Þjóðviljinn - 02.11.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975.
DJÓÐVIUINN
mAlgagn sösíalisma
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsbiaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
SKILNINGSLEYSI STJÓRNARINNAR Á SJÁVARÚTVEGINUM
Þjóðviljinn hefur upplýst að skiptaverð
megi hækka um allt að 25% ef horfið væri
til þess hlutfalls sjóðakerfis i fiskverði
sem gilti fyrir valdatöku hægristjórnar-
innar. Sjóðakerfið hirti um 30% þegar
núverandi rikisstjórn tók við, en hún
ákvað að hækka þetta hlutfall til þeirra
sjóða sem fyrir voru, jafnframt þvi, sem
hún ákvað að taka 22% i sérstakan oliu-
sjóð. Þar með eru það um 24 — 25% sem
eru tekin framhjá skiptum að frumkvæði
ihaldsstjórnarinnar.
Nú er enginn að mótmæla þvi að nokkur
vandi fylgi þeim miklu hækkunun á oliu,
sem átt hefur sér stað undanfarin ár. En
þar með er ekki sagt að þessi vandi eigi að
leggjast á sjómannastéttina. Það er
grundvallaratriði þjóðarbús okkar, að
framleiðslan i sjávarútvegi haldi áfram,
og þar með að sjómenn fáist á bátana. Að
undanförnu hefur verið nokkur skortur á
mannskap og menn horfa uggandi til
vetrarins. Ástæðan fyrir þessum ugg og
ótta er einkum sú að rikið sjálft hefur
verið með — beint og óbeint — stór-
framkvæmdir svo að segja um allt land.
Við þessar framkvæmdir er unnt að hafa
miklu meiri laun en sjómenn geta treyst á
að fá á sjónum að ekki sé nú meira sagt.
Jafnframt þessu hefur rikisstjórnin beitt
sér fyrir þvi að hernámsframkvæmdir á
Suðurnesjum yrðu stórauknar, enda
tæmast frystihús á Suðurnesjum og
sjómenn ganga i land til léttari og betur
launaðrar vinnu.
Það hefur lengi verið sagt um núverandi
rikisstjórn að hún væri rikisstjórn millilið-
anna, en ekki framleiðsiunnar eða launa-
fólks. Þetta kemur átakanlega i ljós i
afstöðu hennar til sjávarútvegsins. Þar er
greinilega enginn skilningur á stöðu hans
og mikilvægi. Hvað eftir annað hefur
komið til stöðvana i sjávarútveginum.
Togaraverkfall mánuðum saman,
heimsigling skipa, stöðvun ákveðinna
veiða um takmarkaðan tima eins og
stöðvun rækjuveiða vestra.
Skilningsleysið á nauðsyn þess að sjó-
mannastettin hafi mannsæmandi laun er
af sama toga spunnið. Þetta skilningsleysi
á sjávarútveginum og islenskum atvinnu-
greinum yfirleitt er hluti af stefnu rikis-
stjórnarinnar.
Hefði rikisstjórnin nú þann nauðsynlega
skilning á sjávarútveginum og mikilvægi
hans myndi hún tafarlaust beita sér fyrir
þvi að hækka skiptaverðið með þvi að
ganga á sjóðakerfið margnefnda. —s.
LÚALEG FRAMKOMA FORSÆTISRÁÐHERRANS
Þegar rikisstjórnin var kúskuð til að
semja við sjómenn eftir heimsiglingu
skipanna lýsti Geir Hallgrimsson þvi yfir
að sjómenn hefðu i rauninni sætt sig við
3,5% kauphækkun og ættu aðrir launa-
menn að taka sér þá hógværð til fyrir-
myndar. Þessi yfirlýsing forsætisráðherr-
ans var með eindæmum lúaleg. Sjó-
mennirnir voru að sjálfsögðu ekki að
semja um kaup sitt til neinnar fram-
búðar; þeir voru aðeins að tryggja sér það
fiskverð sem lofað var en þeir töldu að
yrði aðeins i orði en ekki á borði.
