Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1975.
Við lýsum yfir eindregnum
stuðningi við útfærslu islensku
fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag,
15. október og skorum á alla islendinga
að standa saman i þessu mesta
lifshagsmunamáli
islensku þjóðarinnar.
Þ. SKAFTASON HF.
Grandagarði 9 Pósthólf 3 Reykjavík
Við lýsum yfir eindregnum
stuðningi við útfærslu islensku
fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag,
15. október og skorum á alla islendinga
að standa saman i þessu mesta
lifshagsmunamáli
islensku þjóðarinnar.
SÖLUSAMBAND ÍSL.
FISKFRAMLEIÐENDA
Við lýsum yfir eindregnum
stuðningi við útfærslu islensku
fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag,
15. október og skorum á alla islendinga
að standa saman i þessu mesta
lifshagsmunamáli
islensku þjóðarinnar.
HARALDUR
BÖÐVARSSON
& CO.H.F.
Akranesi
Svæðamótið í skák
hefst á sunnudaginn
Þátttaka 15 skákmeistara er þegar ákveðin
Um næstu helgi hefjast 4
svæöismót i skák, sem er upphaf
undirbiínings undir næsta heims-
meistara-einvfgi. Eitt þessara
svæöismóta fer fram hér I
Reykjavfk og veröur þaö sett aö
Hótel Esju nk. laugardag, en
keppnin sjálf hefst á sunnudag-
inn. Veröur teflt á 2. hæö Hótel
Esju, en skákirnar veröa siöan
skýröar jafnóöum á 9. hæö.
A mótinu munu keppa 6 stór-
meistarar, þeir Friðrik Ólafsson,
Jansa, frá Tékkóslóvak. Liberzon
frá ísrael, Parma frá Júgóslaviu,
Timman frá Hollandi og Ribli frá
Ungverjalandi.
Alls eru svæðin sem keppt
veröur á 11. Þar af eru fjögur i
Evrópu. Tveir efstu menn úr
hverju svæðismóti vinna sér rétt
til þátttöku I millisvæðamóti. Þeir
sem urðu númer 3-8 i siðustu
áskorendakeppni fá rétt til keppni
i millisvæðamóti. Siðan velja sér-
fræðingar 7 keppendur til að fylla
upp i töluna 36.
Siðan verða haldin tvö jafn-
sterk millisvæðamót með 18
keppendum hvort. Þeir sem
verða i sætunum 1 til 5 i hvoru
móti halda siðan áfram i áskor-
endamótið ásamt þeim sem
tapaði i siðasta HM-einvigi og
þeim er er varð númer 2 i mótinu,
alls 12 menn, sem keppa munu að
lokum um að fá að skora á heims-
meistarann.
Svæðin 11 sem áður er sagt frá
eru, A-Evrópa, Mið Evrópa og A-
Evrópa og verður keppt i Reykja-
vfk, Barcelona á Spáni, Praze i
Búlgariu og i Pula i Júgóslaviu.
Auk þess verður eitt mót haldið i
Sovétrikjunum, Bandarikunum
Kanada, Mið-Ameriku, Suður-
Ameriku, Vestur-Asiu, Austur-
Asiu, og Afrika. Nánar verður
sagt frá mótinu hér i Reykjavik
og þátttakendum i þvi I Þjóð-
viljanum næstu daga.
Skákst jóri á mótinu verður séra
Lombardy, stórmeistari frá USA,
en honum til aðstoðar verða Jón
Pálsson, Bragi Kristjánsson og
Guðbjartur Guðmundsson.
A sunnudaginn hefst keppnin
kl. 14, en alla aðra daga hefst
keppni kl. 17. -S.dór
Guðm. Sigurjónsson
á millisvæðamót sem
fram fer í Búlgaríu
Opinber staðfesting hefur fengist
á stórmeistaratitli hans
A sunnudaginn hefst milli-
svæöamót I skák I Praze I
Búlgarfu, og teflir Guömundur
Sigurjónsson stórmeistari á þvi
móti, en um siðustu mánaöamót
barst tilkynning um að FIDE
hefði staðfest stórmeistaratitil
þann sem Guðmundur vann rétt
til i fyrra.
Guðmundur hefur með sér
aðstoðarmann á millisvæðamótið
i Búlgariu. Það er Björgvin
Víglundsson sem fer með honum.
Þess má til gamans geta, að
einn annar Norðurlandabúi hlaut
stórmeistaratitil um siðustu
mánaðamót, en það var H.
