Þjóðviljinn - 19.11.1975, Síða 2

Þjóðviljinn - 19.11.1975, Síða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN' Miövikudagur 19. nóvember 1975. Tvinnum saman jafn ré ttis baráttuna og stéttabaráttuna Á flokksráðsfundi Alþýðu- bandalagsins, sem haldinn var i Kópavogi um siðustu helgi var einróma samþykkt sú ályktun um jafnréttisbaráttu, sem hér birtist: Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins fagnar þeirri vit- undarvakningu, sem orðið hefur i þjóðfélaginu og hinni miklu samstöðu sem tókst meðal is- lenskra kvenna er þær samein- uðust um að leggja niður vinnu einn dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags sins og vöktu þar með athygli langt út fyrir landsteinana á þvi mis- rétti sem konur búa við hvar- vetna i heiminum. Þessi aðgerð kvenna hlýtur að marka timamót i baráttu fyrir jafnrétti kynjanna hér á landi, en ekki má láta merkið niður falla eftir einn velheppnaðan dag eða <eitt kvennaár. Enn er langt i land til fulls jafnréttis og mikil barátta hlýtur að vera samtvinnuð baráttu alþýðu- samtakanna fyrir jöfnuði i þjóð- félaginu, og eigi sigur að vinn- ast verður að heyja baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna i nánum tengslum við baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar og konur verða að vera virkar i stéttarfélögum sinum. A sama hátt verður verkalýðshreyfingin að taka fullt tillit til jafnréttis- og frelsisbaráttu kvenn og gera að sinni. Aðeins frjálsar undan for- dómum og gömlum hefðum og með sama rétt og skyldur og karlar geta konur raunverulega orðið virkar i sameiginlegri baráttu. Flokksráðsfundurinn minnir á að jafnrétti er grundvallaratr- iði i stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins og lýsir yfir fullum stuðningi við jafnréttis- og frelsisbaráttu kvenna. Engin kvennabarátta án stéttabaráttu! Engin stéttabarátta án kvennabaráttu! Styðjum kröfuna um jafnrétti til náms Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins samþykkti sam- hljóða ályktun um stuðn- ing við baráttu námsmanna, og er ályktunin á þessa leið: Flokksráðsfundur Alþýðu- bandalagsins 1975 lýsir yfir full- um stuðningi við námsmenn i yfirstandandi kjarabaráttu þeirra við rlkisvaldið og tekur undir kröfu þeirra um fullt jafn- rétti til náms. Álþýðubandalagið leggur á- herslu á að niðurskurður náms- lána nú er aðeins einn liður i al- mennri kjaraskerðingu núver- andi rikisstjórnar og um leið viðleitni hennar til að gera menntun að forréttindum efna- stéttarinnar i landinu. Samúð Ostende-búa er með íslendingum Dags b rúnarfé lag ar og annað láglaunafólk Kjarabaráttan er að hefjast enn einu sinni eftir uppsögn samning- anna siðastliðinn mánuð. Núna hlýtur baráttan að vera bæði gegn atvinnurekendum og talsmönn- um þeirra, rikisstjórninni sjálfri. Eftir að við höfum lesið þær yfir- lýsingar, sem komið hafa frá þeim, virðast þeir ekki á þvi< að reyna að bæta úr fyrir láglauna- fólki. Það eru þeirra eigin hags- munir, sem sitja i fyrirrúmi. Þeir barma sér sáran og reynt er að heilaþvo okkur hvar sem færi gefst með þvi að atvinnuvegirnir standi alls ekki undir þvi að hækka kaupið, núna á þessum verstu timum. Það er talið tak- markalaust ábyrgðarleysi gagn- vart þjóðarbúinu, jafnvel land- ráð, að við, svokallaðir „skamm- sýnir þrýstihópar”, gerumst svo djörf að opna munninn og gefa til kynna, að laun okkar hrökkvi vart lengur fyrir lifsnauðsynjum i þessu þjóðfélagi. En félagar, lát- um ekki þetta siendurtekna væl auðmanna landsins draga úr okk- ur kjarkinn. Hve oft og lengi hafa ekki atvinnuvegirnir blómstrað og góðæri verið i landinu, en hafa þá atvinnurekendur tekið tillit til okkar og veitt okkur prósentur af gróða fyrirtækisins? Hvenær hafa verið nógu góðir timar fyrir kaup- hækkanir til láglaunafólks (að mati atvinnurekenda )? Aldrei. 