Þjóðviljinn - 02.11.1975, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 02.11.1975, Qupperneq 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Sunnudagur 2. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 HVERNIG VERÐUR r TIL? Það er sagt að við íslend- ingar séum bókaþjóð. Að hér á landi séu gefnar út fleiri bækur miðað við mannfjölda og þá um leið hugsanlegan sölumarkað en nokkursstaðar annars- staðar í veröldinni. Og það er einnig sagt að upplag bóka hér á landi sé stærra en annarsstaðar miðað við sama mælikvarða. Sjálf- Atta sfður, eða hálf örk úr bók Björns Th. Haustskip. Þegar prentað hefur verið á bak þessara siðna er komin ein örk, 1G siður. Ilér er verið að prenta bók Björns Th. Björnssonar, Haustskip, og höfundur er þarna að ræða við Sigurð Arna Sigurðsson pressumann. Myndir og texti S.dór. sagt er eitthvað til í þessu, í það minnsta viljum við gjarnan að þetta sé satt hvort sem það er þjóðsaga eða ekki. Víst er um það, að mikið er selt af bókum hérá landi og einnig hitt að víða eru til stór og mikil heimilisbókasöfn. En vita menn gerla hvernig bók verður til. Jú, það vita það auðvitað allir að hún er skrifuð, sett, prentuð og bundin, en hversu fróðir eru menn um þessa gömlu iðju, sem hiklaust má telja elstu iðngrein sem enn er stunduð á Islandi, prent- verk og bókband, sem ótví- rætt tengjast saman eins og samvaxnir tvíburar. Til þess nú að sýna fólki i máli og myndum hvernig bók verður til, heimsóttum við prentsmiðj- una Hóla vestur á Seltjarnarnesi og fylgdumst með gangi mála um stund. Nú, það þarf auðvitað ekki að taka það fram að upphaf bókar, hver sem hún er, er hjá höfundi, en þvi atriði sleppum við hér, enda margt og mikið verið um þá stétt manna rætt, vinnubrögð þeirra og afkomu, en öllu minna um prentara, bókbindara og þeirra vinnu. Sum sé, þegar höf- undur hefur skilað sinu handriti i hendur vélsetjara, hefst vinnan, fyrsta þrepið við gerð bókar. Sé bókin unnin á hinn hefð- bundna hátt og það eru langflest- ar bækur sem gefnar eru út á Is- landi, þ.e.a.s. sé hún sett á blý, þá hefst gerð hennar með þvi að hún er sett, sem kallað er, en þá eru blýlinur steyptar i þar til gerðri vél, sem nefnist setjaravél. Að lokinni setningu er sátrið, en það nefnast blýlinurnar einu nafni eftir að þær hafa verið steyptar teknar og þrykktar af og próförk lesin, þ.e. sú fyrsta, af venjulegri bók munu ekki vera lesnar færri en 3 til 4 prófarkir. En áður en siðasta próförk er lesin hefur bókin verið brotin um, sem kallað er. Þá hefur ákveðn- um linufjölda verið raðað saman og fer fjöldi linanna eftir hæð bók- arinnar, eða réttara sagt hvaða pappirsstærö á að prenta bókina á. Þegar þessar blýsiður eru til- búnar er talað um að lesa siðu- próförk. Þegar svo öllum próf- arkalestri og umbroti er lokið getur prentun hafist. A fagmáli prentara er talað um stærð bókar eftir arkafjölda. 1 einni örk eru 16 siður og þú munt eflaust, lesandi góður, hafa tekið eftir litlum tölustöfum frá 2 og uppi, ja, 20 til 40 á 16 blaðsiðna fresti, neðst á spássiu bóka. Þær tölur nefnast arkatöl og eru til hagræðis bæði fyrir prentarana og bókbindarana. Ef við miðum við venjulega bókastærð, þá eru oftast prentað- ar 8 blaðsiður i einu i prentvélinni og örkinni siðan snúið við og prentaðar aðrar 8 á bak hennar. Þar með eru komnar 16 siður eða ein örk. Siðunum er raðað i prent- vélina eftir sérstakri formúlu og sé það gert rétt, þá kemur örkin rétt út eftir að hún hefur verið