Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. scptember 1975. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 11 Blakinu er lætt inn í dagskrána Hafdis Arnadóttir íþrótta- kennari hefur i 1» ár boðið upp á leikfimistima fyrir aimenning i iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. — Þáttakan er það mikil að við skiptum þessu niður i þrjá flokka. Karlarnir eru þó frekar tregir, það er e.t.v. margt annað sem þeir telja sig gera til þess að halda likamanum i sæmilegu ásigkomulagi. Auk karlaflokks höfum við sérstakan stúlknaflokk auk kvennaflokka. — Og hvað er siðan gert i timunum? — Þjálfunarkerfið byggist i öllum grundvallat-atriðum upp á alhliða þjálfun- með leikfimis- æfingum og siðan slökun á milli. Við notum músik mikið við æfing- arnar, slikt er alveg ómissandi. Það er virkilega góð þjálfun sem felst i þvi að gera æfingar og hreyfa skrokkinn eftir hljóðfalli. 1 karlatimunum er einnig boðið upp á blak og þeirra tima er raunar skipt i tvennt. Fyrri lutinn fer i upphitun og æfingar en siðan er gefinn góður timi i blakið enda flest i þvi áægtis áreynsla auk skemmtunarinnar sem af hlýst. — Og hvað kostar svo að trimma svona? — Við erum ekki búin að ganga frá þvi fyrir komandi vetur. 1 fyrra kostaði hvort timabil, en vetrinum er skipt i tvennt, um fimm þúsund krónur og voru þá yfirleitt tveir timar á viku. Eitt- hvað mun þetta hækka i ár en hversu mikið vitum við ekki enn. Þess má geta að lokum að nánari upplýsingar um almenningsleikfimiskennslu má fá hjá Hafdisi i sima 82724 og hún tekur þar einnig við skrásetningartilkynningum. gsp Áhuginn er stórkostlegur Gigja Hermannsdóttir iþrótta- kennari tekur við konum i alhliða leikfimisæfingar i iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindar- götu 7. Gigja sagði að einkum væri um kvöldtima að ræða, ein klukkustund i senn og hjá henni væru eingöngu konur. — Þær eru á öllum aldri — sagði Gigja. — Alveg frá 14 ára og upp úr. Það er ekki hægt að segja annað en að áhuginn sé geysi- legur hjá þeim konum sem taka þátt i þessu hjá okkur. Mæting er nær undantekningarlaust 100% og vissulega þykjumst við sjá prýði- legan árangur. — Hvað hafið þið mörg námskeið á vetri? — Við skiptum vetrinum i tvennt og höfum að þessu sinni þriggja mánaða námskeið fyrir jól og fjögurra mánaða eftir ára- mót. Ennþá hefur ekki verið gengið frá verði fyrir hvort nám- skeið eþ við reynum að halda þvi niðri eins og frekast er unnt. Við bjóðum ekki upp á nudd eða snyrtingu eftir hvern tima, konurnar koma til okkar til þess eins að styrkja likamann, gera æfingar og slaka á þess á milli. Hins vegar er gufubað hér i húsinu og við komumst alltaf i það öðru hvoru Um önnur umframþægindi er ekki að ræða svo að það er tiltölulega auðvelt að stilla verðinu i hóf. — Er búið að ganga frá og skipuleggja fyrri hlutann? — Nei, við erum að vinna i þessu núna og fólk getur látið skrá sig i sima 13022 og á sama stað eru að sjálfsögðu gefnar allar upplýsingar. —SSP Afkomandi skoska sæfarans heldur enn völdum á Kókoseyjum þar sein þjóðféiagsskipan öll minnir á lénsveldið. Kóngur í 1.500 milur vestan við Astraliu i Indlandshafi er örlitill eyjaklasi þar sem búa um (100 manns af malayakynstofni. Yfir þessum cyjum ræður rikjum John Cluni- es-lloss og ibúarnir ávarpa hann meistara. Maður þessi er