Þjóðviljinn - 02.11.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. SVAVA JAKOBSDÓTTIR: Ekki sérsköttun, heldur samsköttun í nýju formi Föstudagurinn 24. október, er konur um allt land lögðu niður vinnu til að leggja áherslu á kröf- ur sinar um réttlátt þjóðfélag, var enginn hátindur hátiðarárs. Yfir- lýst „Kvennaár” af hálfu Sam- einuðu þjóðanna hefði varla eitt sér nægt til að þjappa konum saman til baráttu svo sem raun varð á. Kvennaverkfallið og sú samstaða sem um það náðist, er fyrst og fremst árangur þrot- lausrar umræðu og upplýsinga- starfsemi um þjóðfélagsstöðu is- lenskra kvenna, sem staðið hefur undanfarin ár. Sú umræða verður vissulega að haida áfram, en staðan er nú skýrari en áður. Jarðvegurinn er frjór tii aðgerða og konur hafa sýnt að þær eru reiðubúnar til að fylgja kröfum sinum eftir i verki. Það mannsbarn er varla lengur til á fslandi, sem ekki veit að allur þorri vinnandi kvenna i þjóðfé- laginu er láglaunahópur sem hef- ur nánast engin völd og litil sem engin bein áhrif á mótun þjóðfé- lagsgerðarinnar. Bæði á heimil- um og i öllum helstu þjónustu- og undirstöðuatvinnugreinum þjóð- arinnar hafa konur lagt fram vinnu sina, en valdahlutföllin i þjóðféiaginu sanna, að vinna þeirra hefur fyrst og fremst verið notuð til að byggja upp þjóðfélag eftir forskrift ráðandi karl- manna. Enn hafa konur ekki þá valdaaðstöðu að þær geti knúið fram þær breytingar á þjóðfé- lagsgerðinni, sem þarf til þess að jafnrétti þegnanna náist. Verkalýðsbaráttan og jafn- réttisbaráttan eiga það sameigin- legt að þær stefna að launajafn- rétti. Það er alkunna að þau störf sem eingöngu konur vinna, eru láglaunastörf, þau eru vanmetin vegna þess að konur vinna þau, en islendingar fundu áþreifan- lega fyrir þvi þ. 24. okt. að þetta vanmetna vinnuafl er þjóðfélag- inu ómissandi. Kyngreining i störf verður að hverfa. Það er forsenda þess að launamisrétti verði upprætt. 1 þeim samn., sem framundan eru, ættu samtök launafólks að setja þá kröfu á oddinn, að þau störf, sem eru lágt launuð, vegna þess að eingöngu konur vinna þau, hækki i launum helmingi meira en hin. Þá væri stórt skref stigið i átt til raun- verulegs launajafnréttis. Þá væru likur til að karlar vildu setjast við ritvélar og simaborð, og ganga að núverandi „kvennastörfum” i bönkum, skrifstofum, verksmiðj- um, frystihúsum. Með þessu yrði stefnt að þvi að öll störf væru skipuð bæði körlum og konum. Hér er verðugt verkefni fyrir þær konur og karla i samtökum launafólks, sem eru i baráttuhug eftir kvennaverkfallið 24. okt. Sérsköttun ríkisstjórnarinnar er ekki sérsköttun f ræðu sinni við 1. umræðu fjár- lagafrumvarpsins s.l. þriðjudag boðaði f jármálaráðherra, Matthias Á. Matthiesen, frum- varp til laga um sérsköttun hjóna, sem lagt yrði fram fyrir lok þessa árs. Ekki gaf ráðherra ýtarlegar upplýsingar um hvernig þessu yrði hagað, en þó kom fram eftir- farandi i máli hans: „Er ráð fyrir þvi gert, að tekjum hjóna og eign- um verði skipt milli hjóna til skattlagningar eftir föstum regl- um, þótt séreign sé eða sérat- vinna, og siðan farið með hvort Frá kvennaverkfallinu. hjóna um sig sem sjálfstæðan gjaldþegn.” Giftum