brotin, lika eftir sérstöku kerfi, og siðurnar teljast rétt frá 1 til 16, frá 17 til 32, frá 33 til 48 og frá 49 til 64 og svo áfram uppúr eftir þvi hve margar arkir bókin er. Nú er það svo að meðal upplag bóka á Islandi er sagt hafa minnkað nokkuð siðari árin og mun liggja nærri að það sé um 2000 eintök. Þá sjá menn i hendi sér að það er all mikið verk að prenta eina bók, sem kannski er 10—15 arkir eða 160 til 240 blaðsið- ur að stærð. Það er mjög gott að ljúka prentun á 2 1/2 örk á 8 tim- um, þannig að það er nokkurra daga verk að ljúka prentuninni eftir að setningunni er lokið, en hún tekur enn lengri tima með prófarkalestri og öllu sem þvi fýlgir. En þegar bókin er fullprentuð tekur bókbandið við. Þar er hver örk brotin i þar til gerðri vél, sem menn nefna einfaldlega brotvél. Að þvi loknu er hverri brotinni örk raðað i starfla og fólk gengur meðfram þeim og „tekur upp” sem kallað er. Það er að siðasta örkin er tekin fyrst, og siðan kem- ur hver af annarri þar ofan á. Þegar bókin hefur verið tekin upp, hefst saumaskapurinn við hana. Sé hún bundin i harðband, þarf að rúnna kjölinn, búa til spjöld utanum bókina, setja hana inn i spjöldin og fleira slikt, sem enn er að mestu leyti unnið i höndum hér á landi ennþá, tækni- væðing i bókbandi hefur verið mjög litil hér, enda eru nýtisku vélar bæði mjög dýrar og talið vafasamt að þær borgi sig, nema fyrir allmiklu stærri upplög en eru hér á landi. Nú, eflaust er svo bókarkápa utanum viðkomandi bók og er hún sett utanum á næst siðasta stigi, siðasta stigið er vanalega sellofonpappirinn sem settur er bókinni til hlifðar. Þetta er svona i grófum drátt- um það sem fram fer við gerð bókar. Auðvitað eru svo til af- brigði, einkum i bókbandi, ef um svokallaða kilju er að ræða eða þá að bókin er ekki bundin i harð- bandi, en þar sem obbinn af is- lenskum bókum er ætlaður til gjafa um jólin, er mun meira i þær lagt en almennt gerist er- lendis. Til þess að bók sé bók á Is- landi verður hún lika að vera fall- eg i bókaskápnum, það er ekki nóg að innihald hennar sé gott. Og meira að segja er góð bók alls ekkert betur útgefin en vond bók, siður en svo. Menn geta á þessari stuttu upp- talningu séð að þau eru æði mörg handtökin sem vinna þarf áður en fólk handfjatlar bók i bókabúð fyrir jólin. —S.dór Óskar Jónsson við setjaravélina Magnús Þorbjörnsson við umbrot á bók. Arnar (íuömundsson aö taka 8 slöur inní prentvélina Birgir Guömundsson bókbindari Guörún Hafsteinsdóttir viö bókaspjaidagerö. Á undanförnum árum hefur offsetprentun rutt sér allmjög til rúms hér á landi, en 1 yrir svona 10 ár- um var sáralítil offset- prentun hér á landi. Við spurðum Þórólf Daníels- son, fyrrum formann HÍP og núverandi yfirverk- stjóra í prentsmiðjunni Hólum, að þvi hvort hann teldi að offsetprentun myndi algerlega leysa gömlu þrykkinguna af hólmi í prentverkinu. — Nei, alls ekki, fjarri þvi. Það er siður en svo betri prentun i off- seti, nema um sé að ræða lit- myndaprentun, og það er ekki hagkvæmara nema um mikla myndaprentun sé að ræða. Þá OFFSETPRENTUN leysir ekki eldri aöferöir af hólmi sparast myndamótagerðin sem er orðin mjög dýr. Og svo kemur offsetprentun vel út ef endur- prenta þarf bækur. Þá þarf ekki að setja hana uppá nýtt heldur eru eintök sem til eru ljósmynduð fyrir offset. En i venjulegri bóka- prentun og, já, meirihluta þess sem prentað er á Islandi kemur þrykkingin betur út. Þvi er til að mynda ekki saman að likja hve þrykkt bók