Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 20

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2t. september 1975. glens Eitt atómorkuver og tvær þjóöir Belgisk áætlun um uppbygg- ingu atómorkustöðva hefur nú stöðvast um hrið vcgna deilna milli vallóna og flæmingja, hinna tve8gja Þjóða landsins. Svo er mál með vexti, að rikis- stjórnin hafði, til þess að verða við kröfum umhverfisverndar- manna, áformað að reisa atóm- raforkuver úti á eyju einni. Ströndin er svæði sem er byggt flæmingjum, og þvi segja vallón- ar, að atómstöðin muni fyrst og fremst verða þeim til atv.bóta. Hinsvegar er atvinnuleysi um þessar mundir meira i suðurhluta landsins, sem byggður er vallón- um, og fulltrúar þeirra kröfðust þvi þess, að byggt yrði á tveim eyjum en ekki einni, til þess að með framkvæmdum þessum sköpuðust jafnir atvinnumögu- leikar fyrir flæmingja og vallóna. Andstæðingar þessarar hug- myndar héldu því hinsvegar fram, að þar með væri boðið upp á tviverknað og tvöföld útgjöld i mörgum greinum. Sunnlendingar komu þá með þá gagntillögu, að mannvirkinu yrði skipt i tvennt með múrvegg, og skyldu flæm- ingjar vinna öðrummegin en vallónar hinummegin. Kennarinn: Hvers vegna get ég staðhæft,. að þessir þrir punktar myndi rétta linu? — Af þvi að þú ert reiknings- kennari. Sveinbjörn Guðmundsson send- ir okkur linu og segist hafa farið ásamt eiginkonu sinni, henni Þóru, á italska sólarströnd i fyrrasumar, Liniano eða eitthvað svoleiðis. Það er illlæsilegt i bréf- inu, enda er það handskrifað. En hvað sem þvi liður segist hann hafa farið á veitingahús og fengið þar rétt sem hét á matseðlinum „Poulet á la Ferrari”. Þetta var mesti gæðamatur og þegar þau hjónin spurðu hvað þetta hefði verið, sagði þjónninn: — Kjúklingur sem varð undir sportbil. Það er auðvelt að fá byssuleyfi i Ameriku. Nýlega var maður eft- irlýstur þar i landi fyrir ótal vopnuð rán. Astæðan sem til- greind var i byssuleyfinu hans var : „Ber oft á sér háar fjárhæð- ir”. Eins og guð og menn vita eru tveir inngangar i karlmanna- deildina i himnariki. Yfir öðrum dyrunum stendur HLIÐ A og yfir hinum HLIÐ B, svona svipað og nýja skipulagið i tollinum á Keflavikurflugvelli. Einn daginn þegar nýr hópur karlmanna kom frá jörðinni steig Góði hirðirinn. sánkti Pétur fram með hljóðnema i höndum og kunngjörði: — Þá erum við reiðubúnir til sundurgreiningar og móttöku ykkar. Allir þeir sem hafa verið kúgaðir af konunum sinum i lif- anda lifi raði sér við hlið A. Hinir við hlið B. Það varð múgur og margmenni fyrir framan hlið B. Mikið masað o'g gert að gamni sinu. Nei, þeir höfðu sko ekki verið kúgaðir af kerlingunni.... Aðeins einn litill og hlédræg- ur maður stillti sér upp fyrir utan hlið A og sánkti Pétur kallaði til hans: — Heyrðu, ertu viss um að kon- an hafi kúgað þig? — Það veit ég ekki. Hún bara sagði mér að standa hér! Það vita kannski ekki allir, að það eru miklu fleiri karlar en konur i laxveiðinni. Hvers vegna? Jú, það skulum við segja ykkur. Þær hafa um miklu nauðsynlegri hluti að ýkja... Tveir englendingar létu sig reka niður eftir Nilarfljóti i bát- skel. Vegna hitans létu þeir fæt- urna dingla út yfir i vatnið. Þeir gláptu upp i himininn, og skyndi- lega segir annar þeirra: — Heyrðu, það beit krókódfll af þér fótinn rétt áðan. — Hvurt i glóandi! Hveða? — Það er erfitt að segja. Þeir eru hver öðrum likir þessir and- skotar. Eftir að Vera gekk i hjónaband missti hún alla ánægjuna af kyn- lifinu. Hún lá i eilifri hræðslu um að eiginmaðurinn kæmi óvænt heim.., — Drottinn minn dýri, Karl! 1 hvert einasta sinn sem ég bið um peninga fyrir nýjum kjól fæ ég þetta sama svar! — Þó það nú væri. Þetta er allt- af sama spurningin. Ég er hræddur um að ég hafi blásið hana of kröftuglcga út.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.