Westerinen frá Finnlandi, en alls
útnefndi FIDE 12stórmeistara að
þessu sinni. Þá fékk Arne Zwaig
frá Noregi alþjóðlegan meistara-
titil, en hann keppir á svæðis-
mótinu sem hefst hér á landi um
næstu helgi. —S.dór
Við lýsum yfir eindregnum
stuðningi við útfærslu islensku
fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag,
15. október og skorum á alla islendinga
að standa saman i þessu mesta
lifshagsmunamáli
islensku þjóðarinnar.
VERKALÝÐS- OG
SJÓMANNAFÉLAGIÐ
SÚGANDI,
SÚGANDAFIRÐI
Þorlákshafnarbúar:
Lokuðu veginum
til þess að leggja áherslu á óskir
um að veginum verði haldið fœrum
Þoriákshafnarbúar fjöl-
menntu í fyrrakvöld uppaö
vegamótum ölfusvegar og
Þorlákshafnaraf leggjara
og lokuðu afleggjaranum
með bílum sínum til þess
að leggja áherslu á þá ósk
sina að afleggjaranum sé
haldið akfærum, en á það
hefur skort mikið.
Óskum islenskum sjó-
mönnum og útvegsmönn-
um til hamingju með
stækkun fiskveiðilögsög-
unnar.
Við munum enn sem fyrr
leggja áherslu á 1. flokks
þjónustu i sambandi við
siglinga- og fiskileitar-
tæki.
ögri RE, aflahæsti
ingafiskileitartækju
togari flotans, er búinn K-H sigl-
m frá R. Sigmundsson hf.
R. SIGMUNDSSON HF.
Tryggvagötu 8, Reykjavik.
Vegurinn var orðinn svo slæm-
ur að engin leið var orðið að aka
hann nema stórskemma bifreið-
arnar. Þrátt fyrir margitrekaðar
óskir um að vegagerðin láti hefla
veginn, var þvi ekki sinnt fyrr en
Þorlákshafnarbúargripu til sinna
ráða og snemma i gærmorgun
voru mættir vegheflar til að lag-
færa veginn.
Þorlákshafnarbúar hafa góða
reynslu af þvi að loka veginum til
sin. Þegar þeir lögðu áherslu á
kröfur sinar um nýjan veg til Þor-
lákshafnar gerðu þeir einmitt
þetta sama með þeim árangri að
fljótlega var hafist handa um að
leggja nýja veginn, og það var
Jassklúbbur
í Hafnarfirði
Hinn 27. september s.l. var
stofnaður jazzklúbbur I Hafnar-
firði, og voru 38 manns á stofn-
fundipum, i Skiphól.
Fólkið var á öllum aldri bæði
karlar og konur og virðist áhugi á
jazztónlist fara vaxandi, einkum
meðal ungs fólks.
Tilgangur klúbbsins er, eins og
segir i stofnskrá, að stuðla að út-
breiðslu og kynningu jazztón-
listar með ýmsum hætti svo sem
hljómleikum, erindum og kynn-
ingu á jazzlistamönnum.
einmitt hann sem vegagerðin hélt
svo illa við, að Þorlákshafnarbú-
ar urðu að loka honum til að fá á
sig hlustað.
Að sögn Þorsteins Sigvaldason-
ar fréttaritara Þjóðviljans i Þor-
lákshöfn voru menn einhuga i
Þorlákshöfn i aðgerðunum, og
þær báru tilætlaðan árangur eins
ogáðursegir. —S.dór
Námskeið
í slökun og
sjálfsþekkingu
Dagana 18. og 19. október nk.
verður haldið námskeið á vegum
Rannsóknastofnunar vitundar
innar, þar sem leiöbeint veröur I
notkun slökunaraöferöa og leiðir
til sjálfsþekkingar verða kynntar.
Meðal viðfangsefna námskeiðs-
ins eru:
Sjálfstjáning með frjáisri
teikningu, hugareinbeiting, slök
un, slökun með tónlist, frjáls
hreyfing eftir tónlist, sállikamleg
samræming með Yoga, samræm-
ing á sálrænum andstæðum.
Námskeiðið stendur yfir frá kl.
13.00—19.00 nk. laugardag og frá
kl. 9.30—19.00 nk. sunnudag.
Stjórnendur námskeiðsins eru
Geir Vilhjálmsson sálfræðingur
og Inga Eyfells, fóstra.
Vegna starfa stjórnendanna er-
lendis verður þetta eina námskeið
þeirra hér á landi á þessu hausti.
(Fréttatilkynning.)