Þjóðviljinn - 21.09.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975.
LANDHELGISMÁLIÐ
LÚÐVÍK JÓSEPSSON:
Um hvað
eru þeir
að semja?
Samningaviðræður rikisstjórn-
arinnar við fulltrúa breta og
belgiumanna um fiskveiðiheim-
ildir þeim til handa i islenskri
fiskveiðilandhelgi eru næsta
furðulegar. Það liggur óumdeil-
anlega fyrir að rikisstjórnin hefir
enga stefnu mótað varðandi þá
stóru spurningu, hvort samið
skuli við útlendinga um slikar
veiðiheimildir, né þá um það á
hvaða grundvelli slikir samning-
ar skuli vera, ef til kæmu.
I landhelgisnefnd stjórnmála-
flokkanna, hefir þetta atriði land-
helgismálsins nokkrum sinnum
verið rætt. Þar hefir komið fram,
eins og reyndar einnig hefir kom-
ið fram i fjölmiðlum, að forsætis-
ráðherra og sjávarútvegsráð-
herra vilja semja við útlendinga
um nýjar veiðiheimildir og þá
einnig innan 50 milna markanna.
Talsmenn framsóknar hafa hins
vegar sagt að þeir séu ófúsir til
samninga um veiðiheimildir út-
lendinga á svæðinu milli 50 og 200
milna, en að enn sé i athugun i
Framsóknarflokknum, i sérstakri
nefnd, hvort flokkurinn vilji fall-
ast á veiðiheimildir útlendinga
innan 50 milna.
Til viðbótar við þessa ósam-
stæðu afstöðu fulltrúa rikisstjórn-
arinnar hefir svo það gerst, að
margir alþingismenn úr báðum
stjórnarflokkunum, hafa lýst yfir
algjörri andstöðu sinni við að
heimila útlendingum veiðar inn-
an 50 milna.
En þrátt fyrir stefnuleysið og
augljósan ágreining um þetta við-
kvæma efni landhelgismálsins,
þá tekur rikisstjórnin upp form-
legar viðræður við breta og bel-
giumenn og innan skamms við
þjóðverja um hugsanlegar veiðar
þeirra i islenskri fiskveiðiland-
helgi.
Um hvað tala fulltrúar rikis-
stjórnarinnar við hina erlendu
aðila á samningafundunum?
Hvað segja fulltrúar Islands út-
lendingunum um okkar stefnu i
málinu?
Ljóst er á þeim fjölmörgu sam-
þykktum sem gerðar hafa verið i
fjöldasamtökum og á margvis;
legum fundum viðsvegar á land-
inu, um mótmæli gegn samning-
um við útlendinga um fiskveiði-
heimildir i landhelginni, að mikill
meirihluti þjóðrinnar er á móti
öllum undanþágusamningum
eins og nú standa sakir.
t hópi þeirra-, sem hafa skorað á
rikisstjórnina að semja ekki um
veiðiheimildir útlendinga eru
þessir aðilar:
Alþýðusamband tslands
Farmanna og fiskimannasam-
band islands,
Sjómannasamband islands,
Kélag áhugamanna um sjávarút-
vcgsmál.
Sjómannafélag Reykjavikur.
Mörg fjórðungssambönd sveitar-
félaganna.
Kjördæmisráð ýmissa stjórn-
málaflokkanna.
Mörg verkalýðs- og sjómannafé-
lög.
Ýmsar bæjarstjórnir og fleiri
aðilar.
Fjölbreytt og
skemmtilegt
tungumálanám
ENSKA, ÞÝSKA, FRANSKA,
SPÁNSKA, NORÐURLANDAMÁLIN.
ÍSLENSKA fyrir útlendinga.
Áhersla er lögð á létt og skemmtileg
samtöl \ kennslustundum. Samtölin
fara f ram á þvi máli sem nemandinn er
að læra, svo að hann æfist í TALMÁLI
Síðdegistímar — kvöldtímar. sími 10004
og 11109 (kl. 1-7 e.h.)
Málaskólinn MIMIR
Brautarholti 4.
