Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 18
18 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. október 1975.
Viö
höfum
alltaf
samiö af
okkur
segir Ólafur
Arnbergsson
netagerðarmaöur
Niðri á bryggju í Grindavik
stóöu tveir menn og voru að gera
við sildarnót úr Hrafni Svein-
bjarnarsyni GK. Þeir sögðust
heita Ólafur Arnberg og Eyjólfur
Vilbergsson, vera uppgjafa sjó-
menn en stunduðu nú netavið-
gerðir. Við tókum Ólaf fyrst tali
og spurðum hann um álit á út-
færslu landhelginnar i 200 milur.
— Eins og allir islendingar
fagna ég henni auðvitað. Það er
sannarlega timabært að færa út.
— En hvað um samninga um
undanþáguveiðar?
— Að minu áliti koma alls engir
samningar til greina, alls engar
undanþágur innan 200 milnanna.
Við höfum alltaf verið með ein-
hverja undanþágusamninga
þegar fært hefur verið út en alltaf
samið af okkur.
— En svo er annað. Það er ekki
nóg að færa út landhelgina, ef við
erum ekki menn til þess að verja
hana.
— Eigum við þá að fjölga varð-
skipunum?
— Ég er ekki viss um að þess
þurfi, en hinsvegar þarf að halda
þeim skipum sem við eigum úti.
bað vita allir að varðskipin liggja
3—4 i senn i Reykjavik dögum
Hótanir
breta aö
engu
hafandi
sagði Jón
Guðmundsson
skipverji á Hrafni
Sveinbjarnasyni
GK
Skipverjar á Hrafni Svein-
bjarnarsyni GK voru að útbúa
skipið á síldveiðar og við tókum
einn þeirra tali og töfðum hann
frá vinnunni smástund.
— Ég er að byrja sem háseti á
skipinu, en það er verið að leggja
siðustu hönd á undirbúninginn
fyrir sildveiðar hér við land. Síð-
ar i haust er svo ákveðið að fara á
net, sagði Jón Guðmundsson, er
við báðum hann að spjalla við
okkur smástund.
ENGA SAMNINGA UM
LANDHELGISMÁLIÐ
ólafur Arnbergsson og Eyjólfur Vilbergsson dytta að nótinni
saman, af því að það eru ekki til
skiptaáhafnir. Þess vegna er það
haldlitið að fjölga skipunum. Ég
væri þvi að sjálfsögðu hlynntur að
fjölga varðskipum og það gæti
aldrei orðið nema til góðs, en það
þýðir ekki meðan landhelgisgæsl-
an er stjórnlaus eins og nú er, og
sparnaðurinn slikur að skipunum
er haldið i höfn dögum saman.
— Auðvitað vilja allir útfærslu,
en hún má ekki orsakast af þvi að
hún eigi að vera rós i hnappagat
stjórnmálamannanna, eins og
manni sýnist hún vera. Sjálf-
stæðismenn voru á móti útfærsl-
unni i 50 milur, en þegar þeir sáu
hvaða skyssu þeir höfðu þar gert,
þá sneru þeir dæminu við og töl-
uðu strax um 200 milur, sem auð-
vitað var gott og blessað, en fylgir
hugur máli? Ætla þeir ekki að
fara að semja um svo og svo
miklar undanþágur? Manni
sýnist það, þvi miður.
—S.dór
— Útfærsla landhelginnar i 200
milur er að sjálfsögðu hátiðisdag-
ur hjá okkur sjómönnum eins og
öðrum landsmönnum og kannski
meiri hjá okkur en öðrum.
— Vilt þú láta semja um und-
anþágur til handa erlendum skip-
um um veiðar innan 200 milna
landhelginnar?
— I þessu máli sýnist nú sitt
hverjum eins og gengur. Per-
sónulega tel ég, að ef samið
verður við einhverjar þjóðir, þá
verði það að vera um mjög tak-
markaðar veiðar á enn takmark-
aðri svæðum. Og umfram allt
verður sjónarmið okkar að fá að
ráða við gerð allra samninga ef af
verður. Ég tel að ekki komi til
greina að taka sjónarmið útlend-
inga til greina i sliku hagsmuna-
máli sem útfærsla landhelginnar
og veiðar innan hennar, eru fyrir
okkur islendinga.
— óttastu ekki nýtt þorskastrið
ef ekki koma til samningar við
breta?
