Þjóðviljinn - 19.10.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. október 1975.
Fyrirgreiðslukerfið
Mikið tókst hrapallega til, þeg-
ar tveir fréttamenn ætluðu að
taka Albert Guðmundsson á bein-
ið i sjónvarpi. Formerki þáttar-
ins, sem átti vist að vera harður
og gagnrýninn og afhjúpandi,
snerust alveg við: útkoman varð
sérstök auglýsing um persónu-,
lega greiðvikni þingmannsins og ;
borgarfulltrúans, sem að sjálf-
sögðu gerir ekki mun á bygging-
arfélagi og bolsévikum i alltum-
lykjandi mildi sinni. Ég veit þú
ert hjálpsamur, sagði Árni Gunn-
arsson (eða eitthvað á þá ieið) og
Albert tók að sjálfsögðu undir svo
vinsamlega skoðun. Þetta var
mikið grin.
Þáttur, sem liklega var stefnt
gegn svokölluðu fyrirgreiðslu-
kerfi eins og það gerist hæpnast,
snerist upp i lof um þetta sama
kerfi.
Á ég að gefa þér krónu?
Það kann i fljótu bragði að virð-
ast sem fyrirgreiðslukerfið sé
hálfspaugilegur og ekki sérlega
skaðlegur fylgifiskur islensks fá
mennis. Það er ekki ný bóla, að
þingmenn og aðrir oddvitar
standi i þvi að koma saumavélum
I viðgerð, kaupa luktir á jeppa —
eða framlengja víxil. En það er
fleira i þessu en meinlitið snatt,
fyrir háttvirta kjósendur, og
þetta er að sjálfsögðu ekki bar-
asta eitt af furðum fslands.
Fyrr og siðar, hér og um aðrar
mannabyggðir er það mikið þjóð-
ráð hjá þeim, sem með völd og
fé fara, að milda grimma eða
heimskuleg eða litt virka stjórn-
sýslu með duttlungafullri per-
sónulégri greiðasemi. Flokksfor-
ingi eða greifi, kaupsýslukóngur
eða alvörukóngur stiga niður úr
háum sessi allt i einu, smeygja
sér gegnum stéttamúrinn rétt
eins og hann væri ekki til, og
dreifa ölmusu — hvort sem er i
formi peninga eða réttlætis í ein-
hverju sérstöku persónulegu
máli. Og fá um sig sögur i ævin-
týrasafn þjóðanna, þar sem allt
verður að fara vel vegna þess að
veruleikinn sjálfur er svo andsnú-
inn fólkinu. Harún Al-Rasjid læð-
istum götur Bagdad i dulargerfi.
Pétur Þrihross bankar upp á i
kotinu og gefur barni skáldsins
krónu en heitkonunni efni i svuntu.
Endastöð fyrirgreiðslukerfisins
i náinni samtið er Haile Selassie
Eþiópi'ukeisari að henda peninga-
seðlum út um gluggann á rolls-
rojsinum sinum til hungraðra
betlara.
Mismunun
og auðmýking
En ef við litum okkur nær:
hverjir eru eiginlega verðléikar
fyrirgreiðslumannsins hér og nú?
Eru þeir yfirleitt til?
Fyrirgreiðslukerfið er firna
margþætt, og sumir þættir þess
frekar meinlausir. Það er
kannski ekki margt við þvi að
segja, þegar fólk sem hefur týnst
með fullkomlega sjálfsögð mál
sin i skriffinnsku og pappirsstri'ði,
biður kunnugan áhrifamann um
að sjá til þess að mál þessi losni af
strandstað, komist eðlilega leið.
En kerfið er þess eðlis, að það er
fyrr en varir farið að stuðla að þvi
að fólki sé mismunað og einstakl-
ingar auðmýktir.
Fyrirgreiðslan er einatt tengd
réttindum eða greiðslum sem
fleiri gera tilkall til en geta fengið
i rikjandi ástandi. Og þar með er
djöfullinn laus. Þeir sem gripa til
fyrirgreiðslumanna — ýmist með
tilstyrk kunningsskapar, póli-
tiskrar samstöðu, eða með
fleðulátum og auðmýkt, eru að
sjálfsögðu að stytta sér leið, búa
sér til forréttindi fram yfir aðra
sem kunna að vera i svipaðri að-
stöðu. Allir geta sagt sér það
sjálfir.að það er ekkert samhengi
á milli þess hvernig menn not-
færa sér fyrirgreiðslukerfið og
þess, hve mikla þörf þeir hafa
fyrir aðstoð. Annarsvegar fara
þeir sem kunna á þetta kerfi og
synda um það eins og fiskar i
vatni. Hinsvegar þeir sem ekki
kunna á það, eru ekki siður van-
mánnugir gagnvart þvi en t.d.
gagnvart opinberri skriffinnsku
— eða þá að þeir eru blátt áfram
of stoltir til að eltast við mann
sem þekkir mann, eða þá eltast
við Hann Sjálfan. Af þessari mis-
munun spretta mörg herfileg
dæmi, eins og þeir kannast sér-
. staklega vel við, sem hafa nokkur
kynni af úthlutun fjár til þeirra
i sem standa höllum fæti i lifsbar-
i áttunni.
