Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RANDVER:
„RAND-
VER”
Hljómar/HLJ oll)
t siðustu klásúlum kom fram
hver ástæðan hefði verið fyrir
útkomu Randvers plötunnar.
Þessi breiðskifa er ekki sú besta
sem komið hefur út i ár, en það
eru nú samt margir ljósir
punktar á henni. Það besta við
islenskar plötur er oftast það að
þær eru ferskari og hressari en
heimsmarkaðsútgáfur, sem
lykta svo oft af peningafýsn.
Randversplatan er gerð af á-
hugamönnum (þ.e.a.s. Rand-
ver) en er samt ekki nógu hress.
Á plötunni eru aðallega irsk
þjóðlög, en að auki eitt eftir Neil
Sedaka (hann er alveg frábær),
„Skákóða konan”, og lokalagið
„Sorgarsaga” er lika indælt.
Margir textanna eru smellnir og
eru flestir þeirra eftir Ellert
Borgar, en auk hans eiga texta á
plötunni, Ragnar Gislason,
Hannes Hafstein, Helgi Seljan
og Hörður Zóphaniasson. Stund-
um hefur maður nú á tilfinning-
unni að þeir séu að reyna að ná
hlustendum Riós! . En þótt tón-
listin sé i meðallagi hefði ekki
þurft að hafa svona frámuna-
lega ósmekklegt hulstur.
WHITE
BACHMAN
TRIO:
„All
Hands
On
Deck’7
„New
Morning”
(Demant hf/
EGG 003)
Þessi plata átti raunar að
vera komin út fyrir langa löngu
og skil ég ekki hvað hefur tafið
útkomu hennar. Hún er alveg
stórgóð. Aðallagið samdi Jakob
með Sigurði Bjólu Garðarssyni
úr Spilverk þjóðanna, „All
Hands On Deck”. Lagið er milt
og fallegt og syngur Jakob þetta
góðri röddu. Satt best að segja
varð ég hissa þegar ég heyrði i
honum núna með White Bach-
man Trioinu, hann er bara
nokkuð efnilegur söngvari. Jak-
ob spilar á mest allt annað en
trommur og bassa en það eru
þeir Preston Ross Hayman og
Tómas Tómasson sem sjá um
það. Allt spil á báðum hliðunum
er pottþétt og útsetningin á
„New Morning”, lagi eftir Dyl-
an, er bara ágæt, ekki jafn mikil
nauðgun og margir gera lögum
hans. Við eigum jafnvel von á
fleiri piötum frá White Bach-
man Trio, vonandi verða þær
íafn góðar og þessi.
Umsjón: Halldór Andrésson
Lag fyrir lag
jónas ólafur jóhannesson
frá hriflu".
Þetta fyrsta lag plötunnar byrj-
ar létt og liflega. Lagið er i ekta
trúbadór-stil, ballaða um Jónas'
Ólaf Jóhannessön. Rödd Megasar
er skemmtileg i þessu lagi eðlileg
og hrein. Hljómgitarinn, sem lik-
lega Kristján Möndull (?) leikur á
hljómar vel og þverflautan hans
Rúnars Georgssonar lika. Aftur á
móti finnst mér textinn vera mjög
mikið þýddur og stolinn!
MEGAS
millilendíng
//sennilega það síðasta"
„sem víkingurinn mælti um og
eftir fráfali sitt”.
1 þessu lagi syngur Megas (eða
raular ef þið viljið hafa það þann-
ig) um hina sifelldu ásókn hins
unga manns i eitthvað nýtt og
betra lif. (Textinn var skýrður i
fyrrnefndu viðtali við Megas hér
á siðunni og vil ég enn benda á
það til glöggvunar, vegna pláss-
leysis). Frábær pianóleikur
Magga Kjartans prýðir lagið
mjög.
//(f jögurmil jóndoll-
ara&níutfu&níusenta)
mannúðarmálfræði".
„Fram allir samverjar, fjöld-
inn snauði er krúnk”. Takturinn
er i ekta fólk-rokk-stil og spil allt
er gott. Textinn leyfir laginu að
vera rúmar átta minútur.
„silfurskotturnar hafa
sungið fyrír mig".
