Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 1». október 1975. Már Marelsson við vélina sem llmir miöana á flöskurnar Gunnar Gissurarson verkstjóri og Reynir Hilmarsson deildarstjóri I forgerjuninni að gant- ast fyrir framan stafla af ölkössum og bifreiðina sem flytur ölið frá Frakkastfg inn f Þver- holt. Hér er sagt frá heimsókn í Ölgeröina Egil Skallagrímsson og fylgst meö því hvernig öl verður til Lilja Kjartansdóttir, t.v., og Agásta Jónsdóttir aö setja flöskurnar I kassa. Jóhann P. Einarsson við tækin þar sem ölið er sfað, áöur en það er látiöá flöskur. Ingvar B. Jónasson fylgist meö flöskuteljaranum eftir að miðarnir hafa verið llmdir á flöskurnar. Helmut Bergander bruggmeistari, til hægri, og Tómas A. Tómasson framkvæmdastjóri ölgerðarinnar. „Drýgir þjór viö dropana drekkur bjór með huga glööum” Sennilega er fátt, sem skáld og hagyrðingar hafa ort meira um en öl og vín og er fyrriparturinn sem í fyrirsögnina er notaður úr einni af mörgum vísum sem um öl, bjór eða vin hafa verið ortar. íslend- ingar eru ekki miklir öl- menn, enda varla von, þar sem við erum, ein af örfá- um þjóðum heims sem ekki megum brugga eða drekka áfengt öl, þannig að sá bjór eða pilsner sem hér é landi er búinn til mun vera sá léttasti sem framleiddur er í heiminum í dag. Menn hér á landi skiptast í hópa með og á móti sterkum bjór, látum það mál liggja hér á miili hluta, en hvern- ig verður öl til, það er at- riði sem okkur fýsti að vita um og því snerum við okk- ur til Tómasar. A. Tómas- sonar, f ramkvæmdastjóra , Ölgerðar Egils Skalla- grímssonar, sem bauð okk- ur velkomna hvenær sem væri til að fylgjast með því hvernig Egils-pilsner verð- ur til. Og þegar við svo komum i heimsókn voru þeir mættir, fá- fróðum blaðamanni til upplýsing- ar, Tómas og Helmut Bergander, þýskur bruggmeistari af norsk- um ættum að langfeðratali, sem unnið hefur hjá Agli siðan 170 og eins og embættisnafn hans ber með sér, haft yfirumsjón með til- búningi þess öls. sem verksmiðj- an framleiðir, en það er hvitöl, maltöl, pilsner og hinn forboðni drykkur okkur islendingum, pól- arbjór, sterkt öl sem aðeins má selja til sendiráða hér á landi, flytja út eða þá selja um borð i millilandaskip sem orðið hafa uppiskroppa með þann nauðsyn- lega drykk flestra þjóða, bjór. — Framleiðslan á pólarbjórn- um er nánast tómstundagaman hjá okkur, ekki nema um 6 þús- und litrar á ári og það eru mest sendiráðin erlendu sem fá þessa framleiðslu, segir Tómas. En hvernig verður öl til, það var það sem við vildum vita. Undirstaðan i öli er korn og vatn og alltsem til ölgerðar er notað er tekið beint úr náttúrunni, korn, vatn og humlar. Ekkert gerfiefni er notað i ölgerð. Nú, byrjunin er sú, að kornið er soðið og þar þarf margskonar til- færingar og maus við, allt eftir kúnstarinnar r.eglum, þvi það er ekki nóg bara að sjóða kornið, heldur er vökvinn meðhöndlaður á ýmsa vegu til þess að soðið, sem ölið er búið til úr sé eins og það á að vera. Humlarnir eru settir úti meðan suðan fer fram. Þegar vel rýkur úr strompi gömlu Egils- verksmiðjunnar á horni Frakka- Lagermennirnir Kjartan og Gunnar Hannesson að stafla öi- kössum, sem nú eru flestir orðnir úr plasti, en áöur voru þeir úr tré. stigs og Njálsgötu i Reykjavik og ölilmurinn berst um nágrennið, þá er verið að sjóða korn til öl- gerðar. Eftir suðu er vökvinn