fimmti ættliður frá skoskum skipstjóra sem sett- ist að á eyjunum árið 1827 og stofnaði konungsriki með léns- sniði. Hefur ætt hans ráðið þar rikjum fram á þennan dag en nú hyggst stjórn Ástraliu stöðva þennan sjónleik. Það gæti hins vegar reynst erfitt. Viktoria bretadrottning afhenti . Clunies-Ross ættinni eyjarnar til ævarandi yfirráða árið 1886 en árið 1955 fól breska stjórnin þeirri áströlsku að fara með málefni þeirra. Hefur hún haft einn full- trúa á eyjunum siðan en látið Clunies-Ross um að stjórna þeim. Undanfarið hafa henni hins vegar verið að berast skýrslur um að ibúarnir séu svo gott sem fangar á eyjunum. Sjónarvottar segja að þeir búi við svipuð kjör og þrælar á plantekrum Suður- rikja Bandarikjanna fyrir borgarastyrjöldina á fyrri öld. Clunies-Ross fer með allt vald, hann giftir fólk, skráir fæðingar og dauðsföll, dæmir brotlega verkamenn i sektir og greiðir þeim laun i plastmynt sem hvergi eru gjaldgeng nema i verslun eyjanna — sem vitanlega eru i eigu Clunies-Ross. Þótt ibúarnir eigi að heita ástralskir rikis- borgarar hefur Clunies-Ross ríki sínu neitað þeim um mörg réttindi sem sliku fylgir, svo sem skóla- skyldu, rétt til að mynda stéttar- félög og að fá greidd laun i áströlskum gjaldmiðli. Þó ber að geta þess að allir ibúar eyjanna fá eftirlaun þegar þeir ná sextugs- aldri. Einnig hefur hann sett lög sem hamla eiga gegn offjölgun: þegnar hans mega ekki eingast fleiri en tvö börn og pillunni er dreift ókeypis. Ekki alls fyrir löngu sendu Sameinuðu þjóðirnar rann- sóknarnefnd til eyjanna og hvatti hún áströlsku stjórnina tii að ,,neyta allra bragða” til að út- rýma lénsskipulagi þvi sem rikir á eyjunumi Árið 1972 afsalaði Clunies-Ross formlegum völdum sinum i hendur áströlsku stjórninni en enginraunverulegbreyting varð. 1 siðustu viku ákvafGaughWhitlam forsætisráðherra að láta til skarar skriða og bauð Clunies- Ross 3.5 miljónir dollara fyrir að hafa sig burt af eyjunum. En slik smámynt freistar hans ekki, hann hefur eflaust margfalt meirájupp úr kókoshnetunum sem þegnar hans og þrælar tina handa honum. — Bætið einu núlli aftan við þessa upphæð, þá gæti ég verið til viðtals, svaraði hann til- boði Whitlams. Þeir sem þekkja Clunies-Ross segja að hann hafi eflaust lag á að draga samninga-* viðræðurnar á langinn svo mánuðum skipti. —ÞII— byggt á Newsweek. Hvaö er mikill ís á heimshöfunum Sovéskir visindamenn hafa tek- ið sér fyrir hendur að reikna út hversu inikill hafis er á heiinshöf- unum. Útreikningarnir eru hyggðirá athugunum sein safnað hefur verið saman á mörgum ár- uin rannsókna hæði á suður og norðurpólssvæðunum, veöur- fræðilegum upplýsingum um ára- raðir og athugunum sein gerðar hafa verið frá gerfihnöttum á hraut um jörðu. Eftir nákvæma útreikninga á öllum þáttum eru sérfræðingar komnir að þeirri niðurstöðu að sifellt séu um 38.700 rúmkiló- metrar af is i höfunum, og er þar reiknað með hinum breiðu beltum af landföstum is, sem stöðugt liggurvið strandir viða um heim, rekis og isjökum. Talið er að alger isskipti verði á ellefu ára timabili, en þessi skipti fara þó helmingi hraðar fram á suður- hluta hnattarins en þeim nyrðri. Þessir útreikningar munu verða að miklu gagni við veðurspár og langtimaspár um veðurfars- breytingar viða um heim. (APN)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.