Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975.
MOÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meB sunnudagpblaBi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiBsla, auglýsingar:
SkólavörBust. 19. Slmi 17500 (5 linur)
Prentun: BlaBaprent h.f.
FJÖLÞJÓÐAHRINGAR IBM OG ALÚSVISS
íslendingar hafa fengið nokkur kynni af
erlendum auðfélögum af þvi tagi sem
hlotið hafa heitið „fjölþjóðafélög” i um-
ræðu siðustu ára. Hér fyrrum voru slik fé-
lög einfaldlega kölluð auðhringar eða ein-
okunarhringar i orðabók sósialista, og
vissulega eru þau orð góð og gild. En hið
nýja heiti á hringunum hefur öðlast al-
mennan þegnrétt og það er til vitnis um
gagnrýna afstöðu til fyrirbæranna. Það
fylgir þvi nokkur skilningur á þvi að félög
þessi eiga i rauninni hvergi heima, skjóta
sér undan lögsögu hvers þjóðrikis, en
einnig er viðurkennt að þau eru annars
eðlis en það sem átt er við með orðinu ,,al-
þjóðlegur”. Þarna er nefnilega ekki um að
ræða samtök þjóðrikja né millilandavið-
skipti á þjóðrikjagrundvelli. Sósialistar
hafa löngum lýst þessu með þvi að segja
að „auðmagnið eigi sér ekkert föður-
land”.
Starfsemi fjölþjóðahringanna er orðin
að stjórnarfarslegu vandamáli um allan
heim, einnig i löndum þar sem hagkerfið
hvilir á auðvaldsgrunni, en i slikum lönd-
um eru hringarnir vitanlega upprunnir og
þar hafa þeir bækistöðvar. Fjölþjóða-
hringarnir eru eins og margfætt dýr sem
getur flutt þungann af einum fæti á annan
eftir þvi hvar best er að stiga niður. Það er
ekki hægt að taka á fjölþjóðahringnum i
einu landi nema það sé gert um leið i öll-
um þeim löndum þar sem hann stendur
fótum. —
Fjölþjóðahringur hefur yfirleitt vaxið út
úr einhverju stóru auðfélagi, oftast
bandarisku, en stundum orðið til fyrir
samtök eða samruna félaga. Hringurinn
hefur einatt margar stjórnstöðvar með
boðkerfi sem ekkert opinbert eftirlit nær
til. Fjármunir hans eru á sifelldri hreyf-
ingu milli landa, og um afkomu hringsins
verður ekki dæmt eftir afkomu þeirra
bókhaldseininga sem skráðar eru i ein-
stökum löndum.
Skattaflótti og gjaldeyrisbrask eru þvi
ær og kýr fjölþjóðahringa, og það er þetta
sem er áhyggjuefni fjármálaráðuneyta og
þjóðbanka um viða veröld. Af þessum sök-
um starfa Sameinuðu þjóðirnar nú að
skýrslusöfnun um fjölþjóðahringa og má
búast við stormasömum alþjóðaráðstefn-
um i kjölfar þeirra skýrslna.
íslendingar hafa nú fengið þann for-
smekk af f jölþjóðahringum að þeir ættu að
geta lagt eitthvað af mörkum á slikum
ráðstefnum. Hér starfa útibú frá tveimur
fjölþjóðahringum og algerlega i eigu
þeirra. Annað er vinnslu- og sölufyrirtæki
bandariska tölvuhringsins IBM, hitt er ál-
bræðslan i Straumsvik. Báðir hringarnir
eru fjölþjóðlegir þótt aðalstöðvarnar séu
taldar vera i þeim löndum þar sem þeir
eru upprunnir, Bandarikjunum og Sviss.
En i báðum tilvikum er jafn erfitt að segja
hvar heilabúið er, að ekki sé talað um
pyngjuna.
„IBM á Islandi” er algerlega erlent
fyrirtæki en hefur umfangsmikinn at-
vinnurekstur. Starfsemi þess er á hugvits-
samlegan hátt samtvinnuð opinberum
rekstri, og svo einkennilega vill til að I
kringum starfsleyfi þess hérlendis hafa
ekki verið sett nein lög. Ekki er vitað um
neinar sérstakar takmarkanir á starfsemi
þess, og hefur reyndar heyrst að þetta úti-
bú njóti sérstakra gjaldeyrisfriðinda um-
fram islensk fyrirtæki.