kældur og hjá Agli er það gert með þvi að hann er látinn i tvö mjög stór en grunn ker og látinn rjúka og taldi Tómas að þetta væri eina ölgerðin i heiminum, sem enn notar þessa gömlu aðferð. Nýtisku verk- smiðjur láta vökvann renna i gegnum sérstök kælitæki: það er ekki hægt að nota gömlu aðferð- ina, sem þykir betri, úti i heimi, vegna loftmegnunar. Eftir að vökvinn hefur verið kældur niður er gerið sett i hann. Tómas að kikja niður i gömlu bruggkerin. Til er tvennskonar gerjum, yfir- gerjun og undirgerjun. Maltöl og hvitöl er yfirgerjað öl, en pilsner er undirgerjað öl: það er að þegar gerillinn hefur fengið þá næringu sem hann getur úr kornvökvan- um. sest hann á botn öltanksins, en flýtur upp á yfirborðið i yfir- gerjuðu öli. Það er fagmannsat- riði að útskýra þetta nánar. Þeg- ar svo öllu þessu er lokið, þá þarf að ,,lagera” ölið sem kallað er. Maltöl og hvitöl þurfa að standa i eina viku áður en það er sett á flöskur, pilsnerinn aftur á móti i 1 1/2 mánuð áður en setja má hann á flöskur. Tómas sagði að það þyrfti að hafa strangar gætur á maltölinu, litið þyrfti til þess að það færi yfir þau mörk sem lög leyfa um styrk- leika þess. Við það að ,,lagera” öl, fær það réttan alkahól styrk- leika og rétt bragð, hver öltegund hefur sitt sérstaka bragð eins og þeir vita sem bragðað hafa fleira en eina öltegund, og þar liggur leyndardómur bruggmeistarans. — Já, það hefur hver brugg- meistari sitt framleiðsluleyndar mál, segir Helmut, sem hann gef- ur aldrei upp. Þeir Tómas og Helmut segja það mun meiri vanda að fram- leiða gottöl i þeim styrkleika sem leyfður er hér á landi, 2.25% en ef ölið má vera 4-6% eins og bjór er viðast erlendis. Það öl sem kallað er létt öl ytra er 3,5% og jafnvel þótt bjórinn okkar væri ekki sterkari en það, þá væri minni vandi að brugga hann og hann yrði betri segja þeir félagar. Það kemur mun meiri bragðfylling i alvöru öl, en það sem við erum að brugga hér, segja þeir. Eins og nú er má segja að ölið sé svelt, þ.e. þegar það má ekki vera sterkara en 2,25%. Ekki er Tómas bjartsýnn á að islenskar ölgerðir fái að brugga sterkara öl fyrir innlendan mark- að i náinni framtið. Hánn segist ekki sjá merki þess að nein breyt- ing sé að verða á afstöðu ráða- manna i þessum efnum. Og hann bendir á að bindindismenn, þeir sem mest berjast gegn þvi að hér verði leyfð sala á sterkari bjór, bendi alltaf á reynslu svia og finna i þessum efnum. Tómas heldur þvi fram að bæði sviar og finnar hafi farið skakkt að, þegar leyfð var bruggun sterkara öls þar i landi en áður hafði verið, en þessar þjóðir bjuggu við svipað fyrirkomulag i ölmenningu og við. — Þeir gerðu nefnilega þá reg- inskyssu, að byrja strax á þvi að brugga sterkustu tegund af bjór, 6-8% sterkan bjór. Þetta var skyssa. Þeir áttu fyrst að leyfa bruggun 3,5% öls, sem er sami styrkleiki og á „Grönnaranum” hjá dönum og það telst létt öl. Sið- ar, þegar fólk var farið að venjast þessu öli, var hægt að fara uppi 4% öl og siðan koll af kolli með löngu millibili uns farið var að brugga sterkasta öl, segir Tómas. Ef við fengjum að brugga sterk- ara öl hér á landi, þá myndi ég leggja til að þannig yrði farið að, en ekki að tekið yrði stökk úr 2,25% sterku öli og uppi 8% eða meira, þá yrði allt vitlaust hjá okkur, eins og varð fyrst hjá finn- um-og svium, þeir eru rétt að byrja að jafna sig á þessu