Þjóðviljinn - 02.11.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Page 2
2 S1ÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Umsjón: Vilborg Harðardóttir. Áfram! Hvernig berjumst viö saman gegn atvinnuleysinu? Svo mikið sem búið er að skrifa og tala um kvennaverkfallið er kannski að bera í bakkafullan lækninn að minnast enn á þaö hér. En i sigurvimu þess árang- urs sem þá uáðist með samstöð- unni mega konur ekki gleyma, að þetta er aðeins upphafið, fleiri dagar koma eftir þennan dag og fleiri ár eftir kvennaáriö 1975. Það þýðir ekki að stöðvast og scgja: Sjá, þetta var harla gott. — Við verðum að halda áfram uns fullu jafnrétti er náð. Við verðum að halda áfram að berjast. Næg eru verkefnin. Þrátt fyrir bros og bliðu sem atvinnurekend- ur þorðu ekki annað en að sýna þegar þeir stóðu frammi fyrir hinni miklu samstöðu og þvi al- menningsáliti sem hún skapaði um daginn, eru þeir hinir sömu nú strax farnir að beita mótaðgerð- um. Dag eftir dag klingja i út- varpinu auglýsingar frá Vinnu- veitendasambandi Islands þar sem minnt er á, að draga beri af launum starfsfólks vegna óheim- Framhald á 22. siðu. Og hvers er metiö framleg hennar? ,,Það er númer eitt, tvö, þrjú og kannski lika f jögur að eiga góöa konu i sveit, konu sem er samhent manninum. Hún þarf að vera fyrst á fætur á morgnana og siðust i koju á kvöldin.” Þessa klausu úr Daglaðinu, hafða eftir einum karlinum, sendir Sirri og spyr hvernig þessar kröfur til sveitakon- unnar samræmist þvi mati, sem þjóðfélagið og hennar eigin stétt, bændastéttin, legg- ur á vinnu hennar. Til dæmis bendir hún á það sem fram kom i dreifibréfi fram- kvæmdanefndar um kvennafri fyrir24. okt. meðal ástæðna tii verkfallsins: Að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. Að vinnufram- lag bændakvenna i búrekstri er metið til kr. 175.000 á ári. Ástamálin — undirgefni eöa frelsi Og hér er bréfkorn, undirrit- að af nokkrum karlverum, sem telja þó einkamál sin á torg borin ef nöfnin birtast, en tileínið er bréf i Velvakanda Morgunblaðsins gegn kvenna- verkfallinu, bréf sem vakti talsverða athygli og umtal: ,,Það bar svo til á dögunum, að einhver kjáni, sem nefndi sig ,,33 ára húsmóður”, lét ljós sitt flökta hjá Velvakanda. Þar var m.a. drepið á ,,ásta- mál rauðsokka”, hvernig þau mundu nú eiginlega vera. Enda þótt ritstjórar Moggans hafi talið pólitiskt skynsam- legt af hálfbiðja afsökunar á þessu, þá er spurningin at- hyglisverð. Okkur sýnist þetta nefnilega vera skrifað af kynbróður okkar, og þá liklega einum, sem hefur heldur takmarkaða reynslu af kvenfólki. Tilveran er satt að segja svo ágæt, að þvi frjálsari og sjálfstæðari sem konan er, þvi skemmti- legri kynfélagi er hún. Stór- mennskukomplexinn um hina „undirgefnu” konu, sem við höfum sjálfsagt flestir ein- hverntimann gengið með, hann verður harla léttvægur fundinn, þegar menn hafa upplifað, hvað frjáls og fram- takssöm manneskja getur veitt manni og sjálfri sér. Þetta er ekki meint sem auglýsing fyrir rauðsokka (kvenkyns), þær virðast einna sist þurfa sliks með, heldur sem velviljuð og óeigingjörn ábending til þeirra kynbræðra okkar, sem enn hafa látið sér sjást yfir þessa ánægju i til- verunni. „Nokkrir, sem haft hafa náin kynni af kvenkyns rauð- sokkum.” Hvaö gerir kona? í ræðu sinni á kvennaárs- fundinum i sumar sagði Eva Kolstad frá Noregi m.a. frá viðleitni kvennaársnefnda sveitarfélaganna þar til að breyta viðhorfum, ná inn á hvert heimili og fá fólk til að ræða réttindi kvenna og velta hlutunum fyrir sér. Ein að- ferðin var að fá skóla til keppni um bekkjarblöð, teikn- ingar og ritgerðir, þvi oft opn- ast augu fólks fyrir þvi hve fastmótuð viðhorfin eru og áhrif umhverfisins rik þegar það sér, að m.a.s. börnin hafa þegar tileinkað sér gamla hugsunarháttinn. Forskólarnir eða leikskól- arnir urðu fyrstir til með sin' svör, og mátti skoða úrval þeirra á sýningu i Osló i vor. M.a. voru börnin spurð: Hvað gerir kona? Og svörin voru táknræn, sagði Eva: „Þær hjálpa börnunum i leikfimi og svoleiðis,” sagði eitt. „Þær standa og horfa út um gluggann,” svaraði annað. Annars þvoðu þær upp. Konur þær, sem börnin teiknuðu, þvoðu upp einhver