Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 7
Mi&vikudagur 15. oktdber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 af erlendum vettvangi Vestur- þýskt hneyksli //Varnarbandalagiö" Nató hefur lengi langað til að færa út kvíarnar. i hópi þeirra ríkja sem bandalagið telur vænleg- ust til samstarfs eru Spánn og Suður-Afríka. Þetta hefur þó strandað á þvi að nokkrum aðildar- rikjanna hefur þótt lýð- ræðið í þessum rikjum af of skornum skammti til þess að Nató-útvörður og verndari lýðræðisins i heiminum — þurfi að verja það. bað er ekki lengra siðan en i fyrra að upp komst um leynilegt ráðabrugg bresku stjórnarinnar og stjórnarinnar i Pretoriu um að sú fyrrnefnda setti upp flota- stöð i Simonstown i nágrenni Höfðaborgar. Þetta olli svo miklu fjaðrafoki i Bretlandi að stjórnin neyddist til að hætta við áform sin. Nú hefur komið upp svipað mál en að þessu sinni á vestur- þýska kratastjórnin i hlut. En eins og áður þarf ekki að kafa lengi oni málið til að við blasi andlit „varnarbandalagsins’ Nató. Að þessu sinni hyggjast þessar stofnair aðstoða stjórn Suður-Afriku við að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Breska blaðið Observer skýrir frá þvi fyrir skömmu að leynileg samtök blökkumanna i Suður-Afriku, ANC eða Þjóðar- ráð Afriku, hafi komist yfir mikinn skjalabunka sem rænt hefur verið i ýmsum vestur- þýskum ráðuneytum og sendi- ráði Suður-Afriku i Bonn. Ekki er ljóst hver það hefur gert en menn geta sér þess til að þar hafi austurþýskir njósnarar verið að verki. Elstu skjölin eru frá árinu 1968 en i lok þess árs urðu sendi- herraskipti i Bonn. Við stöðu sendiherra Suður-Afriku tók þá Donald B. Sole en hann hafði áður gegnt stöðu formanns Alþjóðlegu kjarnorkustofnunar- innar, IAEA. Áður en hann hélt ræðu þá sem venja er að nýir sendiherrar haldi þegar þeir afhenda trúnaðarbréf sin fékk hann svolátandi heilræði frá forvera sinum i embætti: - Ég óttast að allt umtal um kjarnorku....og Suður-Afriku sem meiriháttar úraniumfram- leiðanda....gæti orðið til að auð- velda óvinum okkar (austur- þjóðverjum, innsk. Þjv. ) áróð- urinn um samstarf oklcar. Þetta ættum við að forðast.... Ég held að þvi minna sem sagt er opin- berlega um þessa hlið sam- skipta okkar við Sambandslýð- veldið þvi meiri árangri náum við að tjaldabaki........’ Liklega hefur hr. Sole farið að þessum ráðum. Arangurinn lét alla vega ekki á sér standa. Eftir að hann kom til starfa voru margir samningar undir- ritaðir um samstarf vestur- þýskra ráðuneyta, rikis- rannsóknarst. á sviði kjarn- orku, orkustofnunar vestur- þýska rikisins og vestur-þýskra einkafyrirtækja annars vegar og tveggja suður-afriskra stofnana hins vegar, Kjarn- orkunefndarinnar og Oran- vinnslufélagsins. Siðan leikur allt i lyndi þar til i júli árið 1972 að Haunschild nokkur ráðherra mennta- og visindamála i Vestur-Þýska- landi sér ástæðu til að rita dr. A.J. Roux formanni Kjarnorku- ráðs Suður-Afriku trúnaðarbréf þar sem hann biður Roux að halda þátttöku vestur-þjóðverja stranglega leyndri. Aðstoða Vestur- Þýskaland og Nató Suður- Afríku við að koma sér upp kjarnavopnum? Þegar leyndarskjölin fara að birtast gripur mikill tauga- æsingur um sig meðal vestur- þýskra ráðamanna og þeir gefa út yfirlýsingu um að allri opinberri samvinnu hafi verið hætt i ágúst 1973. En það er eitt atriði sem ekki passar inn i þá mynd sem vestur-þýskir ráðamenn reyndu að gefa þessari samvinnu: ferðalag GUnther Rall hers- höfðingja til Suður- og Suð- vestur-Afriku i ágúst 1974. Rall þessi var yfirmaður vestur- þýska flughersins - Luftwaffe - fram i marslok 1974 en þá tók hann við stöðu vestur-þýsks hernaðarfulltrúa i herráði Nató. Eitt þeirra skjala sem ANC komst yfir var bréf frá sendi- herra Suður-Afriku i London til sendiráðsins i Köln dagsett 13. ágúst 1974 - heilu ári eftir að allri samvinnu átti að vera lokið. Þar gefur að lita nákvæma ferðaáætlun Ralls hershöfðingja til Suður-Afriku. - Ég hef skipulagt heimsókn Giinther Rall hershöfðingja til Suður-Afriku i boði varnar- málaráðuneytis vors en opin- berlega ferðast þau i boði hr. Kurt Dahlmanns ritstjóra Windhoek Allgemeine Zeitungí i Namibiu)....Ekkert umtal má verða um þessa heimsókn og af öryggisástæðum ferðast hjónin undir nöfnunum hr. og frú Ball. Nú væri i sjálfu sér ekkert viö það að athuga að v-þjóðverjar miðluðu stjórn Suður-Afriku af þekkingu sinni á beislun kjarn- orku til friðsamlegra nota. Ef samvinnan er bundin við það eitt eins og vestur-þýsk