Sjómannasamtökin hafa nú sett fram
kröfur sinar, sem vissulega eru háar
miðað við það kaup sem sjómenn hafa
fyrir, en eru ekki háar miðað við laun sem
ýmsir aðrir aðilar hafa fengið i landinu á
undanförnum mánuðum. Sjómanna-
samtökin munu að sjálfsögðu berjast fyrir
sinum kjarabótum hvað sem liður útkom-
unni úr siðustu samningum rikisstjórnar-
innar og sjómanna.
í upphafi var framkoma Geirs
Hallgrimssonar i þessu máli kölluð lúaleg.
Það er sist ofmælt að mati sjómanna, sem
hafa engan áhuga á þvi að niðurstöður
samninga þeirra verði notaðar sem svipa
á annað launafólk til þess að halda aftur af
kaupkröfum þess. En tilraun Geirs
Hallgrimssonar til þess að rangtúlka af-
stöðu sjómanna er enn til marks um það
undirferli og þann ódrengskap sem
einkennir öll vinnubrögð núverandi rikis-
stjórnar gagnvart launafólki.
—s.
Isaldir
tengdar l'ÉS
hringrás ^ I'
sólarí
Vetrarbraut? 1
;■ .h
Galaxian AI-51 sýnir spiralarmana eins og flugeldasól Armar þessir
eru sumpart úr stjörnum, sumpart úr geimryki. tsaldir eru ef til vill
tengdar breytingum á útgeislun sóiar þegar hún fer f gegnum geim-
rykssvæöi.
Margir vita, að kenn-
ingarsem gera tilkall til að
útskýra isaldir á jörðu eru
fleiri en taldar verði. Ein
nýleg kenning og mjög víð-
feðm hefur nú fengið ó-
væntan stuðning og verður
það mál rakið að nokkru
hér á eftir.
— Enski stjörnufræðingurinn
W.H. McCrea setti i sumar fram
isaldarskýringu, sem felur i raun.
i sér miklu bjartsýnni spá um
framtiðarlofslag á jörðunni en nú
hafa verið iðkaðar um stund.
Samkvæmt kenningu McCreas
eiga isaldarskeið rætur að rekja
til hreyfingar sólar innan Vetrar-
brautar okkar. Sólin er á ferli i
Vetrarbrautinni, sem spannar
þúsundir miljarða stjárna, og fer
hún á leið sinni með vissu millibili
i gegnum stór ,,ský” af geimryki.
Þetta leiöir til breytinga á
útgeislun sólar og þar með á
aðstæðum i andrúmslofti jarðar
— hitastigið á jörðunni lækkar að
miklum mun og hafis og jöklar
breiða mjög úr sér að sama skapi.
Flestar þær útskýringar, sem
hingað til hafa verið uppi benda
til þess, að ný isöíd sé í nánd, en
útskýring McCreas gerir ráð fyrir
þvi, aö mannfólkiö geti andaö
rólega i 250 miijónir ára — það
verði ekki fyrr að nýtt kuldaskeið
gengur i garð. Að sjálfsögðu með
þeim skilyrðum, að athafnir
mannsins trufii ekki veðurfars-
legt jafnvægi á jöröunni — en nú
sem stendur eru ; þvi miður
miklar likur til þess.
Flugeldasól
Sólin, og þar með jörðin, eru
hluti af Vetrarbrautinni, sem er
ein af óteljandi stjörnukerfum,
galaxium, geimsins. Vetrar-
brautin er gerð af stjörnum, ryki
og lofttegundum. Allt þetta kerfi
snýst i kringum sjálft sig eins og
flugeldasól. í þeim snúningi eru
spiralarnir þar sem flestar
stjörnur, samkynja sólinni, eru.
