Þjóðviljinn - 02.11.1975, Page 3
Sunnudagur 2. nóvember 1975. þjóÐVILJINN — StÐA 3
GUÐBERGUR
BERGSSON
SKRIFAR
FRÁ SPÁNI
Djöflarnir
deyja
aldrei
Ekkert er eðlilegt i lifi ein-
ræðisherrans, ekki einu sinni sá
eðlilegi þáttur lifs sérhvers
manns, að deyja. Hnerri ein-
ræðisherrann, þá hnappast að
læknar og lita ekki aðeins upp i
nefið á honum, heldur yfirlita all-
an hans skrokk. Einræðisherrann
stigur ekki fet, án þess að honum
fylgi læknir. Læknar liggja á ein-
ræðisherranum eins og mara.
Þess vegna er eðlilegt. að ein-
ræðisherrar verði gripnir ofsókn-
aræði og það snúist gegn bjarg-
vættum þeirra, læknunum, likt og
gerðist á bóndabýlinu, sem var
„kostajörð kölluð”, eins og skáld-
ið segir, þótt að nú sé svo komið,
að hún þurfi að kaupa korn, svo
að heimilisfókið deyi ekki úr
hungri, og meira að segja það
fræga korn, sem var kennt við
„offramleiðslu”, sem kapitalism-
inn átti að deyja úr, samkvæmt
öllum uppskriftum. Svipað
ástand rikir á bóndabýli hásléttu
Spánar og á lágsléttum Kreml-
landsins. Efnahagslifið er allt i
hönk og einræðisherrann að
deyja. A báðum stöðunum mun
Kaninn koma til hjálpar.
Þjóðirnar lifa á þvi að skálda
skrýtlur um stjórnarvöldin. Þær
eru þeirra kartöflur og þjóðfé-
lagsleg fróun. Sú siðasta er þessi
sem ég hef eftir hjúkrunarkonu:
Franco liggur á banabeðinu og
segir við sina frú, donju Carmen
Polo de Franco: Æ, donja Car-
men, ég er að missa lifið, og ný-
lendan Sahara er okkur glötuð.
Þá svarar Carmen: Þú hefðir átt
að láta nýlenduna vera á minu
nafni.
Þetta sannar, að það eru fleiri
en islenskir fjármálasvikarar,
sem láta eigurnar vera á nafni
frúa sinna. Og sagt er, að frú Car-
men hafi hreiörað rækilega um
sig i öllum stórfyrirtækjum Spán-
ar, einkum i stóru vöruhúsunum,
og auk þess á hún stórar fúlgur i
svissneskum bönkum, eins og
bróðir Francos, don Nikolas, en
kjaftakerlingin Pilar, systir hans,
og Franco sjálfur, eru sögð vera
heiðarleikinn uppmálaður. Um
þetta ræðir þjóðin á meðan hún
biður eftir siðustu tilkynningu
læknanna um, hvernig kransæð-
inni liði. Fréttatilkynningin er
alltaf eins: Rikisleiðtoginn hefur
hvilst vel. Hann hlustaði á messu
og heldur fullri rænu. Astandið
heldur áfram að vera alvarlegt.
Þegar ég keypti Mánudags-
blaðið i morgun (hér er einnig til
Mánudagsblað, en miklu siðsam-
ara en það islenska), sagði blaða-
sölukerlingin: Kaupir þú bláðið
til að lesa um andlát dvergsins,
þá sparaðu þér peseturnar.
Djöflar deyja aldrei.
Kringum einræðisherra mynd-
ast alltaf einhver dýrð, oft eitt-
hvaö, sem er kennt við hugsjón og
bjarta framtið mannkynsins.
Hvað Franco viðvikur hefur að-
eins tekist að skapa sterka hjátrú.
Almenningur trúir þvi, að dverg-
urinn sé ódauðlegur, dvergurinn,
sem hefur verið notaður á þjóðina
sem ,,boli" i nærfellt fjörutiu ár.
Þjóðin heldur, að dvergurinn sé
að þykjast deyja, en muni risa
aftur upp endurnýjaöur i fullum
æskuskrúða og fangelsa hana
alla, og fara siðan til laxveiða..
sem er hans uppáhalds iþrótt. auk
golfs.
Hins vegar hafa erlendar
fréttastofur lesið það út úr loðn-
um tilkynningum læknanna. að
„hvildin mikla” merki eilif hvild.
að beðið sé með að tilkynna and-
látiö meðan barist er um völdin i
bústaðnum. E1 Pardo, þar sem
frú Carmen heimtar að vera
rikiserfingi i eins konar mellustil
lsabelitu Peron i Argentinu. Mar-
gar fréttastofur hafa sagt frá
dauða Francos. En Franco er enn
á lifi, það hef ég eftir áreiðanleg-
um fréttum hjúkrunarkonu, sem
segir, að hann stundi læknalið
tengdasonar hans, markgreifans
frá Villaverde, sem er hjarta-
læknir og mikill vinur hjarta-
græðarans mikla, Kristjáns
Barnard frá Suður-Afriku. Barn-
ard var hér á ferð i siðustu viku,
og þótt hann hafi borið móti þvi,
að koma hans hafi verið i tengsl-
um við hjartasjúkdóm Francos,
gengur það fjöllunum hærra á
göngum Sjúkrahúss Francisco
Francos, að Barnard hafi farið
aftur til Afriku i leit að hæfilegu
hjarta einhvers svarts seið-
skratta, og finni hann eitthvert
nægilega djöfullegt hjarta af
hæfilegri stærð, þá muni hann
snúa aftur og græða það i Franco,
þannig að þjóðin losni aldrei við
einræðið.
