Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Sigurður Pálsson. Ljóð vega
salt.
Heimskringla 1975.
Nú er frá þvi að segja að þessi
fyrsta ljóðabók Sigurðar Pálsson-
ar er miklu hressilegri og frisk-
legri en svo, að nokkrum leyfist
að dotta yfir henni, Sá sem lætur
sér leiðast bókin beri sjálfur
skömm og hneisu þar af.
Hurðarás
Ekki svo að skilja, að ljóðin
renni ofan i lesandann andmæla-
laust. Þarna eru hér og þar smáir
hlutir, Iuma á litilli orku. Þarna
er bálkur sem heitir „örstyttur”,
„Ijóð fyrir svið”, sem torvelt er
að fínna púðrið i, hvað sem
„árstiðasólir. Þar er greint frá
þvi i rúmgóðum hendingum að
„spenna dagsins og timans / og
árstiðanna sem biða min fyrir
utan gluggann” lofi mörgu góðu:
Þar sem snjókornin dansa blús
i Isblárri kápu
eða garðyrkjumenn sem kvcikja
i siðustu leifum fölnaðra daga
cða feiinin sólin heit og góð
eins og kýr
eða blómin sem sprungu út
meðan ég svaf
þessa möguleika og svo söng
minninganna vill skáldið láta sér
verða að hvatningu:
VÖRÐURÁ
sæislegar svipmyndir úr lifi
skálda. Stundum fæst hann ein-
göngu við það sýnilega og heyr-
anlega eins og i þessari einstak-
lega gagnorðu mynd af næsta
umhverfi:
mýrin gefur eftir
divangormarnir irskra
bílfjaðrir i keng
brakar i stiganum
góifið svignar.
og hefði það kvæði (sjöunda
grasljóðið) ekki þurft að vera
lengra. t annan stað eru fest á
blað tiltekin löngu liðin atvik — til
dæmis sveitaball „i miðju kalda
striðinu” t þriðja lagi er safnað
bútum úr voð daganna iTýsingu á
vettvangi mannlifs — og má þá
sérstaklega visa til „gata
meistara alberts”,ljóðaflokks frá
Paris. Það er stundum eins og
i þessumljóðum gæti nokkurar
feimni við að ganga lengra en
lýsa sýnilegum tengslum. Þegar
við höfum i einu ljóðanna heyrt og
séð frú Morin, sem er „gömul
kona á annarri hæð” þá heyrist
þáð að hún „klökknar allt i einu”
og við vitumekki af hverju þvi að
ljóðum
eru takmörk sett.
Sigurður Pálsson
SPRENGISANDI
LJÓÐSINS
góðum vilja liður. (nema kannski
þriðja örstytta lumi á lýriskum
sjarma — en þar er horft á hvita
dúfu vakna i snjó.) Það kemur
lika fyrir að hurðarásinn á öxl
skáldsins leggst yfrið þungt á það
og verður gangur hans i ljóðinu
reikull. Til dæmis skal tekið loka-
kvæðið, „fleygiferð”, sem er
skratti myrkt, án þess þó að
myrkur þetta veki tilhlýðilega
virðingu. Skáldið tekur sér mikið
frelsi og á auðvitað ótal kosta völ
þegar það æðir á „fleygiferð” um
minningar sinar, en það er ekki
vist að lesandinn sé eins hrifinn af
þessu frelsi, sem hleypir honum
ekki að ráði inn á gafl: myndir og
minningar verða i þessu kvæði
áfram einkamál. innilokaðar:
hvað nú krinólinstúlkur
er sturtseyjan slokknuð
hvekktur hænunnar ranghani
hættir að kyrja
fer ég i útlegð í jólni
mcð tannskcmmdum kokki
kvoður úr grafhýsi jarðar
verða mér sæng.
Reyndar er þetta ekkert leiðin-
legur texti, þó finnst manni sér-
stök ástæða til að mótmæla bæði
hænunnar ranghana og tann-
skemmdum kokki svo dæmi séu
nefnd.
Spenna tímans
Ferð mannsins i timanum er —
með almennum orðum — eitt
helsta viðfangsefni bókarinnar.
Margur lætur sér nægja minna.
Þar tifa klukkur taktmælar
hiksta, sekúnduvisirinn velkist
drukkinn sinn hring. Um leið er
það áhyggjuefni hve torvelt það
er að höndla andartakið, gera sér
sigur úr núinu:
fátt citt verður mér að veru-
Icikasegiri „götuljóði:”
hvcrgi greini ég fugl i trjánum
ókomnir eru þeir eða farnir
líkt og mérfinnstá köflum
vera málum háttað
með sjálfan sig.
og þessi varfærna skoðun á vand-
anum heldur áfram: það er ekki
aðeins að nútiðin sé
ótrygg.endurminningin er það
einnig
ég er ekki frá þvi að ég
muni óglöggt
stúlku i rökkrinu i þessu húsi
hár hennar bak og herðar
um þetta fullyrði cg
samt ekki neitt
En það er ekki alltaf að skáldið
sætti sig við að „fuilyrða ekki
neitt”. Timastefið er af mestu
kappi rakið i ágætum upphafs-
bálki bókarinnar sem heitir
...erfið er togstreitan
i þessum heimi án eilifðargilda
að velja athafnir einar og réttar
þvi afstöðu er krafist i þcssari
nistandi birtu sem vex
og ferðinni er heitið beint út
i grimman daginn
beint útí ándrýmið leikrými
mitt og hinna.
i samsæri við
náttúruna
Þetta er drengilega mælt —
allavega skulum við slá þvi föstu
áður en lengra er haldið, að
Sigurður Pálsson láti ekki stórar
abstraktsjónir eins og „spennu
timans” kaffæra sig, eins og hætt
er við. En hvað um „afstöðuna”
sem krafist er i nistandi birtu
dagsins?
