Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975. RAGNAR ARNALDS: Verður meirihluti íslensks iðnaðar í höndum útlend- inga eftir 15 ár? Baráttan fyrir efnahagslegu sjálfstæöi íslendinga verður í brennipunkti íslenskra stjórnmála á næstu árum •fc. jj ^ «t ti'' ■ ■ ' - Ráðstefna herstöðvaand- stæðinga i Stapa um seinustu helgi var ágætlega heppnuð. Fundurinn var fjölsóttur, og þar var unnið mjög gagnlegt starf til undirbúnings vetrarstarfsemi herstöðvaandstæðinga. bað var niðurstaða fundarins, að á kom- andi vetri væri mest um vert að virkja sem flesta til starfa að ýmsum verkefnum og heppi- legast væri þvi að mynda ekki formleg fastmótuð samtök að svo stöddu, heldur yrði einkum unnið i starfshópum en tólf manna mið- nefnd hefði yfirsýn yfir starfið og tengdi það saman. Heiti þessarar ráðstefnu var hersetan og sjálfstæði islands. Orðin vísa til þess, að hers- stöðvamálið er framar öllu öðru sjálfstæðismál, en jafnframt var það tilgangur ráðstefnunnar að ræða herstöðvamálið i tengslum við önnur sjálfstæðismál þjóðar- innar. Ljóst er, að sú skerðing á sjálfstæði landsmanna sem erlendur her og aðild að NATO hafa borið með sér, getur bein- linis átt eftir að hverfa i skuggann af öðrum og stærri hættum, sem nú steðja að efnahagslegu sjálf- stæði islendinga. Evrópska stórríkið Tæp fimmtán ár eru liðin siðan átök hófust hér á iandi um hugsanlega innlimun islands i Efnahagsbandaiag Evrópu. bá voru bretar að hefja samninga- umleitanir um inngöngu i banda- lagið og vitað var, að danir og norðmenn kynnu að fara sömu leið. bá risu upp ýmsir spámenn hé á landi, sem hvöttu til þess, að islendingar gengju i Efnahags- bandalagið. En samningar breta við bandalagið drógust mjög á langinn, og timi vannst til itar- legra umræðna um málið. Hér varð þvi ekki um að ræða æsi- kennda skyndiákvörðun á nokkrum dögum, eins og þegar islendingum var þröngvað i Atlantshafsbandalagið, og með tið og tima hjaðnaði þessi hreyfing, og menn gerðu sér almennt ljóst, að einfaldur viðskiptasamningur við þetta nýja stórriki Evrópu væri æski- legri lausn fyrir islendinga. Um skeið var þó hætta á þvi, að með aðild okkar að friverslunar- bandalaginu EFTA værum við komnir inn i forsal Efnahags- bandalagsins: En sú hætta er hjá liðin að sinni. En við verðum að gera ráð fyrir, að fyrr eða siðar við breyttar aðstæður geti þessi hætta hlasað við okkur á nýjan leik. Nýjustu áform: 220 þúsund milj. Siðari tima barátta islendinga gegn ásókn erlends fjármagns hófst fyrir aðeins tiu árum. bá var i fyrsta skipti um margra áratuga skeið hleypt inn i landið erlendu fyrirtæki, sem var svo risavaxið i samanburði við islenskt atvinnulif, að það jafnaðist á við helminginn af öllum þeim iðnaði sem fyrir var i landinu. Siðan þetta var, hefur verið tekin ákvörðun um byggingu járnblendiverksmiðju i Hvalfirði. bar er að visu óliku saman að jafna, þar sem islend- ingar eiga meiri hluta hlutafjár og hafa þvi yfirstjórn þess i sinum höndum, a.m.k. ef vilji er fyrir hendi, en þesu nána samstarfi við auðhringinn Union Carbide, sem útvegar allt hráefnið og hefur einkasöluumboð á fram- Frá virkjunarframkvæmdum leiðslunni, fylgir þó að sjálfsögðu nokkur áhætta. Nú eru hins vegar uppi áform um erlenda stóriðju á tslandi, sem fela i sér, að erlent fjármagn i islenskum atvinnuvegum verði gifurlega aukið á næstu árum frá þvi, sem nú er. t skýrslu iðn- þróunarnefndar, sem skilaði áliti sinu i júnimánuði s.l. eru lagðar fram hugmyndir um stefnumótun i orku og stóriðjumálum á næstu 15 árum. bar er gert ráð fyrir, að járnblendiverksmiðjan i Hval- firði verði tvöföld að stærð miðað við það, sem nú er ráðgert. I Eyjafirði verði byggð önnur járn- blendiverksmiðja. Framleiðslu- afköst ál verksmiðjunnar i Straumi verði nær tvöfölduð frá þvi sem nú er, og byggð verði ál- verksmiðja i Reyðarfirði, tæp- lega 70% stærri en sú, sem nú er i Straumsvik. Auk þess verði Stóriöjuhugmyndir lönþróunarnefndar Framieiösla: Staöur: Hugsanlegt byggingarár: Afköst i tonnum: Orkunotkun I Gwst. Kostnaður i þús. milj. $ = 165: Málmbl. 