Auglýsingasími
Þjóðviljans er 17500
„Hvers vegna gat Einar ekki sagt bretunum það hreint og beint og án allra vafninga, að af hálfu
Framsóknarflokksins kæmu samningar um veiðiheimildir innan 50 milna ekki til greina, eins og hann
veit að meirihluti þingmanna flokksins telur rétta stefnu? Var ástæðan sú að Matthias sjávarútvegs-
ráðherra hefði þá lýst yfir annarri afstöðu?
Frásagnir af
viðræðunum
við breta
Frásagnir af viðræðunum við
breta eru býsna sundurleitar og
ruglingslegar. Það er sennilega
að vonum, þegar það er haft i
huga að fulltrúar islendinga höfðu
ekkert ákveðið veganesti með sér
og hafa þvi sennilega litið getað
sagt. Sagt var að bretarnir hafi
verið „harðir”, litið sveigjanlegir
og viljað leggja gamla bráða-
birgðasamninginn frá 1973 til
grundvallar nýjum samningum.
En hvað sögðu fulltrúar Is-
lands? Haft er eftir Einari
Ágústssyni, að þeir hafi rætt um
alla þætti málsins, aflamagn,
skipafjölda, veiðisvæði og tima-
lengd samnings og að þeir, full-
trúar islendinga, hafi aldrei rætt
sérstaklega um svæðið innan 50
milna, heldur um alla 200 milna
landhelgina.
Allt er þetta furðulegt um
framkomu islensku fulltrúanna.
Hvað eru þeir að ræða um „tima-
lengd á samningi”, og hvað eru
þeir að ræða um „aflamagn og
skipafjölda breta?” Hvers vegna
gatEinarekki sagt bretunum það
hreint og beint og án allra vafn-
inga að af hálfu Framsóknar-
flokksins kæmu samningar um
veiðiheimildir innan 50 milna
ekki til greina, eins og hann veit
að meirihluti þingmanna flokks-
ins telur vera rétta stefnu? Var á-
stæðan sú, að Matthias sjávarút-
vegsráðherra hefði þá lýst yfir
annarri afstöðu?
Stefnuleysi núverandi rikis-
stjórnar i öllum stórmálum, fer
með eindæmum. Hún hrökklast
úr einu i gnnað, frá degi til dags,
algjörlega stefnulaust. Það kast-
ar þó tólfunum, þegar rikisstjórn-
in sendir fulltrúa sina á fund með
útlendingum i jafnmikilvægu
máli og landhelgismálinu, og get-
ur ekki gefið þeim neina ákveðna
stefnu, en segir þeim aðeins að
mæta og segja eitthvað, helst
nógu marklaust.
Og nú hefir stjórnin ákveðið að
endurtaka þennan skripaleik með
þvi að senda fulltrúa sina út til
Bretlands — enn auðvitað stefnu-
lausa — til áframhaldandi við-
ræðna um veiðiheimildir breta.
Viöræöur viö
belga
Á eftir viðræðunum við breta
hófust siðan viðræður við belgiu-
menn og veiðiheimildir þeim til
handa. Frá þeim viðræðum er
það helst að segja, að ljóst er að
formaður islensku sendinefndar-
innar, Hans G. Andersen, virðist
ákafur i að semja við belgiumenn
vegna þess að þeir vilji semja „á
grundvelli 200 milnanna” sem
„jafngildi” viðurkenningu af
þeirra hálfu.
Viðurkenning belgiumanna á
200 milna fiskveiðilandhelgi okk-
ar, jafnvel þó að sú viðurkenning
væri fullkomin og án þess að
byggjast á óljósu orðalagi og orð-
skýringum okkar, er okkur litils
virði eins og málin standa. Við
trúum þvi, að varla sé nema eitt
eða tvö ár þar til 200 milna efna-
hagslögsagan verði samþykkt
sem alþjóðleg lagaregla. Það er
sú viðurkenning ein sem skiptir
okkur máli, á meðan aðalfisk-
veiðiþjóðirnar, sem hér hafa fisk-
að, faílast ekki á hana. Afstaða
belgiumanna skiptir i þessu efni
engu fyrir okkur.
Samningar við belga um veiði-
heimildir þeirra væru okkur stór-
hættulegir. Af þeim mundi leiða
samningur við færeyinga, sem ef-
laust vilja viðurkenna 200 mílurn-
ar og siðan við norðmenn, sem
eru tilbúnir til að viðúrkenna
meginstefnuna um 200 milur sem
réttlætismál. Þannig yrði brautin
rudd fyrir undanþágusamninga
breta, vestur-þjóðverja og Aust-
ur-Evrópurikja.
