Þjóðviljinn - 02.11.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. §NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Einar Hákonarson r Það er ekki sjaldan sem ég hefi óskað þess heitt að eiga aðgang að yfirgripsmiklu heimildasafni islenskrar myndlistar, þar sem saman væri safnaö úrklippum úr dagblöðum og timaritum, upp- tökum sjónvarps og útvarps og litmyndum af myndlistarsýning- um, fyrirkomið eftir nákvvæmri spjaldskrá og þægilegt i meðför- um. Viðtöl, tilkynningar, gagn- rýni og greinar er varða mynd- list eru auðvitað til i samantekt einstaklinga og stofnana eins og t.d. Myndlistarskólans i Reykja- vik, en söfn i eigu einstaklinga eru oftast lituð persónulegum smekk og ná alls ekki yfir alla þætti málsins. En þessu til viðbót- ar vantar myndarlegt bókasafn, er auk aðkeyptra myndlistarbóka hefði eintök af ritgerðum starfs- hópa, álitsgerðir, lög og reglur, félagaskrár o.þ.h. Og ekki sist væri fengur i ef einhver listfræð- ingurinn skráði sögu islenskrar myndlistar þaðan sem frá var horfið i samantekt Björns Th. Björnssonar. Þvi minnist ég á þetta hér, að umfjöllun á verkum einstakra listamanna hlýtur að nokkru leyti að skoðast i ljósi þess sem á und- an er gengið, handhægar heimild- ir er sýndu þróun hans og jafn- framt stöðu innan markaðssvæð- isins, ásamt útskýringum lista- mannsins á kúnst sinni á hverjum tima, allt þetta hjálpaði til við fyllri gagnrýni. En þangað til þetta safn kemst upp verður per- sónulegt mat eins manns á list annars nokkurs konar samtin- ingur minninga og það sem lið- andi stund sýnir. Það sem mér þykir einna at- hyglisverðast við þróun mynd- listarmála hérlendis er hversu áhrif skóla hafa haft mikil áhrif, réttara sagt áhrif einstakra manna sem móta og stjórna námi skólanemendanna. Erlendis eru skólarnir margir, og innbyrðis uppbygging þeirra mismunandi eftir þvi hverjir kenna, hvaða stofnun þeir eru háðir eða hvort þeir eru frjálslyndir i þeim mál- um og halda ekki einni stefnu fram á kostnað annarra. A ts- landi hafa aðallega tveir skólar tekið nemendur, annar þeirra á námskeið i teikningu, málun og myndmótun o.fl. en hinn verið fullur dagskóli og útskrifað menn úr deildum. Vera min i Myndlista- og hand- iðaskóla tslands hefur oft orðið mér umhugsunarefni, sérstak- lega undraði mig hin fastnjörv- aða stefna einstakra kennara gagnvart nýjungum i myndlist, þessum mönnum var þróunin lok- uð bók, og þau gildi sem nýjar liststefnur báru með sér fengu ekki náð fyrir augum þeirra, að- eins skyld' byggt á grundvallar- reglum og gömlum kennsluhátt- um. Uppeidisaðferðin var sú að samsama nemandann listmati kennarans og festa hann á þvi plani sem honum hentaði. Ég held að þessi afstaða hafi að nokkru leyti verið ómeðvituð og eðlileg, einkum vegna þess að engin til- raun var gerð af yngri mönnum, t.d. SOM hópnum, til þess að hafa áhrif á uppeldið. Ágætur mynd- listarunnandi sagði við mig um daginn, er við ræddum þessi mál, að Myndlista- og handiðaskólinn hefði heilaþvegið 90% af nemend- um sinum frá þvi hann mundi eft- irsér. Nú skal ég ekkert um þetta segja, en orð mannsins urðu þess valdandi að ég tók saman hve margir þeir útskrifaðir nemendur væru sem nú fást við nútima- myndlist, útkoman var sú að eng- inn nemandi komst á þann lista fyrir árið 1973: Hvers vegna? Ef einhver i SÚM hópnum stundaðí nám i MHf þá forðaði hann sér i burtu og andaði að sér ferskara lofti, t.d. áhrifum frá Diter Rot o.fl. Þegar Poplistin ruddi sér braut fyrir mörgum árum, þá sögðu uppeldisfræðingarnir nei, nei! Þorlákur R. Haldorsen í Keflavík meö sýningu i gær, l. nóvember,opnaði Þorlákur K. Haldorsen listmálari sýningu á verkum sintim i Iðnaðarmannasalnum. Tjarnargötu 3 i Keflavik. Þorlákur hefur áður haldið 15 einkasýningar siðan liann lauk mynd- listarnámi i Osló. Að þessu sinni sýnir hann 34 oliumáiverk og 15 pastel- myndir og teikningar.