Það er raunar eitt einkennið á útibúum
fjölþjóðahringanna hvað þau eru slungin
að öðlast friðindi og sérstaka aðstöðu.
Þannig var með álbræðsluna i Straumsvik
sem reist var hér samkvæmt sérstökum
undanþágulögum i tið „viðreisn-
ar”-stjórnarinnar. Álbræðslan nýtur stór-
kostlegra skattfriðinda, fær rafmagn á
niðurgreiddu verði, var i upphafi undan-
þegin lágmarksmengunarvörnum og hef-
ur engar skyldur til að hlýða islenskum
lögum eða dómstólum.
íslendingar eru bundnir óuppsegjanleg-
um samningi við álhringinn um fast raf-
magnsverð til 1997 og fyrirkomulag um
skattgjald sem liggur utan áhrifasviðs
stjórnvalda. Hringurinn getur hagað
verðlagningu og fjármunatilfærslum
þannig að bræðslan sýni auma afkomu og
þá myndast verulegar skattinneignir.
Samkvæmt stjórnarblaðinu Timanum
þykjast þeir álmenn nú hafa ofgreitt
skatta að upphæð 400 miljónir króna, en
heildargreiðslur þeirra höfðu numið 550
miljónum um siðustu áramót. Timinn tel-
ur að rafmagnsverðið þyrfti að tvöfaldast
i það minnsta til að vera viðunandi. En is-
lenskir aðilar eru hér valdalausir. Fjöl-
þjóðahringurinn hefur undirtökin.
Enskir vísindamenn
gerast æ pólitískari
Fólk sem starfar að vís-
indum hef ur komið sér upp
sterkri hreyfingu á Eng-
landi. Á síðustu sjö árum
hefur verið unnið mikið
skipulagningarstarf af
hálfu starf sgreinasam-
bands þessa fólks. I þessu
starfi hafa m.a. verið lögð
á ráð um það hvernig
starfsfólk getur yfirtækið
fyrirtækin sem það vinnur
við/ hvernig hægt er að
berjast gegn dæmum um
,/Berufsverbot" (þegar
fólki er bolað úr starfi af
pólitískum ástæðum),
hvernig gera skal rann-
sóknir á aðstæðum og um-
hverfi á vinnustað og gera
gagnrýna úttekt á náttúru-
vísindum.
Ferndum
; jíf
Kerndum,
KOtlendj/
LANDVERND
Um þessa hluti birtist nýlega 1
Information viBtal viB Simon
Pickvance, sem er liffræðingur
aB menntun, en starfar nú sem
ráöunautur um vinnuvernd.Hann
nefnír nýlegt dæmi frá háskólan-
um I Swansee: „Lektor einn i
heimspeki var, þegar hann var
ráöinn, beðinn um að skrifa undir
„samkomulag” þess efnis, að
hann mætti ekki taka þátt i starf-
semi launþegasamtaka. Hann
neitaði að skrifa undir og var hon-
um þá sagt upp.Stéttarfélag hans,
ASIMS, (Association of Scientific
Technical and Managerial Staffs)
tók málið upp, lagði þaö i dómstól
sem úrskurðaði uppsögnina ólög-
lega og dæmdi háskólann til aö
greiða skaðabætur.
— Hafi þessi lektor verið
vinstrisinnaður, spyr blaöiö, þá
minnir málið á vesturþýsk dæmi
um Berufsverbot (I Vestur-
Þýskalandi hefur það komið fyrir
hvað eftir annað, aö meðlimum
vinstrisamtaka hefur verið
meinaö aö gegna opinberum
störfum, eða þeir hafa veriö rekn-
ir úr starfi).
— Hann var reyndar kommún-
isti þessi maður.
— En hvernig má útskýra þaö,
að hægt er I Englandi að berjast
gegn slikum ofsóknum með ár-
angri?
— Það hefur skipt mestu, að á
undanförnum árum hefur
meðlimatala I ASTMS vaxið stór-
lega, eða úr 80 þúsund i 350 þús-
und. Vísindamenn og tæknimenn
eru sérstaklega vel skipulagðir I
Englandi. Samtök þeirra hafa
staðið sig vel i ýmsum málum þar
sem réttur og starf visindamanna
hafa verið i hættu og um leið hafa
meðlimirnir hneigst til aukinnar
róttækni.
