Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 24

Þjóðviljinn - 21.09.1975, Síða 24
 Það er enginn kostn- aður samfara þvi að fæð- ast.Rikið greiðir kostnað við sængurlegu móður- innar auk annars sem leiðir af barnsfæðingu, svo sem ungbarnaeftirlit og reyndar margt fleira. En menn sleppa ekki eins ódýrt þegar þeir yf- irgefa þennan heim. Það kostar nokkra tugi þús- unda að deyja á „hefð- bundinn" hátt. Þegar dauðsfall ber að hönd- um, verður fólk að setja sig i samband við skrifstofu kirkju- garðanna, þ.e. þeir sem i Reykjavik búa. Sú skrifstofa er starfrækt á vegum rikisins og annast allt það sem til jarðar- farar þarf. Við fengum þær upplýsingar á þeirri skrifstofu, að kostnaður við jarðarför væri frá 30 þús- undum til 40 þúsund króna. bessi kostnaður mun vera til- tölulega lágur miðað við það sem i öðrum löndum tiðkast, enda kappkostað að haia'a hon- um niðri. Þeir sem þurfa að kosta útför greiða ékkert fyrir þjónustu skrifstofunnar, ekkert aukalega fyrir grafartöku og ekkert fyrir afnot af kirkju eða likbil. Kostnaðarliðirnir felast hins vegar i sérstöku gjaldi til prestsins, gjaldi fyrir kórsöng, orgelleik eða einsöng. Reyndar er engin skylaa áð hafa kór eða orgelspil, en flestir munu hafa hvort tvessia. Gjaldiö til prestsins nemur 4000 krónum að þvi er Ólafur Skúlason prestur, formaður Prestafélagsins tjáði Þjóðvilj- anum og reyndar 600 krónur að auki sé prestinum ekki ekið til og frá kirkju. Kistan kostar núna 13.826 krónur og er einvörðungu greitt fyrir efnið til hennar, vinnuna greiðir rikið. Kórinn kostar svo kringum 20 þúsund krónur, organistinn svipað og presturinn og þá erum við komin i 40 þúsund eða þar um bil. Kostnaðurinn hækkar hvorki né lækkar þótt likið sé brennt og skrifstofa kirkjugarðanna sér um likbrennsluna. Æ færri likbrennslur Ólafur Skúlason tjáði Þjóð- viljanum að tala likbrennslna sem fram færu á hverju ári færi hlutfallslega lækkandi. Tala dauðsfalla hækkar vitanlega i tölum, en tala þeirra sem brenndir eru stendur i stað, þannig að hlutfallslega láta æ færri brenna lik. „Fólk lætur yfirleitt ekki brenna lik nema það hafi fyrir- fram verið ákveðið, dána mann- eskjan hafi óskað þess”. Likbrennsluofnarnir i Fossvogskapellu. *<» rnm Hvaö kosta r aö deyja ? DJODVIUINN Sunnudagur 21. september 1975. Fílharmonía æfir Carmina Burana Jón Asgeirsson tónskáld, hefur verið ráðinn kórstjóri Söng- sveitarinnar Filharmoniu. Jón mun einnig veita kórskóla Söng- sveitarinnar forstöðu. Vetrar- starf Söngsveitarinnar er nú að hefjast og eins og undanfarin ár, verða æfð kórverk til flutnings með Sinfóniuhljómsveit tslands. Fyrsta verkefni vetrarins verður Carmina Burana eftir Carl Orff, og verður verkið flutt i Háskóla- biói 11. dcs. nk. Carmina Burana var samið 1936 og var það fyrsta vcrkið sem Söngsveitin tók til flutnings, en það var árið 1960, þegar það var flutt i fyrsta sinn hérlendis, og þá i Þjóðleikhúsinu undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Siðari hluta þessa vetrar vérður Sálumessa (Requiem) eftir Verdi æft til flutnings með Sinfóniuhljómsveitinni i April 1976. Söngsveitin flutti það verk áður áðið 1968 og þá undir stjórn dr. Róberts. Sem fyrr segir mun Jón Ásgeirsson stjórná körskóla Söngsveitarinnar i vetur, en auk hans munu kenna við skólann þær Sigurveig Hjaltested og Snæbjörg Snæbjarnardóttir og ef til vill fleiri. Kennd verða undirstöðu- atriði nótnalestrar, tónheym og raddbreyting. bá mun kórskólinn einnig gefa kórfélögum kost á raddþjálfun og tónfræðslu. ÆfingarverðaiMelaskólanum og hefjast þær mánudaginn 22. sept. Thorvaldsen- félagiö 100 ára Stórfjársöfn- un í tilefni afmælisins 1 tilefni af 100 ára afmæli Thorvaldsensfélagsins 19 nóv. s.l. hafa félagskonur hrundið af stað stór-fjáröflun, því snemma á þessu ári ákvæðu þær, að allt það er þær gætu safnað rynni óskert til vanheilla barna. Eru þa*r nú að hleypa af stokkunum sinu vinsæla leikfangahappdrætti, en dregið veröur um 100 vinninga 16. okt. nk. Mupu þær verða viöast hvar i bænum með miðana: i kvik- myndahúsum, stórverslunum og auðvitað á Thorvaldsensbasarn- um, Austurstræti 4, en þar verður hluti af vinningunum til sýnis. Seinni partinn i október er væntanlegur á markaðinn postu- iinsplatti, sem framleiddur er hjá Bing og Gröndahl i tilefni af afmælinu. Hinn góðkunni lista- maður Halldór Pétursson teiknaði myndina, sem er af Austurstræti, séð til austurs. Upplagið er takmarkað og er hægt aðpanta þá á Thorvaldsen- basarnum. Jólamerkin koma út að venju, með mynd af gamla Austurvelli og styttunni af Thorvaldsen. Póststjórnin ætlar, eins og áður er tilkynnt að gefa út frimerki i tilefni afmælisins. Heita félagskonur á borgarbúa að bregðast nú vel við að hjálpa þeim til þess að hrinda af stað átaki er gæti munað um til heilla og hjálpar yanheilum og hjáipar- þurfa börnum. (Fréttatilkynning)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.