Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. október 1975. Bréf til Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráöherra frá Kjartani Guðjónssyni Nú er svo komið að við blasir horfellir Hr. menntamálaráðherra Vil- hjálmur Hjálmarsson Rvik, 5/10 1975. Ég á sæti i safnráði Listasafns tslands samkvæmt skipan fyrir- rennara yðar og mér er vandi á höndum. Eins og hlýðinn skóla- drengur las ég lexiuna mina, lög um Listasafn Islands, strax og ég fékk skipun. Ég gat ekki betur séð en að eitthvað vantaði á um að lögum þessum hefði verið fram- fylgt. Ég fór á fund i safnráði og drakk kaffi. Þar frétti ég að safn- ið vantaði peninga, og get ég ekki með sanni sagt, að sú frétt hafi komið mér á óvart. Ég drakk meira kaffi og uppúr áramótum frétti ég að allir peningar væru búnir. Ég fór að reyna að hugsa Um Listasafn Islands samkvæmt rökfræði tölvisinnar, sem mér er raunar full erfitt. önnur grein laganna, sem fjallar um hlutverk safnsins, er nánast dauður bókstafur, ef frá eru talin kaup á fáeinum listaverkum ár- lega. Til kaupa á nýjum verkum var safninu úthlutað 1200 þúsund krónum á seinustu fjárlögum, eitthvað sem striðsgróðakynslóð- in hefur vanist að meta sem hæfi- legt til fermingargjafa eða svo sem andvirði hálfrar biltikur. t nefndum lögum 2. gr. lið a. segir: að afla svo fullkomins safns is- lenskrar myndlstar sem unnt er, varðveita það og sýna. Liður b: að afla viðurkenndra lisaverka og skal verja i þvi skyni allt að 10 af hundraði af þvi fé, sem safninu er fengið til listaverkakaupa. Geyma má fé i þessu skyni frá ári til árs. — Stundum geta lög orðið eins og billegir brandarar. t ör- væntingu minni og von um betri tið flaug mér i hug hin þjóðlega Við lýsum yf ir eindregnum stuðningi við útfærslu íslensku f iskveiðilögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorumáalla íslendinga að standa saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAGIÐ BJARMI, STOKKSEYRI Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við útfœrslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur í dag, 15. október og skorum á alla íslendinga að standa saman í þessu mesta lífshagsmunamáli íslensku þjóðarinnar SÖLU STOFNUN LAGMETIS Garðastræti 37, Reykjavík patentlausn, lán, vixlar. Ég á- málgaði jafnvel við nokkra lista- menn, hvort þeir myndu lána safninu verk sin um óákveðinn tima, og kváðust þeir allir fúsir til að lána, án þess svo mikið sem að taka kvittun. En mér var sagt að svo virðuleg stofnun mætti ekki slá lán, heldur skyldi hún verða af kaupunum. Það var einu sinni æðsta dyggð fátæklinga á ts- landi, að skulda engum neitt og eiga fyrir útför sinni. En safnið hefur ekki keypt listaverk siðan i upphafi árs. Pislaraganga á fund ráðh., tvær hendur tómar lagð- ar á pólerað skrifborð. Þér munið kannski eftir hinum vinsamlegu viðræðum, skilningi á vandanum og engri niðurstöðu. Þar frétti ég, að þótt safnið vanhagaði um fé, vantaði vegagerðina langtum meira, eða eitthvað á sviði hins stjarnfræðilega. Það breytir sjálfsagt engu, þótt sá sem botn- ar hvorki i prósentum né hlut- fallareikningi, geti ekki skilið annað en, að fjárhæð, sem getur bjargað lifi safnsins, sé eins og krækiber i helviti fyrir vegagerð- ina, — eða var það annars útgerð- in? Ein er sú opinber stofnun, sem hangið hefur á horriminni frá upphafi eða um 70 ár, og gilti þar einu hvort árin voru mögur eða feit. Þessi stofnun er Listasafn ts- lands. Nú er svo komið að við bías- ir horfellir. Það er hart að horfa uppá listasafnið veslast upp. Það er illþolandi að vera útnefndur opinber nefndaraðili og vera sem slikur skikkaður til að drekka kaffi meðan Róm brennur. Ég sé mér þvi ekki annað fært en að biðja ráðherra um að leysa mig undan þessari kvöð. Hvatir minar eru eigingirni: Ég treysti mér ekki til, fyrir aldurs sakir, að berja bumbur og hefja krossferð til að frelsa safnið úr höndum serkja. Hvatir minar eru öfund: Ég get ekki lengur sótt sýningar, þvi að þar er alls staðar fyrir Kjartan Guðjónsson listaverkanefnd Kópavogs með fullar hendur fjár að kaupa myndir: Þeir eru svo frumstæðir þar suðurfrá, að þeir hafa vist e.kki ennþá heyrt getið um prós- entuhlutfallið milli menningar og útgerðar, — eða var það fótbolti? Það er eflaust vegsemdarauki að þvi, að geta slegið fram i stór- þjóðlegum selskap: Lillibó á lika listasafn. En það er kannski betra að þegja um það, að safnið hans lillabó má ekki kosta neitt. Ég ætla mér ekki þá dul, áð ég sé sá sem hefur öll svör á taktein- um við þvi hvað ber að gera við þetta safn, eða gera fyrir það. En við núverandi aðstæður væri það eins vel komið i eldtraustum pen- ingaskáp, og væri þá lagabók- stafnum um varðveislu i það minnsta fullnægt. Alþingi og fjár- veitingavald virðast ekki vita eða kæra sig kollótt um hvort þau hafa i hendi sér fjöregg eða fúl- egg. Það er meir en timabært að hefja opinberar umræður um Listasafn tslands, að huga að breytingum á lögum þess, og end- urskoðun á stjórnskipan þess allri. Eftirmanni minum til glöggv- unar sakar ekki að geta þess, að safnráð er ef til vill einhver best launaða nefndin i öllu kerfinu, röskar fjögur þúsund krónur á mánuði fyrir að fá ekki að gera neitt. Virðingarfyllst Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við útfærslu islensku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag, 15. október og skorum á alla islendinga að standa saman i þessu mesta lifshagsmunamáli islensku þjóðarinnar. Verkalýðsfélagið Afturelding Hellissandi Við lýsum yfir eindregnum stuðningi við útfærslu islensku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur i dag, 15. októberogskorum á alla islendinga að standa saman i þessu mesta lifshagsmunamáli islensku þjóðarinnar. Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Sandgerði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.