1 hvert sinn sem við höfum farið fram á réttlátar kaupkröfur, jafnt i góðæri sem öðru æri, hefur alltaf upphafist kórgrátur auðvaldsins og leppa þess i fjölmiðlum lands- ins og hefur sá grátur eflaust oft vakið efasemdir meðal verka- lýðsins (láglaunafólks) um rétt- mæti kaupkrafa sinna og hefur það valdið sundrung um réttlátar kröfur og höfum við þar af leið- andi oft komið út úr samningum án þess að hafa fengið nauðsyn- legar kjarabætur. Nú er kominn timi til að við hættum að trúa lyg- um arðræningjanna. Við erum enn að berjast fyrir þeim sjálf- sagða rétti að fá lifvænleg laun fyrir 40 st. vinnuviku. Það er staðreynd að hingað til hefur kaup okkar aðeins verið miðað við að láta okkur skrimta, svo við veslumst ekki upp sem vinnuafl. Er ekki kominn timi til að þjóðfé- lagið afmái þessi augljósu rang- indi? Nú hefjum við sókn og samningaviðræður um réttlátar kjarabætur sem þurfa að verða rækilegar. Við krefjumst 40 stunda vinnu- viku með mannsæmandi launum. Launin verða skilyrðislaust að vera visitölutryggð, annars er ekkert unnið með kauphækkun, það vitum við öll. Eftirvinnu, næturvinnu og þvilikt eigum við ekki að vinna nema í sérstökum tilfellum. Atta (8) stunda vinnu- dagur er nóg, þvi viö erum líka manneskjur með okkar persónu- legu þarfir. Við vinnum ekki upp- bótarvinnu. Við krefjumst virð- ingar fyrir þeim undirstöðu- og uppbyggingar- atvinnuvegum þjóðarinnar sem hingað til hafa verið litilsvirtir i þjóðfélaginu. Það er ekki nóg að stjórnarherr- arnir hefji upp mærðarraust sina á tyllidögum um mikilvægi sjávarútvegsins td., á öflun þjóð- artekna. Meti þeir vinnuna i raun ekki aðeins i ræðu. Getur svo ein- hver réttlætt og gefið mér full- nægjandi skýringu á þvi hvers vegna þeir sem vinna óhreinlega og kuldalega erfiðisvinnu við slæma vinnuaðstöðu fá svo lágt kaup, en svokallaðir yfir-yfir- menn (auðvaldið og ánægðu.lepp- arnir þess) sem hafa aðsetur i hlýju glerbúrunum, fá undan- tekningarlaust margfalt meira? Vitið þið, áð fyrir ufan sumarfri og óvæntar bilanir hjá togurun- um, eru togarasjómenn i landi um 48 daga á ári, 2 daga á hálfs- mánaðarfresti. Þessu ómannúð- lega ástandi þurfum við að breyta strax. Eins og vinnuaðstæður flestra okkar eru getum við krafist eins- konar aðstöðuuppbótar. Verka- maðurinn þarf alltaf að vera á verði. Ég hef unnið hjá tveimur fyrirtækjum við höfnina. Ótrúlegt en satt, að á báðum þessum stöð- um var reynt að braska með pen- inga okkar á mjög rotinn hátt. Sérsamninginn milli Dagsbrúnar og Eimskips frá þvi I des. ’74, skulum við jarða hið snarasta. Hann hefur aðeins uppskorið ó- ánægju vegna svika. Við krefj- umst kauptryggingar eftir 1 mán. samfellda vinnu i stað 6 mán. eins og það er i dag. Það er óþolandi virðingarleysi gagnvart verka- manni, sem ráðinn er i vinnu, að senda hann heim, ef atvinna minnkar um stundarsakir. Þekk- ist þetta i öðrum atvinnugrein- um? Varúð! Konur! Beitt er allra bragða til að setja okkur i lægri launaskala en karlmenn i sömu Framhald á bls. 10 i siðustu viku var staddur hér á landi Walter Schmidt, umboðs- maður Landssambands íslenskra útvegsmanna i Ostcndc i Bclgiu, þar sem talsvcrt var um landanir islenskra fiskiskipa eftir að löndunarbann var sett á okkur i vestur-Þýskalandi. Schmidt, sem er þjóðverji, hefur oft komið til islands áður og talar og skilur is- lensku dável. i þetta sinn koni hann meðal annars i erindum borgarinnar Ostende. Þar er nú verið að stækka og bæta hafnar- mannvirki til fiskilöndunar. Þeir i Ostende liafa áhuga á samning- Löndunarhorfur fyrir íslenskan fisk í framtíðinni eru þar góðar, segir Walter Schmidt9 umboðsmaður r r LIU í Ostende um við islendinga um landanir i framtiðinni, og viðvikjandi þvi vona ég að orðið geti um að ræða landanir undir eðlilegum kringumstæðum á timum, þegar eðlilegar kringumstæður eru fyrir licndi, sagði Waltcr Schmidt. — Við þykjumst skynja að Ostende-búar hafi mjög mikla samúð með islendingum i yfir- standandi fiskveiði deilu, sagði Schmidt ennfremur. — Við höfum lagt fram okkar skerf, vona ég, til stuðnings stefnu islendinga i þeim málum. Við skulum vona að i framtiðinni verði góð samvinna með ibúum Ostende og islendingum, um það að selja islenskan fisk i Belgiu og umhverfis það land i Evrópu. Okkur i Ostende finnst við vera i hjarta Evrópu. Frá okkur er aðeins um fjögurra klukkustunda ferð með járnbraut til Ruhr- héraðsins og til Parisar um þriggja og hálfrar klukkustundar ferð. Við teljum að með tilliti til Framhald á bls. 10 OPAL h/f Sælgætisgerð Skipholti 29 — Sími 24466

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.