Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 17
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1975. Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 » ENGA SAMNINGA UM LANDHELGINA Megum ekki versla með toll- fríðindi og land- helgina — Pagurinn, þegar landhelgin verður færð úti 200 mílur verður að sjálfsögðu hátiðisdagur á is- landi, ekki sist hjá sjómönnum, sagði Ólafur Þorgeirsson 2. vél- stjóri á Ársæli Sigurðssyni GK, en hann hittum við niðri á bryggju I Grindavfk, þar sem hann var að fara um borð i skip sitt. — Hvað um samninga? — Ég tel ekki ráðlegt að semja um undanþágur innan landhelg- innar. Hitt er annað, ef það reyn- ist nauðsynlegt að semja, sem ég vona að komi ekki til, þá kemur að minu áliti ekki til mála að semja um annað en það sem við viljum sjálfir, okkar vilji i þeim efnum VERÐUR að fá að ráða. Þetta vil ég skýrt taka fram. — Óttastu þorskastrið? — Ég á von á þvi að bretar reyni að svnast svona til að byrja með. Þeir munu eflaust senda hingað herskip ef samningar tak- ast ekki, en eins og fyrr stöndum við i þeim og þeir munu fyrr en siðar gefast upp á að veiða undir herskipavernd, geta hvergi leitað hafnar i hinum ótryggu vetrar- veðrum við tsland, nei, ég held að við þurfum ekkert að óttast i þeim efnum. — Hitter miklu alvarlegra að ég fæ ekki séð að við getum varið sagði Ólafur Þorgeirsson vélstjóri landhelgina eins og nú er i pottinn búið. Það þarf að halda varðskip- unum meira úti, fjölga skipúm og þá ekki sist'flugvélum landhelgis- gæslunnar. Það er ekki til neins . að tala um 200 milna landhelgi ef við erum ekki menn til að verja hana. þá verður landhelgi okkar ekki annað en nafnið tómt. Þá vil ég einnig taka skýrt fram að þeim rökum sem færð hafa verið fram um nauðsyn á samn- ingum vegna tollafriðinda hjá EBE tek ég með varúð. Mér finnst að þessi tollfriðindi séu ekki það stórmál, að það komi til greina að versla með þau og land- helgina. S.dór sagði Jóhannes Jónsson sjómaður á Þorsteini Gíslasyni GK helgisgæslan er efld, þannig að hún geti sinnt þvi sem henni ber. Fiskveiðar eru undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar og það er ekki til neins að ráðast i dýrar virkjunarframkvæmdir og annað i landi, ef fiskimiðin eru látin drabbast niður vegna þess að við erum ekki menn til að verja þá landhelgi sem við höfum helgað okkur og eigum með rétti. Virkj- anjr koma að litlu gagni ef fiski- miðin við landið eyðast. —S.dór segir Ásgeir Magnússon stýrimaður komið að gagni fyrir islenska sjó- menn? -Um það þarf vist ekki að deila, hún hefur gert það. Þvi þrátt fyrir mtnnkandi aflamagn, þá getum viðrétt imyndað okkur ástandið ef erlendu togararnir væru skark- andi hér uppað 4 milum eins og var fyrir 1958. Slfkt ástand vjldi ég ekki upplifa. -Hitt er svo annað mál, að við islendingar þurfum að taka sjálfum okkur tak og það rækilegt i sambandi við smáfiskadrápið fyrir norðan og austan. Það er okkur til skammar og verður að linna. -S.dór Grindavik er einn allra stærsti útgerðarbær lands- ins og á eftir að verða enn stærri á komandi árum eftir þá stækkun og lag- færingu hafnarinnar þar, sem nú fer senn að Ijúka. Þangað lögðum við leið okkar og ræddum við nokkra menn sem á vegi okkar urðu á hafnarsvæð- inu. Það var samdóma álit þessara manna að samn- ingar um veiðiheimild til handa útlendingum innan landhelginnar kæmi ekki til greina, alls ekki innan 50 