1. Hvalf jörður 76 47.000 550 18 Álver 1. Straumsvík 80 11.000 2001 14 Álver II. Straumsvík 80 44.000 700 J Málmbl. Eyjaf j. 81 43.000 500 17 Málmbl. II. Hvalf j. 83 47.000 550 17 Magnesium Reykjanes 84 27.000 500 12 Álver 1. Reyðarf j. 86 50.000 800 13 Álver II. Reyðarf j. 90 50.000 800 12 Tafla þessi er byggð á texta skýrslunnar. Niöurstöðutalan, 103 þús. milj. er byggð á skýrsiunni, þó með breyttu gengi, en kostnaðarverð hverrar verksmiðju er áætlað i grófum dráttum út frá þessari tölu og öðrum upplýsingum. — R.A. byggð Magnesium cloride og Magnesium málmbræðsla á Reykjanesi. Stofnkostnaður þess- ara iðjuvera mun vera um 103 þús. milj. króna á núverandi gengi. Stofnkostnaður orkumann- virkja á Suðurlandi, Norðurlandi og Austfjörðum, sem til þess þarf að knýja þessi miklu iðjuver ásamt kostnaði við flutningslinur og hafnir mun nema um 116 þús. milj. króna miðað við núverandi gengi. Samtals er þvi áætlaður heildarkostnatur þessara fram- kvæmda tæpar 220 þús. milj. króna, og skiptist á fimmtán ára timabil (sjá tölu hér neðar á siðunni). Andvirði álverksmiðju á hverju ári! ■ bað skal tekið fram, að i skýrslu nefndarinnar er um það rætt, að fara beri með gát i þessum efnum og þvi séu aðeins settar fram hóflegar hugmyndir um takmarkaðar stóriðjufram- kvæmdir. Og þetta er þá niður- staðan: 220 þús. milj. fram- kvæmdir. Nú er hætt við, að margir eigi erfitt að gera sér grein fyrir, hversu stór þessi tala er, 220 þús. milj. króna, en til samanburðar má geta þess, að allur hinn mikli skuttogari sem keyptur hefur verið til landsins á undanförnum árum er að verðmæti um 25 þús. milj. kr. á núgildandi verðlagi, og öll útflutningsframleiðsla islend- inga á þessu ári er áætluð um 50 þús. milj. króna. Samkvæmt þessum áætlunum nemi árleg fjárfesting i orku- og iðjuverum tæpum 15 þús. milj. króna næstu 15 árin og er það álika upphæð á hverju ári og kosta myndi að byggja eina álverksmiðju á borð við þá sem nú er i Straumsvik. Að sjálfsögðu er hér um að ræða margfalt meiri framkvæmdir en nokkur von er til, að islendingar ráði einir við. bvi er ekki aðeins áformað, að erlend auðfélög reisi iðjuverin að miklu leyti á sinn kostnað, heldur hefurnú i fyrsta sinn um margra áratuga skeið verið leitað til er- lendra auðhringa um hugsanlega eignaraðils þeirra að sjálfum orkuverunum og boru fulltrúar Suiss Aluminum einmitt á ferð um Austurland i sumar til að kynna sér virkjunaraðstæður þar. Aödragandi aö innlimun í EBE Ef þessi áform verða að veru- leika og ef sú stefna verður ráð- andi, að erlend auðfélög eigi hér væði við orkuver og iðjuver, er ekki fráleitt að ætla, að a.m.k. 2/3 hlutar af þeseum gifurlegu fjár- festingum yrðu á vegum erlendra auðfélaga. Miðað við þessa þróun mála má reikna með, að mikill meirihluti alls iðnaðar og orku- vinnslu i landinu verðu i höndum útlendinga að loknu þessu fimmtán ára timabili. bað er þvi deginum ljósara, að efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar er i hættu. Hættan er ekki fyrst Qg fremst sú, að þessir erlendu auðhringir muni beinlinis hlutast til um islensk innanrikis- mál, þótt sá möguleiki hljóti ávalltað vera fyrir hendi. Hættan liggur frekar i þvi, að þegar isl. efnahagslif er orðið samofið starfsemi alþjóðlegra auðhringa, verði það sótt af ofurkappi að þröngva islendingum i Efnahags- bandalag Evrópu og þá verði viðnámsþróttur landsmanna ti varnar sjálfstæði sinu ortinn lamaður. Svartsýni — bjartsýni bessar hættur, sem við blasa og steðja nú að sjálfstæði þjóðar- innar i vaxandi mæli, kunna að vekja með ýmsum nokkra svart- sýni. Baráttan gegn hersetunni hefur orðið langvin og torsótt, og óneitanlega eru illar blikur á lofti. Auðlindir tslands eru i hættu. En þrátt fyrir þessar hættur, er þó ekki ástæða til bölsýni, þegar á allt er litið. Ef við berum saman aðstæður nú og stöðuna, eins og hún var fyrir rúmum áratug, þá sýnist mér, að útlitið i sjálfstæðis- málum islendinga sé þó þrátt fyrir allt mun hagstæðara en það var. Fyrir tólf árum var andstaðan gegn hersetunni i mikilli lægð, þrátt fyrir gifurlegt starf Samtaka hernamsandstæðinga á árunum þar á undan. bá sat meiri hluti ibúanna á höfuðborgar- svæðinu framan við bandariskt sjónvarp á hverju kvöldi, margir fylgdust jafnvel betur með almennum tiðindum i Bandarikj- unum en hér heima á Islandi, ekki sist var unga kynslóðin komin með hálfan hugann inn i banda- riskt umhverfi. bá var aðild að Efnahags- bandalaginu raunverulega á dag- skrá og átti sér ýmsa talsmenn. bá var nýbúið að gera samning við breta og vestur-þjóðverja, sem bannaði islendingum um alla framtið að færa landhelgi sina út fyrir 12 milna mörkin nema með Frh. á bbj.22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.