—Sýning Þorláks R. Haldorsen verður opin til 9. november kl. Hí—22 daglega. —ÞH ÍllsÍl Einar llákonarson við eitt verka sinna Þegar Conceptualisminn bankaði á dyrnar hjá þeim þá var söngur- inn nei, nei! En siðan hefur þetta breyst, úrslitaáhrifin hafði mót- mælasýning nokkurra nemenda i janúar 1974. Viðbrögðin voru hlægileg: En elskurnar minar, þetta hefur allt verið gert áður! Af hverju erið þið að þessari vit- leysu? (En á sama tima máluðu aumingja mennirnir sömu mynd- ina i hundraðasta, ef ekki þúsund- asta skiptið, myndina sem Mat- isse málaði og myndina sem As- ger Jorn málaði, eða þá myndina sem islenskir listmálarar hafa verið að stæla hverjir hjá öðrum siðasta aldarfjórðunginn). Þessi langi formáli þykir kannski undarlegur inngangur að gagnrýni á verkum eins kunnasta listamanns þjóðarinnar? Er hann ekki margverðlaunaður á erlend- um vettvangi, kominn á rikis- spenann, hafinn yfir allan efa? Einar Hákonarson stundaði nám i MHt, og gekk þar undir þjáningarlausa aðgerð kennara- liðsins, tileinkaði sér alla þá tækni sem frábærir handverka- menn geta i té látið, og skilningur og útlistun þeirra á listum sam- timans varð honum vegarnesti, fram á þennan dag. Framhalds- nám hans erlendis hefur hér litlu um breytt, iðukast viðburðanna úti i heimi, upplýsingamiðlunin og fjölbreytnin, virðist ekki hafa snert hann að ráði, þó má finna áhrif frá þess tima nýjasta straumi i verkum hans, Poplist- inni, en framsagnarmáti hans og myndmál hefur ánetjast jafn ó - likum stilum og Baconsurreal- isma og Abstrakt, sem i saman- tekt verði allundarlegur tilbún- ingur: persónulegur still. Einar Hákonarson hefur að minu mati valið sér ákaflega tak- markað starfssvið, þægilega hillu i lifinu, hann er i engum tengslum við lifið i listinni, leikur hans með lit og form er orðinn tilbreyt- ingariaus framleiðsla á sömu myndinni, hann gefur sér á- kveðna formúlu: kassi, maður, uppfylling, andstæðir litir og glansandi áferð. Og þessi formúla er einmitt það sem passar fyrir hálfvelgjuþjóðfélagið Island, þrætubókarþjóðina, það er um að gera að troða marvaðann. Einar Hákonarson er gott dæmi um listamann sem soðinn hefur verið niður, tjóðraður við hefðina og patentlausnina, — en i hans stað má alveg eins taka hvern sem er af þessum oliumálurum og negla hann uppað vegg, ef ein- hver munur er á útfærslunni þá heimfærist hann aðeins á per- sónulegan stil, allt hitt er sameig- inlegt og samhangandi: afstöðu- leysið, kjarkleysið og dýrkunin á þvi sem á undan er gengið. Einhver maður fagnaði því op- inberlega að Einar Hákonarson skyldi vera farinn að mála litlar myndir. Ég fyrir mitt leyti tek undir þau orð og óska listamann- inum til hamingju meðþá ákvörð un, vonandi heldur hann enn lengra i þeirri viðleitni sinni. ÁgÚSt Agúst Petersen var tæplega fimmtugur er hann opnaði sina fyrstu einkasýningu 1958, i Sýningarsalnum, Hverfisgötu 8—10, og er það nánast einsdæmi að maður á þeim aldri kveðji sér hljóðs i einhverri listgrein. Tveir áratugir voru þá liðnir siðan hann aflaði sér menntunar i teikningu hjá Birni Björnssyni listmálara og gullsmið. „Um nokkurt skeið var nafn Agústs tengt fristundalist, en eftir sýningu hans i Bogasal haustið 1967 mun flestum sem sáu þá sýningu hafa orðið ljóst, að hér var sá að starfi, sem málaði af innlifun og þörf, og þvi væri hann verður fyllstu athygli sem slikur. A þeim 8árum sem liðin eru siðan hefur Ágúst stöðugt sótt á bratt- ann sem málari, og þær myndir sem hann hefur málað á allra siðustu árum eru vafalitið það at- hyglisverðasta frá hans hendi.” Við fyrstu sýn eru áhrif Jó- hanns Briem þau áhrif sem mest áberandi eru, en svo vel er unnið úr þeim að óþarft er að tiunda það frekar, Agúst Petersen hefur ræktað og þroskað myndmál sitt og aukið það nýjum blæbrigðum, engin stöðnun er sýniieg, hið barnslega i fari listamannsins og sifelld undrun gagnvart sköpunarverkinu, náttúrunni, hefur auðgað listhans svo allir fái notið. Litaskalinn er yfirvegaður, dempaður, en þó fuliur af and- stæðuverkunum, aldrei of daufur. Formin eru ýmist leyst upp á flet- inum, eins og jakkaermi lista- mannsins hafi flækst i máln- inguna! eða þá að þau eru skýrt afmörkuð i kraftmiklum dráttum. Porttrettmy ndir Agústs Petersen eru heill heimur útaf- fyrir sig, ég man ekki eftir stór- kostlegri myndum mina daga, nema ef vera skyldu portrett- myndir Ninu Tryggvadóttur, þau eru ekta. Petersen Agúsl Petersen að starfi En ekki er allt jafn gott, einstaka myndir eru ókiáraðar, byrjunarverk eða skissur. Með nákvæmari sundurgeiningu og flokkun myndverka hefði sýning- in orðið stærri sigur, t.d. með þvi að hengja vatnslita- og kritar- myndirnar i innri saiinn (i Norræna húsinu), en oiiumál- verkin i þann fremri. En hvað um það, ég man ekki eftir elskulegri sýningu i mörg ár, hún er engin bylting, ekkert skriðufall og eldgos i listalifinu. hún er lognið á eftir storminum, Agúst Petersen er einn af þeim fáu sem þora að vera. Hann slipar steinana sem öðrum sést yfir. B.A. i sýningarskrá.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.