Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA f Þannig hugsar teiknari Rinascita sér lokavörn einveldis Gava-ættar- innar f Napoli. Kommúnistar - bjargvættir ítalskra borga? Napoli hefur til þessa hnignaö jafnt og þéít. Fyrir nokkrum dögum birtist i blaðinu Washington Post leiðari um þá fögru og listauðugu borg, Feneyjar, Margir góðir menn hafa grátið örlög þeirrar borgar á undanförnum árum. Grunnvatni hefur verið dælt upp úr undirstöð- um hennar i þeim mæli, að borgin var smám saman að sökkva i sjó. Flóð gerðu mikinn usla á fornum og frægum húsum og ekki siður eitrað loft frá stórum nýreistum oliuhreinsunarstöðvum i Porto Marghera, sem er ný iðnaðar- miðstöð og höfn við Feneyjar — gufur þessarar átu sundur fresk- ur, styttur og húsaskraut i skelfi- legum mæli. Að visu hlupu ýmsar stofnanir og ekki sist UNESCO til og koúiu upp sjóði til að hressa við borgina. En forstjóri UNESCO, René Maheu, neyddist til að hóta þvi i fyrra, að féð yrði aftur tekið þvi að það væri notað til annarra þarfa á Feneyjum en til var ætlast. Feneyjar virtust ætla að halda áfram að sökkva i það fen spillingar -og ráðleysis sem einkennt hefur stjórnarfar kristilegra demókrata á ttaliu. Enn bregður svo við, að Washington Post sér ljós fyrir stafni. Það er verið að loka brunnum þeim sem áður dældu vatni undan borginni, búið er að útvega neysluvatn i staðinn, og loks á að. fara að framkvæma fyrirheit um að hressa upp á gamlar byggingar. Iðnþróun á að halda i skefjum. Blaðið þakkar þetta annarsvegar þrýstingi af hálfu UNESCO. Hinsvegar þvi, að nýir menn eru teknir við horgarstjórn Feneyja — kominúnislar og sósialistar. Nýir meirihlutar Þessi saga er gott dæmi um það, sem hefur verið að gerast á ítaliu að undanförnu. Kommúnistar unnu mikinn sigur i kosningum til borga- og héraðsstjórna fyrr á árinu, fengu 33,5% atkvæða þar sem kosið var, en stærsti flokkur landsins, Kristilegir demókratar, fóru niður i 35%. öllum ber saman um, að ein helsta ástæðan fyrir sigur- göngu kommúnista hafi blátt áfram verið sú, að þeir geta boðið upp á heiðarlegri og réttlátari stjórnsýslu. Menn hafa þá reynslu af borgum og héruðum þar sem þeir hafa stjórnað lengi, eins og t.d. Emiliu hinni rauðu og Bolognia, sem er stundum sögð eina italska stórborgin sem lifandi sé i. Það eru einm. þesssi fordæmi sem gera kommúnista að aðlaðandi samstarfsaðilum, ekki aðeins sósialista (sem hafa i rikisstjórn átt i brösóttu sam- starfi við kristilega) heldur einn- ig meðal ýmissa forvigismanna kristilegra demókrata i bæjar- málum. Það er af þessum ástæðum, sem myndun héraðsstjórna og borgarstjórna um Italiu undan- farna vikur og mánuði hefur leitt til þess, að kommúnistar hafa sýnu meiri áhrif á stjórnsýslu i daglegu lifi á Italiu en jafnvel glæsilegar kosningatölur þeirra sýna. Það cr lalið, að núna stjórni þcir eða taki þátt i að stjórna um 60% af ibúum italfu. Þeir eiga borgarstjóra eða taka þátt i að stjórna Torino, Feneyjum, Flórens, Bologniu, Genúa, Napoli — öllum helstu stórborgum nema Róm, en þar var ekki kosið nú i stunar. í héraðsstjórnum, sem hafa mjög viðtækt vald, hafa kommúnistar meirihluta með sósialistum i Toscana, Umbriu, Liguriu, Piedmonte og Emilia-Romagna. 1 Lombardiu eru kommúnistar með i samsteypustjórn bæði með sósialistum og kristilegum demókrötum. 1 Latium (um- hverfis Róm), Basilcata, Marche og Abruzzia sitja samsteypu- stjórnir mið- og vinstriflokka sem njóta stuðnings kommúnista. Kristilegir demókratar hafa á landsmælikvarða hafnað hingað til tilboði kommúnista um „hina sögulegu málamiðlun”, sem felur i sér samstarf þessara tveggja stærstu pólitisku afla landsins. En úti i borgum og héruðum er þessi „málamiðlun” að verða veruleiki — stórauðvaldinu, Efnahagsbandalaginu. og Kissinger til mikillar hrellingar. En arfur sá sem kommúnistar taka við eftir kristilega er mjög óglæsilegur. Gifurleg fjármála- spilling samfara þungbærri skriffinnsku og niðurdröbbun al- mennrar þjónustu hefur varvetna fylgt valdaklikum kristilegra. Og nú þegar kommúnistar og sósialistar ætla að taka til hend- inni — til dæmis leysa neyð hús- næðislausra, þá eru fjárhagslegir möguleikar þeirra mjög skertir. Arfurinn frá kristilegum demó- krötum er þungbær Stjórn kristilegra i Róm hefur einmitt reynt að undanförnu að fleyta sér yfir fjárhagslega örðugleika með þvi að halda eftir hjá sér eða skera niður alls um 900 miljarði kr. þá skatta, sem eiga lögum samkvæmt að ganga til borga-og héraðsstjórna til ráð- stöfunar. Hér verður borgin Napoli tekin sem dæmi um þennan erfiða arf. f Napoli náðu