Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. Nokkrir góðir og hollir réttir úr ódýrari hlutum lambskrokksins Nú er lambakjötið upp á sitt besta, og ennþá ætti það að fást ófryst í verslunum, eða þar til sláturtíðin er á enda. Fjöldamargir kaupa heila eða hálfa skrokka, en lenda oft í vandræðum með að nýta vissa hluta skrokksins. Læri og kóti- lettur kunna jú allir að f ramreiða, en þá er mikið kjöt eftir, slög, bógur, bringa, hálsbitar, og mikill hluti af kjötinu er sagaður í spúpukjöt eða smásteik. salt, pipar tæp teskeiö af timian (blóðberg) 500 g hvftar baunir ( lagöar i bleyti yfir nótt) steinselja Skeriö kjötiö i fremur litla bita og steikið ásamt lauknum I smjöri, helliö kjötsoöinu yfir. Kryddið og hvitlaukurinn sett úti. Látiö sjóða undir loki i 1 klst. Sjóöi baunirnar á meöan i söltu vatni, sliö og setjiö úti kjötréttinn. Stráiö steinseljunni yfir. Lambapottur torgkaupmannsins 1 kg lambakjöt meö beini 10-15 gulrætur 2 paprfkur 1 selleristilkur 1 blómkálshöfuö 2-3 laukar eöa púrra 3 msk smjör lauksalt, pipar 2-3dl. vatn Skeriö grænmetiö I bita og látiö krauma I smjöri, bætiö kjötinu út I, þá vatninu og látiö sjóöa undir loki i 1 klst. Stráiö steinselju yfir. Lambakjötið hans Jóakims 1 kg litlir lambakjötsbitar meö beini 50 g. brætt smjör sait, pipar 1/2 tsk. oregano eöa rosmarin safi úr 1/2 sftrónu 1 dl. þurrt hvitvín Leggiö kjötiö i járnpott, sem má setja I ofn, kryddið og hellið brædda smjörinu yfir. Steikið viö meðalhita i um 40 minútur eöa þar til kjötiö er meyrt.Bætiö þá sitrónusafa og vini yfir og steikiö enn i 5 mínútur. Gott meö heitum kartöflum. íslenskt lambakjöt á mið-evrópsk- an máta Við ætlum nú að birta nokkrar uppskriftir af lambakjöts- réttum þar sem þessir hluta skrokksins eru notaðir, gjarnan meö beininu. Heilir lamba- skrokkar kosta nú 397 krónur kilóið, en súpukjöt kostar 460 krónur kg. og smásteik úr fram- hrygg 588 krónur. Læri og kóti- lettur eru svo enn dýrari, svo aö við sjáum að ódýrast er aö kaupa heila skrokka ef maöur hefur tækifæri til þess að geyma þá. Þessar uppskriftir eru flestar frá Mið-Evrópu og notuö ýmis krydd og jafnvel hvitvin i rétt- ina, en hver og einn getur sleppt eða breytt þessum bragðaukum eftir smekk. Helst er mælt með að þessir réttir séu soönir. steiktir i járnpottum, sem munu vera margfalt hollari en ál eða hliöstæö efni. Járnpottarnir hafa nefnilega átt sinn þátt i aö vernda heilsu forfeðra okkar og formæðra, en matur úr þeim veröur mun járnrlkari en ella og þvi hollari. Best er að gera réttina úr ófrystu kjöti, einkum ef siðan á að frysta þá. Þessa rétti má gjarnan frysta I litlum álbökkum þegar þeir eru orönir vel kaldir. Bökkunum er þá lokað vandlega, og siðan má geyma þá I frysti i nokkra mánuöi. Réttirnir sem eru meö sósum eða I legi, eru sérlega tilvaldir til frystingar, en best er slðan aö hita þá i álbökkunum i ofni, þegar þeir eru teknir úr að nýju. AKATHERN -MELTAWAY — snjóbræðslukerfi úr PEX plaströrum frárennsliskerfi úr PEH plaströrum. Saffranslamb 1 kg. lambakjöt meö beini, súpukjöt, slög og fleira, vel brytjað. 1 msk smjör eöa oiia 1 msk hveiti 1 tsk. paprika 1/2 g saffran salt 2 1/2 dl. þurrt hvitvin 2-3 púrrur. Ef vill má skera beinin úr kjötinu fyrst, en bitarnir þurfa að vera litlir. Brúnið kjötið I feitinni, stráið yfir hveiti og kryddi. Helliö vininu yfir og lát- iö krauma i 40 minútur. Bætiö niöurskorinni púrru út i og látiö krauma áfram i 15 minútur Lamb í hvítkáli 1 kg lambakjöt meö beini (gjarnan slög) 1 kg hvitkáli salt 10 grófmöluð korn af hvitum pipar 5 dl vatn hökkuö steinselja (má vera þurrkuð) Raöiðöllu (ekki steinseljunni) i