Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 28
28 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. október 1975.
f' ' p a r □ [P r 1 '-5-> / CJ - £ a 0 • ~ ■ Jl-
íslandsmótið í handknattleik hefst í kvöld: |
VALUR OG GRÓTTA OPNA
1. DEILDARKEPPNINA
Mótið verður fjölmennasta mót sem háð hefur verið
í kvöld kl. 20.15 hefst keppni íslandsmótsins i
handknattleik og það verða Valur og Grótta sem
opna mótið með leik i 1. deild karla. Strax á eftir
leika svo Vikingur og Ármann. Þetta íslandsmót
verður það fjölmennasta sem haldið hefur verið hér
á landi. Alls taka 192 lið þátt i mótinu og leikmenn
verða 2900 og Ieikirnir alveg um 900. Mótið fer fram
á 7 stöðum á landinu i 8 keppnishúsum. Eins og
vanalega beinast augu manna fyrst og fremst að 1.
og 2. deild karla og 1. deild kvenna. En þar sem
keppnin hefst með leikjum i 1. deild karla skulum
við aðeins huga nánar að væntanlegri keppni i
henni.
Keppni verður með dálitið öðr-
um hætti en vanalega i 1. deild
karla. Helsta breytingin er sú, að
nú verður fyrrihluti mótsins leik-
inn á einum og hálfum mánuði,
fyrri umferð á að vera lokið 30.
nóv. Desembermánuður fer siðan
i undirbúning landsliðsins fyrir
ÓL keppnina við Júgóslava. Þá er
einnig tekið tillit til þess að tvö 1.
deildarlið, Vikingur og FH taka
þátt i EB.
Siðari umferð mótsins hefst svo
3. janúar en fyrirhugað er að mót-
inu ljúki 22. feb. en þá verður bik-
arkeppni HSI að sjálfsögðu eftir.
Liðin i 1. deild
Og þá erum við komin að
spurningunni sem brennur á
allra vörum sem áhuga hafa fyrir
handknattleiknum hvaða lið vinn-
ur 1. deild i ár — Þessu getur eng-
inn svarað fyrr en 22. jan. eða um
það bil. En það má svona til gam-
ans leika sér að þvi að spá fyrir
um hvaða lið berjist um topp og
botn i mótinu.
Þvi miður hefur maður ekkert
annað en Reykjavikur og Reykja-
nesmótið til að styðjast við, þegar
spá á um styrkleika liðanna i vet
ur. En þvi miður hefur það vana-
lega reynst hæpinn mælikvarði og
til marks um það er að liðið sem
hefur orðið Reykjavikurmeistari
undanfarin ár hefur ekki unnið Is-
landsmótið En hvað um það við
skulum leika okkur við að spá um
mótið.
Ég tel augljóst að Vikingur, Is-
lands og Reykjavikurmeistari,
FH og Valur, berjist um toppinn i
vetur. Hver þeirra sigrar er ekki
gott að segja um, þar ræður
heppni meira en geta, meistara-
heppnin svo kallaða, sem Viking-
ur hafði i svo rikum mæli i fyrra
og hvaða lið sem er þarf að hafa
til þess að vinna mót.
Um miðja deild hygg ég að
Fram, Ármann og Grótta verði,
jafnvel Haukar, en sú furðulega
ráöstöfun félagsins að ráða engan
þjálfara, heldur láta einn leik-
manna liðsins sjá um þjálfun, á á-
reiðanlega eftir að verða liðinu
dýr.
Og þá eru bara Þróttarar eftir
og samkvæmt þessu ættu þeir að
falla niður. Vissulega eru mestar
likur til þess að Þróttur falli, liðið
er reynslulaust i svo harðri
keppni sem 1. deildarkeppnin er,
jafnvel þótt jaxl á borð við
Bjarna Jónsson leiki með þvi og
stjórni. Þó er alls ekki vist að
Þróttur falli, liðið er efnilegt og
gæti allt eins sprungið út i vetur,
en það tel ég augljóst að það verði
i neðri þrepum mótsins. Þvi er
það sennilegt að Grótta, Þróttur
og Haukar berjist um neðstu sæt-
in, en vel á minnst, þetta eru að-
eins getsakir útfrá styrkleika lið-
anna I dag, margt getur breyst á
langri leið og þess vegna ekki
verið glæta I þessari spá. Nær-
tækasta dæmið er Armanns-liðiö i
fyrravetur, liðið sem margir
spáðu falli, en varð sannkallaður
meistarabani.
