Þjóðviljinn - 21.09.1975, Side 12

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 21. september 1975. Þekkiröll mörk sunnan fjalla Spjallað við Ás- mund Eysteins- son á Högnastöðum Þvi var skotið að mér af kunn- ugum uppi Þverárrétt, að marka- gleggsti maður sunnan fjalla myndi vera staddur I réttinni, As- mundur Eysteinsson frá Högna- stöðum i Þverárhlið og var mér sagt að það mark væri ekki til sunnanlands að hann ekki þekkti það og vissi hver ætti. Það var þvi æði forvitnilegt að fá Asmund til að spjalla við sig stutta stund á miili þess sem hann dró i dilka fyrir sjálfan sig og aðra og skar úr um vafamörk. — Jú, ætli ég þekki ekki flest mörkin hér syöra, sagði Ásmund- ur er við spurðum hann hvort þetta væri satt með þekkingu hans á mörkum. — En þá annarsstaðar á land- inu? — Maður þekkir svona mark og mark annarsstaðar frá. — Hvaða mark áttu sjálfur? — Gagnbita hægra, stift og biti aftan vinstra. — Og áttu margar kindur? — Nei, blessaður vertu, ég á fá- ar, ætli ég eigi ekki svona 100 ær hér i réttinni og þá eitthvað rúm- lega 250hausa I allt. Ég bý i félagi við bróður minn að Högnastöðum og mér þykir betra og árangurs- rikara að hafa féð færra og þá vænna. — En hvernig stóð á þvf að þú fórst að læra markaskrána utan að? — Ég veit nú ekki hvað segja skal, þetta hefur komið einhvern- veginn af sjálfu sér. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir kindum og maður fer i réttir og sér þessi mörk og það er svo merkilegt að ég þarf ekki að sjá mark nema einu sinni, þá man ég. — Mér er sagt að úrskurður þinn sé hæstiréttur hér I Þverár- rétt, komi upp vafaatriði varð- andi mörk? — Ekki segi ég það nú, e'n það er oft til manns leitað. Og ég hef alltaf haft gaman af þvi að gera náunganum greiða i þessu efni sem öðru. Þess vegna finnst mér alltaf meira gaman i réttunum þegar þannig viðrar að ekki er hægt að hafa markaskrá uppi við. Þá kemur þekking manns fyrst að gagni. Annars er ég nú aðeins far- inn að ryðga i þessu, það kemur með aldrinum. Ég hef verið hér 1 Þverárrétt siðan ég var smá- strákur og þá strax hafði ég þenn- an mikla áhuga fyrir mörkum og ég var ekki gamall þegar farið var að leita til min ef upp kom vafamark eða mark sem menn könnuðust ekki við. — Ætlarðu að setja mikið á i haust, ertu birgur af heyjum? — Já, heyskapur hefur gengið sæmilega I sumar. Hey eru mikil að vöxtum en ekki að sama skapi góð. Nei, ætli maður setji ekki lít- ið á I haust, maður reynir að halda ánum en fargar lömbunum. — Að lokum Ásmundur, réttar- dagurinn er alltaf sami hátiðis- dagurinn? — Mikil lifandis ósköp, það þarf nú ekki að spyrja um það; hátiðisdagur, það er ekki annar meiri. —S.dór Borgfirskir bændur — Ég hygg nú að stafhyltingar séu það, já, það mun óhætt að fullyrða. — Hvað áttu margt sjálfur? — Ætli ég eigi ekki um 200 ær. — Og þá svona 300 til 400 hausa i réttinni? — Það mun láta nærri. — Ekki ertu þá með fjárbúskap eingöngu? — Nei, nei, ég er með blandað bú, sem kallað er. — Ætlarðu að halda þvi áfram, eða sérhæfa þig? — Ég veit ekki hvað segja skal. Það eru margir farnir út i það að sérhæfa búin og láta vel af þvi, nei, ég veit ekki hvort maður breytir til. — En snúum okkur þá að göng- um og réttum aftur, hvað ertu bú- inn að vera lengi gangnafor- ingi? — Ég man það nú ekki. Hér fyrrum fór ég ekki i fyrstu leitir, fór þá I þær þriðju en siðan 1961 hef ég bæði farið i fyrstu og þriðju leit og verið gangnaforingi i báð- um. — Oft er nú kalsamt I leitum? — Læt ég það vera, ekki i fyrstu leit, það heyrir til undan- tekningar