er áferðarfallegri, en offsetprentuð. — Hver heldur þú að sé meðal- stærð bóka og upplag hér á landi nú? — Þessu er nú ekki svo gott að svara. Ætli meðalstærð sé ekki svona á milli 14 og 17 arkir og upplagið svona um eða innan við 2000 eintök. Það fer ekki á milli mála að meðal upplag bóka hér á iandi hefur minnkað nokkuð á sið- ari árum, hvernig svo sem á þvi stendur, á það ætla ég ekki að leggja dóm. — Hvaða þrep bókagerðar, setning, prentun eða bókband er dýrast? — Bókbandið er langdýrast, ætli það sé ekki fast að þvi helm- ingurinn af kostnaði við bóka- gerðina, ég hygg það. Ég get sagt þér svona sem dæmi að bók sem við prentuðum hér i 2500 eintök- um, kostaði 372 þúsund i setningu, 236 þúsund i prentun, útgefandinn lagði til pappirinn, en bókbandið á 1000 eintökum kostaði 355 þús- und kr. svo að þú sérð að það er langdýrast. — Hvernig stendur á þvi að bókbandið er svona dýrt? — Það þarf mikinn mannskap i bókbandinu og mikill hluti bók- bandsins er enn unninn i höndum. Bókband hér á landi hefur setið mjög mikið eftir i tæknivæðingu og hefur örugglega minnst breyst af öllu þvi sem þarf til bókagerð- heldur nýtist samhliða þeim,segir Þórólfur Daníelsson yfir- verkstjóri í Hólum ar. Erlendis eru komnar til sög- unnar mjög hraðvirkar vélasam- stæður i bókbandi, en þær eru svo óhemju dýrar að það þarf stærri uppiög á bókum og timaritum en eru hér á landi til þess að það borgi sig að kaupa slik tæki. — Allar vélar til prentiðnaðar- ins eru mjög dýrar, er ekki svo? — Jú, þær eru dýrar vélarnar sem þarf i prentverki. Venjuleg setjaravél með einum leturkassa, kostar 3,5 milj. kr. i dag og venju- leg bókapressuvél svona um 5 miljónir, smáverkavél 1 til 2 mil- jónir. Þetta eru ekki neinir smá- munir. Nú, og svo kostar tonnið af blýinu 100 þúsund kr. Pappir hef- ur hækkað um 100% i verði á sið- ustu tveimur til þremur árum svo segja má að ekki þýði að tala um minna en miljónatugi þegar stofnsetja þarf prentsmiðju. Og rekstur prentsmiðja er i dag afar erfiður vegna þess hve að þeim hefur verið kreppt i sambandi við rekstrarlán. Sannleikurinn er nefnilega sá að engar iðngreinar þurfa að lána eins mikið af vinnu sinni og prentverkið, eða bókar- gerðin réttarasagt. Við fáum litið sem ekkert greitt inná bækur sem verið er að vinna i smiðjunum og uppgjör kemur ekki fyrr en 4 til 5 mánuðum eftir að bókin kemur út. Þá þurfum við oft að liggja með bækur óinnbundnar i örkum. þar sem útgefandi gefur ekki nema hluta upplagsins út i fyrstu atrennu. Nú, og svo þurfum við að geyma sátrið, blýsiðurnar. oft von úr viti og binda svo og svo mikið blý i þeim, sem ekki verður öðru visi bætt upp en með þvi að kaupa nýtt. Fyrir geymslu i bók- arörkum og blýsiðum fá prent- smiðjurnar ekkert greitt, ekki einu sinni húsaleigu fyrir geymsl- una. Það hefur aldrei tiðkast. þetta er bara svona segja menn. Þar ofan á bætist svo að flestir bókaútgefendur leggja orðið til pappir sjálfir i bækur sinar, én af pappirssölu höfðu prentsmiðjurn- ar góðar tekjur hér fyrrum. Þannig að það leggst allt á eitt með að auka erfiðleika prentiðn- aðarins. Vonandi er þetta þó stundarfyrirbrigði enginn vill ganga af prentverki dauðu á Is- landi. þannig að þegar menn vakna upp við það að það er i and- arslitrunum þá verður sjálfsagt eitthvað gert til hjálpar, þannig er það alltaf hér á landi. þótt biörgunaraðgerðirnar komi oft- ast of seint, sagði Þórólfur að lok- um. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.