pott, stráiö kryddinu á milli og látiö krauma i rúma klukku- stund. Stráið steinseljunni yfir. Baunapottur 1 kg. lambakjöt með beini, gjarnan súpukjöt 2 laukar 2 hvitiauksgeirar 2 msk. smjör 2-3 msk. tómatkraftur (puré) 1/4 1. kjötsoö (má nota teninga) Yfirleitt eru þessir réttir góðir meö soðnum kartöflum, og þótt notaðsé smjör má að sjálfsögöu einnig nota aöra feiti. Smjöriö er þó ennþá betra, einkum þar sem hér eru oft notuð ýmis kryddefni, sem ekki eru mjög bragösterk, en þeim mun hollari, t.d. steinseljan, sem eykur mjög steinefnainnihald réttanna. Hér er svo sósa á steikt eða soöiö lambakjöt: 1-2 msk smjör salt, pipar 1 dl. vatn eöa þurrt hvitvin súputeningur safi úr 1/2 sltrónu 1 msk. veiti. 2 egg. Þeytið eggin, látið sitrónu- safann drjúpa út i og vökvann, þreytiö vel. Hræriö hveitiö út i örlitlu vatni eöa hvitvini og blandiö út i, kryddiö. Sósan má ekki sjóða, aöeins hitana vel, annars skilur hún sig. Helliö yfir kjöt og kartöflur. Rúllupylsa Hér er svo aö lokum islensk rúllupylsuuppskrift, sem er nokkuö álik þeirri sigildu meö rúllupylsukryddinu, en sérlega góö. Slögin eru jú meöal þess alódýrasta á lambskrokknum og rúllupylsan er tilvaliö álegg og þar aö auki má frysta hana i bitum og nota eftir þörfum. Skolið slögin og takiö beinin úr. Stráiö salti, pipar, hvit- lauksdufti og timian á milli. Vefjiö vel upp og sjóöiö i vel- söltu vatni i um 1 klst. Látið i létta pressu, og rúllupylsan er tilbúin. Eigi aö boröa hana strax, má gjarnan setja brytjaöan lauk, steinselju og marinn hvitlauk á milli, en þaö veröur vatnskennt ef pylsan er geymd lengi. Nýlagnir Viðgerðir Hitaveitutengingar Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506. Nýja verðið og það gamla Kaupið enga flik á börnin, fyrr en þið hafið kannaö hvort hún er á gömlu veröi eöa nýju, sagöi kona við okkur I símann um daginn, en hún hafði verið aö leita að barnaúlpu. Munurinn á úlpum frá i fyrra og nýjum úlpum er svo geysilegur, sagði hún, aö það margborgar sig að skoöa I sem flestar verslanir áður en maður festir kaup á ein- hverri. 1 einni og sömu verslun- inni var til úlpa á 1800 krónur og svipuð ný úlpa, að visu heldur fullkomnari, á heilar 6000 krónur. Sama er að segja t.d. um barnabuxur, þær geta kostað allt frá 1000 krónum upp i 3000. Viðast hvar er litið eftir af eldri vörum, en þar sem þær fást, borgar sig nær undan- tekningarlaust að kaupa þær, sagði hún. Bómull eða gerfiefni Kona hringdi og sagði farir sinar ekki sléttar, en hún hefur verið að reyna að finna einhvers staðar islensk bómullarnáttföt eða náttkjóla. Sagði hún aö vissulega væri hægt að fá erlenda náttkjóla úr bómull, en hún vildi gjarnan kaupa islenskt, ekki sist með tilliti til verösins, sem hún sagöi oft hag- stæðara. Hún kveðst vera ein af þeim sem á erfitt meö aö þola gerviefni, t.d. polyester, en margir fá snert af ofnæmi fyrir þessum gerviefnum i náttfötum og rúmfötum, einkum á meöan þau eru ný. Vildi hún hvetja Islenska náttfataframleiöendur til þess að framleiða vöru sina úr ekta bómull, þar sem hún taldi að flestum þætti betra að sofa J bómull en gerviefnum, og óþarfi væri hvort eö er aö strauja náttföt. Látið frá ykkur heyra Viö viljum hvetja lesendur til þess aö skrifa okkur eða hringja ef þeir hafa hug- myndir I sparnaðarhorniö, geta t.d. bent á skemmtilega heimatilbúna hluti, ódýra vöru o.s.frv. og einnig ef þeir vilja kvarta undan einhverju (t.d. verölagi, þjónustu, vöru) og komum viö þvi þá á fram- færi i ,,gæti verið betra”.Látiö heyra frá ykkur, siminn er 73586 og ef þið skrifið þá merkið bréfin ,,Til hnifs og skeiðar”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.