Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 9
/
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9
GLAPRÆÐI
AÐ LÁTA
UNDAN
ÚTLENDINGUM
STAÐA
OKKAR
STERK
Rœtt við
Lúðvík
Jósepsson
við útfœrslu
landhelginnar
í 200 sjómílur
Þjóðviljinn sneri sér til
Lúðviks Jósepssonar, al-
þingismanns í tilefni út-
færslu landhelginnar í 200
sjómilur. Lúðvik sagði
fyrst:
— Bg gleðst yfir útfærslunni i
200 sjómilur eins og allir lands-
menn. Hér er vissulega um mikil-
vægan áfanga að ræða, — áfanga,
sem i rauninni á að tryggja okkur
óskorað vald yfir öllu hafsvæðinu
i kringum landið og þá um leið yf-
iröllum fiskimiðum við landið og
öllum helstu gönguslóðum þeirra
fiskistofna, sem við byggjum af-
komu okkar á.
— Nú hefur verið bent á að nær
allur fiskafli okkar sé veiddur
innan 50 milna markanna, en til-
tölulega litið magn veiðist á
svæðinu milli 50 og 200 milna.
Hvað er það þá, sem gerir út-
færsluna i 200 milur svona þýð-
ingarmikla?
— Það er rétt, að öll fengsæl-
ustu fiskimiðin við ísland eru á
landgrunnssvæðinu innan 50
milna markanna. Talið er að á
þvi svæði hafi islendingar og út-
lendingar veitt um langt árabil
rúmlega 95% af öllum svonefnd-
um „botnfiski”, þ.e.a.s. af þorski,
ýsu, ufsa og karfa, og nokkrum
öðrum tegundum. Um það er þvi
ekki að villast að dýrmætustu
fiskimið okkar eru innan 50 milna
markanna. En eigi að siður er
mjög þýðingarmikið fyrir okkur
að hafa fullkomin yfirráð yfir
hafsvæðinu milli 50 og 200 milna.
Yfirráð okkar á þvi svæði gera
okkur auðveldara að fylgjast með
fiskigöngum og auk þess getur til
þess komið að fiskveiðar verði
stundaðar þar i miklu rikari mæli
en nú er. Þá ber einnig að hafa
það i huga, að á þessu ytra svæði
getur veiðst sild og loðna. Sild-
veiðin mikla djúpt út af Austur-
landi á árunum 1963—1967 var til
dæmis á þessu ytra belti.
— Telur þú að útfærsla i 200
milur nú muni reynast okkur erf-
iðari en útfærslan i 12 milur og
siðar i 50 milur?
— Nei, þvert á móti. Útfærslan i
12 milur var erfið. Þá var þróunin
i landhelgismálum ekki komin
eins langt og nú, og andstaða
vestur-evrópuþjóða miklu harð-
skeyttari en nú.
Rétt er lika að hafa það vel i
huga, að krafa okkar þá um að
búa einir að fiskimiðunum innan
12 milna var miklu stærri krafa
varðandi hagsmunamál breta og
ýmissa annarra þjóða, eins og þá
stóðu sakir, en krafan nú um að
vikja þeim af svæðinu milli 50 og
200 sjómilna.
Útfærslan i 50 milur var lika
miklu stærra átak en það sem nú
er verið að gera fyrst og fremst
vegna þess að með þeirri út-
færslu vorum við að tilkynna t.d.
bretum, að þeir yrðu að vikja al-
Gúmmíbáturinn f Alberti gerður kiár fyrir brottför úr Reykjavfkurhöfn í gær. Myndir gsp
Varöskipið Albert. „iitii brdðir”, leggur út á mið I varnarleik 200 mfinanna.
gjörlega af fiskimiðunum hér við
land.
— Ertu bjartsýnn á að útfærsl-
an heppnist vel eða heldur þú að
við neyðumst til að láta undan
kröfum breta og þjóðverja?
— Ég er sannfærður um að við
þurfum ekki að láta breta og vest-
ur-þjóðverja hafa sitt framT~
Fyrir liggur að mikill meiri-
hluti þjóða i heiminum fylgir orð-
ið 200 milna efnahagslögsögu.
Formlegt frumvarp að alþjóða-
samþykkt liggur orðið fyrir um
200 milna réttinn og þess er vænst
að það náist mjög viðtækt sam-
komulag um það á næsta ári.
Bandarikin eru að samþykkja
lög um einhliða útfærslu i 200 sjó-
milur. Bretar hafa opinberlega
lýst sig fylgjandi 200 milna regl-
unni. Sovétrikin og Kina og fleiri
áhrifamikil riki hafa einnig lýst
yfir fylgi sinu við 200 milna sjón-
armiðið. Við þessar aðstæður er
ekki hægt að taka hótanir breta
alvarlega.
Auðvitað reyna breskir togara-
eigendur og þýskir togaraeigend-
ur að komast eins langt og þeir
geta. Vandi okkar er nú sá sami
og jafnan áður. þegar reynt hefir
á i landhelgismálinu.
Spurningin er um dug okkar og
stefnufestu, um utliald og uni ein-
arða og ákveöna franikomu. Um
það að standa fast á rétti okkar.
láta ekki bugast þó að á okkur
dvnji ýinist bliðmæli eða hótanii .
Það er auðvitað fráleitt að
heyra islenska ráðherra tilkynna
það i upphafi baráttunnar, að is-
lendingar geti ekki varið land-
helgi sina og þvi sé best að semja
um undanhald. Það er lika furðu-
legt að það skuli þolað að ráð-
herrar landsins skuli tala um að
selja landhelgisréttindi i staðinn
fyrir tollalækkanir og það þvi
fremur. sem þær tollalækkanir
höfðu áður verið kevptar fvrir
hliðstæðar tollalækkanir.
Iíg er bjartsynn á að þjóðin
bjargi landheigismálinu nú eins
og oftast áöur — að hún geri
valdsmönnum það ljóst að iindan-
sláttur i þvi ntáli verður ekki lið-
inn.
200 MÍLURNAR
FYRIR
ÍSLENDINGA
EINA