stjórn- völd vilja vera láta. En annað mál er ef um kjarnorkuvopn er að ræða eins og ANC heldur fram i skýrslu sem samtökin sendu frá sér eftir að þau komust yfir bréfin. Þau benda á, máli sinu til sönnunar, aö Suður-Afrika hafi neitað að undirrita alþjóðasamning um bann við útbeiðslu kjarnorku- vopna. Og meira en það: árið 1965 lét einn ráðamanna Suður-Afriku á sviði kjarnorkumála i ljós þá skoðun að landinu væri Herra Rall (e&a Ball) var rekinn vegna dularfullrar heim- sóknar til Suður-Afriku. nauðsynlegt að eignast kjarn- orkuvopn til þess ma. ,,að koma i veg fyrir árásir kjaftagleiðra Afriku- og Asiurjkja,’ eins og hann orðaði það. Þá verandi forsætisráðherra landsins, Verwoerd, tók heilshugar undir þetta. Þremur árum seinna staðfesti yfirhershöfðingi landsins, H.J. Martin, að smiði eldflauga sem þá var i gangi væ'ri tengd áætlunum stjórnar- innar um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Fleiri tóku undir þetta, þám. áðurnefndur dr. Roux sem mjög kom við sögu i samskiptum við vestur- þýska ráðamenn og iðjuhölda. Roux þessi tók td. þátt i við- ræðum við Haunschild ráðherra árin 1971-72. Þrátt fyrir þá ákvörðun þýsku sambands- stjórnarinnar að taka ekki beinan þátt i að fjármagna suður-afriska verksmiðju sem á að auðga úranium i ágúst 1973 er sagt að mánuði seinna hafi verið haldinn fundur i Bonn þar sem ráðherrar visinda, efna- hagsmála, utanrikismála og fjármála tóku ákvörðun um að taka þátt i samvinnu við Suður- Afriku um byggingu verksmiðju sem auðgar úranium. Bygging hennar á að hefjast á næsta ári og að sögn suður-afrískra heimilda verður hægt að nota framleiðslu hennar jafnt i frið- samlegum sem ófriðsamlegum tilgangi. Það er margt sem bendir til þess að tilgangurinn með sam- vinnunni sé ekki sem friðsam- legastur. Til dæmis sú mikla áhersla vestur-þýskra stjórn- valda til að sveipa samvinnuna huliðsblæju. Hvaða tilgang hefur það ef einungis á að hita upp og lýsa suður-afrisk mann- virki? Þegar ANC birti skyrslu sina voru fyrstu viðbrögð Bonnstjórnarinnar að þvertaka fyrir hverskonar samstarf við Suður-Afriku á sviði kjarnorku- mála. Sagt vár að heimsókn Ralls hafi verið algjört „einka- mál’ hans. En þegar vikuritið Stern tilkynnti að það hyggðist hefja birtingu leyniskjalanna flýtti vestur-þýska varnar- málaráðuneytið sér að reka Rall úr embætti. Var honum gefið að sök að hafa vanrækt að gefa yfirmönnum sinum skýrslu um „hinar sérstöku ástæður’ fyrir heimsókn hans til Suður- Afriku. En Bonnstjórnin harðneitaði enn að nokkur fótur væri fyrir þvi að eitthvert samstarf hafi átt sér stað milli vestur-þjóð- verja og Suður-Afriku á sviði kjarnorkumála. Einka- og rikis- fyrirtæki hafa annað hvort afneitað öllum sögum af þátt- töku þeirra i samstarfinu eða neitað að svara. Allt þetta mál er svo gruggugt að háværar raddir hafa krafist þess i Bonn að málið verði kannað ofan i kjölinn, einkum þáttur varnarmálaráðherrans, Georg Leber, i þvi. Það væri heldur ekki úr vegi að fulltrúar Natórikjanna - td. islenskir ráð- herrar - krefðust rannsóknar á hlut bandalagsins i þessari samvinnu. -ÞH tók saman. Aí hverju kaupaþýzkir sjómenn íslenzkan sjófatnaó frá Sjóldæóagerómni ? Vegna þess að Sjóklæðagerðin getur státað af meira en 40 ára reynslu í framleiðslu vinnufatnaðar fyrir þá, sem vinna við erfiðar aðstæður. Öryggisfatnaður Sjóklæðagerðarinnar er viðurkenndir af sjómönnum. Hann er slitsterkur, stífnar ekki í frosti, er lipur við vinnu, og er úr sjálflýsandi rauðgulu öryggislitu efni. Blússan fæst með eða án hettu, en buxurnar eru búnar þægilegum smellum, þannig að það er sama hvor hliðin snýr fram eða aftur. Sjógallinn er framleiddur til þæginda og öryggis fyrir þá, sem vinna við erfiðar aðstæður. SJÓKLÆÐAGERÐIN H.F. Atvinna ■ Atvinna Borgarbókavörður Staða borgarbókavarðar er laus til um- sóknar. Launakjör fara eftir samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborg- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu borgarstjóra fyrir 7. nóvember n.k. 14. október 1975, Borgarstjórinn i Reykjavík. Lausar læknastöður Staða læknis við heilsugæslustöð á Akra- nesi er laus til umsóknar. Umsóknir send- ist heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu fyrir 15. nÖv. 1975. Staða læknis við heilsugæslustöð á Sauð- árkróki er laus til umsóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 15. nóvember 1975. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 13. október 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.