Þjóðviljinn - 02.11.1975, Síða 7
Sunnudagur 2. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
í lægðinni þar sem
Viðistaðir i Hafnarfirði
reyna að sporna við
vexti bæjarins til vest-
urs, er enginn tími.
Nýlegu steinhúsin i
tískulitunum sem
standa borubrött suður á
hraunöldunni eru reynd-
ar frekar krókódilsleg i
framan, ætla sér án efa
að sjá mikla framtíð
risa þar á Viðistaðatún-
inu. En i logninu og rekj-
unni morgun einn fyrir
skömmu, var fullkom-
lega ljóst, að gömlu
timburkumbaldarnir á
hólunum kringum grjót-
garðinn sem afmarkar
Viðistaði frá framþró-
uninni, beita allri sinni
andlegu orku til að koma
i veg fyrir skipulags-
flaustur eða stein-
steypusvall.
Augnaráð hans var svo hlýtt og
kimið að ekki var hægt annað en
stansa. Mér fannst ég hlyti að
þekkja þennan svarta viðgerðar-
skrögg vel, eða hvers vegna
kinkaði hann svona kunnuglega
kolli?
Jæja, sagði hann þegar ég kom
til hans, og það var eins og hann
stæði mig að þvi að hugsa
neikvætt eða vera ábyrgur fyrir
einhverju.
Hann horfði uppá mig, var
svolitið hokinn i öxlum, glansandi
oliubrúnn i framan og hendurnar
svartar, þykkar, vöfðu sigarettu
fimlega. Hann settist á hraun-
nibbu og horfði stöðugt á mig.
Ég er hér bara á gönguferð.
NU?
Já, ég geng hér oft um á laugar-
dögum.
Jæja.
Já, ég bý hérna uppfrá.
Ertu i skipulaginu?
Spurningin kom nokkuð skyndi-
lega eins og allt þennan morgun.
Nei, nei, ég bara bý hérna.
Það var gott væni. Svo bandaði
hann hendi að kumböldum oni
gjótu skammt frá þar sem allt
var fullt af bilhræjum, vélarbUt-
um, dekkjum, drasli.
Ég vinn i þessu.
Heldurðu að skipulagið ráðist á
þetta svæði næst? spurði ég.
Já, næst eða þarnæst, sagði
hann. NU eru þeir alveg að verða
bUnir með hjallana uppá hrauni,
þá koma þeir á mann hérna.
Hann var i svörtum samfest-
ingi, olia og skitur svo rækilega
gróin saman við efnið, að það var
eins og hann væri brynjaður.
Hann ók sér á hraunnibbunni.
Mikið byggja þeir grimmilega
ljót hUs nUorðið.
Já.
Ég veit að það er ljótt að segja
það, en ætli þau hæfi samt ekki
fólkinu?
Ætli það eskki.
Þegar ég var unglingur að lesa
mér til, þá var ég viss um að á
minum efri árum, þá hefði ég
tækifæri til að búa i fallegu, stóru
húsi með fjölda manns, konum og
körlum, þar sem væri tónlist og
bókmenntir, iþróttir og menning
af öðru tagi. Þá hugsaði maður
svo mikið um jákvætt, mannbæt-
andi umhverfi. Svo varð þetta
öðruvisi.
Hann hló við, hlýtt og innilega,
eins og hann hefði verið að segja
makalausa skritlu.
Já, já, sagði hann, og svo eftir-
vinnan maður.
Það er nú hægt að fara i sund,
lesa bækur og hlusta á músik
núna, sagði ég eins og til að striða
karlinum og kannski var ég
svolitið að verja nútiðina.
Já já, sagði hann aftur og var
enn kiminn, kannski það, en það
er fólkið góði, fólkið littá sem
varð ekki eins og maður vonaði.
Eru mennirnir litilf jörlegir?
Æjá. Ekki hver fyrir sig. Einn
og i ró er hver og einn góður, en
þegar þeir koma saman, þó ekki
séu þeir fleiri en tveir, fer allt i
glæpsamlegan asnaskap. Miklir
bjánar! og hann hló innilega.
Sigarettan flaug i boga frá hon-
um, hann rykkti sér á fætur af
árangur umræðunnar, að heilar
þjóðir ættu ekki vanda til að rjúka
upp og vitkast.