ef svo er, en það getur verið ansi svalt i þriðju leit, þá er orðið svo áliðið hausts. — Er mikið um það að kaup- staðabúar fari I leitir fyrir vini eða vandamenn til sveita? — Nei, ekki er það nú algengt en kemur fyrir. Það er eins og menn vita lagt á menn að fara i göngur eða senda fólk fyrir sig, undan þvi kemst enginn og sjálf- sagt er það vel þegið hjá fámenn- um heimilum að fólk bjóðist til að fara i leitir fyrir það, en samt er alls ekki mikið um utanaðkom- andi fólk I leitum. — Þeir voru að segja mér áðan að það myndi láta nærri að um 25 þúsund fjár væri nú i réttinni, heldurðu að það sé rétt? — Já, það er varla ofsagt, ætli fjáreign þeirra sem sækja réttir i Þverárrétt sé ekki um 30 þúsund fjár i allt. —S.dór Spjallað og spekulérað Heimtur með betra móti c sagði Þorsteinn Jónsson, bóndi að Kaðalstöðum, gangnaforingi stafhyltinga Gangnaforingi þeirra stafhylt- inga er Þorsteinn Jónsson bóndi að Kaðalstöðum i Stafholtstung- um og skömmu eftir að hann kom niður með safnið náðum við tali af honum og spurðum auðvitað fyrst hvernig heimtur hefðu verið. — Þær tel ég með besta móti. Við fengum gott veður á fjallinu og það leitaðist vel. Ég á þvi ekki von á þvi að mikið komi úr ann- arri og þriðju leit, I mesta lagi nokkur hundruð kindur úr báðum leitunum. — Það eru ekki langar leitir hjá ykkur stafhyltingum? — Nei, ekki getur það nú kall- ast. Við fórum á sunnudag og leit- um svo mánudag og þriðjudags- morgun en um hádegið er lagt af stað niður. — Hvað eruð þið margir I leit- um. stafhyltingar? — Við vorum 19 sem leituðum núna. Eins og ég sagði áðan fór- um við upp á sunnudag og gistum tvær nætur i Fornahvammi. Á þriðjudeginum er svo rekið sam- an við hjá þeim þverhliðingum og hvitsiðungum og rekum svo sam- an niður. Þorsteinn Jónsson — Hver af þessum hreppum heldurðu að sé fjárrikastur? Verð sauðfjár- afurða er of lágt sagði Sigurður Guðmundsson Bóndiað Kirkjubóli í Hvítársíðu — Nei, blessaður vertu, það er ekkert sem ég á hérna, kannski 50—60 hausar, það er mest allt mitt fé komib niöur fyrir nokkru, sagði Sigurður Guðmundsson bóndi að Kirkjubóli i Hvitársiðu er við hittum hann að máli þar sem hann var að draga i almenn- ingnum. — Hvað áttu þá margt fé i allt? — Ætli það séu ekki svona 200 ær og þá svona 400 hausar af fjalli. Ég er með blandað bú, hef 17 kýr i fjósi og ætli það teljist ekki vera rúmlega meðalbú. Alla- vega má það ekki stærra vera fyrir einyrkja eins og mig. — Þér hefur ekki dottið i hug aö sérhæfa þinn búskap? — Jú, og meira en dottið það I hug, ætli ég láti ekki verða af framkvæmdum i þvi efni fljót- lega. Ég hef hugsað mér að vera með kúabú. Verð sauðfjárafurða er of lágt miðað við þann mikla kostnað sem fylgir þvi orðið að reka sauðfjárbúskap með ár- angri. — Bregður þér ekki við að verða allt i einu kindalaus? — Ætli maður eigi ekki áfram fáeinar kindur, svona til að nýta afréttarbeitina. — En I sambandi við stórt kúa- bú, er alltaf fært fyrir mjólkurbil til ykkar yfir veturinn? — Já, það heyrir til algerrar undantekningar ef vegir teppast hér, það er mjög snjólétt hér I uppsveitum Borgarfjaröar. Ég man ekki til þess að það hafi orðið ófær vegurinn til okkar siðan 1957, en þá var óskaplegur snjóa- vetur og vegir tepptust um tlma. Nú er þetta lika orðið þannig, að mjólkurbillinn kemur ekki nema annan hvern dag, siðan mjólkur- tankarnir kómu. — Heldurðu að þetta verði gott ár fyrir bændur? — Það verður áreiðanlega I lakara lagi. Við erum alltaf hálfu ári á eftir I samb. við verðlagn- ingu búvara og i slikri