Ábyrgð
önnur launþegasamtök skyld,
TASS (Technical and Supervisory
Staffs Union) hafa til dæmis gert
áætlun fyrir samsteypu eina, sem
starfar á sviöi flugtækni — áætlun
þessi er um það, að mæta niöur-
skurði á framleiðslu fyrir flug-
herinn með framleiðslu á öðrum
og nytsamari hlutum undir stjórn
starfsmanna sjálfra.TASS er eitt
af þeim samtökum þar sem póli-
tisk vitund er talin vera sterkust 1
landinu.
— Þýðir þetta, að hér sé á ferð
beinlínis sósialisk vitund meðal
starfsmanna vlsindastofnana?
— Oftast nær eru viöhorf
manna herská og andstæö
kapitalisma, en það eru aöallega
háskólamenn sem hafa beinlinis
lagt stund á sósialiska fræðikenn-
ingu.Reyndar eru þó nokkrir há-
skólakennarar I ASTMS, en
margir háskólamenn hafa látiö
aö sér kveða I „Breskum samtök-
um um félagslega ábyrgð vísind-
anna” ( BSSRS), sem stofnuö
voru á slöasta áratug.Þá var það
ábyrgð visindamanna sem menn
höfðu nestar áhyggjur af. Til
dæmis böröust menn gegn þvl að
uppgötvanir vlsindanna væru
notaðar I hernaðarlegum tilgangi
án þess að nokkru sinni væri spurt
um hlutverk og áhrif visinda-
mannsins i þvl sambandi. Menn
voru ekki að gagnrýna visindin
sjálf, heldur notkun eða misnotk-
un þeirra.
þessum samtökum fram meiri-
háttar gagnrýni á visindin, bæði I
háskólum og á slðum timaritsins
Radical Science Journal.
Sjálfsforræði
vísindamanna
Enn er því miður mjög veikt
samband milli BSSRS og stéttar-
félagsins ASTMSEn eftir þvl sem
vlsindastarfsmenn fá meiri
reynslu af þvi, hvernig borgara-
leg visindi eru notuð til að leysa
vandamál, sem skipta verklýðs-
stéttina miklu, þá mun þörfin
fyrir sósiallska gagnrýni á vis-
indunum vafalaust breiðast út.
Nú er um tvo höfuðstrauma að
ræða. Annarsvegar eru visinda-
rannsóknir aö safnast á færri
hendur með tilliti til þarfa iðnað-
arins — hinsvegar verðum við
varir við andóf vlsindastarfs-
manna gegn þessari þróun.
Samþjöppunin kemur ma.fram
I þvi, að margir vlsindamenn
verða að velja á milli þess, að
geta stundaö frjálsar rannsóknir
en vera þá ráðnir aöeins til stutts
tima og að gefa slíkar frjálsar
rannsóknir upp á bátinn gegn þvi
aö fá æviráöningu. Ahrifamiklir
aöilar I enskri vísindapólitik, td.
ritstjóri timaritsins Nature,
leggja einnig til, að visindamenn
séu ráðnir frá ári til árs allsstaö-
ar I háskólum.Það er enn aðeins á
rikisrannsóknastofum að ævi-
ráöningu er stillt upp andspænis
sjálfstjórn visindastarfsmanna. í
iðnaðinum hefur sllk sjálfstjórn
eöa sjálfsforræði aldrei verið sér-
lega áberandi.
Okkar hlutverk er að berjast
gegn þessari samsöfnun rann-
sókna á fárra hendur og berjast
fyrir því að visindastarfsmenn fái
sem starfshópur yfirráö yfir
rannsóknastofnunum með það
fyrir augum, að þeir geti átt
möguleika á þvi að stunda rann-
sóknir sem séu i þágu vinnandi
manna á hverjum stað. t þessu
starfi gæti sósíalisk gagnrýni á
náttúruvisindum þroskast og þaö
færi að örla fyrir útllnum „sósial-
iskra vlsinda”.
Simon Pickvance: Samtök okkar
hafa meB árangri bariat gegn
pólitifkum brottrekitrum.
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
Nú um stundir leggja menn inn-
an BSSRS mesta áherslu á þau
verkefni náttúruvlsinda sem
skipta starfsumhverfi vinnandi
fólks mestu máli.Auk þess fer i