En sem sagt, mótið hefst i kvöld
og við verðum að biða og sjá
hvernig fer, enda væri litið gam-
an að vita úrslit mótsins fyrir-
fram.
—S.dór
Fylkismenn byggja
sér félagsheimili
Siðustu þrjár helgar hefur hópur sjálfboðaliða unnið af kappi að
byggingu nýs félagsheimilis fyrir iþróttafélagið Fylki i Arbæjar-
hverfi og er húsið nú að verða fokhelt. Féiagsheimilið stendur á hæð
rétt ofan við völl félagsins i Seiásnum.
Steinn Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis sagði að
mikil þörf væri orðin fyrir þetta hús, þvi að félagið væri algerlega á
götunni með alla félagsstarfsemi sina. Þarna væri fyrirhugað að
halda liðs og féiagsfundi, hafa opið hús á kvöldin þar sem menn
gætu teflt, spilað eða ieikiö borðtennis o.fl.
Húsið er 75 ferm. að grunnfleti og frárennsli frá húsinu en að öðru
leyti kostar félagið byggingu þess og kostar húsið eins og það
stendur idag um 2 milj. kr. Samkvæmt skipulagi mun borgin, þegar
þar að kemur byggja félagsheimili fyrir Fylki, en þá væri vel hægt
að nota þetta hús sem skiðaskála fyrir Fylki ef áhugi væri á slfku,
þar sem auðvelt er að flytja húsið.
—S.dór
Fimleikanámskeið
fyrir kvenþjálfara
og fimleikadómara
Fimleikasamband Islands efnir
til helgarnámskeiðs i Fimleika-
stiganum fyrir kvenþjálfara og
dómara. Námskeiðið hefst að
kvöldi föstudagsins 17. okt. n.k.
kl. 20.30 i Breiðagerðisskóla.
Farið verður yfir 7.-12. þrep, og
eru þjálfarar og dómarar sem
hafa dómararéttindi i 1.-6. þrepi
eindregið hvattir til að sækja
þetta námskeið.
Þá er einnig öðrum kvenþjálf-
urum og dómurum, sem áhuga
hafa á að kynnast þessu fimleika-
kerfi, gefinn kostur á að sækja
umrætt námskeið.
Kennari verður, Marit Kalland,
Noregi, sem okkur er að góðu
kunn frá þvi siðastliðinn vetur, er
F.S.I. efndi til sams konar nám-
skeiös fyrir þjálfara og dómara,
en þvi lauk með prófi sem veitti
rétt til að dæma fyrstu 6 þrep
Fimleikastigans.
Þá er þess að geta, að með
Marit Kalland kemur ung l'irn-
leikastúlka, Hanne Stenseth, 13
ára gömul, sem sýna mun þær
fimleikaæfingar, sem með þarf, á
þessu námskeiði.
Hannes Stenseth er meðal
fremstu unglinga i þessari grein
fimleika i Noregi um þessar
mundir. Hefur hún nýlokið þátt-
töku i úrtökumóti fyrir lands-
I tilefni af þrjátiu ára afmæli
sinu mun Sundfélag Hafnar-
fjarðar gangast fyrir sundmóti 2.
nóvember næstkomandi. Hefst
mótið klukkan 14.30 og verður
keppt i fjórtán greinum.
Þátttökutilkynningar þurfa að
keppni unglinga i Fimleikastig-
anum, sem fram fer i byrjun nóv.
mánaðar n.k.
Þátttöku i fyrrgreint námskeið
þarf að tilkynna til Ástbjargar
Gunnarsd, simi 33290 eða til ann-
arra stjórnarmanna F.S.l.
berast á timavarðarkortum SSt i
siðasta lagi laugardaginn 25.
október til Trausta Guðlaugs-
sonar i sima 51471, eða ólafs
Guðmundssonar i sima 50953.
Þátttökugjald er eitt hundrað
krónur á hverja skráningu.
Afmælismót
Sundfélags
Hafnarfjaröar