— Þeir munu eflaust hóta hinu
og þessu, jafnvel senda herskip á
tslandsmið fyrst i stað, en slikir
tilburðir eru ekki til annars en að
brosa af þeim. Þeir hafa tapað
báðum þorskastriðunum sem þeir
hafa lagt i, timinn vinnur alltaf
með okkur og hann mun einnig
gera það i framtiðinni i þessu
máli. ' —S.dór
SAMNINGAR KOMA
EKKI TIL GREINA
sagði Eyjólfur
Vilbergsson
— Að minu áliti koma samn-
ingarum undanþáguveiðar innan
landhelginnar ekki til greina,
hvorki innan 50 milnanna, né á
milli 50 og 200 milnanna, sagði
Eyjólfur Vilbergsson netagerðar-
maður i Grindavik.
— Og það sem við þurfum að
leggja höfuð áherslu á nú er að
verja landhelgina, við þurfum að
efla landhelgisgæsluna svo að hún
geti annað þvi hlutverki sem
henni er ætlað. Ég fæ ekki betur
séð en að útfærslan nú, sem við
fögnum auðvitað allir islend-
ingar, verði nafnið tómt takist
okkur ekki að verja landhelgina.
— Nú, i sambandi við samn-
inga, sem að minu áliti koma ekki
til greina, má geta þess að eins
og landhelgisgæslan vinnur nú er
óhugsandi að hún geti fylgst með
þvi eftir að landhelgin er komin út
i 200 milur, hvaða skip á öllu
þessu svæði hefur leyfi og hvaða
skip hefur ekki leyfi. begar veiði-
skipin eru orðin dreifð um allt
þetta svæði, hvernig á þá gæslan
að geta þetta?
— Það er einnig alveg ljóst að
gæslunni tekst ekki að verja 200
milna landhelgi eins og hún er i
dag-, þess vegna á, já, og
verður að efla hana og stjórna
henni betur en nú er gert.
— Óttastu nýtf þorskastrið,
verði ekki af samningum við
breta?
— Ja, ég veit ekki hverju skal
svara. Ætli þeir reyni ekki eitt-
hvað fyrst, en þeir hafa raunar
reynt tvisvar áður og gefist upp i
bæði skiptin og þeir gera það
einnig nú, veiðar undir herskipa-
vernd eru of dýrar til þess að
bretar haldi það út til lengdar, við
þurfum þvi vart neitt að óttast i
þeim efnum. — S.dór
Samning-
ar innan
50
mílnanna
koma
ekki til
greina
sagöi Halldór
Þorláksson
sjómaöur
— Ég býst við þvi, að við kom-
umst ekki hjá þvi að semja við
breta og v-þjóðverja um undan-
þágur til veiða innan 200 mílna
landhelginnar, en að minum dómi
kemur ekki til greina að þeir fái
uridanþágu til veiða innan 50
milnanna. ég er ekki til viðtals
um slikt. En um svæðið á milli 50
og 200 milnanna verðum við ef-
laust að semja en þá verður okkar
vilji að fá að ráða, það er alveg
Ijóst, sagði Halldór Þorláksson
sjómaður i Grindavik er við
spurðum um hans álit á landhelg-
isútfærslunni og hugsanlegum
samningum um undanþágur.
— Ég fæ heldur ekki betur séð
en að nóg sé komið af undanþágu-
samningum, viðhöfum alltaf tap-
að á þeim.
— Óttastu þorskastrið ef ekki
semst?
— Já, sjálfsagt reyna bretar að
senda herskip, en ég hef enga trú
á þvi að þeir haldi það neitt út, nú
fremúr en áður. Auðvitað vonar
maður að til þorskastriðs komi
ekki.
— Viltu láta fjölga varðskip-
um?
— Ég fæ ekki séð að það sé til
neins, þegar ekki er hægt að
halda þeim skipum sem við eig-
um nú þegar, úti. bessi varðskip
okkar liggja bundin i Reykjavik-
urhöfn meiripart ársins og til
hvers þá að fjölga? Bara til að
eyða viðleguplássi?
— Finnst þér ástandið á miðun-
um og fiskveiðar hafa batnað og
aukist eftir útfærsluna i 50 milur?
— Það fer ekkert á milli mála
að ástandið hefur batnað stórum.
Maður verður ekki nærri eins
mikið var við erlendu togarana en
aftur á móti hefur veiði ekki
aukist neitt, ekki ennþá. En við
getum rétt imyndað okkur hvern-
ig ástandið væri ef ekki hefði
verið fært úti 12 milur 1958 og þess
vegna mun útfærslan i 50 milur
segja til sin innan skamms tima.
En þá verðum við lika sjálfir að
láta af þvi smáfiskadrapi sem
við stundum grimmilega, islend-
ingar. Það er okkur til skammar.
—S.dór