Við röltum áfram Ut Garðaveg-
inn en gengum hægt og hefðum
GUNNAR GUNNARSSON: um. Það var ekkert lifsmark að
sjá i nágrenninu utan hestarnir i
girðingunni, hundurinn farinn og
sjófulginn var hljóður, kannski i
messu að Görðum eða Bessastöð-
um.
Þegar allar konur i landinu
finna að aðgerða er þörf, og þær
skipuleggja aðgerðirnar alger-
lega neðan frá, það verða engar
áætlanir eða fyrirskipanir frá
neinni forystu, heldur markviss
aðgerð sem fæðist með fjöldan-
um, þá fer maður að vona að ekki
sé nU öll nótt Uti enn. Manstu eftir
verkfallinu hjá kaupfélaginu á
Selfossi i fyrra?
Já.
Þarna sérðu — þetta er hægt.
Menn eru ekki bjánar nema að
vissu marki. Ef þeir ramba á
rétta braut, ef þeir finna til á rétt-
um stað, þá ná þeir áttinni, og
uppúr þvi er leyfilegt að vera
bjartsýnn.
Veistu það góði, mér finnst að
karlmenn ættu að fara að dæmi
kvenfólksins núna og setjast nið-
ur, ræða stöðu sina i mannfélag-
inu, stöðu sina, stöðu kvenna,
tilganginn með störfum sinum,
uppeldi barnanna — umfram allt
tala.
Hann horfði á mig, hló inni i sér
og ég var steinhættur við að
hjálpa honum i umræðunni,
steinhættur við að biðja hann um
leyfi til að skrá eitthvað niður eft-
irhonum, langaði hálfpartinn að
deila við hann, benda honum á að
sums staðar i mannfélaginu
hérna væru verkalýðsfélög og
jafnvel málgögn sem þættust
stefna á sama pól og hann.en ég
ákvað að hlusta.
nibbunni. Við gengum saman eft-
ir Garðaveginum og hann vagg-
aði eins og skógarbjörn sem
rambar á afturfótunum. Hundur
kom til okkar, þefaði af okkur
báðum, fékk klapp og fór svo að
spræna á girðingarstaura. Hestar
i girðingu.
Stundum er þó eins og renni af
mönnunum og þeir gera eitthvað
af viti með sjálfa sig.
Það var bjartsýnishljóð i hon-
um og hann stansaði á götunni,
hætti að ramba eins og björn,
horfði á mig.
Þegar tekst að koma þvi inn hjá
öllum konum á landinu að lif
þeirra sé ekki i þeim farvegi, sem
það geti verið og þær mótmæla
kröftuglega, þá verður maður að
trúa þvi að kannski sé mannfólkið
ekki eins litilfjörlegt og sýnist. Og
þegar allir sjómenn sigla i land og
hamast við að vera á fundum til
að gera sér og öðrum grein fyrir
bágri stöðu spyrja um aulalegan
reksturatvinnugreinar þeirra, þá
verður maður lika að vera bjart-
sýnn.
Helduröu kannski að byltingin
sé að byrja?
Byltingin? Nei. NUer mikil þörf
að snúa við i þessari byltingu sem
einhverjir hafa verið að fram-
kvæma hér mörg undanfarin ár.
NU er þörf á að fólkið reyni að
vera manneskjur en ekki ein-
hverjar privatskepnur i heitu
húsi.
ÞU segir nokkuð, sagði ég og
vonaði að bangsi gamli héldi
áfram hægt og rólega að tala illa
eða vel um mannkynið, þvi rómur
hans eins og rann saman við
rekju morgunsins og smellina i
liðamótum hestanna sem hreyfðu
sig á túninu. En hann þagði, fór
að bjástra við næstu sigarettu,
var áfram kiminn til augnanna en
virtist vera að svifa eitthvað
burtu frá þeim veruleika sem
hann réðist gegn áðan.
Ég er orðinn latur i viðgerðun-
'im. Já. Það er orðið aftur mikið
að gera, þeirreyna að pina mann
I eftirvinnu. Ég er enginn maður
til þess. Ætli ég hætti þessu ekki
bara. Eftirvinnan er mikið böl. Ef
ekki hefði verið eftirvinnan, þá
væri ekki svona mikið af ljótum
húsum.