konum hefur lengi þótt smán að þvi að vera ekki sjálf- stæðir sk«ttþegnar svo sem aðrir fjárráða og fullveðja menn i þjóð- félaginu og hafa þvi löngum haft uppi kröfur um sérsköttun hjóna. Það var þvi ekki furða þó Morg- unblaðið birti þennan boðskap fjármálaráðherra með risafyrir- sögn á baksiðu þ. 29. f.m. Það átti ekki að fara framhjá neinum að rikisstjórnin hefði nú snúið jafnréttisandlitinu að konum og ætlaði að koma til móts við óskir þeirra i þessu efni. Sá hængur er bara á, að þetta skattheimtufyrirkomulag, sem rikisstjórnin boðar, er ekki sér- sköttun, og skulu nú færð rök að þvi. Samsköttun er fólgin i þvi að tekjur hjóna eru lagðar saman og skattgjald reiknað af sameigin- legum tekjum þeirra, með ýms- um frádráttarliðum, sem skipta ekki máli i þessu sambandi. Hjá okkur gildir sú regla, að eigin- manninum (húsbóndanum) ber að telja fram tekjur beggja og standa skil á skattgreiðslu. Þessi aðferð er arfur frá þeim tima er gift kona var ófjárráða. Sérsköttun er i þvi fólgin að hvort aðili um sig skilar sjálf- stæðu framtali þar sem hann gerir grein fyrir eigin tekjum og eignum, óháð tekjum og eignum hins, og stendur sjálfur skil á skattgreiðslu, ef einhver er. í nú- gildandi lögum er heimild til slikrar sérsköttunar konu með þeirri undantekningu þó, að hún nær aðeins til atvinnutekna konu. Sú breyting sem rikisstjórnin boðar á lögum pm tekju- og eignaskatt, brýtur grundvallar- reglur sérsköttunar. Tekjur hjóna verða lagðar saman — alveg eins og nú — og breytir engu um, þótt þeim sé siðan skipt milli þeirra eftir einhverjum sérstökum regl- um, hvort sem það verður til helminga eða i einhverju öðru hlutfalli. Hvorugur aðilinn gerir grein fyrir eigin tekjum eða eign- um, heldur hluta eða helmingi af samanlögðum tekjum beggja. Hin svonefnda „sérsköttun” rikísstjórnarinnar er því ekki sér- sköttun, heldur einvörðungu sam- sköttun í nýju formi, og má raun- ar fullyrða að hin fyrirhugaða skiptiregla rikisstjórnarinnar sé fjær eðli sérsköttunar en núgild- andi samsköttunarform. Á maður að ætla að fjármála- ráðherra og allir hinir lögfræð- ingarnir, og hagfræðingarnir i; þingliði Sjálfstæðisflokksins viti þetta raunverulega ekki, eða eru þeir visvitandi að blekkja konur til fylgis við hið fyrirhugaða frumvarp i trausti þess að þær átti sig ekki? Treysta þeir á það að konur gangi i gildruna einung- is ef þeir hrópa „sérsköttun” nógu oft og lengi? Skattalögreglan og dúkkulísan f ummælum fjármálaráðherra, sem ég vitnaði i hér að framan, kemur fram að farið verði með hvort hjóna um sig sem sjálfstæð- an gjaldþegn. Þetta verður vart skilið á annan veg en þann að giftri konu verði þá skylt að standa skil á þeim hluta skatt- byrðarinnar sem henni er úthlut- aður. Hér er vissulega verið að koma húsmóður, sem engar at- vinnutekjur hefur, i mjög alvar- lega aðstöðu, svo vægt sé til orða tekið. Það er þá verið að gera henni skylt að greiða skatt af tekjum sem annar vinnur sér inn og fær i hendur, en hver á að tryggja að hún fái það fé i hendur sem hún þarf til að standa skil á sinum hluta? Skattalögregan kannski? Það er algengara en margur hyggur að húsmóðir fái ekki fé