núna. Ef við aftur á móti förum þá leið sem ég var að benda á tel ég, og það gera flestir sem lita raunhæft á málið að nákvæmlega ekkert myndi gerast nema að við fengj- um betra öl. Bruggmeistarinn Helmut Berg- ander, segir að ölgerðarmanns- starfið sé allt uppi 4ra ára nám. F'yrst læra menn i verksmiðjun- um siðan fara þeir á ölgerðarhá- skóla, tveir mjög virtir skólar eru i Þýskalandi og einn i Danmörku, þessir þrir eru taldir bestir i heiminum. Helmut telur að besti bjór sem hann hefur bragðað á sé Urquell sem er frá Pilsen i Tékkóslóvakiu, þeim stað sem allur pilsnei; er kenndur við. Og frá Pilsen koma fleiri bjórtegund- ir sem þykja i allra hæsta gæða- flokki. Helmut segir okkur að þetta margumtalaða bjórvanda- mál sem sumir tali um hér að sé i einhverjum löndum, sé óþekkt fyrirbrigði i Þyskalandi, þar er öl einn liðurinn i daglegri neyslu- þörf fólks og hafi verið frá alda- öðli. Þar er öl sjálfsagður hlutur sem engum hefur dottið i hug að orða við vandamál, þvert á móti, það yrðu vandamál ef öl fengist ekki. Og Helmut segir okkur enn- fremur að elstu minjar sem fund- ist hafa i heiminum um ölgerð séu 5000 ára gamlar, þær fundust i Egyptalandi og margir telji ein- hverskonar ölgerð jafn gamla mannkyninu. Við spurðum Helmut hvort hann hafi breytt Egils pilsnerum eitthvað f.rá þvi að hann kom 1970. Hann segir svo vera, ekki mikið að visu en dálitið þó og alltaf \ ÐA 13 Snúðu þér við svo hægt sé að taka af þér mynd, sagði Magnea Jónsdótt- ir, t.d., við Ingu Hannesdóttur. Þessir piltar taka á móti fiöskunum þegar þær koma út úr þvottavél inni. MYNDIR OG TEXTI S.DÓR mjög litið i einu, stökkbreytingar i þessum efnum séu ekki til góðs. Eitt af aðalsmerkjum goðs öls er að það freyði vel, ef öl freyðir illa, er það kallaður latur bjór. Tómas segir að þar sem bjórmenning sé ekki til hér á landi, drekki menn oft bjórinn úr mjólkurglösum, eða glösum sem fitusmit er i, þá freyðir bjórinn ekki og svo haldi menn að þetta sé vegna þess að bjórinn okkar sé ekki nógu góður. Hjá ölgerðinni Egill Skalla- griksson hefur verið bruggað öl frá stofnun hennar 1913. Tómas Tómasson, stofnandi hennar, fað- ir Tómasar A. Tómassonar lærði bruggun og islenska maltölið er hans verk, og þvi hefur ekkert verið breytt. Nú vinna hjá fyrir- tækinu 80 til 100 manns. það eru árstiðasveiflur i þessum iðnaði eins og öðrum, mest er auðvitað að gera fyrir hátiðar og þá segir Tómas að starfi hjá fyrirtækinu um eða yfir hundrað manns. Tækni við öl og gosdrykkjagerð hefur aukist mjög i heiminum og auövitað hhér á landi lika. Þó segir Tómas að þeir noti 'enn viðargeyma við bruggun. Til þess að gera slika geyma þarf beyki. en nú fyrirfinnst enginn hér á landi sem kann að búa til slika geyma og þvi hefur orðið að gripa til tveggja geyma úr málmi og áður en langt um liður verða allir geymarnir orðnir úr málmi. en það ku vera staðreynd að betra öl kemur úr viðargeymum en málmgeymum. Næstum allsstað- ar erlendis er farið að nota geyma úr málmi, nema i Pilsen i Tékkó- slóvakiu. þeir breyta ekki um og halda fast i gatnla hefð. Það gera þeir hjá Agli lika meðan tré- geymarnir sem til eru i dag end- ast. Hætt er við að þeir verði orðnir úr* sér gengnir þegar að þeim degi kemur að islendingar fá að brugga og drekka venjulegt öl eins og aðrar þjóðir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.