milnanna og þvi aðeins á milli 50 og 200 mílnanna að farið verði i einu og öllu eftir fyrirmælum okkar islendinga i því efni. Þeir eru vissulega til innan hóps ráðamanna þessarar þjóðar sem vilja umfram allt semja við beta og V- þjóðverja. Og maður fær ekki betur séð en að þeir telji sig tala fyrir munn margra þegar þeir halda þessu fram. Þess vegna hlýtur það að koma þess- um mönnum á óvart hve eindregin afstaða manna i svo stórum útgerðarbæ sem Grindavik er gegn þvi að samið verði um undan- þágu veiðiheimildir innan landhelginnar. Manni býður í grun að afstaða fólks i öðrum sjávarpláss- um sé svipuð. Ætli það væri því ekki full ástæða fyrir ráðamenn að endurskoða afstöðu sina til samninga, þeir hafa greinilega ekki kannað hug fólks í sjávar- plássunum, þess fólks sem öðrum fremur á allt sitt undir sjávarútvegi, þess fólks sem skapar þau verð- mæti sem við öll byggj- um afkomu okkar á. ENGA SAMNINGA INNAN 50 MÍLNA — Við höfuin verið á trolli i sumar en ósköp litið haft upp. Ætli við liölduni ekki eitthvað áfram á trollinu en skiptum svo yfir á net i haust sagði Jóhannes Jónsson skipverji á Þorsteini Gislasyni GK en hann var að gera við trollið niðri á bryggju i Grindavik, en báturinn i sniávið- gerð i slippnum. Við báðum Jó- hannes um álit hans á útfærslunni i 20« milur: — Auðvitaðfagna ég henni, það gera allir islendingar. — Hvað um undanþágusamn- inga innan hennar? — Samningar um undanþágur innan 50 milnanna koma ekki til greina að minu viti, ekki undir neinum kringumstæðum. En ég tel að við verðum að semja um einhverjar veiðiheimildir á milli 50 og 200 milnanna en þá verður lika okkar vilji að fá að ráða. — Hvernig viltu láta efla land- helgisgæsluna? — Já, þar kemurðu inná mál, sem ekki þolir neina bið. Við verðum að efla hana, það er ekki til neins að færa landhelgina út i 200 milur, ef við getum ekki varið 50 milurnar, en það höfum við alls ekki getað gert, bæði vegna van- búnaðar gæslunnar og vanstjórn- ar á henni. — Mitt álit er það, að við eigum að láta fjárfrekar framkvæmdir i landi biða eitthvað, meðan land- Tíminn vinnur með okkur ef til þorska stríðs kemur — Helst vildi ég alls enga samninga um undanþágur til handa útlendingum um veiðar innan landhelginnar, en ef það hinsvegar reynist nauðsynlegt fyrir okkur að semja þá koma samningar um veiðar innan 50 milnanna ekki til greina, sagði Vilmundur Ingimarsson hafnar- vörður í Grindavik. — Þetta er min skoðun og ég hygg að fólk i sjávarplássum á Is- landi sé allt einhuga i þvi að samningar innan 50 milnanna komi ekki til greina og að samn- ingar þar i milli 50 til 200 milna, lúti i einu og öllu okkar vilja. — Óttastu þorskastrið ef ekki semst? — Það má reikna með þvi, bretar reyna eflaust að herja á okkur með þvi að senda herskip sagði Vilmundur Ingimarsson hafnarvörður í Grindavík til verndar togurunum, en ég ótt- ast það i sjálfu sér ekki neitt. Þeir hafa tvivegis reynt þetta áður og i bæði skiptin mistekist og svo mun einnig fara nú ef þeir reyna það. Timinn vinnur alltaf með okkur i þessu máli. — Og þá komum við að mjög brýnu máli, en það er efling land- helgisgæslunnar frá þvi sem nú er. Það þarf að fjölga varðskipun- um og fjöiga áhöfnum til muna, þannig að alltaf sé til skiptiáhöfn og að skipin þurfi ekki að liggja bundin við bryggju i Reykjavik vegna þess að ekki eru til skipti- áhafnir. Það er enginn vandi að ná þvi marki að stórefla