Við skulum nú sjá.
1 næsta kvæði bálksins segir:
hæ! vaxið þið ávextir syngið
þið tré
æpið þið vélar i angist hraðans
æpið og urrið og frjóvgist
myndbreytist stöðugt athafnir
orð og hlutir
Þetta dæmi, sem angar svolitið
• af Majakovski, er vonandi ekki
lakara en önnur og við leyfum
okkur að lesa út úr þessu, að „af-
staðan” sé vilji til að nálgast
heiminn sem rækilegast, sjá hann
og heyra, ganga i skrokk á hon-
um, vita hvað hægt er að gera við
hann með tilstyrk orða, kannski
mölva hann og raða honum sam-
an upp á nýtt. Liklega.er hér á
ferð einskonar yfirlýsing um mátt
skáldskapar, von i honum. Yfir-
lýsing um bandalag skáldsins —
varla við annað fólk heldur við
náttúruna guðsgræna. Á slika
strengi leikur Sigurður Pálsson
þegar mannfélagsmyndum er
brugðið upp. Hann ávarpar ná-
unga sem hann kallar „borgari
sæll” og hæðist að honum með þvi
að hrifsa hann burt úr tæknilegu
öryggi og reka hann út á „firnind-
in þar sem stormurinn æðir”:
má vera þú verðir látinn ferðast
spölkorn með sjó,
þá finnurðu kannski i
einsemdinni og brimsoginu
hvern samhljóm þig skortir við
öldu sólskin og storm
Það er lika spurt eftir þessum
frelsandi samhljómi (órforbetr-
anlegir eru islensk skáld) i „árs-
tiðarsólum”. Þar gengur skáldið
um með „iðandi bylgjuloga i
höfðinu” og sér maðal annars:
fólk vopna lyklakippum
rasssiðar frænkur og undirokaðir
frændur
paufast um á eyðisöndum
lifs sins
þar sem hús standa vörð um
lif þess....
málmar og viðir og gler
þvælast sifellt fyrir því
draumhcimar þess týndir
i bylgjulausri vitund
og guðsgræn náttúran
leggur á flótta undan þvi
Þetta er ekki efnilegt, og sem
fyrr var að vikið. þá er helst von i
samvinnu og samræmi skálds og
höfuðskepna:
ó ef loksins kæmi regn
og færi kitlandi samhengis-
lausum höndum
um höfuðið
opnaði höfuð mitt
svo heilinn yrði sólbrúnn
og hraustlegur
opnað höfuð mitt öllum
heiminum.
eins og páskaegg fullt af
málsháttum
Samlikingin við páskaeggið er
nokkuð góð leið út úr þeirri alvöru
sem er á ferðum — aftur á móti er
það helst til glæfralegt að láta
regn opna höfuð til að heilinn
verði sólbrúnn. Sleppum þvi: slik
sjálfshafning skáldskapar er
gömul og ný, hún er kannski öðr-
um þræði brosleg (tónninn er
reyndar glettinn), kannski er hún
nauðsynleg til að bækur verði til.
Ljóöum eru
takmörk sett
t anda yfirlýstrar viðleitni til að
höndla andartakið hefur Sigurður
Pálsson dregið upp margar raun-
Út fyrir þessi „takmörk” er
leitað I ýmsum öðrum kvæðum.
Stundum með þvi að safna liðnum
tima i litinn hnút ótviðra stað-
reynda andartaksins:
i orðlausu húsi
gengur fónninn ekki lengur
plöturnar safna þögn i rásirnar
kaffi löngu kalt.
Kannski er sýnilegt svið stækkað
með pólitiskri vitneskju og sam-
anburði. Arabarnir i götu
meistara Aiberts setja saman
bila við færiböndin og horfa á þá
„á færibandi götunnar á sunnu-
dögum”.
Og gleymum heldur ekki fyrir-
heitum um aö veruleikinn skuli
beittur valdi málsins. Þessi vald-
beiting er ekki vandalaus eins og
vonlegt er. En þvi ekki að taka vel
við þeirri þenslu i merkingu orða
sem kemur fram t.d. i lýsingu á
þvi að skáldið gengur um
þessar táragasalegu slóðir
útataðar i löggum ykkar
burgcisar
Mestfer fyrir þessari tilrauna-
starfsemi i ferðabálki sem heitir
„sprengisandur” og rambar á
milli brandarasmiða og vel lukk-
aðra hugmynda. Það er auðvitað
allt i góðu lagi með tilliti til al-
þekkts Sprengisandskvæðis að
ávarpa bilskrjóð ferðalagsins
með þessum orðum:
vænsta kinnhest mundi ég
gefa þér
ofuiTitlum og illa hónuðum
ef það fleytti þér hraðar
um þessa ýlfrandi hrimþoku.
En sterkara miklu er þessi
samfléttun ferðalaga i veruleika
og um skáldskaparlendur i dæmi
sem þessu:
um ómerkt landabréf huga þins
liggur cldvegur nætursvalans
á sprengisandi Ijóðsins
hleð ég vöröur
Arni Bergmann.
Carl Scharnberg:
SPURNING
Ef að innkaup
á hergögnum
fyrir þrjá miljarði króna
tryggja þúsund manns
vinnu í tíu ár
hve stórfellda styrjöld
þarf þá til þess
að útrýma
atvinnuleysinu?
(Úr ,,Öreigaljóð'')