Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Dvergur segir frá í „l,34m” Jean Brissé heitir einn af þekktari lögfræðingum Frakk- lands, doktor i sfnu fagi. Mikils metinn maður, nú rúmlega sjötugur, og mundu flestir telja lff hans nokkuð farsælt. Svo hefur þó ekki verið: Jean Brissé er nefni- lega dvergur, og mátti lengi framan af ævi óspart kenna á hatri jafnt barna sem fullorðinna á þeim sem eru „öðruvísi”. Frá þessu segir hann í sjálfsæfisögu sinni, sem mikla athygli hefur vakið. Hún heitir „Einn metri þrjátiu og fjórir sentimetrar”. Útskúfun „Ég er aðeins fimm ára en þá þegar útskúfaður” segir Brissé um bernskuár sin. Hann fékk ekki að leika sér með öðrum börnum, ekki nema með þvingaðri vor- kunnsemi af þeirra hálfu, sem gerði illt verra. Það var um þetta leyti, árið 1907, að læknar reyndu að rétta úr hinum bognu fótum drengsins. Hann var bundinn niður i rúm og mikill þungi hvildi á fótum hans dag og nótt. Læknastúdentar komu i heimsókn: hann var sjald- gæft tilfelli. Eftir þriggja mánaða pislir urðu læknar að gefast upp við þessa fánýtu tilraun. Um tiu ára aldur hafði Jean að mestu leitað athvarfs i gervi- heimi þar sem bækur voru hans einu vinir.Oft átti hann sæmileg- ar stundir i kennslustundum — þá faldi hann sig áaftasta bekk með þeim hætti að bekkjarfélagar hans gleymdu honum. Hinsvegar arfélagans, sem til þessa hafði horft afskiptalaus á, á Jean, kast- aði honum til jarðar og æpti: Móðir þin hefði átt að kála þér um leið og þú fæddist”! „Ég skil það ekki ennþá” seg- ir i ævisögunni, „að flestar mann eskjur láta uppi einskonar með- fæddan ótta þegar þær standa andspænis skopmynd af sjálfum sér. En nú veit ég að fegurð heill- ar, en ljótleiki þrúgar.” Dag nokkurn þegar Jean hafði rétt einu sinni enn fengið slæma einkunn fyrir verkefni sem hann hafði leyst rétt, stóð dvergurinn upp og mótmælti titrandi af reiði. Kennarinn svaraði: Allt sem frá þér kemur er illt og bjagað! Drengurinn hljóp án þess að segjá orð upp á fimmtu hæð i skólahúsinu, reif upp glugga og skreiðupp á gluggakistuna. HUs- vörðurinn kom á siðasta andar- taki i veg fyrir að hann henti sér niður. bættu þeir sér þessa gleymsku upp á heimleiðinni þeim mun rækilegar: „Oft dönsuðu þeir eins og höfuðleðrasafnarar i kringum mig, skirptu á mig og æptu i kór: Litill dvergur, litill dvergur!’ Sigrar Þessi „ljóti” Jean reyndi að mæta öllu þessu ofbeldi með þvi að skara fram Ur. Hann las meira og lengur og af meiri einbeitni en aðrir. Hann fékk verðlaun fyrir lokaprófsritgerð sina i menntaskóla — hún var um Napóleon keisara sem var svo- sem enginn risi heldur, 151 cm á hæð. „Þetta var fyrsti ljósi punktur- inn i lifi minu”, segir i ævisög- unni. Sá næsti var doktorsprófið, Framhald á 22. siðu. Brissé og koaa hans: Farsælt hjónaband i þrjá áratugi. Sjálfs- æfisaga Jean Brissé Jean Brissé er nú á eftirlaunum ogbýrismábæi Pyreneaf jöllum. Grimmd Hann komst einnig að þvi, að fullorðið fólk stóð ekki börnum að baki að grimmd. Þegar hann einu sinni stóðst ekki mátið og gaf ein- um af kvölurum sinum úr bekkn- umá smettið, réðist móðir bekkj- Snnna býður allt það besta á Kanaríeyinm FERÐASKRIFSTOFAN SONNA Læhjargötu 2 símar 16400 12070 NÚ FARA ALLIR MEÐ SUNNU TIL KANARÍEYJA Sunnuferðir eru ekki dýrari en aðrar Kanarieyjaferðir þrátt fyrir beint dagflug með stórum glæsilegum Boeing þotum. Flugtíminn er aðeins 5 klukkustundir. Dagflug á laugardögum. Sunna býður farþegum sínum hótel og íbúðir á vinsælustu baðströndinni, Playa del Ingles. Þar er loftslag og hitastig hið ákjósanlegasta yf ir vetrarmánuðina, þegar skammdegið og rysjótt veðrátta er sem mest hjá okkur. Farþegar Sunnu eiga kost á að velja á milli bestu hótelanna, íbúð- anna og smáhýsanna (bungalows) sem Sunna hefur á Kanaríeyj- um. Eigin skrifstofa Sunnu, með þjálfuðu íslensku starfsfólki, á Playa del Ingles, veitir farþegum Sunnu, öryggi og þjónustu, skipuleggur skoðunarferðir, og er farþegum innan handar á allan hátt. Fáið bækling um Kanaríeyjaferðir Sunnu á skrifstofunni að Lækj- argötu 2, og pantið ferðina strax, þvf mikið hef ur bókast nú þegar. ’ /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.