land- helgisgæsluna með þvi að fresta einhverjum frjárfrekum fram- kvæmdum i landi um stund meðan verið er að efla gæsluna. Efling hennar á að ganga fyrir öllu öðru. Ég hef aldrei viljaö samninga um land- helgina -Ég hef aldrei viljað neina samninga uni undanþágur innan landhelginnar og þvi vil ég þær ekki frekar nú. í minum huga koma alls engir samningar til greina um undanþágur til handa útlendingum um veiðar innan 200 milanna, sagði Kjartan Kristjánsson I. vélstjóri á Hrafni Sveinbjarnsyni 3. i Grindavík. -Menn eru að tala um tollfriðindi sem við fáum ef við semjum. Það hefur hvergi komið fram að við græðum á þvi þegar allt kemur til alls. Mér heyrist að það séu aðeins þeir sem eru með undanslátt i landhelgismálinu og vilja semja, er minnast á þessa tolla. Og ég dreg i efa aö við græðum neitt á þessum tollfrið- indum. Menn eru að nefna upp- hæðir sem greiða þarf i tolla af Kristjánsson sagði Kjartan vélstjóri íisksölum i Bretlandi. Þessir sömu menn hafa aldrei lagt fram tölur um hve mikils virði þessi sami fiskur,er við seljum bretum óunninn, væri efvið tækjum hann sjálfir til vinslu og seldum þannig úr landi. Það þarf að koma fram. -Svo er annað mál sem ekki þolir bið, það er efling landhelgis- gæslunnar. Það þarf að endur- skipuleggja hana frá grunni. Hún er stjórnlaus eins og er og alger- lega máttvana að verja 50 milna landhelgi, hvað þá 200milna. Það þarf að fjölga skipum, flugvélum og áhöfnum, við verðum að leggja allt i sölurnar til þess að land- helgisgæslan okkar geti sinnt hlutverki sinu, hún á að hafa for- gang meðan verið er að byggja hana upp. —S.dór VARSAMDÓMA ÁLIT ÞEIRRA MANNASEM RÆTT VAR VIÐ UM ÞETTA MÁLí GRINDAVÍK Eigum ekki að Ijá máls á samningum -Ég fæ ekki betur séð i þvi fiski- leysi sem nú er á Islandsmiðum en að okkur veiti ekkert af þessum „pöddum” er enn fást úr sjónum innan við 200 milna- mörkin, þannig að ég er á móti öllum samningum, frá landi og úti 200 milur, sagði Ásgeir Magnússon stýrimaður á Hrafni Sveinbjarnarsyni 3. -Menn benda á þau tollfriðindi sem við fáum hjá EBE löndunum ef við semjum. Ég skal viður- kenna að ég þekki ekki þau mál og allar tölur i sambandi við það nógu vel til þess að dæma um það mál, en af þvi sem maður hefur heyrt og lesið um málið, fæ ég ekki kéð að það sé svo stórvægi- legt að það sé þess virði að skipta á tollfriðindum og undanþagú- veíðum innan landhelginnar. -Óttastu þorskastrið? -Vel má vera að til þess komi ef ekki verður samið. en bretar halda það ekki lengur út en þau tvö sem þeir hafa lagt i og gefist upp á. Nú, þá er þess og að geta að bretar sjálfir eru að fara fram á 200 milna efnahagslögsögu og það verður erfitt fyrir þá að sam- ræma þau tvö mál, að herja á okkar 200milnalandhelgi og setja siöan sjálfum sér slika lögsögu. Það ætti þvi ekki að vera hætta á neinni alvöru frá bretum i sam- bandi við þorskastrið. -Ifefur 12 og 50 milna útfærslan útfærsla og vörn land- helginnar, hlýtur að koma sjómönnum meira við en öðrum stéttum þjóðfélags- ins, jafnvel þótt fiskveiðar séu undirstöðuatvinnuveg- ur þjóðarinnar og komi því hverju mannsbarni á islandi við. Og þegar slík- ur atburður gerist, sem útfærsla landhelginnar í 200 mílur, liggur beint við að leita álits sjómanna á henni, svo og alits þeirra á hvort semja beri við aðrar þjóðir um undanþágur til veiða innan landhelginnar og vörslu hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.