I Og siðast nefnum við þann þátt,
sem menn hafa reynt að rekja
upp i sambandi við Ármannsfell:
fyrirgreiðsla felur i sér stórfelld-
| an gróða til handa fyrirtæki, sem
I að sinu leyti leggur fram mikið fé
I til pólitiskra þarfa hins greið-
vikna áhrifamanns.
Hyggindi
Það er ljóst að á öllum þessum
stigum er að mestu út i hött að
tala um persónulega verðleika
fyrirgreiðslumanna. Þeirra
framganga er blátt áfram hygg-
indi sem I hag koma. Þeir fórna
nokkrum brosum og dálitlu af
tima ( sem eins liklegt er að þeir
fái borgað fyrir hvort sem er) og
uppskera rikulega i orðstir sem
eflir stöðuþeirra i flokki, á þingi,
i bæjarstjórn eða annarsstaðar i
valdakerfi. Það getur eins verið,
að þeir hafi I raun ekki hreyft
fingur I þágu skjólstæðinga sinna,
utan að fylgjast með þvi (t.d. i
bankaráði) hvenær afgreiðslu til-
tekinnar beiðni lauk — og vera
sem fyrstir til að tilkynna
viðkomandi jákvæða afgreiðslu,
til að árangurinn sé eignaður
þeim sjálfum. En i heild er fyrir-
greiðslukerfið auðvitað firna-
drjúgur spillingarhvati — auk
þess sem það gerir enn óllklegra
en ella að brýn félagsleg vanda-
mál séu leyst af skynsamlegu
viti.
Lítið dæmi
Til skýringar þvi sem nú siðast
vr nefnt skulum við setja saman
litið dæmi. Tveir menn eru nefnd-
ir til áhrifa i málefnum borgar:
annar er i rauðum minnihluta,
hinn I ihaldsmeirihluta. Rauðlið-
inn hefur til að mynda mikinn
hug á þvl, að rétta hlut aldraðra
og gengur vel fram I þvi máli.
Kannar málið, safnar öðrum til
liðs við sig heldur uppi ágætri
gagnrýni á rikjandi ástand. Það
gæti gerst, að umsvif hans vektu
það mikla athygli, að til þessa
manns leituðu nokkrir gamlir
þegnar að spyrja, hvort hann gæti
ekki leyst úr þeirra persónulega
vanda, sem hann hefur reyndar
engin tök á. Þessir sömu gömlu
þegnar halda þá kannski á fund
hins náungans, þess sem situr i
námunda við stjórnir sjóða og
hæla og banka. Hann er að sjálf-
sögðu hinn alúðlegasti, hann
reynir sitt besta, kannski kemur
hann vanda nokkurra einstakl-
inga i heila höfn. Og i tiltölulega
litlu samfélagi hefur orðstír þessa
greiðvikna ljúfmennis eflst enn
að mun.
Hitt er svo liklegast, að þegar
þessi sami meirihluta- og fyrir-
greiðslumaður tekur afstöðu til
róttækra áætlana, sem rauðliðinn
léggur fram, um heildarlausn á
vanda aldraðra — þá hafi brosið
stirnað og alúðin orðið úti. Þetta
er lýðskrum, segir hann. Þessu
höfum við ekki efni á. Svokölluð
félagsleg þjónusta er nú þegar
komin út i öfgar. Væri ekki nær,
segir hann, að efla sjálfsbjarga-
viðleitnina?
Og næsta dag verður hann aftur
til viðtals'sjálfur, persónulega,
við nýja einstaklinga, um nýja
fyrirgreiðslu, um meiri greið-
vikni og hjálpsemi. ..
Árni Bergmann.
Að klifra skáldlegar ellipsur
Aðalsteinn Ingólfsson: Gengið á
vatni. Letur. 1975. 108 bls.
I kvæðinu Dagur i lifi Segir
Aðalsteinn Ingólfsson frá þvi, að
hann á göngu sinni horfir á börn
skjótast inni húsasund sem sala-
möndrur, grafa dauða fuglsunga :
...og ég reyni að klifra
skáldlcgar ellipsur i kringum
þau.