vinstriflokkarnir ekki meirihluta, kommúnist- ar urðu samt stærsti flokkur borgarinnar i kosningunum fyrr á árinu, fengu 27 sæti af 80 i borgar- stjórn. Með öðrum vinstriflokk- um hafa þeir 33 sæti. Eftir kosn- ingar átti að reyna að mynda ein- skonar þjóðstjórn i borginni með repúblikana i borgarstjórasæti, en höfðingjar kristilegra demó- krata lögðu bann við þvi. Nánar tiltekið Silvio Gava og sonur hans Antonio Gava. Vinstrimenn voru þvi hálfvegis neyddir fil að mynda minnihlutastjórn. Klíkuveldi Gavaættin (frændur og frænk- ur, tengdafólk og vinir) hefur um langt skeið ráðið Napoli. Stjórn þeirra á borginni er talin eitthvað versta dæmi um það hvernig djúptæk og margþætt spilling hef- ur ekki einungis komið i veg fyrir framfarir heldur beinlinis valdið þvi að stóru samfélagi hefur stór- lega hrakað — og eru þó mörg dæmi slæm um ftaliu sunn- anverða. I borginni eru 1,2 miljónir ibúa og þar af ganga 125 þúsundir at- vinnulausar og vændiskonur eru tiu þúsund. Barnadauðinn er hærri en i mörgum þróunarlönd- um. 1 miðborginni eru hús og heilar götur að grotna niður, sorpræsin springa með þeim tilþrifum að óþverra bókstaflega rignir yfir mannfólkið. Heil- birgðisástandið er talið hafa beinar hættur i för með sér fyrir afganginn af landinu. Hinn marg- lofaði Napóliflói, sem, lofaður er i söngvum (O sole mio) er einhver mengaðasti pollur i heimi. Bannorð og „reddingar” Nú eru fyrir rétti i Napoli tveir yfirlæknar á sjúkrahúsum, en vanræksla þeirra leiddi til þess, að hættulegur faraldur kom upp á ungbarnadeild og kostaði hann tuttugu börn lifið. Sjálfsagt félagslegt verkefni eins og rekst- ur spitala er að miklu leyti i hönd- um privatspekúlanta, sem hafa hæpna læknisfræðilega kunnáttu og eru á enn vafasamara sið- ferðisstigi. Annar þessara hand- teknu lækna er 32 ára — hann á stórt fæðingasjúkrahús og hluta- bréf i fjórum öðrum. Sú stað- reynd, að læknar þessir koma fyrir rétt, þykir benda til þess, að hin pólitiska vernd sem slikir menn hafa áður notið sé ekki hin sama og áður. Fyrir utan atvinnuleysingjana 125.000, býr i Napoli svipaður fjöldi fólks, sem fer á fætur á morgnana án þess að vita hvernig á að útvega daglegt brauð, og bjarga sér siðan sér einhvernveg- inn með ótrúlegust'u „redding- um” sem þekktar eru úr gaman- leikjum Italiu, en eru hreint ekki spaugilegar i reynd. Hér er um að ræða fólk sem stundar allskonar smásvindl eins og að þykjast innheimta gjöld af bilastæðum, gabbar túrista, leigir rúmið sitt i tvo tima, eða fær nokkrar krónur fyrir að sitja á biðstofu tannlæknis og sýna hve hann er eftirsóttur. A hverja 30.000 ibúa er einn læknir — en 300 spákonur og „vitringar”. Atvinnuleysið heldur áfram aö vaxa, og þrjú stór alþjóðleg fyrir- tæki (m.a. Dunlop) eru að loka útibúum sinum i Napoli. Bygg- ingariðnaðurinn er i lamasessi. Fiskveiðar eru i kreppu vegna mengunar. Landbunaði i hérað- inu i kring er að hnigna og flótta til borgarinnar heldur áfram i stórum stil — um leið og þeir sem geta reyna að flýja borgina og halþa til iðnaðarborganna i norðri. 2500 bitlingar í sorpinu Kröfugöngur atvinnuleysingja hafa verið tiðar og hafa þær hvað eftir annað leitt til átaka. Þær eru ekki skipulagðar af kommúnista- flokknum eða verkalýðsfélögun- um —vinstri armurinn er þvert á móti, smeykur við þessi átök, sem hann telur að geti orðið vatn á myllu fasista. En bæði atvinnuleysingjar og verklýðsfélögin berjast á sömu vigstöðvum. Þau halda þvi fram, að hinar opinberu vinnumiðl- unarskrifstofur ráði aðeins þá menn, sem geta veifað flokks- skirteini kristilegra demókrata. Og þar með er komið að hinni mjög einföldu útskýringu á þvi einveldi sem Gavaættin hefur hingað til farið með i Napoli. AU- arr-stöðuvaitiftgar-fara-um flokks- skrifstofur hennar i hverfuritfrfT— hvort sem ráðinn er öskukarl eða bankastjóri. Sorphreinsunar- menn eru reyndar mjög gott dæmi. 3500 eru á launaskrá i Napoli, en aðeins 1000 vinna. Uinir fá laun sin seni einskonar viðurkenningu fyrir pólitiska frammistöðu. Borgin hefur 13.000 manns á launaskrá og er þar með stærsti vinnuveitandi á staðnum. Mikill hlut þessa fólks vinnur engin störf — og þar með er fengin nokkur skýring á þvi, að Napoli er skuld- ugasta borg landsins. Eitt af l'yrstu verkefnum minnihluta- stjórnar kommúnista verður að hreinsa til i þessu kerfi. Þetta er semsagt borgin sem kommúnistar taka við. Það er engin furða þótt hinn nýi borgar- Framhald á 22. siðu. t f i f rJSPÍÍt ^ .rBESS-wis:____ Tekst vinstriflokkunum að snúa við öfugþróuninni f Feneyjum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.