Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 19. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Suöurlandsbraut 2 Simi 82200 leysis. Þú munt verða útlægur ger og hljóta jafnan úti að búa einn samt. Þá legg ég það á við þig, að þessi augu séu þér jafnan fyrir sjónum, sem ég ber eftir, og mun þér þá erfitt þykja einum að vera, og það mun þér til dauða draga.” Og sem þrællinn hafði þetta mælt, þá rann af Gretti ómegin það sem á honum hafði verið. Brá hann þá saxinu og hjó höfuð af Glámi og setti það við þjó honum.” Þótt þáttur drauganna rénaði i islensku þjóðlifi og trú, og nýr skilningur á fornum ritum færðist .óðfluga i aukana, þótti mörgum manninum að vonum örðugt að kyngja viðureign Grettis og Gláms sem hégiljusögn einni: Ekki er ég svo fróður að vita nú Slöpp elds- voðanefnd Otsendarar öldungadeildar bandariska þingsins hafa komist að þvi, að Alrikiseldvarnanefnd- in, sem komið var á fót til að ræða leiðir til að koma i veg fyrir elds- voða i opinberum byggingum, hefði komið saman aðeins tvisvar á undanförnum sjö árum. For- maður nefndarinnar (en rekstur hennar kostar sem svarar 12 miljónum króna á ári) játaði hreinskilnislega, að „mikil deyfð” væri yfir starfseminni. Hann sagði það þó sér til málsbót- ar, aö meðlimir nefndarinnar kæmu stundum saman á sunnu- dögum og horfðu á slökkvilið bandariska flotans að æfingum. með vissu hver kom með þá skýringu á öndverðri þessari öld að Grettir hafi þarna i raun réttri glimt við, ekki draug, heldur bjarndýr; en sá maður hefur ugglaust hughreyst marga sem ekki trúðu á drauginn en gátu með þessu móti haldið i ofurlitinn snefil af sanngildi sögunnar af draugnum. — Einar skáld Kvaran minnist á þetta árið 1929 i ritgerð um dularfull fyrirbrigði i fornritum. Hann segir: ,,Ég get hugsað mér að Glámur hafi aldrei verið til. En ég get ekki hugsað mér að hann hafi verið bjarn- dýr.” Og þótt Einar Kvaran leggi áherslu á, að álög Gláms á Gretti eru uppistaða og örlögvaldur allrar sögunnar af há.lfu skálds- ins, merkilegur og djúpsettur skáldskapur, hafnar hann ekki fyrirbrigðinu sem sliku, heldur beitir það rökum sálarrannsókna og sambandstilrauna, er þá voru ofarlega á baugi, hann hyggur að á timum haturs, hefnda og mann- drápa hafi ,,eflst skilyrði fyrir hrottaleg fyrirbrigði" svo sem afturgaungu Gláms. Laungu fyrri en Einar Kvaran skrifaði þetta voru þó skoðanir fræðimanna orðnar á einn veg um Glámssöguna, hvað sem annars leið bjarndýrum og spiritistum. Þeir bentu á að hin stórbrotna þúngamiðja i ævi Grettis, Gláms- sagan, eigi i mörgu efnislega skylt við hið fræga enska forn- kvæði, Bjólfskviðu, um viðureign Bjólfs við vættina Grendel, og muni kviðan og Grettis saga byggja á sameiginlegum germönskum arfi, enn aðrir hyggja Bjólfssöguna af irskum eða keltneskum uppruna og að Grettis saga hafi þá orðið fyrir beinum áhrifum af kviðunni. Einginn veit þó hve gömul Glámssagan kann að vera i fylgd minningarinnar um Gretti Ásmundarson, en flestum mun koma saman um að fánýtt sé að deila um það leingur hvaða fyrir- brigði það var, sem Grettir glimdi við i skálanum á Þórhalls- stöðum. (Grettissaga, IÐUNN 1929, Isly fornrit VII, formáli, o.fl.) / ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓKSAMAN: GLÁMUR ,,Og er af myndi þriðjungur af nótt, heyrði Grettir út dynur miklar: var þá farið upp á húsin og riðið skálanum og. barið hæl- unum, svo að brakaði i hverju tré: þvi gekk lengi. Þá var farið ofan af húsunum og til dyra gengið: og er upp var lokið hurð- inni, sá Grettir að þrællinn rétti inn höfuðið, og sýndist honum afskræmilega mikið og undarlega stórskorið. Glámur fór seint og réttist upp, er hann kom inn i dyrnar: hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu, snýr að skálanum og lagði handleggina upp á þvertréð og gnapti inn yfir skálann.... Grettir lá kyrr og hrærði sig hvergi. Glámur sá að hrúga nokkur lá i setinu og réðst nú innar eftir skálanum og þreif i feldinn stundarfast. Grettir spyrndi i stokkinn, og gekk þvi hvergi. Glámur hnykkti i annað sinn miklu fastara, og bifaðist hvergi feldurinn. 1 þriðja sinn þreif hann i með báðum höndum svo fast að hann rétti Gretti upp úr setinu, kipptu nú i sundur feldinum i millum sin. Glámur leit á slitrið er hann hélt á, og undraðist mjög hver svo fast myndi togast við hann. Og i þvi hljóp Grettir undir hendur honum og þreif um hann miðjan og spennti á honum hrygginn sem fastast gat hann, og ætlaði hann að Glámur skyldi kikna við, en þrællinn lagði að handleggjum Grettis svo fast að hann hörfaði allur fyrir orku sakir.... Áttu þeir þá allharða sókn, þvi að þrællinn ætlaði að koma honum út úr bænum, en svo illt sem að eiga var við Glám inni, þá sá Grettir að þó var verra að fást við hann úti, og því braust hann i mót af öllu afli að fara út. Glámur færðist i aukana og kneppti hann að sér, er þeir komu i andyrið. Og er Grettir sér, að hann fékk eigi við spornað, hefur hann allt eitt atriðið, að hann hleypur sem harðast i fang þrælnum og spyrnirbáðum fótum i jarðfastan stein, er stóð i dyrunum. Við þessu bjóst þrællinn eigi, hann hafði þá togast við að draga Gretti að sér, og þvi kiknaði Glámur á bak aftur og rauk öfugur út á dyrnar, svo að herðarnar námu uppdyrið, og ræfrið gekk i sundur, bæði viðirn- ir og þekjan frörin, féll han svo opinn og öfugur út úr húsunum, én Grettir á hann ofan. Tunglskin var mikið úti og gluggaþykkn; hratt stundum fyrir, en stundum dró frá. Nú i þvi er Glámur féll, rak skýið frá tunglinu, en Glámur hvessti augun upp i móti, og svo hefur Grettir sagt sjálfur að þá eina sýn hafi hann séð svo, að honum brygði við. Þá sigaði svo að honum af öllu saman, mæði og þvi, er hann sá að Glámur gaut sinum sjónum harðlega, að hann gat eigi brugðið saxinu og lá nálega I milli heims og heljar. En þvi var meiri ófagnaðarkraftur með Glámi en flestum öðrum afturgöngumönnum, að hann mælti þá á þessa leið: „Mikið kapp hefur þú á lagið, Grettir,” sagði hann, ,,að finna mig, en það mun eigi undarlegt þykja, þó að þú hljótir ekkki mikið happ af mér. En það má ég segja þér, að þú hefur nú fengið helming afls þess og þroska, er þér var ætlaður, ef þú hefðir mig ekki fundið, nú fæ ég það afl eigi af þér tekið, er þú hefur áður hreppt, en þvi má ég ráða að þú verður aldrei sterkari en nú ertu, og ertu þó nógu sterkur, og að þvi mun mörgum verða. Þú hefur frægur orðið hér til af verkum þinum, en héðan af munu falla til þin sektir og vigaferli, en flest öll verk þin snúast þér til ógæfu og hamingju- Viö höfum opnað nýja veitingabúö i á þriója hundraö manns í einu notiö í Hótel Esju-Esjuberg. Esjuberg er okkar fjölbreyttu rétta opið alla daga frá átta á - allt frá ódýrum smáréttum upp morgnana til tíu á kvöldin. Þar geta I í glæsilegar stórsteikur. Verið velkomin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.