I öðru kvæði, sem fjallar um
djassmeistara segir á þessa leið:
og við hverfum á braut
með bljús og svartanótt
i æðum, án þess að skilja
eðli þeirra.
Þessar tvær tilvisanir gefa von-
andi nokkra heimild um viðhorf
höfundarins. Annarsvegar er sem
i kvæðum hans staðfestist eins-
konar vantrú á möguleikum
skálda á að nálgast kjarna fyrir-
bæranna (— við hverfum frá ,,án
þess að skilja eðíi þeirra”. Á hinn
bóginn er lifið fullt af allskonar
tilefnum til að beita orðum, prófa
mátt þeirra, spyrja hvort þau geti
ekki búið til ný tengsli úr þvi sem
við sáum — er ekki reynandi ,,að
klifra skáldlegar ellipsur”?
Kringum börn á götunni, kringum
bækur á safni, kringum mánu-
dagana, kringum ástina náttúr-
lega. En „vantrúin” sem við
leyfðum okkur að kalla svo, stuði-
ar að þvi að „klifuráráttan”
skáldlega er nokkuð reikul i
framkvæmd. Það gerist alloft i
þessari bók, að lesandann heim-
sækir grunur um að haldið sé af
stað i lýriskt ferðalag i óvissu um
Ieið og stefnu. Myndsækni, mynd-
sækni, hvert leiðir þú mig?
Útkoman er þá sú, að ekki einasta
séu kvæðin misjöfn i samanburði
innbyrðis, heldur er lesandinn
misjafnlega sáttur við einstaka
hluta kvæðanna. Það er spurt um
úthald. Eins og i ástaljóði, sem
byrjar i hættulegri nálægð við
Iýriska þembu:
Djúpsjávarfiskar þekkja ekki
augu þin
Nær sér á strik i farsælli lýsingu
eins og þessari:
nú höfum við verið saman
á fuglsvæng,
á öldutoppi, drukkið morgunþögn
saman.
en felldur aftur i lokin i flat-
neskju kunnra alhæfinga:
þú hefur fætt mina drauma,
að elska
þig er að þekkja og þekkja
þig ekki.
Eitthelsta einkenni bókarinnar
er það, hve kappsamur
Aðalsteinn Ingólfsson er i iðkun
sinnar klifurnáttúru. Hann forð-
ast sem oftast hversdagslegt
sjónhorn, hann er smeykur við
troðnar slóðir i myndasmið sinni.
Kannski einum of smeykur?
Ahuginná frumleikanum gerir
Aðalsteini óneitanlega ýmsan
grikk fær hann til að segja ýmis-
legt sem erfitt verður fyrir hann
að gera grein fyrir á efsta degi.
Eins og t.d. þegar hann leggur
svofelld orð i munn „Vistmanni i
borgarleyfi”.
(ég) gæti min á gráhærðum
svörtum börnum,
tigrisdýrum og mönnum sem
hjálpa
ekkjum yfir fáfarnar götur.
(Og má koma hér að i leiðinni
gagnrýni á linuskiptingu Aðal-
steins sem einhverjir aðrir verða
að finna púðrið i).
Hinu skal heldur ekki gleymt,
að þetta óstýrilæti getur lika af
sér ýmislegt skemmtilegt (með
áðurnefndum fyrirvara um út-
hald). Til dæmis skal nefnd svo-
felld sjálfsgagnrýni sem er borin
fram á bókmáli, enda er vett-
vangur kvæðisins frægt bóka-
safn:
ég er enginn höfuðstafur
og ég er á röngum kili.
Eða þá þetta sérkennilega
dauðastrið, brot úr sögu eins
þeirra sem varð úti:
Og Guð lagði hundrað silfur-
brodda
á brjóst hans, iðandi frostsnáka
i hár hans og sendi siðan engil
til að bita i fingur honum.
Með morgni kom hrafn að
silfurfegurö Jóns, hélt augu lians
vera rúbinsteina og hirti þau.
Minnum lika á kvæðið „Jól”,
sem hefur beiskan keim og miðl-
ar samfelldari gagnrýni, en ílest
annað i bókinni. Jól, segir skáld-
bækur
ið, það er þegar menn taka sig
saman um að „spotta tréð” — svo
margrætt sem það nú er:
...Við dreifum
gliti yfir tágrannar greinar
þess
einsog til þess að rugla ratsjá
I rimi.
en sú Hking hefur þann kost að
vera i senn langsótt og rökrétt:
fals i jólahaldi tengist við flátt-
skap herstjóra. Kvæðinu lýkur á
svofelldum dapurleik:
... Það ýfir nálarnar
magnvana undir dularklæðum
hátiðar
og fclur sitt hvita banasár
undir stýfðum greinum til
nýárs.
A.B.