Afstaða
forsætisráðherra
Það fer ekki á milli mála að
stefna Geirs Hallgrimssonar, for-
sætisráðherra, er að ná samning-
um við breta og vestur-þjóðverja
um veiðileyfi þeirra i fiskveiði-
landhelginni. Hann minnist aldrei
á að neita um veiðiheimildir út-
lendinga innan 50 milna. Hann
veit sem er, að samningar verða
ekki gerðir við þessar þjóðir
nema að þeir fái að veiða innan 50
milna markanna og i verulegum
efnum upp að 12 mílum.
Stefna forsætisráðherra kemur
fram, þó á óbeinan hátt sé, i við-
tali sem hann átti við dagblaðið
Visi nú eftir samningafundina við
breta. Þar segir forsætisráðherra
,,að ekki verði samið við breta,
„nemaþeir liti málið raunsæjum
augum.” Nánar skýrir forsætis-
ráðherra þetta með þessum orð-
um:
„Hafi bretum ekki verið það
ljóst, að viðræður leiða ekki til
samninga, nema verulegur
samdráttur verði á ílamagni
þeirra, skipafjölda og veiði-
svæðum, þá ætti þeim að vera
það ljóst nú, og ennfremur að
nauðsynlegt er, að islendingar
njóti þeirra tollasamninga sem
búið var að gera.”
Semsagt: Forsætisráðherrann
vill semja, ef bretar fallast á
fækkun skipa, minna aflamagn en
áður og þrengri veiðisvæði og að
tollasamningurinn sem áður var
gerður komi til framkvæmda.
Þessi afstaða foræstisráðherra
er augljóslega i andstöðu við af-
stöðu mikils meirihluta lands-
manna. Afstaða meirihluta
landsmanna er þessi: Engir und-
anþágusamningar eftir 13.
nóvember nk. þegar allir slikir
samningar eiga að falla úr gildi.
Rökin eru þessi: Það er óhjá-
kvæmilegt að draga verulega úr
sókninni i þorskstofninn við Is-
land, svohann nái sér upp á nýjan
leik. Til þess að ná þvi marki
verður að stöðva veiðar útlend-
inga algjörlega i fiskveiðiland-
helginni. ,
Bretar fengu tilkynningu um
útfærslu fiskveiðilandhelgi okkar
á miðju ári 1971. Þeir hafa þvi
haft fyrirvara til breytinga á fisk-
veiðum sinum i rúmlega 4 ár.
Þeir höfðu samið um veiðiheim-
ildir fram til 13. nóvember og
þannig raunverulega viðurkennt
að þá ættu þeir að hætta veiðum
hér. Bretar gera nú orðið sjálfir
kröfu um 200 milna efnahagslög-
sögu, enda er afstaða breskra út-
gerðar- og fiskimanna gjörbreytt
frá þvi sem áður var.
Við vestur-þjóðverja á ekki að
semja þvi þeir hafa fram til þessa
neitað öllum sanngjörnum samn-
ingum en þess i stað brotið hér lög
og auk þess beitt okkur viðskipta-
þvingunum. Samningar nú um
undanþáguveiðar útlendinga inn-
an 50 milnanna væru bein yfirlýs-
ing um að útfærslan i 200 milur
hafi verið marklaus. Tollasamn-
ingurinn sem gerður var 'við EBE
var um gagnkvæma lækkun tolla.
Tollar á vörum Efnahagsbanda-
lagsins, sem seldar eru til ts-
lands, hafa verið lækkaðir en
tollamúrar á vörum okkar sem
seldar eru til Efnahagsbanda-
lagsins, hafa hins vegar verið
hækkaðir. Við krefjumst þess að
gagnkvæm réttindi, sem um var
samið verði látin gilda, en neitum
þvi að kaupa tollalækkun með
íandhelgisréttindum.
Það er vissulega kominn timi til
að rikisstjórnin átti sig á þvi, sem
nýlega var viðurkennt i Morgun-
blaðinu, að það cr þýðingarlaust
að gera samninga i landhelgis-
málinu sem meirihluti þjóðarinn-
ar er andvigur.