utanáskriftin
er:
Katrin Gisladóttir
Heiðmörk 2 a
Selfossi
Árnessýslu.