Þessar sögur munu veita örlitla
innsýn inn i söguburð og hugarfar
spænsku þjóðarinnar þessa dag-
ana, hug hennar til leiðtoga sins.
Eftir að hafa sagt „sögu”, bæta
þeir við, sem hjátrúarfyllstir eru:
Skelfing erum við ljót i hugsun.
Okkur Spánverjum er ekki við
bjargandi.
Hvað sem alþýðlegum sögu-
burði liður, þá er Franco alvar-
lega sjúkur og bendir margt til
þess, bæði gifurlegar fangelsanir
um allt landið á fólki, sem stjórn-
in kallar marx-leninista og morð
íngja en ekki hvað sist hreyfing
borgarastéttarinnar, sem er að
koma sér upp „stjórnmála-
stefnu” á siðustu stund, áður en
allt verður um seinan: Franco
fellur og fólkið ris upp. Engar lik-
ur eru þó fyrir, að þjóðin risi upp
þegar i stað eftir lát rikisleiðtog-
ans. Það tekur þjóðir talsverðan
tima að átta sig, vakna og öðlast
vitund, jafnvel þótt verðbólga og
atvinnuleysi hjálpist að við að ýta
við almenningi. Hér mun gerast
eitthvað svipað og i Porlúgal.
Þjóðin heimtar hefnd, en hún veit
ekki á hverjum hún á að láta
hefndarlöngun sina bitna, vegna
þess að allir eru samsekir, einnig
hún sjálf. Borgarastéttin ber ekki
ein sökina. Það er hreint mál og
byrjendahjal vinstrisinna. Að sið-
ustu mun skapast andlegt öng-
þveiti og efnahagsleg upplausn,
sem þegar ber talsvert á, þótt
Franco sé enn á lifi. Eftir öllum
sólarmerkjum hagfræðinnar að
dæma, mun Franco fara með
efnahagslif landsins með sér i
gröfina: fjárfesting hefur næstum
stöðvast: enginn þorir að leggja
út i neitt á framkvæmdarsviði,
þvi að stjórnmál og efnahagur
eru nátengd, fyrr en greiðist úr
einhverju. Greiðsluhallinn við út-
lönd vex, allt er i uppnámi i
Kauphöllinni, og einungis túrism-
inn, sá mikli ismi, heldur þjóðar-
skútunni á floti. En ýmsar blikur
eru á lofti, eða ský, sem kunna að
breiða fyrir sólina á Sólarströnd-
inr.i, ótti ferðamannsins, túrist-
ans, við það, að þegar Friðar-
skeiði Francos ljúki gæti hent, að
i stað þess að liggja i sólbaði á
ströndinni, liggi ferðamaðurinn
þar i bóðbaði. Stjórn Spánar
reynir þessa stundina að gera
ekkert, sem kunni að hræða
neinn. Hún hefur meira að segja
sleppt úr fangelsi mörgum
„hryðjuverkamönnum” (allar
fangelsanir eru handahófskennd-
ar og á fáum, eða engum rökum
reistar) og stefnir að þvi, sem hún
kallar „hægfara þróun innan
samhengisins”. Það merkir
„stefna Francos i framtið friðar
án Francos, og þess vegna frjáls-
lyndari stefna en tiðkast hefur”.
Aðeins framtiðin mun skera úr
um, hvort stjórnarvöldum Spánar
muni takast að jarðsyngja
Franco og stefnu hans, eins og
ekkert hafi gerst, en samt eitt-
hvað.
EZT
WESTON
DANSKA WESTON teppaverksmiðjan er ein stærsta
teppaverksmiðja Evrópu og þekkt fyrir gæða-
framleiðslu.
Til þess að gefa viðskiptavinum okkar færi á að kynnast
þessari úrvalsframleiðslu höfum við
á Weston TEPPUM og gef ur þar á að líta yf ir 100 mis-
munandi gerðir og liti, allt frá ódýrum gerviefnum og
upp í dýrustu alullarteppi.
Þér veljiðgerðina, við tökum málið af íbúðinni — og inn-
an þriggja til f jögurra vikna er teppið komið, nákvæm-1
lega sniðið á flötinn.
Þér greiðið aðeins eftir máli flatarins — þ.e.a.s. engin
aukagreiðsla vegna afganga.
Teppadeild • Hringbraut 121
■ Simi 10-603