óðaverð- bólgu sem nú geysar fer þaö afar illa með bændur að vera svona á eftir. Ofan á það bætist svo að nær ógerningur er fyrir bændur að fá lán til framkvæmda um þessar mundir, nú og eins og ég sagði áðan er verð á sauðfjárafurðum að minu mati of lágt miðað við kostnaðinn sem orðinn er við rekstur fjárbúa. Sigurður Guðmundsson — Hvað heldur þú að meðal lamb, svona 14 kg. leggi sig á i haust? — Ég veit það nú ekki ná- kvæmlega, en það er einhvers- staðar nærri 6 þúsund krónum. — Að lokum Sigurður, ertu sæmilega birgur af heyjum? — Já, hér I uppsveitunum eru hey allfnikil að vöxtum, en ekki að sama skapi góð. Heyskapur gekk hægt vegna óstöðugs tiðar- fars, en ég hygg nú að allir séu búnir að hirða hér um sveitir. Mér þykir einsýnt að gefa þurfi mikinn fóðurbæti með þessum heyjum I vetur, þau eru það léleg, sagði Sigurður að lokum. Sunnudagur 21. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Einyrki veröur aö sérhæfa bú sitt Vanalega eru tveir eða þrlr bæ- ir saman með stærstu dilkana i Þverárrétt, enda taka þeir um 1500 fjár. Þó eru á þessu undan- tekningar. Jón Þór Jónasson bóndi i Hjarðarholti getur ekki deildt dilk með öðrum svo fjármargur er hann. — Ætli ég fái ekki svona um 12 til 1300 af fjalli ef hver klauf skil- ar sér sagði Jón er við ræddum við hann er hann var að ljúka við að draga fé sitt um miðjan dag sl. þriðjudag. — Ég var með eitthvað á sjö- unda hundraðið á föðrum sl. vet- ur og er þá allt talið, ær, gelming- ar og hrútar. — Þú ert eingöngu með sauðfé? — Já, það má heita;ég er einn- ig með um 40 hross, en það er litið fyrir þeim haft, maður hefur þau svona til að hreinsa upp moðið. — Telurðu árangursrikara að sérhæfa búin? — Tekjulega séð hugsa ég að maður tapi á þvi. Ég hygg að ég hafi haft meira upp meðan ég hafði blandað bú, en það hafði ég til ársins 1970 að ég fargaði kún- um og fjölgaði fénu. Það má segja að maður hafi neyðst til að gera þetta. Það var engin leið orðin til að fá vinnukraft. Ég hef alltaf hugsað um féð sjálfur en hafði fjósamann en það var orðið svo erfitt að fá þá að ég sá mig til- neyddan að hætta með kýrnar, það er engin leið önnur fyrir ein- yrkja en að sérhæfa bú sitt. — En þótt afkoman sé eitthvað lakari, þá vinnst ýmislegt annað við að vera eingöngu með fé. Manni gefastfleiri tómstundir til að sinna áhugamálum sinum. Ég hef til að mynda getað verið tölu- vert i félagsmálum sem ég hef á- huga fyrir (Jón er oddviti i Staf- holtstungum) og maður er ekki eins bundinn og á meðan maður hafði kýrnar. — En einyrki með svona margt fé, hannsefur sennilega ekki mik- ið i mai-mánuði meðan á sauð- burði stendur? — Nei, það er rétt, þá sefur maður ekki mikið, þá hefur mað- Rætt viö Jón Þór Jónasson fjárbónda í Hjaröarholti ur sannarlega nóg að gera og þarf raunar að fá’sér aðstoðarmenn, það fer ekki hjá þvi. — Þú ætlar ekki að blanda bú þitt aftur? — Nei, það geri ég ekki, jafnvel þótt eitthvað meira sé uppúr þvi að hafa þá kemur það ekki til mála. — Fer nú ekki annasamur timi i hönd hjá þér, þar sem er slátur- tið? — Það má nú segja það. Ég þarf að reka fjórum sinnum i Borgarnes, þetta er það stór hóp- ur og vissulega fer mikill timi i þetta. — Hvað varstu með háan með- alfallþunga i fyrra? — Hann var 15 kg. Ég er nú ekki vel ánægður með það, þar sem ekki var nema um 40% tvi- lembt hjá mér. — Áttu von á svipaðri útkomu i ár? — Já, ætli það verði ekki likt, kannski eitthvaðaðeins hærri fall- þungi en það var um 40% tvllembt af ánum hjá mér i vor, sagði Jón aölokum. —S.dór Svona margt fé hefur ekki