ókjör. ör- sjaldan sáust karlmenn sem tóku þátt i uppþvottinum. Það mátti sjá barnshafandi konur klifra á þakinu til að gera við rennuna, „þvi enginn hjálpar þeim”. Við sáum barnshaf- andi konur bera þungar inn- kaupatöskur. Þvi að enginn hjálpaði þeim við það heldur. Og við fengum stórkostlegt dæmi um það að börn eru mjög raunsæ um gang lifsins. Spurningunni „Hvað gerir kona?” svaraði eitt barnið: „Þær gifta sig og eignast börn”! — Hlutverkin voru yfirleitt fastmótuð — hnútur- inn hnýttur, sagði Eva Kol- stad. í þessu sambandi langar mig að segja smádæmi um það hve mikil áhrif umhverfið og viðurkenndir hlutir hafa — lika i hina áttina, sem betur fer. Þannig skeði það fyrir rúmu ári, að gagnfræðaskól- inn i Neskaupstað fékk nýjan skólastjóra, sem er kona. Aður hafði kona aldrei gegnt embætti skólastjóra þar eystra og reyndar óviða á landinu, nema við kvenna- skóla og nú á siðari árum nokkra minni barnaskólanna. En enginn mér vitanlega hef- ur heyrst amast við þessari nýbreytni i Neskaupstaö, I skólastjórinn er viðurkenndur \ án tillits til kynferðis. Áhrifin: f yngsta bekk barnaskólans nú i haust spurði kennarinn börnin hvað þau ætluðu að verða þegar þáu yrðu stór. A.m.k. þrjár stelpur ætla að verða skólastjórar! — Skyldu svörin hafa orðið hin sömu ef spurningin hefði verið borin upp fyrir tveim árum, þegar ekkert barnanna hafði heyrt getið um konu i slikri stöðu? Áreiðanlega ekki. Og það sem meira er, — öllum börnunum virtist þykja þetta val jafn eðlilegt og sjálfsagt og hinna, sem ætluðu að verða hjúkrunarkonur, vinna i frystihúsi, eða verða húsmæð- ur. Hitt er svo annað mál og vekur óneitanlega óþægilegar spurningar,að aliur bekkurinn skellihló þegar einn strákur- inn sagðist ætla að verða bóndi. —vh llauösokkar syngja á Torginu 24. okt. Margir lesendur jafnréttissiðunnar hafa beðið um birtingu baráttusöngs rauðsokka,sem sunginn var á Lækjartorgi verk- fallsdaginn og er hér með orðið við þeim óskum. Textann hafa Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jónsson samið eftir sænskum rauðsokkasöng undir sama lagi úr leikritinu „Jösses flickor”. í AUGSÝN ER NÚ FRELSI I augsýn er nú frelsi og fyrr það mátti vera, nú fylkja konur liði og frelsismerki bera. Stundin er runnin upp. Tökumst allar hönd i hönd og höldum fast á málum, þó ýmsir vilji afturábak en aðrir standi i stað, tökum við aldrei undir það. En þori ég, vil ég, get ég? Já, ég þori, get og vil. (Tvitekið) Og seinna börnin segja: Sko mömmu, hún hreinsaði til. Já, seinna börnin segja: Þetta er einmitt sú veröld sem eg vil. En þori éggetég, vil ég...o.s.frv. Áfram stelpur standa á fætur slitum allar gamlar rætur þúsund ára kvennakúgunar. Ef einstaklingurinn er virkur verður fjöldinn okkar styrkur og við gerum ótal breytingar. Atkvæði eigum við i hrönnum, komum pólitikinni i lag, sköpum jafnrétti og bræðalag. Áfram stelpur hér er höndin, hnýtum saman vinaböndin, verum ekki deigar dansinn i. Byggjum nýjan heim með höndum hraustra kvenna i öllum löndum. Látum enga linku vera i þvi. Börnin eignast alla okkar reynslu, sýnum með eigin einingu aflið i fjöldasamstöðu. Stelpur horfið ögn til baka á allt sem hefur konur þjakað, stelpur horfið bálreiðar um öxl. Ef baráttu að baki áttu, berðu höfuð hátt og láttu efann hverfa, unnist hefur margt, þó er mörgu ekki svarað enn, þvi ekki er jafnréttið mikið i raun: Hvenær verða allir menn taldir menn? Með sömu störf og lika sömu laun? (Fyrsta erindi endurtekiö) Starfshópar að byrja Mikið af starfi rauðsokka i haust hefur snúist kringum kvennaverkfallið og undir- búning þess, að þvi er ein úr miðstöð hreyfingarinnar, Þuriður Magnúsdóttir, sagði jafnréttissiðunni. En nú verður tekið til óspilltra málanna og hafin vinna i starfshópunum. Þegar hafa margir látið skrá sig til þátttöku, en þeir sem vilja vera með og hafa ekki látið heyra frá sér hafa til þess tækifæri á fimmtudaginn kemur, þegar haldinn verður almennur fundur i Sokkholti kl. 8,30 sd. Þar verður lika rætt um stofnun nýrra starfshópa og annað starf framundan, sagði Þuriður og hvatti ti! þess, að sem allra flestir kæmu og legðu sitt til málanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.