Lokalag plötunnar, enda mjög
gott sem slikt. „Þér iðandi skor-
dýriþvögunni sest ég i skut” (?).
Vibrafónninn er allsráðandi
hljóðfæri hér, enda vel spilað.
Lokaorð
Þessi plata Megasar er einhver
sú albesta sem ég hef heyrt, og á
ég þá við bæði innlendar sem er-
lendar plötur. Ég veit ekki um
marga sem hafa gefið út plötu
með eintómum góðum textum.
Einnig kemur hér fyrst raunveru-
lega i ljós hve góðir strákarnir i
Júdas eru.það kemur til með að
vera erfitt fyrir þá sjálfa að
fylgja þessari plötu eftir. Lögin
Megasar eru einnig alveg stórgóð
og allar útsetningar upp á það
besta. Pianóleikur Magnúsar
Kjartanssonar, munnhörpuleikur
Magúsar Eirikssonar og vibra-
fónleikur Reynis Sigurðssonar er
það sem skarar fram 'úr, en
enginn á lélegan hlut á plötunni.
Hulstrið er mjög smekklegt, s.
myndin framan á er falleg en aft-
ur á móti er merki Demants hf.
það ekki að sama skapi, enda
spillir það mjög formfegurð
framhliðar hlustursins. A bakhlið
eru svo fimm svarthvitar myndir,
alveg þrællélegar, en
upplýsingar um lengd laga, um
hljóðfæraleikara og annað er
skemmtilegt að fá til tilbreyting-
ar. Og svo er rúsinan „liner
notes” eftir Pál Baldvinsson. Þau
eruþau bestu sem ég hef nokkurn
tima séð. Palli er reyndar vel
æfður i skrifum, hann er nú rit-
stjóri Stúdentablaðsins og hefur
verið i þessu nokkuð lengi. Mig
minnir einnig að hann hafi ein-
hvern timann skrifað um popp i
einu dagblaðinu, hvað um það,
þau segja i fáum orðum flest það
sem segja þarf um þessa plötu.
Gratias maximas agimus
Megas!
//Súlnareki".
Textinn er köld og hrein þjóð-
félagsádeila, mjög skemmtileg-
ur. Reynir Sigurðsson leikur hér á
vibrafón af snilldarbrag (hann er
alveg stórgóður á þessari plötu
allri) og Finnbogi Kjartansson
bassaleikari og Hrólfur Gunnars-
son trommuleikari halda drunga-
legum takti.
//ég hef ekki tölu".
Stórkostlegasta lag plötunnar,
tónlistarlega séð. Lagið er afar
hratt, Megas hreytir út úr sér
versunum á mettima og á milli
keppast munnharpa, pianó,
bassi, gitar og trommur um að
taka sitt besta sóló, já allir i einu!
Best tekst þó Möggunum, það er
að segja Magnúsi Eirikssyni
(munnhörpu) og Magnúsi
Kjartanssyni (pianó). Stórfeng-
legt samspil!
//erfðaskrá".
Textinn er byggður upp i stil
Jónasar Hallgrimssonar og fleiri
slikra, nokkuð bitur. Kristján
Möndull leikur bliðlega á hljóm-
gitar, sem er eina hljóðfærið i
laginu fyrir utan horn og pákur i
milliköflum. Ljúft og gott.
,,ég á mig sjálf” (söngurinn
hennar diddu) Um textann var
fjallað á sfnum tíma i viðtali við
Megas og mun ég litlu bæta við
það hér, nema ég telji ástæðu til.
Þessi texti er nokkuð svæsinn, og
MEGAS:
MILLI-
LENDING
Spilverk þjóðanna hélt einn af
sinum fátiðu konsertum á ljós-
myndasýningunni LJÓS 75 á
Kjarvalsstöðum á föstudags-
kvöldið i fyrri viku. Spilverkið,
sem nú er á leiðinni með sina
fyrstu breiðskifu (undir eigin
uafni!), hefur bætt við sig söng-
konu, henni Diddú (hún, senr
dansaði svo mikið á Sögu á
Stuðmannaballinu), þ.e.a.s.