Stjörnufræðingarnir hafa komist
aö þessari niðurstööu um okkar
eigin galaxiu með þvi að skoða
aðrar sem lengra eru i burtu.
Spiralarmarnir eru umluktir
geimrykssvæðum. Ryk þetta er
ekki þéttara en svo, að lítill
munur er á þessum ryksvæðum
og tómarúmi — en þessi svæði
eru firnastór og þar meö sýnileg.
Sólin fer i einn hring um miðju
Vetrarbrautarinnar á 500
miljónum ára. Á ieiðinni fer hún
tvisvar framhjá spiralarmi, og
fer þvi framhjá einum slikum á
250 miljón ára fresti.
Jarðfræðilegar athuganir
benda einmitt til þess, að isaldar-
skeið hafi gengið yfir jörðuna
með 250 miljón ára millibili, og
það er út frá þeirri tölu sem að
McCrea hefur kannað hvort
útskýra mætti isaldir með til-
vfsun til þess að farið er framhjá
fyrrnefndum spirölum.
Ryksuga
Og þaö getur vel verið. Þegar
sólin fer i gegnum spiralarm mun
hún sjúga til sin nokkuð af þvi
ryki sem i honum er að finna.
Þegar þetta ryk hnigur til sólar -
hitnar það. Upphitun þessa ryks
leiöir til þess að útgeislun sólar
eykst. Og þessi aukna útgeislun
leiðir, þótt undarlegt megi
virðast, til isaldarskeiða á
jörðunni.
Orsökin er sú, að aukin út-
geislun frá sólu hitar fyrst upp
jörðina. Þetta þýðir aukna upp-
gufun vatns, sem stigur upp og
þéttist aftur i skýjabreiðu, sem
þekur jörðina alla þegar
uppgufunin er nógu mögnuð.
Skýjaspegill
Skýin virka sem spegill — þau
kasta geisluninni til baka. Ekki
bara þeirri aukageislun, sem
stafar af ryksogi sólar, heldur
kastar skýjabreiðan frá sér veru-
legum hluta af venjulegri geislun
VISINDI
OG SAMFÉLAG
sólar. Við þetta lækkar hitastigið,
þvi að sólin er aðalhitauppspretta
jaröar. Ef að sleppt er stærðar- og
timamuni, þá samsvarar þetta
þvi, að sólskinsdagar eru hlýrri
en grámóskudagar.
í stórum dráttum getur kenning
McCreas staðist. Þaö er búið aö
reikna það nákvæmlega út,
hvernig hreyfingin i gegnum
spiralarmana verkar á hitastig
jarðar. Það er ennfremur vitað,
að sólin — og jörðin — fóru I
gegnum spiralarm fyrir io
þúsund árum, og einnmitt fyrir 10
búsund árum var isöld á jöröu.
Isaldir eru þar á undan með 250
miljóna ára millibili i jarð-
sögunni. Það er aö segja: kenning
McCreas var ekki nægilega vel
studd könnun einmitt á þessu
sviði. En nokkrum vikum eftir að
hann birti kenningu sina birti
ástraliumaburinn G. E. Williams
nákvæmar mælingar á tiðni
isalda á jöröu. Þessar athuganir,
sem unnar voru óháð vanga-
veltum McCreas, staöfestu i einu
og öllu það mynstur sem hann
hafði dregið upp.
Þar með var hin nýja útskýring
á isöldumkomin i hóp þeirra sem
best hafa verið rökstuddar.
Mikilvægt
Orsakir isalda eru afar
mikilvægt viðfangsefni. Ýmsar
útskýringar, sem til þessa hafa
verið á kreiki, og leita orsakanna
fyrst og fremst i atvikum á jörðu
niðri, spá isöldum eftir stuttan
tima. Eftir aöeins árþúsundir. En
ef hin stjarnfærðilega útskýring
sem hér var rakin gildir, þá
kemur ekki isaldarskeiö fyrr en
eftir hundruð miljóna ára.
Framhald á 22. siöu.