áður komið í Þverárrétt sagði Magnús Kristjánsson, rétta rstjóri, bóndi í Norðtungu Það var sannarlega ekki auð- velt að ná tali af Magnúsi Kristjánssyni bónda I Norðtungu, en hann cr réttarstjóri í Þverár- rétt. Réttarstjóri hefur meira en nóg að gera eftir að safnið er komið I Nátthaga og byrjað er að draga. Okkur tókst þó að króa hann af augnablik og leggja fyrir hann fáeinar spurningar. Og það fyrsta sem við spurðum um var hve margt fé hann teldi koma að þessu sinni i Þverárrétt? — Það er nú ekki gott að segja, ég gæti trúað að það væri nálægt 25 þúsund hausar sem koma af fjalli. Ætli bændur sem sækja fé i Þverárrétt eigi ekki nálægt 30 þúsund fjár. Eitthvað er þegar komið niður og kemur þvi ekki i réttina og eins kemur alltaf eitt- hvað i seinni leitum, þó ekki um- talsvert. Jú, ég hygg mér sé óhætt að segja að það sé nærri 25 þúsund fjár hér i dag. — Og hefur aldrei verið meira eða hvað? — Nei, það þori ég að fullyrða að þetta er það mesta sem komið hefur i Þverárrétt, enda hefur fjáreign manna hér aukist nokkuð og fleira fé rekið á fjall i vor en nokkru sinni áður. — Þú varst sjálfur i göngun- um? — Já, ég brá mér að þessu sinni, annars hef ég ekki farið i fyrstu göngur lengi. Göngurnar gengu vel að þessu sinni, við vor- um heppnir með veður bæði mánudag og þriðjudag. Ég var dálitið hissa á hve féð var hátt i fjalli vegna þess að það snjóaði þar dálitið á dögunum, en það smalaðist vel og heimtur eru góðar. — Hvað heldurðu að þú eigir sjálfur margt fé i réttinni? — Ég veit ekki. Eitthvað er nú komið niöur, en ætli ég eigi ekki svona 13—1400 hausa á fjalli, eitt- hvað nálægt þvi. — Er ekki erilsamt að stjórna svo stórri rétt sem Þverárrétt? — Það er ekki svo mikið starf, þetta er svona verkstjórn. Maður reynir að láta verkið ganga, ýtir Hann er stór nátthgginn við Þverárrétt við mönnum ef manni þykir drátturinn fara að hægjast, ann- ars keppast menn vel við og mitt starf er þvi heldur létt óg skemmtilegt. Svo sér maður um að hleypa inni almenninginn ur Nátthaganum, þegar fækka fer i réttinni, annað er þetta nú ekki. — Ertu búin að vera réttar- stjóri hér lengi? — Siðan 1958, ég tók þá við af tengdaföður minum, Davið á Arnbjargarlæk, sem hafði verið réttarstjóri i mörg ár. — Er alltaf sami ævintyra- blærinn yfir réttardeginum? — Já, það er mér óhætt að segja. Réttardagurinn er hátiðis- dagur hjá okkur bændum. Nú og svo þarf auðvitað ekki að taka það fram hvaða dagur þetta er fyrir börn og unglinga. Það breyt- ist litið, þótt annað taki stakka - skiptum i þjóðlifinu. — En svo við snúum okkur aðeins að öðru, ertu sæmilega heybirgur eftir sumarið? — Sæmilega já, ekki er það nú meira. Heyskapur gekk þolan- lega hér i uppsveitum Borgar- fjarðar, það eru mikil hey, en ekki góð, verkunin gekk á köflum illa. Sumsstaðar má segja að hey séu hreinlega vond og ég býst við að menn þurfi almennt að gefa mikinn fóðurbæti i vetur og þvi ekki trúlegt að menn setji mikið á af lömbum i haust. Enginn ætti þó þessvegna að þurfa að fækka við sig fé. Annars hefur fjáreign manna hér um slóðir heldur siglt uppá við siðustu árin, enda færist þaö nú i vöxt að menn einhæfi bú sin og séu þá annaðhvort bara með fé og þá kannski eitthvað af hrossum, eða þá að menn eru með kýr eingöngu. Það gefur þvi augaleið að þegar menn eru eingöngu með fé, þá fjölga þeir þvi svo um munar, frá þvi að hafa blandað bú, sagði Magnús að lok- um. Honum var alls ekki til setunnar boðið, enda farið að draga af krafti. —S.dór. Magnús Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.