Sigrúnu Hjáimtýsdóttur. V'ar
þctta i fyrsta sinn, sem Spil-
verkið kemur fram sem
kvartett (reyndar var Diddú
með Spilverkinu auk annarra
siðastliðinn vetur).
Það er greinilegt að Diddú set-
ur sinn svip á Spilverkið, þrátt
fyrir það að hún sé rétt að byrja
með þeim.
Þegar ég sá Spilverk þjóð-
anna i Laugarásbiói i vor, og
reyndar i sjónvarpinu lika, þá
var viss ósnertanlegur blær yfir
þeim og sviðsframkoma nokkuð
köld, en samt frábærlega fáguð
og minnti stundum á hina stór-
kostlegu kvikmynd „Cabaret”.
En á ljósmyndasýningunni
voru þau mýkri og meira aðlað-
(Demanthf/DI 002)
Frá þvi er fyrsta platan
„MEGAS”, kom út árið 1972,
hefur Megas staðið i þvi að meira
og minna ieyti að koma út annarri
plötunni. Hann hefur liklega leit-
að til flestra þeirra sem út hafa
gefið plötur hér, til dæmis var
lengi vei i deiglunni að Svavar
Gests gæfi út breiðskffu með
Passiusálmunum, en hann gugn-
aði á þvi er á hólmann kom, líka
sögu er að segja um Tónaútgáf-
una á Akureyri. Þar sem ég var
mjög hrifinn af fyrstu plötunnitog
er enn) fylgdist ég nokkuð með
gangi mála. Þvi þykir mér það
mikil lukka að Demant hf. hafi
árætt að gefa út þessa aðra plötu
Megasar „MILLILENDING” og
vandað svo vel til hennar i flesta
staði. Lögin á piötunni eru fæst
ný, margir textanna hafa áður
birst i þremur söngbókum
Megasar „Megas I”, „Megas II” r
og „kominn, en fráleitt farinn”.
Nú er svo aftur nauðsynlegt að
gefa út eins og tvö „dobbúl”
albúm i viðbót til þess að fá allt
efnið, þvi það er allt þess virði.
getur maður ekki annað en glott
við. Rödd er tvöföld i byrjun og
liflegur og áhugarikur flutningur
allra áberandi. Hlustiði á hið
frábæra samspil Magnúsar
Kjartanssonar á pianó og Reynis
Sigurðssonar á vibrafón, Hrólfur
er lika gegnumgangandi
skemmtilegur á trommunum.
//ragnheiður
biskupsdóttin-"
Meistarastykkið hans Megasar,
bæði lagið og textinn stórkostlega
uppbyggð. Krafturinn er alveg
stórkostlegur. Lagið byrjar á ein-
földum samleik synthesizers og
sirenu (!) Magnús Kjartansson
leikur á „synthesizerinn” á þann
hátt sem hann kemur best út, ein-
falt. Hrólfur mallar léttilega leti-
lega á trommunum og allir virð-
ast reyna sitt til þess að gera það
besta. Lagið er jafnvel gott i
diskótek!
andi og flutningur ckki jafn
hvass (liklega ekki alveg rétt
lýsing), en i staðinn mjúkur og
fágaður.
Einnig hefur hið litla pláss
sem þau höfðu liklega haft ein-
hver áhrif, Egill hreyfði sig
varla og Sigurður Bjóla var ekki
með hina góðu slagverks-sam-
stæðu sina.
Spilverk þjóðanna tók 5 lög
sem ekki hafa heyrst með þeim
opinberlega áður og gripu tvö
þeirra mig strax. Annað var
„Old Rugged Road”, milt,
raddað lag, magnþrungið og
stórgott. Diddú naut sin lika
best i þessu lagi. Hitt lagið var
svo lag Bjólunnar og Kobba „All
Hands On Deck” sungið af Sig-
urði Bjólu. Hann syngur alltaf
fallegu lögin.
Allur flutningur Spilverksins
var frábær og konsertgestir
voru lika frábærir. Allir sátu á
gólfinu, allir sáu óg allir heyrðu,
þrátt fyrir það að engin raf-
magnshljóðfæri væru notuð.
Stemmningin gaf til kynna aö
hér væri eitthvað merkilegt á
ferðinni.
Og hvort það er!