til ráðstöfunar nema rétt til brýn- ustu innkaupa til heimilisins. Það getur átt sér margvislegar orsak- ir, en er staðreynd. Með hverjum hætti hefur rikisstjórnin hugsað sér að skattayfirvöld gengju að þessum konum? Þvi hafa þing- menn Sjálfstæðisflokksins aldrei fengist til að svara, þótt þeir hafi margsinnis verið inntir eftir þvi. Mér býður i grun, að skattayfir- völd muni aldrei taka þá áhættu að missa af þessum greiðslnm eða láta þær dragast á langinn og þá verður væntanlega öruggasta og auðveldasta leiðin farin: að taka bara allt úr launaumslagi eiginmannsins. Alveg eins og nú. Nafn eiginkonunnar er að visu formlega á blaði einhvers staðar, hinn „sjálfstæði gjaldþegn” er hvergi til nema á pappirnum, orðinn nokkurs konar dúkkulisa i höndum skattayfirvalda og rjkis- stjórnar. Kona með eigin atvinnutekjur kemst nær þvi að verða sjálfstæð- ur gjaldþegn, og er þó hætt við að eins verið farið að þeim. Þar sem þær eru yfirleitt i láglaunastörf- um, má gera ráð fyrir að laun þeirra hrökkvi vart eða ekki til greiðslu á þeirra hluta af heildar- skatti hjónanna og verður þá af- gangurinn væntanlega sóttur i launaumslag eiginmannsins. Launaumslagið þeirra verður tómt, en eitt er vist, að skrif- finnskan og „kerfið” við slika innheimtu mun kosta rikissjóð ærinn skilding. I andstööu við hjúskaparlögin Þegar gerðar eru skattkerfis- breytingar sem þessar, ætti, ef vel væri að verki staðið, að hafa hliðsjón af almennum sifjarétti. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur hjóna eiga hjón búið alls ekki til helminga fyrr en við skilnað eða dauða. Sá sem aflar teknanna eða á eignirnar, getur ráðstafað þeim að vild með þeim takmörkunum þó að fjölskyldan búi ekki á eigninni, og lausaféð teljist ekki til búsgagna á sameig- inlegu heimili hjónanna, til nauð- synlegra vinnutækja hins eða sé notað til þarfa barna. Ef hið boð- aða frumvarp rikisstjórnarinnar verður að lögum, er verið að gera aðila skattskyldan fyrir tekjum og eignum, sem hann hefur ekki einu sinni ráðstöfunarrétt yfir skv. lögum. Þetta, mundi bitna hvað harðast á húsmæðrum, sem engar atvinnutekjur hafa. Það hýtur þvi að teljast algert siðleysi að gera aðila skattskyldan fyrir atvinnutekjum annars manns, og gildir einu, hvort um er að ræða hjón eða ekki. Jafn vel treystandi og eiginmanninum Það er engan veginn einfalt mál að koma á fullri sérsköttun t ná- grannalöndum okkar, a.m.k. Danmörku og Sviþjóð hefur þó tekist að feta leiðina áleiðis til sérsköttunar stig af stigi. Að baki kröfu giftra kvenna um sérskött- un, liggur sú grundvallarhugsun, að þær verði viðurkenndar sem sjálfstæðir einstaklingar gagn- vart skattayfirvöldum, að litið sé á þærsem ábyrgar og hæfar til að gera sjálfar grein fyrir fjárhag sinum.hvort sem þær hafa skatt- skyldar tekjur eða ekki. Ef húsmóðir hefur ekki unnið fyrir skatlskyldum atvinnutekj- um á árinu, ætti henni að vera jafnvel trcystandi til að skýra frá þvi og eiginmanni hcnnar, eða livað? Ef islenskar konur taka við þessu frumvarpi þegjandi og hljóðalaust, þá er ég hrædd um, að ljóminn af heimsfrægðinni fari að blikna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.