Einhvers staðar verður fólk þó
að búa.
Já, það er meinið.
Mig langar að hlusta og tala.
NU, já sagði ég og fannst ég
vera einhvern veginn að missa
þennan skrögg út i bláinn.
Mig langar að tala og tala og
tala. Tala við fólk. Tala við karla
og konur, um lífið hér i kring. Ég
hef nefnilega gert þann feil, að
vera með minar hugmyndir und-
ir bilum. Ég hef legið i eftirvinnu,
en ekki talað. Svo þegar maður
stendur andspænis byltingunni
sem þú minntist á, þá man maður
einhvern veginn ekki hvað það
varsem þurfti aðsegja. NU finnst
mér hinsvegar að stiflan sé að
bresta. Ég hef lesið i blöðunum
hvert orð sem hefur þar birst um
kvennaverkfallið og sjómanna-
verkfallið og lika um námsmenn-
ina. Annað veifið koma svona öld-
ur, sem aldrei hafa þó verið svona
öflugar. Það verður að kenna
fólkinu að tala skynsamlega, eins
og margir hafa reyndar gert,
vegna þess að gegn skynsamleg-
um röksemdum, eilifum vanga-
veltum, er aðeins til eitt svar: að
hlusta, taka afstöðu. Ég held
menn taki á endanum afstöðu.
Menn eru bara misjafnlega treg-
gáfaðir og misjafnlega kærulaus-
ir. Og svo eru það þessir privat-
menn. Þeir þola enga ertingu.
Ævintýri
á göngufbr*
i BÓKAMARKAOI
Dicke Lilli —
gutes Kind.
Lilli Palmer. Droener Knaur
1974.
Manneskja Ur skemmtanaiðn-
aðinum skrifar ævisögu sina. HUn
ólst upp i Þýskalandi, vann i næt-
urklúbbum I Paris um hrið, söng,
dansaði og skemmti mönnum á
ýmsan hátt, siðan hvarf hún til
Englands og Bandarikjanna og
gerðist kvikmyndastjarna, hlaut
frægð og fé og skrifar nU ævisögu
sina og telur sig vel hafa gert.
Höfundurinn skrifar heldur
skemmtilega, hefur smekk fyrir
vissa tegund gamansemi og litur
ánægð yfir liðna tið og ennþá
verður hún þeirrar gæfu aðnjót-
andi að á hana er horft af 25
miljónum þýsktalandi mann-
eskja, þegar hún birtist á sjón-
varpsskerminum I sérstakri Ut-
sendingu einu sinni á ári. Margar
myndir fylgja bókinni.
Hann var farinn að bjástra við
þriðju sigarettuna, sneri sér
undan stóð einhvernveginn i' keng
og svo fór reykur að gjósa frá
honum. Viðröltum enn veginn, ég
var að búa mig undir að segja
jæja, og svo ætlaði ég að spyrja
hvar hann byggi, hvort ég mætti
ekki koma og spjalla betur við
hann, kannski taka mynd. En það
var eins og hann læsi hugsanir
minar, þvi hann leit á mig, sagði:
við sjáumst sennilega ekki aftur,
en það var gaman að rausa þetta
yfir þér góði. Hann stóð skyndi-
lega við bilskrjóð i kantinum, eld-
gamlan hálfkassa með skitbretti
eins og vængi og teinahjól,
snaraði sér inn i farkost þennan
og bráðlega var vélin farin að
stynja, blár mökkur og skothvell-
ur aftur Ut skrjóðnum og svo rak
hann svartan haus Ut um glugg-
ann, og sagði: Ég reikna með að
viðkomumstalla leið. Ég hef búið
i Kleppsholtinu, en reyndar bý ég
þar ekki lengur. Og svo var hann
farinn.
enga snertingu.en þeir koma með
á endanum.
Ég var að hugsa um að segja
eitthvað, t.d. að ég væri ekki al-
veg svona bjartsýnn á mátt og
Vélaviðgerðir
Tek að mér vélaviðgerðir, bifreiðavið-
gerðir og nýsmiði.
Upplýsingar i sima 99-5609 og 99-5638.
AFERLENDUM